Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 10

Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Böðun Starfsmaður óskast í 50% stöðu til að sjá um böðun vistmanna í Dagdvöl Sunnuhlíðar. Nánari upplýsingar veitir Alda Sveinsdóttir, deildarstjóri Dagdvalar, í síma 560 4176. Bygginga- verkfræðingur tæknifræðingur Klettur verkfræðistofa ehf., Bíldshöfða 12, óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða tæknifræðing til starfa. Kunnátta í autocad er nauðsynleg og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu. Nánari upplýsingar gefa Þorgrímur í síma 861 3808 og Smári í síma 891 9964. Umsóknir sendist með tölvupósti á: klettur@vortex.is Starfsmenntaráð auglýsir eft- ir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulíf- inu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í at- vinnulífinu. Til út- hlutunar eru 55 milljónir. Ein- göngu er tekið við umsóknum á raf- rænu formi. Vissar áherslur í ár Starfsmenntar- áð hvetur umsækj- endur til að sækja um verkefni sem falla undir þrenns konar áherslur en auk þess er opinn flokkur. „Þetta var ekki svona í fyrra en við höfum þreifað svolítið fyrir okkur hjá ASÍ og SA og þeirra fólk mælti með að áherslur yrðu lagðar sérstak- lega á tvennt í ár, nefnilega ís- lenskukennslu fyrir útlend- inga og kennslu í verslunar- og ferðamannageiranum,“ segir Margrét Kr. Gunnars- dóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem með- al annars hefur styrkveitingu starfsmenntaráðs á sinni könnu. Áherslurnar eru reyndar fjórar en til viðbótar íslensku- kennslu og kennslu í ferða- manna- og verslunargeiran- um koma starfsþróun á vinnustað og nýliðaþjálfun og svokallaður opinn flokkur. Opin fyrir öll góðum til- lögum Margrét segir að Vinnu- málastofnun sé opin fyrir öll- um góðum tillögum hvaðan sem þær komi. „Við vitum að það brennur svolítið á atvinnurekendum og verkalýðsfélögum þegar um íslenskukennsluna og vandamál verslunar og ferða- mála er að ræða, vegna mik- illar þenslu og mikils innflutn- ings vinnuafls. En við tökum við öðrum tillögum, hvort sem þær koma frá fyrirtækjum eða stofnunum. Jafnvel hið formlega skólakerfi getur fengið styrki úr starfsmennt- aráði en verkefnin verða að vera atvinnu- tengd. Raun- ar höfum við oft fengið mjög góðar tillögur úr þeirri átt,“ segir Mar- grét. Í lýsingu á styrkjunum segir meðal annars að störf breytist í samræmi við nýjar hug- myndir um verklag. Lögð verði áhersla á starfsþjálf- un á vinnustöðum sem auð- veldi fólki að tileinka sér nýj- ungar. Sérstaklega sé litið til nýrra leiða fyrir starfsmenn sem hafi litla skólagöngu. Íslenska fyrir útlendinga Í lýsingu á styrkjunum seg- ir ennfremur að lögð sé áhersla á kennslu í íslensku fyrir útlendinga í vinnustaða- tengdu námi. Fólk af erlendum uppruna sem vilji læra íslensku eigi oft erfitt með að finna tíma til að sinna námi utan vinnudags. Lögð er áhersla á verkefni sem auka tækifæri og hvetja til vinnustaðatengds íslensku- náms í þeim tilgangi að auka færni einstaklinga á vinnu- markaði. Þá er lögð áhersla á kennslu í ferðaþjónustu- og verslunargeiranum og það rökstutt með því að ferða- þjónusta hafi vaxið hratt og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Mikil starfsmanna- velta hafi einkennt verslun síðastliðin ár og því sé lögð áhersla á verkefni sem feli í sér gæði þjónustu, fag- mennsku og öryggi. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2007 og nánari upplýs- ingar er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Styrkir frá starfs- menntaráði Margrét Kr. Gunnarsdóttir Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, met- inn á föstu verði, var 10% meiri en í janúar 2006. Aflinn nam alls 80.657 tonn- um í janúar 2007 samanborið við 41.538 tonn í janúar 2006. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Hagstofu Ís- lands. Botnfiskafli jókst um tæp 2.600 tonn frá janúarmánuði 2006 og nam 33.200 tonnum. Þorskafli dróst saman um tæp 150 tonn, ýsuaflinn jókst um rúm 670 tonn og ufsaaflinn jókst um rúmlega 520 tonn. Flatfiskaflinn dróst saman og var tæplega 800 tonn. Afli uppsjávartegunda nam rúm- um 37.300 tonnum og var að stórum hluta loðnuafli. Aukn- ing uppsjávarafla nemur rúm- um 28.200 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 151 tonn samanborið við 51 tonns afla í janúar 2005. Munur á afla á föstu verði og í tonnum Afli á föstu verði er reikn- aður út til þess að finna breyt- ingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2004. Hér er því um að ræða hliðstæðu við um- reikning á afla yfir í þorsk- ígildi. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án til- lits til þess að fisktegundir eru misjafnlega verðmætar. Fiskafli í janúar 2007 Samningaviðræður á Evr- ópuvísu um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi við vinnu hófust í febrúar 2006. Við- ræðunum lauk 15. desember sl. með því að handsalaður var samningur á milli Evr- ópusamtaka launafólks (ETUC) og Evrópusamtaka atvinnurekenda (UNICE/ UEAPME/CEEP) um að- gerðir gegn einelti og of- beldi á vinnustað. Þetta kemur fram á vef- síðu ASÍ. Þar segir að þessi niður- staða hafi komið nokkuð á óvart þar sem allt eins var reiknað með því að það mundi slitna upp úr viðræð- unum vegna ágreinings milli samningsaðila. Evrópskar aðgerðir gegn einelti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.