Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
"#
$%%&
"# $%& %$ 3%
5#!6 "73%
% 53%
# #58 # " 8
#" 6 "73%
9!' 6 "73%
16 "73%
6# ( 3%
:%
+7%4
,7& ( 3%
1 ( 3%
0 3%
0"53" 3%
# ;9 $$ %
(
3%
< 3%
' #()*
+=#3%
6 "73%
>5 6 "7:" 3%
>5 56 "73%
?@3 3%
A0B9
C D3%
C D #' 3%
E #' 3%
+ ** $# %4 !%
",(-
:96 3%
:7 3%
.*
# # #
#
#
#
: ;
! 7#
C(" 2" F
,7
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
E 7#2 /
C:
G#3 # '
! 7#
;
;
;
;
;
;
;
2 #
!
!
?H
I8 $ #
$ #
J
J
C+
KB
% #
$ #
J
J
LL
A0B#"3
% #
$ #
J
J
A0B,3'%
?
% #
$#
J
J
>L+B K"MN"
% #
% #
J
J
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ENN eitt metið var slegið í kaup-
höll OMX á Íslandi í gær er úrvals-
vísitalan hækkaði um 0,3% og end-
aði í 7.112 stigum. Mest var
hækkun á hlutabréfum Landsbank-
ans, eða um 1,7%, en viðskipti með
bréf bankans námu rúmum átta
milljörðum króna. Bréf Mosaic Fash-
ions hækkuðu um 0,7% og bréf Ný-
herja hækkuðu um rúm 0,6%. Lækk-
un varð á bréfum Flögu og Icelandair
um 1,2%. Heildarviðskipti í kauphöll-
inni námu 18 milljörðum, þar af fyrir
um 13 milljarða með hlutabréf.
Gengi krónunnar styrktist í gær
um 0,5% en gengisvísitalan var
121,7 stig í lok dags. Viðskipti á
millibankamarkaði námu 9,6 millj-
örðum króna. Gengi dollars var í lok
dags 68,42 krónur.
Enn eitt metið slegið
● SAMKVÆMT
fréttum írskra fjöl-
miðla í gær er
Baugur orðaður
við kaup á tísku-
verslanakeðjunni
A-Wear. Eigendur
A-Wear; Westin
fjölskyldan, reka
einnig verslanir
undir merkjum
Brown Thomas
og bt2 en alls rekur keðjan 27 A-
Wear verslanir á Írlandi, þar sem
áhersla er lögð á fatnað og ýmsar
tískuvörur á hagstæðum kjörum fyrir
ungar konur. Aðrir mögulegir kaup-
endur eru nefndir Barrons fjöl-
skyldan sem rekur nokkrar tísku-
verslanirnar á Írlandi.
Baugur orðaður við
írska verslanakeðju
Írland Verslunar-
gata í Dyflinni.
● FJÖLGUN varð á gistinóttum hót-
ela í desember sl. um 27% frá sama
mánuði árið áður, þær voru 53.800
talsins. Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni er aukningin að mestu
leyti vegna erlendra gesta, en gisti-
nóttum þeirra fjölgaði um 32% milli
ára. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði
um 18%. Fjölgun átti sér stað í öllum
landshlutum. Mest var aukningin á
Austurlandi þar sem gistinætur nán-
ast tvöfölduðust. Gistinætur á höf-
uðborgarsvæðinu jukust úr 33.900 í
43.000 eða um 27%. Gistirými á
hótelum jókst í desember miðað við
sama mánuð 2005 um 11%.
Gistinóttum fjölgaði
á hótelum landsins
FYRSTA skuldabréfaútgáfa Kaup-
þings í Kanada er nú staðreynd en
um helgina var tilkynnt útgáfa 500
milljóna kanadadollara, sem sam-
svarar um 30 milljörðum króna.
Skuldabréfaútgáfan er til þriggja
ára og ber 4,7% fasta vexti. Í Kan-
ada er jafnan talað um Maple
Bonds, eða hlynsbréf, en sá trjá-
viður mun vera í fána þeirra Kan-
adamanna.
Í tilkynningu frá Kaupþingi segir
að markmið bankans hafi verið að
umfang fyrstu útgáfunnar yrði um
300 milljónir kanadadollara. Vegna
mikillar eftirspurnar, gæða fjár-
festahópsins og lánskjara sem í boði
voru var hins vegar ákveðið að gefa
út meira en til stóð. Skuldabréfin
voru seld fjölbreyttum hópi kanad-
ískra fagfjárfesta og alls var 17 fjár-
festum úthlutað bréfum.
