Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 15
MENNING
FLESTIR tengja PlayStation-
tölvuleiki við bardagaleiki, skotvopn
og annað þvíumlíkt. Ráðamenn hjá
Sony, sem fram-
leiðir PlayStation,
hafa því brugðið á
það ráð að koma á
samstarfi við
ensku þjóðar-
óperuna sem er til
húsa í London
Coliseum.
Samstarfinu er
þannig háttað að
Sony styrkir fjár-
hagslega uppfærslu á óperunni La
Boheme eftir Ítalann Puccini, sem
sett verður upp í áðurnefndu óperu-
húsi síðar í mánuðinum.
Í staðinn verður forsalur hins 103
ára London Coliseum fylltur af Play-
Station 3 tölvum fyrir sýningar, auk
þess sem sýningin nýtur stuðnings
gagnvirkrar heimasíðu þar sem not-
endur geta fylgst með uppfærslunni
að tjaldabaki sem og á sviðinu. Auk
þess geta notendur spreytt sig í söng
á heimasíðunni og fengið leiðsögn í
þeim efnum.
Sony hefur á undanförnum 13 ár-
um tryggt sig í sessi sem langstærsti
tölvuleikaframleiðandi heims og hef-
ur selt rúmlega 200 milljónir leikja-
tölva frá upphafi.
Síðustu ár hafa stjórnendur Sony
reynt að ná til fleira fólks en ung-
lingspilta, sem eru þeirra stærsti not-
endahópur. Samstarfið við bresku
þjóðaróperuna og önnur viðlíka
menningarbákn á borð við Victoriu &
Alberts safnið í London og bresku
kvikmyndastofnunina, eru liður í
þeim áætlunum.
Nýjasta útgáfan, PlayStation 3, er
væntanleg í Evrópu á næstu vikum
en tafir urðu í dreifingunni vegna
framleiðslugalla.
Play-
Station og
Puccini
Vilja fjölga not-
endum leikjatölva
London Coliseum.
LEIKSTJÓRINN Ang Lee, sem er
m.a þekktur fyrir Brokeback
Mountain og Crouching Tiger,
Hidden Dragon,
mun leikstýra
rómantísku gam-
anmyndinni A
Little Game.
Handritið að
myndinni var
endurskrifað eftir
að leikararnir
Cameron Diaz og
Jim Carrey
drógu sig út úr myndinni á seinasta
ári vegna handritsins.
Sagan er byggð á franska leikrit-
inu, A Little Game of Consequence,
sem segir frá trúlofuðu pari sem
þykist hætta við að gifta sig til að
komast að því hvað vinum þeirra
finnst í alvörunni um sambandið.
Tilkynnt hefur verið að öðrum
kvikmyndaleikstjóra, Clint East-
wood, verði veitt mannúðarverðlaun
Amerísku kvikmyndasamtakanna
sem verða afhent við hátíðlega at-
höfn í Washington DC í næsta mán-
uði.
Verðlaunin sem eru kennd við
Jack Valenti fær hann fyrir menn-
ingarnæmi sitt í kvikmyndum, sér-
staklega fyrir þá dæmalausu
ákvörðun að gera kvikmyndina Lett-
ers From Iwo Jima sem samstæðu
við Flags of our Fathers. En Letters
from Iwo Jima fjallar um japönsku
hlið árásarinnar á Iwo Jima.
Eastwood hefur tvisvar fengið
Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri,
fyrir Unforgiven og Million Dollar
Baby, og er nú tilnefndur í þriðja
sinn fyrir Letters From Iwo Jima.
Lee og
Eastwood
Clint Eastwood
SENN líður að Músíktil-
raunum sem að þessu sinni
verða haldnar í Loftkast-
alanum vikuna 19.–23. mars en
úrslitakvöldið fer þetta árið
fram í Verinu (Loftkast-
alanum) laugardaginn 31.
mars.
Af því tilefni verður opnuð
ljósmyndasýning í Ráðhúsinu í
dag kl. 16 þar sem sýndar
verða ljósmyndir af öllum þeim hljómsveitum og
tónlistarmönnum sem tóku þátt í fyrra. Alls er
þetta því 51 ein mynd sem ljósmyndarinn Brynjar
Gunnarsson tók á undankvöldum Músíktilrauna
2006.
