Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 16
Veiðar Landað úr Víði EA á Akureyri. Verðmæti afla Víðis EA og Venusar HF mun vera ríflega 300 milljónir króna. Kennarar mótmæltu  Um fjögur hundruð reyk- vískir grunnskólakennarar tóku þátt í þögulli mótmæla- stöðu á Lækjartorgi á þriðju- dag til þess að leggja áherslu á kröfu um að launakjör þeirra yrðu leiðrétt í sam- ræmi við verðbólgu og launa- breytingar hjá öðrum starfs- stéttum. Það voru kennarar við Fellaskóla sem stóðu fyr- ir mótmælunum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í vikunni að hljóðið væri afar þungt í grunn- skólakennurum um þessar mundir og kvaðst þeirrar skoðunar að sveitarstjórna virtust ekki átta sig á alvöru málsins. Sagði hann mikið í húfi fyrir alla aðila, enda hefði enginn áhuga á því að atburðarásin frá árinu 2003, þegar grunn- skólakennarar efndu til verkfalls, endurtæki sig. 300 milljónir úr Barentshafi  Tveir frystitogarar, Víðir EA og Venus HF, lönduðu um 600 tonnum af frystum fiskafurðum á Akureyri í vikunni. Verðmæti þeirra er ríflega 300 milljónir króna og afli upp úr sjó nálægt 1.200 tonnum. Aflinn var að mestu þorskur en einnig ýsa, karfi og ufsi, samtals tæplega 320 tonn af frystum fiski eða um 700 tonn upp úr sjó. Vantar gott fólk  Sveitarstjóri Skagafjarðar, Guðmundur Guðlaugsson, segir að sveitarfélagið vanti fleira gott fólk, en um síð- ustu helgi var auglýst eftir fólki í ýmis laus störf í sveit- arfélaginu í atvinnublaði Morgunblaðsins. „Það er mikill hugur í okkur hér og verið að reyna að byggja upp og bæta í at- vinnuþróunina,“ er haft eftir Guðmundi sem segir að mörg tækifæri séu í Skaga- firði, sem vert sé að huga að. Guðmundur segir að í sveit- arfélaginu séu margvísleg störf sem krefjist menntunar og að þeim muni fjölga í framtíðinni, þar sem verið sé að byggja upp háskóla- umhverfi í byggðarlaginu, sérstaklega í tengslum við háskólauppbyggingu á Hól- um og á Sauðárkróki. Krefjast ógoldinna launa  Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur fengið til meðferðar mál 13 pólskra verkamanna, sem störfuðu á Kárahnjúkum hjá starfs- mannaleigunni 2b, en starfa nú fyrir Arnarfell við virkj- unina. 2b segist ekki skulda þeim laun þar sem þeir hafi rift ráðningarsamningum sínum með því að fara yfir til Arn- arfells og hafi mennirnir undirritað skjöl þar sem þeir afsali sér rétti til launa frá starfsmannaleigunni. Yf- irtrúnaðarmaður við Kára- hnjúka segir hins vegar að 2b skuldi hverjum mannanna á annað hundrað þúsund krónur í laun. Mikil loðna í Eyjum  Mikil uppgrip hafa verið í loðnu við Vestmannaeyjar og stanslaus löndun, enda unnið á vöktum við frystingu. Í byrjun vikunnar voru tíu skip annaðhvort að veiða eða frysta og um tíma biðu fjög- ur skip löndunar. Haft er eftir Eyþóri Harð- arsyni, útgerðarstjóra Ís- félagsins, að allt sé í fullum gangi og að loðnan hafi til að byrja með fengist í Bugtinni en seinna við Eyjar. Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli Fjölmargir reykvískir grunnskólakennarar tóku þátt í þögulli mótmælastöðu á Lækjartorgi á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson ATVINNA ÞETTA HELST ... Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hólar Vonir bundnar við há- skólaumhverfið í Skagafirði. 16 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Starfsfólk óskast Við leitum að góðu fólki til starfa við húsvörslu í félagsheimili og íþróttahúsi Knattspyrnu- félagsins Víkings. Um fullt starf er að að ræða og einnig hlutastörf um helgar. Við leitum einnig að laghentum manni til starfa sem vallarstjóri á sumrin, þ.e. umsjón og um- hirða með útisvæðum félagsins og undirbún- ingur kappleikja. Yfir vetrartímann er unnið við húsvörslu, viðhald og viðgerðir sem til falla. Upplýsingar hjá Erni Ingólfssyni, framkvæmda- stjóra félagsins, í símum 581 3245 og 898 4532, netfang er: orn@vikingur.is . Knattspyrnufélagið Víkingur Traðarlandi 1, 108 Reykjavík. Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Launafulltrúi me› reynslu Húsasmi›jan leitar a› launafulltrúa til a› ganga til li›s vi› gó›an hóp starfsmanna. Vi› leitum a› talnaglöggum, nákvæmum og skipulög›um einstaklingi sem getur starfa› sjálfstætt og s‡nt frumkvæ›i í starfi sem flessu. Mikil áhersla er lög› á röggsemi, sveigjanleika og samskipta- og samstarfshæfni. Í bo›i er fjölbreytt og krefjandi starf. Nái› samstarf er vi› a›ra starfsmenn. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 26. febrúar nk. Númer starfs er 6320. Nánari uppl‡singar um störfin veita Gu›n‡ Sævinsdóttir og Ari Eyberg. Netföng: gudny@hagvangur.is og ari@hagvangur.is Húsasmi›jan hf. er stærsti sölua›ili byggingarvara á Íslandi og eitt af 25 stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmi›juverslanir eru tuttugu og ein á landsvísu. Í verslunum okkar höfum vi› á bo›stólnum yfir 80 flúsund vörutegundir. Hjá Húsasmi›junni starfa a› jafna›i um 750 manns á öllum aldri. Vi› leggjum mikla áherslu á a› starfsmenn eigi fless kost a› eflast og flróast í starfi. www.husa.is Starfssvi› Ábyrg› á launaútreikningum Grei›sla á launum og launatengdum gjöldum Afstemmingar vegna launali›a Uppl‡singagjöf til starfsfólks Önnur verkefni sem tilheyra launavinnslu Hæfniskröfur Gó› reynsla af launaútreikningum skilyr›i fiekking á kjarasamningum Mikill kostur ef vi›komandi hefur unni› me› launakerfi SAP Kostur ef vi›komandi hefur unni› me› Bakvör› BIRGÐAHALD Ístak hf. óskar eftir starfsmanni í birgðahald. Starfssvið • Innkaup • Samskipti við birgja • Ábyrgð á afgreiðslu pantana • Umsjón með birgðahaldi • Tölvuskráning birgða Hæfniskröfur • Tölvukunnátta • Þekking og reynsla úr byggingariðnaði á birgjum og vörum • Æskilegt að viðkomandi sé rekstrarfræðingur eða hafi sambærilega menntun og reynslu Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór- iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.  Blaðbera vantar í Hveragerði Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.