Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Líkt og með vatnið faraflestir Íslendingar ekkisparlega með rafmagnið,það er á hagstæðara verði
en víðast annars staðar, framleitt á
umhverfisvænan hátt og hvatinn til
að minnka raforkunotkunina því ef
til vill ekki augljós. Þegar betur er
að gáð kemur þó í ljós að Íslendingar
hafa fulla ástæðu til að gefa gaum að
raforkunotkun heimilanna, þeir geta
nefnilega að samanlögðu sparað
milljarða króna á ári með einfaldri
hugarfarsbreytingu.
Þetta er mat Sigurðar Inga Frið-
leifssonar, framkvæmdastjóra
Orkuseturs, sem hefur kynnt sér
raforkunotkun heimilanna.
„Almenn notkun á Íslandi, þ.e. öll
raforkunotkun að stóriðjunni undan-
skilinni, nemur 2.681 gígavatt-
stund,“ segir Sigurður. „Ég tel alveg
raunhæft að spara megi 15% af
orkunni án þess að það komi nokkuð
niður á lífsgæðum eða framleiðslu.
Meðalraforkunotkun heimila er
um 4,5 megavattstundir á ári. Því
gæti 15% sparn-
aður numið um
6.000 krónum á
heimili sem er
kannski ekki há
fjárhæð en á móti
kemur að það
ástæðulaust með
öllu að eyða í
óþarfa sóun.
Þetta sést best
þegar heild-
arnotkunin er skoðuð en þá kemur í
ljós að slíkur sparnaður næmi sem
svarar 402 gígavattstundum, sem í
peningum talið er um það bil 3,2
milljarðar króna.“
Evrópusambandið, ESB, þrýsti á
sínum tíma á um framfarir í bættri
nýtni raftækja með sérstökum
merkingum, sem aðstoða neytendur
að bera saman orkunotkun tækja af
sömu gerð. Þessar merkingar setja
raftæki í flokk A-G þar sem A hefur
bestu nýtni en G þá slökustu og eru
ísskápar með A+ merkingum t.a.m.
sérstaklega auðkenndir af sölu-
aðilum í íslenskum verslunum.
Spurður um hvernig megi draga úr
orkunotkuninni bendir Sigurður á að
neytendum standi nú til boða raf-
tæki sem séu almennt miklu nýtnari
en áður. Hins vegar noti svokölluð
plasma-sjónvörp meiri orku en göm-
ul sjónvörp, ólíkt sjónvörpum með
LCD-skjá sem noti minnstu orkuna.
Þá sé hægt að lækka orkureikn-
inginn með notkun sparneytnari
ljósapera, með því að hafa ljósin
slökkt í ónotuðum herbergjum og
með því að hafa raftæki ekki í sam-
bandi þegar þau liggja ónotuð.
Stóriðjan miklu
stærri þáttur
Ef hlutfallið 15 prósent er lagt til
grundvallar má segja að Íslendingar
geti á fjórum árum sparað sér ígildi
tónlistarhússins sem nú er í bygg-
ingu við Reykjavíkurhöfn sé miðað
við um 3,2 milljarða króna orku-
sparnað á ári og um 12,5 milljarða
króna byggingarkostnað á verðlagi
ársins 2005, að ráðstefnumiðstöð og
bílakjallara meðtöldum, að sögn
Stefáns Hermannssonar, fram-
kvæmdastjóra Austurhafnar-TR.
Spurður um vægi mögulegs
sparnaðar í raforkunotkuninni segir
Sigurður að 402 gígavattstundir séu
„samt minna en sem nemur um 10
prósentum af orkuframleiðslu Kára-
hnjúkavirkjunar“.
Hann tekur annað dæmi.
„Samanlögð framleiðsla hinna
umdeildu Þjórsárvirkjana gæti orðið
1.950 gígavattstundir sem skagar
hátt í almennu notkunina. Þegar
virkjanaframkvæmdum lýkur nú á
árinu verður árleg framleiðslugeta í
landinu um 16.000 gígavattstundir.
