Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 27
✝ GuðmundurEinar Þórð-
arson fæddist í
Reykjavík 6. nóv-
ember 1945. Hann
lést á Landspít-
alanum föstudaginn
2. febrúar síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Geir-
þrúðar Önnu Gísla-
dóttur, f. 1906, d.
1954, og Þórðar
Kjartans Ein-
arssonar, f. 1906, d.
1981. Guðmundur
Einar átti eina alsystur, Eddu, f.
1948, sammæðra systkini hans eru
Sigríður, f. 1931, Einar, f. 1933, d.
1969, og Inga Ingibjörg, f. 1934.
Guðmundur Einar giftist fyrst
Svanhvíti Jónsdóttur og átti með
henni tvö börn. Þau eru: 1) Elín
Anna skrifstofumaður, f. 1965, gift
Sigurði Gunnarssyni, f. 1960, börn
þeirra eru Unnur, f. 1986, og
Bjarki, f. 1992. 2) Brynja við-
skiptafræðingur, f. 1967, börn
hennar eru Guðjón Pétur, f. 1987,
Eiginkona Guðmundar er Hulda
Theódórsdóttir. Börn hennar eru
Kristján, f. 1965, og Margrét, f.
1966.
Guðmundur útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri 1967
og sem viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands 1972. Hann var eig-
andi og framkvæmdastjóri Vél-
arinnar sf. í Reykjavík 1963–76.
Framkvæmdastjóri Heildar sf. í
Sundaborg Reykjavík frá 1973–74.
Framkvæmdastjóri Gunnars Ás-
geirssonar hf. Reykjavík 1974–86.
Eigandi og framkvæmdastjóri Ak-
urvík – Ís ehf. Akureyri, frá 1986–
1990. Eftir að hann flutti suður var
hann m.a. framkvæmdastjóri Ís-
orku ehf. og yfirmaður Hörkutóla
hjá BYKÓ. Hann starfaði fyrir
Lionsklúbbinn Ægi og sat í mörg-
um nefndum fyrir Félag íslenskra
stórkaupmanna. Guðmundur Ein-
ar hafði mikinn áhuga náttúru Ís-
lands og ferðaðist um hálendið
bæði á jeppum og vélsleðum.
Útför Guðmundar Einars verð-
ur gerð frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Kristján, f. 1989,
Svanhvít Anna, f.
2003, og Stefán
Smári, f. 2005.
Guðmundur giftist
svo Öldu Benedikst-
dóttur og átti með
henni þrjú börn. Þau
eru: 1) Ingibjörg við-
skiptafræðingur, f.
1972, börn hennar
eru Karen, f. 1999 og
Óttar, f. 2001. Ingi-
björg er í sambúð
með Eyþóri K. Guð-
jónssyni, f. 1968. 2)
Eyvindur Ívar viðskiptafræð-
ingur, f. 1975, í sambúð með Ey-
rúnu Steinsson, f. 1979. 3) Eyrún
Ýr tölvunarfræðingur, f. 1977,
dóttir hennar er Emilía, f. 1997.
Eyrún Ýr er í sambúð með Ara
Rafni Vilbergssyni, f. 1979. Alda
átti fyrir Pálínu R. Sigurð-
ardóttur, f. 1965, gift Kristjáni G.
Kristjánssyni, f. 1966, börn þeirra
eru Einar Orri, f. 1986, Viktor
Ingi, f. 1990 og Alda Marín, f.
1999.
Elsku pabbi, ekki hvarflaði það að
manni þegar við sátum saman að
spjalla á aðfangadag að mánuði
seinna værir þú horfinn á braut. Þú
varst svo hress en enginn veit sína
ævi alla og þetta minnir mann enn og
aftur á það að lifa fyrir daginn í dag.
Það er skrítið hvernig allt gerist á
sama tíma eins og sl. fimmtudag þeg-
ar ég var allan daginn uppi á hjarta-
deild vegna hjartaaðgerðar sonar
míns sem tók mjög langan tíma. Það
tók mjög á að bíða í marga klukku-
tíma meðan á aðgerðinni stóð. En við
eigum frábæra lækna, svo allt gekk
vel að lokum. Ég hafði vaktaskipti við
föður stráksins um kvöldið til að hvíla
mig og ég átti svo að koma aftur eld-
snemma morguninn aftur. En ég var
ekki búin að vera lengi í burtu þegar
Inga systir hringdi og sagði að þú
hefðir fengið hjartastopp og værir á
leiðinni upp á spítala með sjúkrabíl, á
sama stað og sonur minn var. Ég þaut
upp á spítala til þess að athuga um þig
ásamt okkur systkinunum. Seinna
um kvöldið komu læknarnir og töluðu
við okkur og sögðu okkur að ástandið
væri ekki gott. Annar læknirinn var
sá sami og hafði verið í aðgerðinni á
syni mínum fyrr um daginn, en hann
hafði verið kallaður aftur út. Skrítið
hvernig örlögin eru stundum. Við
systkinin fengum að vera hjá þér þar
til þú varst kallaður á annan vettvang
og ég efast ekki um að þú lætur til þín
taka þar. Þótt þetta hafi verið mjög
erfiðar stundir þá var svo mikilvægt
fyrir okkur að geta verið með þér
undir lokin, þótt ekki tækist að koma
þér aftur til meðvitundar. Þín er sárt
saknað.
