Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 35 menning Mér er í fersku minni kvik-myndagagnrýni sem birt-ist í DV um endurgerð Cohen-bræðra á Ealing-gam- anleiknum The Ladykillers þar sem rýnirinn viðurkenndi að hafa ekki séð upprunalegu myndina en bætti svo við; „… en það kemur ekki að sök“. Sjálfur hafði ég ein- mitt fussað og sveiað yfir end- urgerðinni sökum þess að hún bætti engu við frumgerðina auk þess sem Tom Hanks fór í ná- kvæmlega sömu manngerð og sir Alec Guinness hafði skapað tæpum 50 árum áður og notaði að öllum líkindum sama tanngóminn og Gu- inness var með í upprunalegu myndinni. Ég skil þó mæta vel að þeim sem ekki hefur séð frum- gerðina líki vel við endurgerðina einfaldlega vegna þess að hann upplifir söguna í fyrsta sinn. Og ef sagan er góð og faglega framsett er upplifunin raunveruleg þótt við- komandi átti sig ekki á að frum- sköpunina skortir. Í slíkum til- fellum hefur endurgerðin tekið frumgerðina yfirtöku.    Fyrir skömmu sýndi dansk-íslenska súperstjarnan Ólafur Elíasson í Tanya Bonakdar gallery í New York-borg. Þungamiðja sýn- ingarinnar var innsetning í hring- laga rými og í rýminu miðju stóð tankur fullur af vatni. Með hjálp lýsingar ofan í vatninu og einhvers apparats sem gáraði vatnið spegl- aðist hreyfing þess á veggnum. Ég er fullviss um að ég var einn ör- fárra í hópi þeirra sem sáu sýn- inguna sem þekkja til verka Finn- boga Péturssonar og stóð þar af leiðandi stórhneykslaður í gall- eríinu og velti fyrir mér hvort Ólafur hefði ekki stigið þarna yfir einhver velsæmismörk, allavega hvað höfundarrétt varðar. Ókei, þetta var svosem ekki nákvæmlega eins innsetning og Finnbogi hefur verið að gera, en svo sláandi lík að ef Finnbogi Pétursson sýndi nú gáruverk í New York mundu sýn- ingargestir líta hann hornauga og segja: „Þú ert að gera eins og Ólafur Elíasson.“    Í dægurlagatónlist er algengt aðflytjendur fái lánað lag eða stef hjá öðrum og að endurgerðin verði vinsælli en frumgerðin. Örar svipt- ingar í tónlistariðnaðinum bjóða tónlistarmönnum líka upp á að endurflytja eldri slagara fyrir nýj- ar kynslóðir neytenda og kaup- enda, sem oft hafa ekki hugmynd um að vinsælt dægurlag hafi verið smellur 15–20 árum áður. Í sumum tilfellum bætir endurflutningurinn litlu sem engu við frumflutninginn en í öðrum tilfellum ná flytjendur að klæða dægurlagið nýstárlegum búningi. Ég nefni sem dæmi þegar hljómsveitin Mínus klæddi gamla Toni Basil-slagarann „Mickey“ í metalbúning og nú hefur rapp- arinn Nitty klætt þetta sama lag í hipp-hopp-búning og gerir það gott á vinsældalistum. Í myndlist er það sama upp á teningnum. Örar sviptingar gera það að verkum að myndlistarmenn geta gengið í gamla myndlist- arsmelli og endurgert þá eða fært í nýjan búning fyrir nýjar kyn- slóðir neytenda sem hafa ekki hug- mynd um frumgerðina. Einhverjir kalla þetta frelsi samtímalistar en aðrir kalla þetta takmörk hennar.    Ólafur Elíasson er myndlist-armaður sem hefur gengið nokkuð frjálst í vinsæla slagara og/eða fengið lánuð stef annars staðar frá. Fyrir vikið hefur hann mátt þola reiði margra gagnrýn- enda en líka hlotið lof fyrir að klæða gamla tormelta myndlist- arslagara í aðgengilega búninga og hefur fyrir vikið notið almennr- ar hylli, enda hefur honum tekist að gefa mínimalísku myndmáli skemmtanagildi með einföldum sjónrænum tæknibrellum. Ekki ólíkt og þegar Peter Jackson end- urgerði King Kong og gerði tryllta tölvutækni að megininntaki og markaðssetningu myndarinnar en tapaði um leið tilfinningalegu inn- takinu sem hafði gert frummynd- ina svo fallega.    