Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Seyðisfjörður | Sólin skein skært á þær Kristiönnu, Söru og Elísu Björt á skíðasvæðinu í Stafdal ofan Seyðis- fjarðar um helgina. Þótt aðeins gustaði um gestina létu þeir það lítið á sig fá og renndu sér hverja bununa á fæt- ur annarri. Ágætissnjór er í brautunum þótt að skað- lausu mætti fara að bæta á, eins og einn gesturinn sagði. Ljósmynd/EBB Prýðisfæri til skíðaiðkunar í Stafdal EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga gerði í desember sl. sveitarfélögunum Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi að kanna mögu- leika á sameiningu við Fljótsdalshér- að vegna bágrar fjárhagsstöðu. Að mati nefndarinnar leikur vafi á rekstrarhæfi sveitarfélaganna tveggja í núverandi aðstæðum. Sveitarstjórn Breiðdalshrepps tel- ur fýsilegra að líta til Fjarðabyggðar vegna landfræðilegrar stöðu, tilkomu Fáskrúðsfjarðarganga og möguleika á að tengjast betur öflugu atvinnu- og þjónustusvæði í uppbyggingu. „Í þessu sambandi er einnig nauð- synlegt að minna á ábyrgð ríkisvalds- ins varðandi málefni sveitarfélaga sem komin eru í líka stöðu og Breið- dalshreppur. Þ.e. rekstrarlegar for- sendur hæpnar, hagræðingarmögu- leikar fáir og sveitarfélagið, vegna ýmissa ástæðna, orðið útundan í sam- einingarferlum og stækkun sam- félaga,“ segir í bókun sveitarstjórnar Breiðdalshrepps nýverið. Djúpavogshreppur hefur farið fram á viðræður um hugsanlega sam- einingu við Fljótsdalshérað, sem hef- ur samþykkt slíkar viðræður. Knúin til sameiningar Breiðdalur vill í Fjarðabyggð en Djúpivogur upp á Hérað AUSTURLAND Heilborun könnuð Bæjarráð Seyð- isfjarðar hefur ráðið Sigurð Gunn- arsson, hagfræðing og járnsmið, til að taka saman upplýsingar um kosti heil- borunar jarðganga á Mið-Austur- landi. Sigurður hefur þegar hafið vinnu, er ráðinn til eins mánaðar til að byrja með og reiknar með skýrslu um kosti og galla heilborunar að þeim tíma liðnum. Sigurður var sveit- arstjóri Búðahrepps á níunda áratug síðustu aldar og kom þá m.a. að und- irbúningi Fáskrúðsfjarðarganga.    Vegbygging í Skriðdal Vegagerð rík- isins hefur boðið út byggingu 4,6 km langs kafla þjóðvegar 1 á milli Vatns- dals- og Haugaáa í Skriðdal. Í veginn fara um 130 þúsund rúmmetrar af efni auk vegriðs og ræsa. Tilboðs- frestur rennur út 27. þessa mánaðar en framkvæmdinni skal lokið 1. sept- ember í haust.    Horfir illa Hæstiréttur hefur synjað starfsmannaleigunni 2b um leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Austurlands frá í haust, þar sem 12 félagsmönnum AFLs er unnið höfðu á vegum starfsmanna- leigunnar voru dæmdar sam- tals um fjórar milljónir í van- greidd laun og vegna ýmissa frádráttarliða sem ekki stóð- ust lög og kjara- samninga, auk um tveggja milljóna króna í málskostnað. Lögmaður AFLs, Jón Jónsson hdl hjá lögmannsstofunni Regula, hefur því óskað aðstoðar lögreglu við fram- kvæmd fjárnáms hjá starfsmanna- leigunni en forráðamenn fyrirtæk- isins hafa tvívegis hunsað boðun í fjárnám. Samkvæmt heimildum AFLs er starfsmannaleigan ekki skráð fyrir neinum eignum utan 15 ára gamals bíls og má því búast við að fjárnámið verði árangurslaust. Fari svo að forráðamenn 2b geti ekki bent á eignir sem duga fyrir kröfum félagsmanna AFLs mun lögmaður félagsins þegar í stað krefjast gjaldþrotaskipta fyrirtæk- isins.    