Tónlist
Styttist óðum
í Músíktilraunir
Foreign Monkeys
DÚETTINN Picknick verður
með tónleika á Domo í Þing-
holtsstræti 5 í kvöld. Picknick
er skipaður þeim Sigríði Ey-
þórsdóttur og Þorsteini Ein-
arssyni sem áður var söngvari í
Hjálmum. Með þeim á tónleik-
unum spila hins vegar þeir
Birkir Rafn Gíslason á gítar,
Einar Sævarson á bassa og
Kristinn Snær Agnarson á
trommur. Þau spila eins konar þjóðlagakántrí-
blús.
Það er Elín Eyþórsdóttir sem hitar upp en hún
hefur leik um klukkan 21.30. Picknick tekur svo
við um klukkan 22. Miðaverð er 500 krónur.
Tónleikar
Picknick spilar
á Domo
Picknick
KVIKMYNDASAFN Íslands
stendur í kvöld fyrir sýningu á
kvikmynd Roberts Altman,
Prét-á-Porter, frá árinu 1994.
Myndin gerist á tískuviku í
París og var kvikmynduð á
einni slíkri. Aðalhlutverk eru í
höndum Sophiu Loren,
Marcello Mastroianni og Kim
Basinger.
Sýningar Kvikmyndasafns-
ins fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn-
arfirði, þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16.
Miðaverð er 500 krónur.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni
www.kvikmyndasafn.is.
Kvikmyndir
Robert Altman
á tískuviku í París
Robert Altman
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HEILDARSKRÁ listaverka Sig-
urjóns Ólafssonar kom út á prenti
á árunum 1998 og 1999. Verka-
skráin hefur nú verið sett upp á
vef safnsins, www.lso.is.
Til að kynna þetta framtak
verður næsta sýning í Listasafni
Sigurjóns tileinkuð vefskránni á
þann hátt að grunnskólabörnum
verður boðið að skoða ákveðið úr-
tak úr skránni og velja eitt lista-
verk sem viðkomandi óskar eftir
að sjá á sýningunni. Heiti sýning-
arinnar verður www.lso.is – Skóla-
nemar velja verk á sýningu í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
og verður hún opnuð á Safnanótt,
föstudaginn 23. febrúar kl. 20.
Börnin semja ljóð eða prósa
Aðstandendur safnsins binda
vonir við að verkalistinn á vefnum
muni auðvelda mjög fræðslu um
list Sigurjóns á öllum skólastigum.
Af safnsins hálfu var leitað til
myndmenntakennara um að þeir
aðstoðuðu nemendur við að vinna
verkefnið, sem felst í því, auk þess
að velja verk, að skrifa stuttan
texta, túlkun á listaverkinu, hug-
hrif við skoðun á því, ljóð, prósa
eða annað. Valdir textar úr bréf-
unum verða birtir í sýningarskrá.
Viðbrögð skólabarna góð
Birgitta Spur, sem hefur veitt
safninu forstöðu frá upphafi, segir
að viðbrögð frá skólakrökkunum
séu mjög góð, og að starfsmenn
safnsins hafi þegar hafist handa
við að vinna úr tillögum þeirra.
„Það er mjög skemmtilegt að
sjá val barnanna, og það virðist
ætla að koma ágætlega út. Það
eru krakkar úr 3., 6., 9. og 10.
bekk sem hafa svarað, og alveg yf-
irdrifið fyrir okkur að vinna úr
því.“
Birgitta segir að hugmyndin
með verkefninu hafi verið að
kynna börnum vefinn, gefa þeim
tækifæri til að velja verk á sýn-
inguna gegnum nýja verkalistann
og kynnast þar með verkum Sig-
urjóns.
„Við bjóðum börnunum að koma
á opnunina, ásamt okkar fasta-
gestum. Við það tækifæri verður
veflistinn formlega opnaður – ef
við fáum tölvu lánaða til þess. Ég
vonast svo til að krakkarnir verði
fúsir að segja gestum frá því
hvers vegna þeir völdu sín verk á
sýninguna og ég vona að við get-
um skapað skemmtilega samræðu
kringum það.“
Verðlaun verða veitt fyrir fimm
bestu textana og höfundum þeirra
boðið að flytja þá í safninu að opn-
uninni lokinni á Safnanótt.