Efst í huga mér er þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast þér, pabbi.
Við hittumst ekki oft meðan ég ólst
upp, en alltaf var ég þó hjá þér á ann-
an í jólum og þá hitti maður alla fjöl-
skylduna þína og á maður góðar
minningar frá þessum veislum. Síðan
eftir að maður varð eldri þá kynnt-
umst við betur og alltaf gat maður
leitað til þín, þú hafðir ráð við öllu.
Það er svo skrítið, miðað við það að
ég og elsta systir mín ólumst ekki upp
með hinum systkinunum, hvað við er-
um öll ótrúlega lík. Það er svo margt
gott sem við fengum frá þér í vöggu-
gjöf og við munum búa að alla ævi.
Einnig er ég mjög þakklát fyrir þær
stundir sem eldri strákarnir mínir
fengu með þér í gegnum tíðina. Þeim
fannst ekkert smá spennandi að fara í
pössun til Gumma afa og bralla eitt-
hvað með þér. Og ekki síst að leika við
hundinn þinn, hana Donnu. Það eru
ekki allir sem fá tækifæri til að kynn-
ast svona ekta afa.
Elsku pabbi, takk fyrir allt og ég
vona að það bíði þín góðir tímar á nýj-
um stað.
Þín dóttir
Brynja.
Elsku pabbi minn, það er sárt að
kveðja þig. Við ræddum oft hversu
heppin fjölskylda við værum, engin
óvænt dauðsföll né alvarleg veikindi í
ættinni. En það kom í þinn hlut að
verða fyrstur.
Ég á margar góðar minningarnar,
flestar frá hálendi Íslands, þar sem
þú naust þín best. Saman fórum við
ótroðnar slóðir og sjaldfarna fjalla-
vegi sem í dag eru líkastir þjóðbraut.
Öll kennileiti voru rædd út frá jarð-
fræðinni og sögunni. Kverkfjallaferð-
in okkar 1983 var okkur eftirminni-
legust. Í þeirri ferð var Bjöggi
Halldórs margspilaður, sungið með
og textarnir lærðir utan að. Öðru
hverju létum við vita af okkur með því
að kalla í Gufunesradíó: H-1312,
„Halldór“-1312 kallar! Farartækið
okkar, Lappinn, var svo vel innrétt-
aður og útbúinn að við gátum sofið
hvar og hvenær sem var. Lappinn
vakti mikla athygli hvert sem komið
var og alltaf tókst þú vel á móti þeim
sem vildu svala forvitni sinni um
þetta undratæki.
Mörg voru ævintýrin í ferðum okk-
ar og mikið hlegið. Vélsleðaferðir um
hálendið voru líka tíðar en við systk-
inin vorum ung þegar þú fórst með
okkur fyrst á vélsleða og dróst okkur
um á dekkjablöðrum og skíðum, við
mikinn fögnuð litla fólksins.
Þegar þið mamma skilduð fórstu
með okkur yngstu systkinin í eftir-
minnilega ævintýraferð með Nor-
rænu til Norðurlandanna og að sjálf-
sögðu á aðaltryllitækinu, Lappanum.
Á ferð okkar voru allir dýragarðar, tí-
volí og skemmtigarðar heimsóttir.
Stóð Lególand þar hæst upp úr.
Ég minnist líka sunnudagsmorgn-
anna í Vesturberginu þegar þú þand-
ir græjurnar og vel valdir smellir
látnir hljóma um allt hús. Þú fannst
þig vel í tónlistinni þrátt fyrir að vera
skemmtilega laglaus og spilaðir ekki
á neitt hljóðfæri. Þjóðsögurnar lastu
stundum á kvöldin með þeim tilþrif-
um að hárið á okkur reis og langan
tíma tók fyrir gæsahúðina að hverfa.
Þú varst alltaf ráðagóður og þrýst-
ir okkur aldrei út í neitt, heldur leið-
beindir okkur og varpaðir upp mis-
munandi möguleikum. Kannski á
broslegan og lúmskan hátt varðstu
þess valdandi að þrjú af sex börnum
þínum urðu viðskiptafræðingar rétt
eins og þú. Þegar eitthvað bjátaði á í
lífinu okkar var alltaf hægt að leita til
þín og ráðin voru ætíð jákvæð þar
sem þú beindir okkur fram á við, með
áherslu á að við skyldum nota styrk-
leika okkar við lausnirnar og gleyma
fortíðinni nema þá til að læra af.