Hampiðjan vill lóð Hampiðjan hefur sent Vopnafjarðarhreppi erindi þar sem farið er fram á um 2.000 fer- metra lóð fyrir netaverkstæði á hafnarsvæðinu í Vopnafirði. Er- indinu var vísað til skipulags- og bygginga- nefndar með til- mælum um að fundin verði besta staðsetn- ing slíkrar lóðar m.t.t. óska fyr- irtækisins og skipulags á svæðinu. Verður í kjölfarið gengið frá end- anlegri lóðaveitingu. Á und- anförnum misserum hefur hafn- araðstaðan á Vopnafirði verið betrumbætt til muna og hafa tekjur af höfninni þar rúmlega tvöfaldast á skömmum tíma.    700IS í undirbúningi Nú berast verk víða að úr heiminum til Egils- staða, vegna alþjóðlegu til- raunakvikmynda- og vídeóhátíð- arinnar 700IS Hreindýraland. Hafa borist um 500 verk og að sögn Krist- ínar Scheving, forstöðumanns hátíð- arinnar, erfitt að velja úr verkunum því flest séu þau mjög góð. Hátíðin mun standa í viku, frá 24. til 31. mars nk. Á opnuninni verða frum- sýnd verk eftir austurrísku lista- mennina Mathias Fuchs og Werner Moebius í samstarfi við íslenskan plötusnúð. Einnig verða sýnd þau verk sem valin hafa verið til sýningar og hald- ið sérstakt kvöld ætlað heimild- armyndum. Umsvif aukast við Vopnafjarðarhöfn. Verkamenn bíða launa sinna. ÍRIS Guðmundsdóttir, sextán ára skíðakona úr Skíðafélagi Akureyr- ar, slasaðist alvarlega í keppni í risasvigi í Noregi á föstudaginn, að því er segir á heimasíðu félagsins. Íris, sem var ásamt Höllu Sif vin- konu sinni að keppa á norska ung- lingameistaramótinu, missti jafn- vægið í stökki á miklum hraða og lenti mjög harkalega á bakinu og fékk síðan einnig gríðarlegt högg á andlit og höfuð. Í slysinu brotnuðu þrír hryggj- arliðir í baki Írisar auk þess sem hún fékk slæman heilahristing og er marin og skorin í andliti. Íris var sem betur fer með bakhlíf sem læknar hennar fullyrða að hafi skipt sköpum. Foreldrar Írisar eru komnir til hennar á sjúkrahúsið í Þrándheimi. Þau segja hana fulla bjartsýni og ákveðna í að koma fljótt aftur til keppni. Á heimasíðu SKA segir að þau biðji öll fyrir bestu kveðjur heim og þakkir fyrir þann stuðning og sam- kennd sem þau hafa fundið fyrir. Íris var ein átta skíðamanna sem valdir voru til þess að keppa fyrir Íslands hönd á vetrarleikum Ól- ympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem haldnir verða í Jaca á Spáni síðar í mánuðinum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Íris slasaðist illa í Noregi HÁSKÓLINN á Akureyri og Landsvirkjun hafa gert samstarfs- samning í því skyni að efla grunn- rannsóknir á þeim fagsviðum sem tengjast rannsóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á samfélag og umhverfi. Um er að ræða framlengingu á samningi sem HA og Landsvirkjun gerðu 2001. Árlegt framlag Landsvirkjunar til háskólans nemur einu stöðugildi prófessors og á móti kemur árlegt vinnuframlag Háskólans við rann- sóknarverkefni og sérfræðistörf fyr- ir Landsvirkjun. 