Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 40
Það gleðjast eflaust margir yfirvæntanlegri endurkomu hljóm-
sveitarinnar Smashing Pumpkins
en ekki er víst að öllum hugnist
nýjustu fregnir úr herbúðum sveit-
arinnar. Umboðsmaður Smashing
Pumpkins, Paul Geary, sagði það
nefnilega afar ósennilegt að allir
fyrrverandi hljómsveitarmeðlim-
irnir fjórir kæmu saman á ný. For-
sprakkinn Billy Corgan og
trommuleikarinn Jimmy Chamberl-
in hafa staðfest að þeir muni koma
fram undir merkjum Smashing
Pumpkins á nýjan leik en ósenni-
legt þykir hinsvegar að gítarleik-
arinn James Iha og bassaleikarinn
D’Arcy Wretzky verði með að
þessu sinni.
Og meira af endurkomum hljóm-
sveita. Fregnir herma að hljóm-
sveitin Wham! ætli að leiða saman
hesta sína á ný. Dúettinn var sem
kunnugt er skipaður þeim George
Michael og Andrew Ridgeley og
átti mikilli velgengi að fagna á ní-
unda áratug síðustu aldar.
Smellir á borð við „Wake Me Up
(Before You GoGo)“ og „Careless
Whisper“ áttu sinn þátt í að gera
þá félaga fræga og nú virðist sem
endurtaka eigi leikinn því þeir tví-
menningar ætla víst til Bandaríkj-
anna í sumar til að taka upp ný lög
saman.
Michael óskaði eftir því að
Ridgeley kæmi fram með sér á tón-
leikum í Wembley Arena í London í
fyrra en úr því varð ekki. Nú er
Ridgeley hinsvegar orðinn til-
kippilegur í samstarf.
Wham! lagði upp laupana árið
1986. Michael hefur sem kunnugt
er átt farsælum sólóferli að fagna á
meðan Ridgeley hefur mest samið
lög fyrir aðra undir dulnefni.
Jennifer Hudson segist klípasjálfa sig daglega til að athuga
hvort hana sé ekki að dreyma alla
þá miklu velgengni sem hún hefur
átt að fagna síðustu mánuði.
Hudson komst á kortið þegar
hún hafnaði í öðru sæti American
Idol keppninnar í Bandaríkjunum.
Í kjölfarið bauðst henni eitt aðal-
hlutverkanna í kvikmyndinni
Dreamgirls sem nú er tilnefnd til
átta Óskarsverðlauna. Þar á meðal
Fólk folk@mbl.is
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 LEYFÐ
BABEL kl. 8 B.i. 16
APOCALYPTO kl. 10 B.i. 16
/ KEFLAVÍK
BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI
DREAMGIRLS kl. 6 - 9 - 10:20 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 6 - 8 LEYFÐ
BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
CHILDREN OF MEN kl. 8 B.i. 16 ára
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 ára
THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI”
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
EDDIE
MURPHY
BEYONCÉ
KNOWLES
JAMIE
FOXX
eee
DÖJ, KVIKMYNDIR.COM
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN
OG GOOD MORNING VIETNAM
GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ
NÆSTI FORSETI?
Sjáið grínistann Robin Williams fara á
kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna
ÓSKARSTILNEFNINGAR8
eeee
L.I.B. TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
ÓSKARSTILNEFNINGAR2SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLASÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
eeee
H.J. MBL.
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. fyrir besta handrit ársins3
hlutavelta
ritstjorn@mbl.is
Ómar og rúnturinn
Það er einkennilegt þegar fólk finn-
ur hjá sér þörf til að koma höggi á
einhvern sem það óttast að gæti
ruggað litla bátnum þeirra. Þannig
er það í dag. Hver vitringurinn að
fætur öðrum geysist fram á ritvöll-
inn, fullur vandlætingar yfir hug-
mynd Ómars Ragnarssonar um að
endurvekja „rúntinn“.
Þessi hugmynd er í sjálfu sér góð,
hún myndi auka umferð fólks í mið-
borginni, hugsanlega hjálpa til að
draga hálftruflaða unglinga út frá
tölvunni, gefa fólki tækifæri til að
hittast og gleðjast. En þetta sjá for-
pokaðir fýlupúkar ekki, aðalmálið er
að „umhverfisverndarsinninn“ Ómar
Ragnarsson hefur skoðun sem ekki
samrýmist þeirra skoðunum. Þá er
gripið til svona vopna.
Ykkur til upplýsingar veit ég eng-
an sem notar jafn sparneytna bíla og
Ómar. Ef maður setti í samhengi:
notað eldsneyti deilt með eyddum
tíma í að upplýsa og fræða þjóðina
um náttúru Íslands, þá er ég hrædd-
ur um að þessir vandlætingafullu
sjálfskipuðu umhverfissinnar, sem
sjá náttúruna helst í sjónvarpi (í
þáttum eftir Ómar) yrðu í mínus.
