Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
eee
V.J.V. - TOP5.IS
eee
S.V. - MBL
Síðasta lotan!
Dreamgirls kl. 5.40, 8 og 10.30
Rocky Balboa kl. 8 og 10.10 B.i. 12 ára
Night at the Museum kl. 6
Rocky Balboa kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Rocky Balboa LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
Kirikou og Villidýrin m/ísl. tali kl. 4 ATH! Miðaverð 450 kr.
Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 5.20
Charlotte’s Web m/ensku tali kl. 3.40
Night at the Museum kl. 5.40, 8 og 10.20
Apocalypto kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Köld slóð kl. 5.45 og 8 B.i. 12 ára
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
EKKI MISSA
AF ÞESSARI!
Rocky er
mættur aftur
í frábærri
mynd sem
hlotið hefur
mjög góða
dóma og
aðsókn í USA
ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN
HJÁLPIN BE
RST
AÐ OFAN
8TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
450 KR
eee
H.J. - MBL
eee
DÓRI DNA - DV
eee
S.V. - MBL
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 3 VIKUR Í RÖÐ
Fyrsta þriðjudagskvöld í hverj-um mánuði er dansaður arg-
entínskur tangó í Iðnó. Klukkan 20-
21 er byrjendakennsla þar sem fólk
lærir fyrstu sporin í tangó og kl. 21
hefst dansleikurinn sem stendur til
kl. 23. Aðgangseyrir er 500 kr. og
er kennsla innifalin. Hægt er að fá
nánari upplýsingar á tango.is
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Gullpensillinn sýnir ný málverkundir samheitinu Indigo í
Gerðarsafni. Í Gullpenslinum eru
nokkrir af þekktustu málurum
þjóðarinnar. Málverkin eru ólík en
mynda mjög áhugaverða heild þar
sem hinn einstaki blái litur, indígó,
er í öndvegi og myndar tengingu á
milli ólíkra myndlistarmanna og
beinir athygli sýningargesta að sí-
gildum byggingarþáttum mál-
verksins – lit og frásögn. Sýningin
stendur til sunnudagsins 11. febr-
úar.
Leiklistardeild Listaháskóla Íslands verð-ur með fyrirlestur um danshöfundinn
Sasha Waltz í kvöld kl. 20 á Sölvhólsgötu 13.
Inngang og fyrirlestur flytur Karen
María Jónsdóttir, fagstjóri dansbrautar
LHÍ.
Fyrirlesturinn er á íslensku.
Á eftir verður sýnd myndin „Allee der
Kosmonauten“ frá 1988, leikstjóri og dans-
höfundur: Sasha Waltz.
„Allee der Kosmonauten“ er dansverk eft-
ir Söshu Waltz sem var frumsýnt 1996 við
opnun Sophiensaele í Berlín. Sophiensaele
er sjálfstætt leikhús í Berlín – Mitte. Með
þessu verki komst hún á kortið sem mik-
ilvægasti endurnýjunarkraftur dansleik-
hússins eftir Pinu Bausch. Verkið var framlag Þýskalands á hátíðinni
„Leikhús þjóðanna“ í Seúl í Kóreu árið 1997. „Alle der Kosmonauten“ var
kvikmyndað í samvinnu arte/ZDF árið 1998 og auk fjölda alþjóðlegra við-
urkenninga hlaut Sasha Waltz Adolf Grimme verðlaunin árið 2000 fyrir
framtíðarvísandi dagskrárgerð í sjónvarpi á sviði dans. „Allee der Kosmo-
nauten“ fór sigurför á sviði um allan heim.
Myndlist
101 gallery | Stephan Stephensen, aka
President Bongo. If you want blood …
You’ve got it! Sýningin stendur til 15. febr-
úar. Opið þriðjudaga til laugadaga kl. 14–17.
Anima gallerí | Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir. Lágmyndir. Sýningin stendur til 24.
febrúar. Opið þri.–lau. kl. 13–17. www.anima-
galleri.is.
Artótek, Grófarhúsi | Opnuð hefur verið
sýning á verkum Guðrúnar Öyahals mynd-
listarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Á
sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ým-
is iðnaðarefni, s.s. gler, nagla, sand og raf-
magnsvír. Guðrún lauk námi frá MHÍ árið
1997. Sjá nánar á www.artotek.is. Til 18.
febrúar.
Café Karólína | Sýning Kristínar Guð-
mundsdóttur samanstendur af textaverk-
um á glasamottur og veggi. Verkin skiptast í
tvo hluta, annars vegar minningar barns um
aðvaranir þeirra eldri og svo hins vegar
syndir þeirra eldri og hvernig hægt er að
forðast þær.
Café Mílanó, | Faxafeni 11. Flæðarmálið –
Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð. Opið kl.
8–23.30 virka daga, kl. 8–18 laugardaga og
kl. 12–18 sunnudaga.