50–60 milljónir Samningurinn felur í sér mesta fjármagn sem háskólinn fær frá ein- um aðila, eða um 50–60 milljónir í heild þegar allt samningstímabilið er talið. Meðal verkefna sem HA mun vinna á næstunni í tengslum við samninginn er gerð áhættumats fyr- ir Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda fyrirtækisins á háhitasvæðunum á Norðaustur- landi undir stjórn Axels Björnssonar og úttekt á grunnvatni og afrennsli grunnvatns frá Þeistareykjum og Gjástykki undir stjórn Hrefnu Krist- mannsdóttur. Sú úttekt verður liður í almennu umhverfismati vegna fyr- irhugaðra virkjana. Axel rifjaði upp í gær að það hefði einmitt verið á grundvelli samnings- ins frá 2001 að skólinn auglýsti fyrstu stöðu prófessors í jarðhita- fræðum á Íslandi, og Hrefna hefði verið ráðin í það starf árið eftir. Stærsta verkefnið til þessa er, að sögn Axels, rannsóknir á vatnsauð- lindum landsins, gæðum vatnsins og eðli, sérstaklega með tilliti til þess að auðvelda það að uppfylla kvaðir vatnstilskipunar ESB þegar þar að kemur. Einnig hafa starfsmenn háskólans unnið við fjarkönnun á háhitasvæð- um með innrauðum flugskanna, sem nýtast mun Landsvirkjun. Áhugaverð vinna Axel sagði að nokkuð aðrar áherslur væru í nýja samningnum en þeim upprunalega, ekki síst að því leyti að verkefnin sneru meira að svæðum á Norðausturlandi. „Framundan er mjög áhugaverð vinna fyrir skólann því vinna hér á þessu svæði er upplögð fyrir BS verkefni og mastersverkefni í orku- bransanum.“ Það voru Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, staðgengill rektors, og Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, sem skrifuðu undir samn- inginn. HA rannsakar áfram fyrir Landsvirkjun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Guðmundur Heiðar Frímannsson, staðgengill rektors Háskólans á Akureyri, Hrefna Kristmannsdóttir prófessor, Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, og Axel Björnsson prófessor eftir undirritun í gær. Í HNOTSKURN »Samstarf Háskólans á Ak-ureyri og Landsvirkjunar heldur áfram, en það hófst með samningi 2001. »Landsvirkjun greiðir einaprófessorsstöðu í HA ár- lega en skólinn stundar ýmsa rannsóknarvinnu í þágu fyr- irtækiins í staðinn. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tónleika í kvöld kl. 19.30 í íþróttahúsi Síðuskóla. Á efnisskrá er Trilogia eftir Jón Leifs, píanó- konsert Edvards Grieg og sinfónía nr. 5 eftir Dímítrí Sjostakovits. Einleikari er rússneski píanóleik- arinn Lilya Zilberstein og stjórn- andi er Rumon Gamba, aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar síðan 2002. Miðaverð er 2.500 kr. en 1.250 kr. fyrir 16 ára og yngri. Þess má geta að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur aldrei fyrr haft á svo fjölmennu liði að skipa á tónleikum utan Reykja- víkur. Sinfónían í Síðuskóla MARGRÉT Heinreksdóttir flytur í dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi við Háskólann á Akureyri. Kosovo á krossgötum, kallar hún erindið, en fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Héraðið Kosovo, sem áður fyrr var sjálfsstjórnarhérað í fyrrver- andi Júgóslavíu hefur verið undir alþjóðlegri stjórn (Sþ, NATO, ESB og ÖSE) síðan í júní 1999. HA: Kosovo á krossgötum ERNA Ingibjörg Pálsdóttir, deild- arstjóri í Álftanesskóla, flytur í dag erindi á fræðslufundi skólaþróun- arsviðs kennaradeildar HA. Erind- ið nefnist Námsmat í höndum kenn- ara og hefst kl. 16.30 í stofu 16 í húsnæði HA við Þingvallastræti. Erindið byggist á rannsókn á námsmati kennara í íslenskum grunnskólum, sem lögð var til grundvallar meistaraprófs við HA. Námsmat kennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.