Aukin landfræðileg fjölbreytni
Kaupþingsmenn benda á að í
fyrra hafi verið lögð mikil áhersla á
að auka fjölbreytni í erlendri fjár-
mögnun bankans. Haldið verði
áfram á sömu braut í ár og skulda-
bréfaútgáfan í Kanada sé mikilvægt
skref í þá átt. Hún sé einnig til
marks um þá stefnu bankans að
auka enn frekar landfræðilega fjöl-
breytni fjárfestahópsins.
Yfirumsjón með útgáfunni höfðu
Merrill Lynch í Kanada og TD Sec-
urities en aðir umsjónaraðilar voru
HSBC Securities í Kanada og RBC
Capital Markets.
Kaupþing með 30 millj-
arða hlynsbréf í Kanada
Mikil umframeftirspurn eftir fyrstu kanadísku útgáfunni
vilji kaupa alla aðra hluti í FIM, auk
gildandi kaupréttarsamninga, en
kaupin eru háð samþykki fjármála-
eftirlits og samkeppnisyfirvalda á Ís-
landi og í Finnlandi. Gangi kaupin
eftir, sem ráðgert er að verði í vor,
mun Glitnir hafa 757 milljarða króna
í eignastýringu, sem er aukning um
55%. Eignir sjóða finnska félagsins
nema um þremur milljörðum evra,
eða ríflega 267 milljörðum króna.
Með kaupunum verða Glitnir og
FIM þriðji stærsti aðilinn í verð-
bréfaviðskiptum á Norðurlöndunum,
með tilliti til veltu. Áætlað er að hlut-
ur Glitnis í kauphöllum Norðurlanda
fari úr 4,9% í 5,6%, en ofar eru Ensk-
ilda Banken og Carnegie.
Kaupir FIM Group
fyrir um 30 milljarða
Glitnir kemst í hóp stærstu verðbréfamiðlara Norðurlanda
Yfirtaka Bjarni Ármannsson kynnir kaupin á FIM Group í gær en við borð-
ið eru Antti Kivimaa stjórnarformaður og Risto Perttunen forstjóri.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GLITNIR banki heldur áfram útrás
sinni á Norðurlöndum en í gær var
tilkynnt um kaup bankans á 68%
hlut í finnska fjármálafyrirtækinu
FIM Group. Öðrum hluthöfum verð-
ur gert yfirtökutilboð en Glitnir
greiðir átta evrur á hlut, sem svarar
til um 30 milljarða króna markaðs-
verðmætis fyrir allt félagið, en þess
má geta að gengi bréfa FIM í
finnsku kauphöllinni var rúmar sex
evrur í gær.
Helmingur kaupverðsins er
greiddur með nýjum hlutabréfum í
Glitni og helmingur með lausafé, en
bankinn hefur ekki áður boðið hluta-
bréf sem skiptimynt í erlendum yf-
irtökum. Kaupin voru kynnt starfs-
mönnum FIM í Helsinki í gær, sem
og finnskum greiningaraðilum og
fjölmiðlum. Í kjölfar tilkynningar
um kaupin kom staðfesting frá mats-
fyrirtækinu Fitch Ratings á láns-
hæfiseinkunnum Glitnis. Langtíma-
einkunnin er A og skammtíma-
einkunnin er F1. Horfur láns-
hæfiseinkunna bankans eru sagðar
stöðugar.
Með útibú í Moskvu
Hjá FIM Group starfa hátt í 300
manns en fyrirtækið var stofnað árið
1987. Það sérhæfir sig í eignastýr-
ingu, verðbréfamiðlun og fjárfest-
ingabankaþjónustu fyrir fagfjárfesta
og einstaklinga. Auk höfuðstöðva í
Helsinki er fyrirtækið með níu svæð-
isskrifstofur í Finnlandi, ásamt því
að vera með útibúi í Stokkhólmi og
Moskvu. FIM Group hefur verið
skráð í OMX-kauphöllinni í Helsinki
síðan í apríl í fyrra.
Glitnir hefur lýst því yfir að hann
Í HNOTSKURN
»Glitnir kaupir 68% af ell-efu stærstu hluthöfum
FIM Group. Miðað við gengi
bréfanna á markaði greiðir
Glitnir 30% yfirverð.