Hjálpsemi þín var endalaus og skipti
engu máli á hvaða sviði leitað var til
þín – alltaf var svarið: Ekkert mál,
reddum þessu! Jákvæðni og lífsgleði
voru þín einkenni. Þú varst eldklár og
mjög fróður og gátum við rætt allt
milli himins og jarðar. Besta lýsingin
er kannski sú að nú síðast ræddum
við í nokkra tíma um rafstöðvar og
loftpressur.
Þú varst stoltur af fjölda barna-
barna þinna og þau elskuðu að fara til
afa Donnu, eins og þau kölluðu þig,
þar sem gamanið og hlýleikinn lét
aldrei á sér standa.
Elsku pabbi minn, þú varst og
verður mín langbesta fyrirmynd, takk
fyrir alla þá gæðatíma sem þú gafst
mér og næst hjarta mínu geymi ég fal-
legu orðin þín í minn garð núna um
jólin.
Þín
Ingibjörg.
Við munum öll daginn bjarta er við
lukum síðasta stúdentsprófinu fyrir
nær 40 árum. Og dimmissionar á köld-
um vetrardegi þar sem þú varst fyr-
irliði bekkjar að kveðja kennara í
vatnaskilum ungdóms og manndóms.
Gleði þína og drifkraft er dró vagninn
okkar fram og smitaði út frá sér. Við
hrifumst með og fundum í brjósti okk-
ar mátt og hlekkir brustu innra með
okkur. Við urðum margir bekkjar-
félagarnir börn á nýjan leik en fræjum
fullorðinsáranna var líka sáð. Og vin-
átta og samheldni félaganna í stærð-
fræðideildinni brást aldrei.
Við munum upplestrarfríið vorið
1967 og sigurviljann er í okkur bjó í
ætlunarverki huga, og agann er við öll
þurftum að beita. Upplifðum von-
brigði og sigra í senn.
Við minnumst skipulagsgáfu þinn-
ar, er þú kallaðir okkur saman til að
hlusta á verk dúxins á erfiðum þýð-
ingum sitjandi flötum beinum hver
heima hjá öðrum.
Samt vannstu allra manna mest
með námi og allan Háskólann í við-
skiptafræðinni er þú ókst langferða-
bílum norður um heiðar og áttir samt
tíma til lestrar og náms.
Þú stóðst uppi sem sigurvegari hátt
á tindi en þekktir líka dali og straum-
inn þunga með fossum og flúðum. Þú
naust þín best er járnin voru sem flest
í eldinum, þar sem að komst útsjón-
arsemi og frumleiki er þú áttir í ríkum
mæli. Á kveðjustundu minnumst við
glaðværðar þinnar og tryggðar og
minning þín er greypt í hugann. Og
strengurinn sem ofinn var forðum tíð í
MA slitnar aldrei þótt dauðinn aðskilji
okkur.
Að leiðarlokum sendum við öllum
ástvinum samúðarkveðjur og biðjum
guð að blessa þig á ókunnum vegum.
Hvað er það í hjarta manns
er kallar fram þá æsku hans,
vinarbrag og fyrri fund
farinn veg og skólastund?
Strembinn lestur stúdentsvor
skál og gleði, hliðar spor,
eða bara hversdags hjal
hugar dæmi er leysa skal?
Við þekkjum vel þann sterka streng
og syrgjum okkar góða dreng.
Örlög vísa veg um slóð
vak þú minning kyrr og hljóð.
Bekkjarfélagar 6.sb 1967.
Guðmundur Einar Þórðarson skrifstofuvélarnar, en það er allt áensku, öllu erfiðara er það þegar
maður á frí og á að fara að skemmta
sér á ítölsku. Er búinn að læra að
borða spaghetti. Það er gert með
skeið og gaffli. Enn sem komið er
hefur alltaf verið gott veður. Annars
finnst mér allt dýrt á Ítalíu.“
Minning um frænda okkar tengist
bílum. Á þeim árum var fremur fátt
um bíla. Þeir stóðu ekki á hverju
götuhorni eða í innkeyrslu þegar
gjaldeyriskreppa var allt um kring
og stjórnvöld skömmtuðu hvern út-
lendan eyri úr hnefa. Einn stóð þó
fyrir framan heimili hans á Skóla-
vörðustígnum. Franskur Renault,
trúlega árgerð 1946 eða 47 með
bresku Morrislagi og framhurðirnar
opnuðust að framan eins og á nýj-
ustu sportgerðinni af Rolls Royes 60
árum síðar. Í augum okkar systkin-
anna var þetta Rolls Royes þeirra
tíma. Þessir bílar voru hins vegar
oftast kallaðar „hagamýsnar“ sem
tæpast gat átt við enskan aðalsvagn.