Fyrir almenning og skóla
Með verkalista Sigurjóns á
vefnum skapast að sögn Birgittu
miklir möguleikar. „Almenningur
hefur frían aðgang að upplýs-
ingum um öll þau verk sem vitað
er að Sigurjón hafi gert, og getur
listinn meðal annars gagnast ef
staðfesta þarf verk vegna sölu eða
eignaskráningar. Þá geta þeir sem
vita um verk, sem ekki hafa verið
skráð hjá safninu sent upplýsingar
og/eða leiðréttingar, þar sem skrá-
in er í stöðugri uppfærslu. Síðast
en ekki síst opnar skráin mögu-
leika á beinni samvinnu við mynd-
menntakennara skólanna um verk-
efnagerð.“
Brýnt að gera við húsnæðið
Það kostaði 40 milljónir króna
að endurbyggja og bæta við
vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar á
árunum 1985-88, til að gera mætti
úr henni safn. Að sögn Birgittu er
það eitt af brýnu verkefnunum
fyrir afmælisárið að leita aðstoðar
fyrirtækja til að hægt verði að
sinna aðkallandi viðhaldi á fast-
eigninni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
var gert að sjálfseignarstofnun ár-
ið 1989, en hefur frá upphafi notið
rekstrarstyrks frá ríki og borg.
Birgitta segir að á síðari árum
hafi þessi framlög rýrnað, ekki
síst frá borginni, þar sem styrk-
upphæðin, 3,3 milljónir, hafi hald-
ist óbreytt frá árinu 2003, og verði
að óbreyttu sú sama til ársins
2009. Styrkur af fjárlögum nemi 8
milljón krónum á þessu ári sem
svari til launakostnaðar starfs-
manna og launatengdra gjalda.
Næsta ár verður afmælisár
Næsta ár, 2008, markar ald-
arafmæli Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara og er undirbún-
ingur að sýningarhaldi og öðrum
viðburðum á afmælisárinu hafinn í
safninu sem við hann er kennt og
hýsir list hans, Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar í Laugarnesi.
Næsta ár markar jafnframt 20 ára
afmæli safnsins.
Börn velja verk á sýningu
Skrá með verkum Sigurjóns Ólafssonar, aðgengileg á vef safnsins, býður upp á
möguleika á samstarfi við skóla og eykur þekkingu á verkum listamannsins
Börnin Þetta verk, Börn að leik, er meðal þeirra verka Sigurjóns Ólafs-
sonar sem skólakrakkar hafa valið á sýningu með verkum hans.
TENGLAR
..............................................
www.lso.is
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland
Airwaves leggur land undir fót um
næstu helgi og kynnir íslenska tón-
list á stærstu tónlistarráðstefnu
Skandinavíu, By:Larm í Noregi. Til-
gangur ferðarinnar er að kynna
Airwaves-hátíðina fyrir gestum
By:Larm sem koma víða að til að
taka þátt í margskonar vinnu-
fundum, námskeiðum og fyr-
irlestrum og sjá yfir eitt hundrað
hljómsveitir koma fram.
Mikilvæg hátíð
Með í för eru: Lay Low, sem hlaut
þrenn verðlaun á Íslensku tónlistar-
verðlaununum; hljómsveitin Reykja-
vík!, sem nýlega gerði það gott á við-
skiptahátíðunum Eurosonic í
Hollandi og MIDEM í Cannes og er
á leiðinni á eina stærstu tónlistar-
hátíð heims, South by Southewst í
Texas; og síðast en ekki síst Ultra
Mega Technobandið Stefán, sem
vakti verðskuldaða athygli á síðustu
Airwaves-hátíð.
Tónlistarhátíðin og ráðstefnan
By:Larm dregur árlega til sín hundr-
uð starfsmanna tónlistariðnaðarins á
Norðurlöndunum, Bretlandi og ann-
ars staðar í Evrópu – auk venjulegra
tónlistaráhugamanna.
Iceland Airwaves
til Noregs
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Stuðboltar Ultra Mega Technobandið Stefán fer með Lay Low, Reykjavík!
og Iceland Airwaves til hátíðarinnar sem haldin er í Noregi.
♦♦♦