Gallerí Úlfur | Nú stendur yfir sýning Þór-
halls Sigurðssonar í Galleríi Úlfi á Bald-
ursgötu 11. Þórhallur er sjálfmenntaður mál-
ari fyrir utan að hann var í eitt ár í fornámi
MHÍ og í ár á myndlistarbraut í lýðháskóla í
Danmörku. Sýninguna kallar hann Fæðingu
upphafs og stendur hún til 20. febrúar. Opið
mán.–fös. kl. 14–18, lau. og sun. kl. 16–18.
Hrafnista, Hafnarfirði | Olga Steinunn
Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2. mars.
i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafns-
sonar stendur yfir til 24. febrúar. Opið er
þri–fös. kl. 11–17 og lau. kl. 13–17.
Karólína Restaurant, | Listagilinu á Ak-
ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýningin
stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is.
Listasafn ASÍ | Leiðsla. Eygló Harðardóttir
sýnir skjáverk, málverk á pappír, teikningar
og þrívíð verk, unnin með safnrýmið í huga.
Til 25. febrúar. Aðgangur er ókeypis.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum
Jóns Óskars, Les Yeux de L’ombre Jaune,
og Adam Batemans, Tyrfingar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 12–17.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gull-
pensillinn sýnir ný málverk undir samheit-
inu Indigo í Gerðarsafni. Í Gullpenslinum eru
nokkrir af þekktustu málurum þjóðarinnar.
Málverkin eru ólík en mynda mjög áhuga-
verða heild þar sem hinn einstaki blái litur,
indígó, er í öndvegi. Boðið er upp á leiðsögn
listamanna á sunnudögum kl. 15. Safnbúð
og kaffistofa. Til 11. febrúar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Hlað-
gerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys
Sverrissonar í sýningarsal Listasafns
Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin ber
heitið Tvísýna og er um að ræða málverk í
anda raunsæisstefnu af börnum, húsum og
umhverfi.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi | Sýn-
ingin samanstendur af 100 vatns-
litamyndum sem voru málaðar á árunum
1981–2005. Myndirnar eru flestar í eigu Er-
rós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áð-
ur. Myndefnið er fjölbreytt og byggir á
klippimyndum. Sýningarstjóri er Þorbjörg
Br. Gunnarsdóttir.
D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir ein-
um sýningarsal hússins og er hugsuð sem
framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill
safnið vekja athygli á efnilegum myndlist-
armönnum. Fyrst til að sýna verk sín í sýn-
ingaröðinni er Birta Guðjónsdóttir.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sýning Bryndís-
ar Brynjarsdóttur, „Hið óendanlega rými og
form“, er samspil áhrifa listasögunnar og
minninga frá æskuslóðum hennar þar sem
leika saman form og rými. Sýningin stendur
til 17. feb. Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna,
Þverholti 2, opinn virka daga kl. 12–19 og
lau. kl. 12–15, er í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar
Jónssonar hefur verið framlengd til 20.
febrúar. Sýningin er opin frá kl. 13–17 allar
helgar eða eftir samkomulagi. www.skaft-
fell.is.
Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stefánsdóttir
sýnir bókverk í Þjóðarbókhlöðunni 25. jan-
úar – 28. febrúar. Bókverk eru myndlist-
arverk í formi bókar, ýmist með eða án let-
urs.
Söfn
Gljúfrasteinn – hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og
þýsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í
nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2, |
Aðalstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar
vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst-
arinnar. Opnað að nýju 3. mars.
Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn
| Sparibækur. Sýning Sigurborgar Stef-
ánsdóttur, Bókverk eru myndverk í formi
bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar,
svo sem umfang, band, síður og svo fram-
vegis, notaðir í myndlistarlegum tilgangi.
Bókverkin eru einstök verk eða framleidd í
takmörkuðu upplagi.
Sýningin Upp á Sigurhæðir – Matthías Joch-
umsson. Matthías var lykilmaður í þjóð-
byggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálm-
ana, þjóðsönginn og Skugga-Svein en
skáldpresturinn skildi eftir sig 28 bækur,
þar af 15 frumsamdar. Sýningin stendur út
febrúar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á árunum
1965–1980 ferðaðist danski ljósmyndarinn
Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Græn-
lands með Hasselblad–myndavél sína. Af-
rakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir
en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýning-
unni. Til 18. feb.
Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin
fjallar um áferð og athafnir sem verða til við
breytingar í umhverfi mannsins og eru
myndirnar brotabrot af menjum og tíma-
sveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavík-
ursvæðinu. Til 20. feb.
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns |
Í húsnæði Seðlabankans á Kalkofnsvegi 1
hefur verið sett upp yfirlitssýning á íslensk-
um gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins.