»Helmingur kaupverðs er ínýjum hlutabréfum í Glitni
sem ekki hefur gerst áður í er-
lendum yfirtökum bankans.
BRÁÐABIRGÐATÖLUR Hagstof-
unnar sýna að útflutningur í jan-
úarmánuði nam 20,3 milljörðum
króna en vörur voru á sama tíma
fluttar inn til landsins fyrir 26,8
milljarða króna. Vöruskiptahallinn
var því um 6,5 milljarðar króna í jan-
úar, sem er minnkun frá sama mán-
uði í fyrra er hallinn nam 8,4 millj-
örðum króna.
Minnkandi halli er skýrður með
bæði minni innflutningi og meiri út-
flutningi. Í Morgunkorni Glitnis er
bent á að ekki hafi mælst jafn lítill
halli í nokkrum mánuði á síðasta ári
og núna í janúar. Þetta sé upphaf
þess sem koma skuli en Greining
Glitnis reikni með að verulega dragi
úr vöruskiptahallanum á þessu ári,
m.a. vegna loka stóriðjufram-
kvæmda, aukins útflutnings á áli og
lækkunar á gengi krónunnar.
Bent er á að hægt hafi á innflutn-
ingnum. Ástæðan kunni að einhverju
marki að felast í sveiflukenndum
undirliðum eins og eldsneyti, skipum
og flugvélum. Innflutningur í janúar
nam sem fyrr segir 26,8 milljörðum.
Í krónum talið jókst innflutningur-
inn um rúm 5% frá sama mánuði í
fyrra en miðað við fast gengi dróst
innflutningurinn saman um liðlega
12%, að því er fram kemur í Morg-
unkorninu.
Útflutningur í janúar upp á rúma
20 milljarða er aukning milli ára um
30% í krónum talið og um 8% á föstu
gengi. Glitnismenn benda á að und-
irliðir í útflutningstölum sveiflist
nokkuð. Þar sé helst að nefna skip,
flugvélar og sjávarafurðir. Aukinn
útflutningur sé eðlilegur m.a. í ljósi
stækkunar Grundartanga, þar sem
meira sé verið að flytja út af áli og
auk þess hafi álverð farið hækkandi.
Vöruskiptahallinn minnkar
Greiningaraðilar spá því að verulega dragi úr hallanum á árinu
Morgunblaðið/Kristinn
Álið Aukinn útflutningur á áli hef-
ur dregið úr viðskiptahallanum.
BJARNI Ár-
mannsson, for-
stjóri Glitnis, seg-
ir í samtali við
Morgunblaðið að
kaupin á FIM
Group falli mjög
vel að starfsemi
bankans á Norð-
urlöndunum.
Samlegðaráhrifin
séu mikil, sem og
vaxtarmöguleikar fyrir bankann. Þá
falli fjárfestingabankastarfsemi FIM
vel að öðrum verkefnum og Glitnir
komist sömuleiðis að almennum
bankaviðskiptum í Finnlandi, þar
sem stuðlað verði m.a. að auknum
innlánum.
Með í kaupunum á FIM Group
fylgir útibú í Moskvu þar sem starfa
34 manns. Bjarni sagði aðspurður
um þá tengingu við Rússlands-
markað að hún gæfi ný tækifæri í
verðbréfamiðlun og eignastýringu.
Glitnir hefði orðið var við eftirspurn
frá fjárfestum í Bandaríkjunum og
Evrópu eftir rússneskum hlutabréf-
um. Aðildin að FIM myndi auðvelda
þann aðgang fyrir bankann.
Glitnir stóð fyrir kynningu á
kaupunum í gær fyrir finnska grein-
ingaraðila og fjölmiðla, sem og
starfsmenn FIM Group. Bjarni sagði
viðbrögðin almennt hafa verið góð,
ekki síst meðal starfsmanna fyr-
irtækisins. Finnsku fjölmiðlarnir
hefðu mikið velt fyrir sér íslenska
„viðskiptaundrinu“ og hvaðan allir
peningarnir væru komnir. Bjarni
sagðist hafa bent á að seljendur í
FIM væru að fá hlutabréf í Glitni og
stjórn fyrirtækisins hefði látið gera
mjög ítarlega áreiðanleikakönnun á
bankanum.
Fellur vel
að öðrum
verkefnum
Bjarni
Ármannsson