Ólafur er maður síns tíma. Hannhefur tappað inn á og lesið tíðarandann rétt þar sem myndlist stendur samhliða kvikmynda- og tónlistariðnaði. Reyndar skortir myndlistina álíka öflugt dreifing- arkerfi enda miðast hún ekki við fjölföldun. Endurgerðin og yf- irtaka hennar á frumgerðinni er samt skref í þá áttina og við getum nú óhrædd skipað henni sess í dægurmenningu okkar og talað um myndlistariðnað. Myndlistariðnaðurinn Ólafur Elíasson Hefur tappað inn á og lesið tíðarandann rétt. AF LISTUM Jón B.K. Ransu » Í dægurlagatónlister algengt að flytj- endur fái lánað lag eða stef hjá öðrum og að endurgerðin verði vin- sælli en frumgerðin. ransu@mbl.is ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Viðskiptavin okkar vantar iðnaðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík, Kópavogi eða í Garðabæ. Það sem óskað er eftir þarf að hafa góða lofthæð og vera u.þ.b. 1000 – 2000 fm. Skilyrði er að til staðar séu innkeyrsludyr, eða að hægt sé að setja slíkar dyr. Einnig kemur til greina að kaupa lóð á þessum svæðum. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Jason Guðmundsson lögg. fasteignasalar. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Akureyri í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar Í KVÖLD, ÞRIÐJUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Lilya Zilberstein tónleikar í íþróttahúsinu við síðuskóla á akureyri Jón Leifs ::: Trilogia Edvard Grieg ::: Píanókonsert Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 5 FIMMTUDAGINN 8. FEBRÚAR KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Lilya Zilberstein gul tónleikaröð í háskólabíói Branko Okmaca ::: Inventio Sergej Rakhmanínov ::: Tilbrigði um stef eftir Paganini Jean Sibelius ::: Sinfónía nr. 2 miðasala í pennanum í hafnarstræti og við innganginn. Reykjavík flugfélag íslands styrkir ferðina til akureyrar landsbankinn styrkir hljómsveitina á tónleikaferðum erlendis Sinfóníuhljómsveitin heimsækir höfuðstað Norðurlands og flytur hluta af efnisskrá sem þýskum tónlistarunn- endum verður boðið upp á í tónleikaferð hljómsveitar- innar um Þýskaland nú í febrúar. Rússneski píanistinn Lilya Zilberstein hefur verið talin einn fremsti píanóleikari Rússlands af yngri kynslóðinni. Þýskaland ÓLAFUR S.K. Þorvaldz hefur ýmislegt með sér. Hann er til dæmis talsvert sannfærandi leik- ari, allavega í þessari sýningu. Hann greinir skýrt á milli persón- anna tveggja, hins látna og þess lifandi. Kortleggur ágætlega ferð hins seinheppna unglings niður í martröð dóms og fangavistar og hefur líka skemmtileg lausatök á samskiptum við áhorfendur í hlut- verki sama manns framliðins. Skematísk teikning leikstjórans á aðgreiningu þessara hlutverka er næsta óþörf þegar leikarinn sinnir því verkefni jafn skýrt og hér er raunin. Og svo er hann að ég held bara nokkuð efnilegur leiktextahöf- undur. Það birtist einna helst í upphafinu, þar sem teikning hans á persónunni og lýsingin á sam- drætti söguhetjunnar og hinnar örlagaríku hjásvæfu er alveg af- bragð. Skýrt, sérkennilegt og skáldlegt. Ég vona að Ólafur haldi áfram að skrifa. Gott ef það er ekki sjónarmun mikilvægara en að hann haldi áfram að leika. En svo hallar dálítið undan fæti. Hin efnilega saga um ungmennið á útihátíðinni glutrast niður í gelgjulega fangelsisfantasíu með tilheyrandi þráhyggju um enda- þarmsnauðganir, geðlyfjarúss og klisjukennda einsemd. Það verður lítið annað úr framvindu. Og vafa- laust þykir höfundinum djarft af sér að láta stóru spurningunni ósvarað: hver drap stúlkuna? Nema hvað hann ljóstrar því upp í leikskránni að það var ekki sögu- hetjan, sem er ennþá í leikslok einna grunsamlegastur. Sjálfsagt er það lítilmótlegt að vænta svars við því hver framdi glæpinn. Hinsvegar er sanngjarnt að krefjast áhugaverðari útkomu af ferðalagi hetjunnar niður til heljar. Sérstaklega þegar glefsur af textanum eru jafn lofandi og hér, og leikarinn jafn augljósum hæfileikum gæddur. Niður til heljar, hérumbil Morgunblaðið/G.Rúnar Sannfærandi Ólafur S.K. Þorvaldz hefur ýmislegt með sér. LEIKLIST Austurbær Höfundur og leikari: Ólafur S.K. Þorvaldz. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Austurbæ 2. febrúar. 50 Ways To Leave Your Lover Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.