Þar er einnig kynningarefni á margmiðl-
unarformi um hlutverk og starfsemi Seðla-
banka Íslands. Sýningin er opin mán.–fös. kl.
13.30–15.30. Gengið er inn um aðaldyr
bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeyp-
is.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12–
17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik-
myndir sem segja söguna frá landnámi til
1550. www.sagamuseum.is.
Dans
Iðnó | Í kvöld er dansaður argentínskur
tangó í Iðnó, eins og ætíð fyrsta þriðjudag í
hverjum mánuði. Klukkan 20–21 er byrj-
endakennsla þar sem fólk lærir fyrstu spor-
in í tangó og kl. 21 hefst dansleikurinn sem
stendur til kl. 23. Aðgangseyrir er 500 kr. –
kennsla innifalin. Nánari upplýsingar á
tango.is.
Uppákomur
Thorvaldsen bar | Áhugaljósmyndarinn
Kristján Eldjárn er með ljósmyndasýningu á
Thorvaldsen bar, Austurstræti 8–10, Rvk.
Um er að ræða 8 svarthvítar ljósmyndir
prentaðar á álplötur, 1.10 x 1.50 að stærð. Til
15. febrúar.
Fyrirlestrar og fundir
Kvenfélag Seljakirkju | Aðalfundur kven-
félags Seljasóknar verður haldinn í kvöld,
þriðjudag, kl. 19.30. Léttur kvöldverður,
venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Gestur
kvöldsins er Þórunn Guðmundsdóttir sagn-
fræðingur.
Landakot | Fræðslufyrirlestur á vegum
Rannsóknastofu í öldrunarfræðum (RHLÖ)
verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar kl.
15 í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti.
María K. Jónsdóttir sálfræðingur fjallar um
framheilabilanir. Sent út með fjarfund-
arbúnaði. Allir velkomnir.
Lesblindusetrið | Akureyri, 1. mars kl. 20.
Kolbeinn Sigurjónsson, Davis-ráðgjafi hjá
Lesblindusetrinu, heldur fyrirlestur um les-
blindu og Davis-aðferðafræðina. Davis-
viðtöl í boði 1. og 2. mars. kolbeinn-
@lesblindusetrid.is, s. 566 6664.
Orkugarður | Miðvikudagserindi: Stefanía
G. Halldórsdóttir, sérfræðingur á Vatnamæl-
ingum Orkustofnunar: Vatnafarsleg flokkun
vatnasvæða á Íslandi – Hvernig bregðast
landsvæði við úrkomu og miðla henni? Sjá:
www.os.is/page/midv_070207. Allir vel-
komnir.
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands | Runólfur Smári Steinþórsson heldur
fyrirlesturinn Stefna og samkeppnishæfni í
málstofu viðskipta- og hagfræðideildar Há-
skóla Íslands í dag, þriðjudag, kl. 12.15 í Odda
stofu 101. Í erindinu verður fjallað um hug-
tökin stefnu og samkeppnishæfni og leitast
við að tvinna þessi hugtök saman. Sjá
www.vidskipti.hi.is. Málstofan er opin öllum.
Opin málstofa á vegum MBA-námsins við
Háskóla Íslands og Femínistafélags Íslands
verður haldin í dag, þriðjudag, kl. 16.30 í
Öskju, stofu 132. Þar munu nemendur í
MBA-námi við Háskóla Íslands kynna fjórar
tillögur um hvernig megi minnka launamun
kynjanna. Nánari upplýsingar á www.mba.is.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
B&L kl. 9.30–14.30. Blóðgjöf er lífgjöf.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun miðvikudaga kl. 14–17. Tekið
við fatnaði og öðrum munum þriðjudaga kl.
10–15. Sími 551 4349 virka daga kl. 10–15.
Netfang: maedur@simnet.is.
Frístundir og námskeið
Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem
greinist með krabbamein, og aðstand-
endur | Opinn félagsfundur í dag, þriðjudag,
kl. 20–22. Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusál-
fræði, fjallar um greiningu á samskiptastíl
sem byggður er á kenningu Carls Jung um
sálfræðilegar týpur og gefur innsýn í hegð-
un og samskiptamáta fólks. Þekking stuðlar
að bættum samskiptum. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Útivist og íþróttir
Garðabær | Vatnsleikfimi fyrir alla. Styrkj-
andi og hressileg hreyfing fyrir vinnu 4
sinnum í viku kl. 7–8 á morgnana í innilaug-
inni í Mýrinni, Garðabæ. Upplýsingar eða
fyrirspurnir í síma 691 5508 og á netfang-
inu annadia@centrum.is. Anna Día íþrótta-
fræðingur.
staðurstund
Myndlist
Gullpensillinn
í Gerðarsafni
Dans
Tangókvöld
í Iðnó
Leiklist
Líkamaskoðandinn Sasha Waltz
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
smáauglýsingar
mbl.is