Ég vona að Ómar Ragnarsson
haldi baráttunni áfram, það vantar
fólk sem þorir að stíga fram til að
vernda náttúruna, við höfum nú þeg-
ar nægilega mörg sófadýr við stjórn-
völinn!
Ævar Sigdórsson,
Tröllagili 1, Mosfellsbæ
Þakkir til sjúkraþjálfara
Sú stétt innan heilbrigðiskerfisins
sem vinnur mest í hljóði er sjúkra-
þjálfarar en er ein af þeim nauðsyn-
legustu. Ég hef sjálf ásamt eig-
inmanni mínum þurft í mörg ár að
þiggja hjálp frá einum slíkum og ég
veit ekki hvernig við hefðum farið að
án okkar manns, sem er frábær fag-
maður að mörgum öðrum ólöst-
uðum. Það mætti fjalla meira um
þessa stétt sem er ákaflega vel
menntuð og örugglega margir sem
sleppa við stórar aðgerðir en eru
undir handleiðslu sjúkraþjálfara.
Við eiginmaður minn erum hjart-
anlega þakklát fyrir mikla hjálp.
Hildur Hilmarsdóttir,
Viktor Aðalsteinsson,
Lækjasmára 8, Kóp.
Fótbolti í óskilum
Nýlegur fótbolti fannst við Gróttu-
völl fyrir stuttu. Fæst afhentur gegn
lýsingu. Sími 694-5215.
Bröndóttir kettlingar
Sérlega fallegir og vel gerðir kett-
lingar vilja komast á góð heimili.
Kassavanir. Upplýsingar í síma
6957304.
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar,
Íris Ösp Benjamínsdóttir 9 ára, Heba
Lind Hjartardóttir 9 ára og Ási Benja-
mínsson 3 ára, voru með tombólu við
Krónuna, Norðurbrún og söfnuðu
3.345.- krónum. Peningarnir koma að
góðum notum og verða sendir til að-
stoðar bágstöddum börnum í Afríku.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og mánudags-
blað. Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-1100 eða
sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Öðru hverju er Vík-verji minntur á
þá óþægilegu stað-
reynd að hann til-
heyrir örþjóð, litlum
300 þúsund sálum, á
mörkum hins byggi-
lega heims. Und-
anfarna daga er það
einkum tvennt sem
hefur minnt Víkverja á
þennan sannleik.
x x x
Í fyrsta lagi er það„útreið“ íslenska
handboltalandsliðsins
á HM í Þýskalandi. Við
heimtuðum gullið og
ekkert annað, ekki síst eftir að hafa
lagt Frakka að velli. Síðan var komið
að ögurstund gegn Dönum, okkar
öldnu yfirboðurum. Hvernig í ósköp-
unum getur okkur dottið í hug að við
eigum að leggja hverja stórþjóðina á
fætur annarri að velli? Þjálfaranagl-
inn Alfreð hefur þó ekki misst alla
skynsemi og hafði skýringar á
reiðum höndum; að leikmannahóp-
urinn væri ekki nógu breiður. Með
öðrum orðum: Ísland er ekki nógu
stórt land til að útunga boltabeljök-
um á færibandi. Víkverji segir nú
bara eins og unglingarnir: Face it!
Í öðru lagi er þaðundankeppni Evr-
óvisjón Sjónvarpsins.
Augljóslega erum við
ekki nógu mörg til að
framleiða góða lagahöf-
unda. Upp úr keppn-
inni stendur eitt og eitt
þokkalegt lag en í það
heila tekið var þetta
óttalegt rusl. Þær stað-
reyndir, að sama skáld-
ið átti annan hvern
lagatexta, sami tónlist-
armaðurinn var í öðru
hverju lagi og sömu
höfundarnir komust í
gegn með allt að þrjú
lög, duga ágætlega til
að sanna kenningu Víkverja. Einna
verst var að sjá suma höfunda hafa
þvílíka trú á smíðum sínum að hið
hálfa væri nóg. Í að minnsta kosti
einu tilviki ætti niðurstaða und-
ankeppninnar að sýna einum
ónefndum höfundi að hann ætti að
snúa sér að öðru en lagasmíðum.
Bubbi Morthens hitti naglann á höf-
uðið, er hann mætti í útsendingu síð-
ustu undankeppninnar og sagði að
keppnin sem slík væri ágæt fyrir
tónlistariðnaðinn. Lögin væru hins
vegar að megninu til drasl. Heyr,
heyr!
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er þriðjudagur
6. febrúar, 37. dagur
ársins 2007
Orð dagsins: Því hvar sem fjár-
sjóður yðar er, þar mun og hjarta
yðar vera. (Lúk. 12, 34.)