Ötull kaupmaður og bílasali hafði
flutt þá hingað til lands án þess að
hafa fengið gjaldeyrisleyfi fyrir inn-
flutningnum. Bílarnir fengust því
ekki afgreiddir og voru geymdir í
Vatnsmýrinni á meðan þjarkað var
um hvað um þá skyldi verða. Nafn-
giftin er trúlega tilkomin af því að
kúpt byggingarlagið gerði að verk-
um að þeir litu út eins og músahópur
úr fjarlægðinni. Á endanum voru
þessir ágætu bílar þó keyptir inn í
landið og þá eignaðist frændi okkar
einn þeirra. Þessir höfðu þann eig-
inleika að veifa til vegfaranda á
gatnamótum. Renaultinn var með
stefnuljós sem voru staðsett í hurð-
arpóstunum á milli fram- og aftur-
hurða og þaðan lyftist flipi með
rauðu ljósi þegar stefnumerki var
gefið. Hann vinkaði í orðsins fyllstu
merkingu og blikkaði í sömu andrá.
Hannes bauð okkur stundum í öku-
ferð á sunnudögum, um Reykjavík
eða jafnvel út fyrir bæinn enda var
þetta fyrsti bíllinn sem náinn fjöl-
skylduvinur eignaðist. Sannkallað
ævintýri þeim sem annars treystu á
fæturna og stundum á strætó. Þá
söng hann oft undir stýri svona eins
og er sagt að menn geri í sturtu og
gjarnan sama lagið. „Allir hanar gala
– allir hanar gala – vindhaninn galar
ei – segi ég ónei …“ Nú er Hannes á
ný tekin til við að syngja með sínu
nefi laus við viðjar sjúkleika og elli.
Gamansemin er honum örugglega
förunautur hvort sem hún felst í að
læra að borða spaghetti með skeið
eða einhverju öðru.
Við þökkum frænda okkar fyrir
samfylgdina.
Sigtryggur, Þórey og
Hildur Eyþórsbörn.
það oft að hann þurfti að skreppa til
að bjarga hinu og þessu. Hann átti
um tíma Raftækjaverkstæðið Raf-
ölduna en þegar hann fór út úr þeim
rekstri réðst hann sem rafvirki til
Síldarvinnslunnar hf. og vann þar á
meðan heilsan leyfði. Pabbi var einn
af fyrstu íbúum Breiðabliks, íbúða
aldraðra í Neskaupstað og undi hag
sínum vel þar. Hann var duglegur að
taka þátt í föndrinu og eftir hann
liggja fjölmörg falleg verk. Honum
fannst gaman að spila og ef pabbi var
ekki mættur með spilastokkinn í
setustofuna var víst að hann var las-
inn.
Síðasta ár bjó pabbi í góðu yfirlæti
á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar
góðrar umönnunar. Það var með ólík-
indum hvað hann, sem dvalið hafði í
hartnær 93 ár í faðmi fjalla blárra,
kunni vel við sig í Reykjavík og lét
það einu sinni út úr sér að hann hefði
alltaf verið til í að eiga þar heima.
En tími þinn þar var ekki lengri en
eitt ár. Nú þegar komið er að kveðju-
stund þökkum við þér, pabbi minn,
fyrir allt sem þú hefur verið okkur.
Þó að skilnaðarstundin sé sár þá vit-
um við að nú ertu leystur frá þraut-
um lífsins. Þú mætir fyrir framan
Guð þinn spariklæddur eins og alltaf
og gilti þá einu hvort um spari- eða
vinnufatnað var að ræða. Kannski
geturðu tekið til hendinni þar sem þú
ert nú, sett ljós í lítil jólatré eins og
þú gerðir fyrir konurnar í Breiðabliki
eða annað sem hendi er næst. Við
elskum þig, pabbi.
Ríkey, Elma og Friðrik.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ODDNÝ RÍKHARÐSDÓTTIR,
Blikaási 12,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu-
daginn 12. febrúar kl. 13:00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Jakob Guðnason,
Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir, Rachid Benguella,
Jóhanna Kristín Jakobsdóttir, Finnur Geir Sæmundsson,
Baldur Freyr og Ásta Lísa,
Anja Ríkey Jakobsdóttir,
Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, Guðjón Jóhannesson,
Gunnhildur, Brynjar Gauti, Kolbrún Halla
og Jóhanna Magnea.
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir,
BJÖRG HARALDSDÓTTIR,
Breiðvangi 18,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn
3. febrúar.
Jóhann Petersen,
Katrín Þórhildur Jóhannsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín,
SIGRÚN BJÖRK STEINSDÓTTIR,
Fjarðarási 28,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Fossvogi
föstudaginn 2. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Harðarson.