Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 19
Einbeitt Tinna Helgadóttir fyrirliði
íslenska landsliðsins í badmintoni
mundar spaðann í deildarkeppni.
daglegt líf
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Eflaust hefur það haft sínáhrif á það að við systk-inin höfum verið meðbadmintonspaða í hend-
inni nánast frá því við munum eftir
okkur, pabbi er þjálfari hjá Badmin-
tonsambandi Íslands,“ segir Tinna
Helgadóttir, fyrirliði íslenska lands-
liðsins í badmintoni, en hún og
Magnús bróðir hennar skipa ásamt
bræðrunum Helga og Atla Jóhann-
essonum, helming landsliðsins. Þau
eru sterk saman, enda sigruðu þau á
Evrópumóti b-þjóða í badmintoni
sem haldið var hér á landi í janúar.
„Þetta var sterkt mót, um 200 kepp-
endur frá 16 þjóðum, og þó svo að
við spilum alltaf til sigurs þá komu
þessi úrslit skemmtilega á óvart. Við
trúum þessu varla ennþá.“
Sleppum seint spaðanum
Tinna og Magnús segjast vera
meira og minna alin upp í badmin-
toni og kunna því vel. „Pabbi var
alltaf að þjálfa og við vorum mikið
með honum. En þetta var engin
skylda og við vorum bæði í fótbolta
þegar við vorum yngri en hættum
því, enda er badmintonið miklu
skemmtilegra.“
Helgi, sem er elstur í hópnum, 26
ára, segist aldrei hafa stundað neina
aðra íþrótt en hann byrjaði í bad-
mintoni þegar hann var fimm ára.
Sex árum seinna, þegar Atli bróðir
hans hafði náð þeim aldri, hóf hann
líka að æfa þessa íþrótt sem þeir
bræður segja öðrum íþróttum
skemmtilegri. „Pabbi var eitthvað
að sprikla í badmintoni þegar ég var
fimm ára og þá fór ég að prófa líka
og féll strax fyrir þessari íþrótt og
svo bættist Atli í hópinn strax þegar
hann hafði aldur til. Alveg síðan hef-
ur fjölskyldulíf okkar snúist um
badminton og núna er pabbi for-
maður Badmintonsambands Ís-
lands,“ segir Helgi, en Atli spilaði
líka fótbolta á sínum tíma.
Þau æfa badminton þrisvar til
fimm sinnum í viku og lyfta auk
þess lóðum og hlaupa, til að styrkja
sig, enda þarf mikið úthald í þessari
íþrótt. „Maður þarf að vera snöggur
og sterkur og tileinka sér mikla
tækni til að ná árangri.“
En verða þau aldrei þreytt hvert
á öðru?
„Vissulega er mikil samvera sem
felst í því að fara nánast daglega
saman á æfingar. En við búum ekki
saman núna, svo þetta sleppur,“
segir Magnús sem býr í Danmörku
þar sem hann er í þjálfaraskóla fyrir
badmintonþjálfara en Tinna var í
þeim skóla í fyrra. „En í lok keppn-
isferða þá er fólk stundum búið að
fá nóg hvað af öðru. Tinna er rosa-
lega stjórnsöm og þess vegna er
hún fyrirliðinn,“ segir Magnús
bróðir hennar í hálfkæringi.
Þau segja kynjaskiptinguna
nokkuð góða í badmintoni og í
landsliðinu sem þau skipa eru fjórar
stelpur og fjórir strákar.
„Við munum seint sleppa takinu á
badmintonspaðanum. Þó svo að við
hættum að keppa einn daginn þá
munum við spila áfram, einfaldlega
af því það er svo skemmtilegt.“
Morgunblaðið/Sverrir
Gaman Systkinin Magnús og Tinna fyrir framan bræðurna Helga og Atla. Á leið á völlinn í keppni.
Systkini helmingur landsliðsins
LÍFFRÆÐINGURINN og
bjarndýrasérfræðingurinn
Svetlana Bazhetnova held-
ur á myndinni hér til hliðar
á mánaðargömlum bjarn-
arhúni. Húnninn sá er nú,
ásamt systkinum sínum,
hýstur á sérstöku hæli fyrir
munaðarlausa bjarnarhúna
í Tver-héraðinu sem liggur
um 450 km norðvestur af
Moskvu. Bjarnarhúnarnir
voru einungis vikugamlir
þegar þeir fundust, ann-
aðhvort eftir að birnan
móðir þeirra var drepin af
veiðimönnum eða hrakin á
brott af skógarhöggs-
mönnum.
Hælið reka dýralífssamtökin International Fund for Animal Welfare
(IFAW) og verða húnarnir hýstir þar þangað til þeir eru um átta mánaða
gamlir, en þá eiga þeir að hafa náð þeim aldri að geta séð um sig sjálfir úti í
náttúrunni.
Reuters
Hæli fyrir
bjarnarhúna
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 19
-hágæðaheimilistæki
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Miele S381 Tango Plus ryksuga
með 1800W mótor
Verð áður kr. 24.600
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
Hebafilter sem hreinsar loftið af
ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt.
Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr.
Parketbursti úr hrosshárum sem skilar
parketinu glansandi.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin
í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins.
AFSLÁTTUR
35%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is