Það er yfir 50.000 kílóvattstundir á
hvern íbúa sem er auðvitað heims-
met og langt í annað sætið. Í Þýska-
landi og Bretlandi er notkunin um
6.000 kílóvattstundir á ári, svo dæmi
sé tekið.“
Inntur eftir því að lokum hvort
orkuverðið yrði ekki einfaldlega
hækkað ef dregið yrði úr notkuninni
bendir Sigurður á að endurnýjanleg
orka sé í dag afar eftirsótt á heims-
vísu, auk þess sem íslenskum neyt-
endum fjölgi ár frá ári.
Framúrstefnulegt Áratugi tók að koma byggingu tónlistarhúss á framkvæmdastig. Íslendingar gætu á fjórum ár-
um sparað sér ígildi þess miðað við um 3,2 milljarða kr. orkusparnað á ári og um 12,5 millj. kr. byggingarkostnað.
Hægt að
spara ígildi
tónlistarhúss
á fjórum árum
Íslendingar gætu lækkað raforkureikning lands-
ins verulega með einföldum aðgerðum. Sigurður
Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs,
fræddi Baldur Arnarson um þessa hlið orkumála.
Í HNOTSKURN
» Orkustofnun stofnaðiOrkusetur í samstarfi við
iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið og styrkir ESB það.
» Umræða um loftslagsmálhefur aukið áhuga manna
á að draga úr orkunotkuninni.
» Víða er orka framleidd úrkolum og því jafngildir
minni notkun heimila minni
losun koltvísýrings, CO2, í and-
rúmsloftið.
» Á Íslandi er þetta fyrst ogfremst spurning um auk-
inn sparnað sem jafnframt er
leið til að auka orkuframboðið
á markaðnum.
Sigurður Ingi
Friðleifsson
baldura@mbl.is
VON er á um 60 þúsund farþegum
af að minnsta kosti 75 skemmti-
ferðaskipum sem munu eiga við-
komu í Reykjavíkurhöfn nk. sum-
ar. Undanfarin ár hefur komum
slíkra skipa fjölgað stöðugt. Í fyrra
komu 74 skip en þegar hafa 75 skip
bókað komu sína og má búast við
að einhver bætist í hópinn næstu
vikur og mánuði. Það stefnir því í
enn eitt metið í þessum efnum.
Fyrsta skipið kemur 26. maí nk.
og það síðasta í lok september.
Fyrsta skipið, sem kemur hér við
í jómfrúarferð sinni á leið til Græn-
lands, heitir MS Fram. Skipið er
sérstyrkt til íssiglinga. Það er í
eigu norsks skipafélags, er 113
metra langt og 20 metra breitt og
getur borið 500 farþega.
Markmiðið er að lengja viðveru
ferðamannanna af skipunum, segir
Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri
Faxaflóahafna. Yfirleitt stoppa
þeir stutt, aðeins í nokkra klukku-
tíma, en þó stoppa sífellt fleiri skip
yfir nótt og munu 10-12 skip gera
það nk. sumar. Nær öll skipin sem
koma upp að Íslandsströndum
koma að landi í Reykjavík þó að
mörg hver hafi viðkomu víðar, m.a.
á Akureyri, í Keflavík og á Ísafirði.
Mörg skemmtiferðaskipanna
sem hingað koma eru á leið til
Spitzbergen, eyjar í Norður-
Atlantshafi en þaðan er förinni
heitið niður með norsku strönd-
inni. Önnur koma frá heimahöfn-
unum hingað, sum hver á leið til
Grænlands, og fara til baka að því
loknu. Í þriðja lagi koma hingað
skip, yfirleitt á haustin, sem verið
er að flytja frá Evrópu til Ameríku,
full af farþegum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Risar Skemmtiferðaskip sem hér eiga viðkomu á sumrin taka stundum
vistir og bjóða farþegum upp á stuttar skoðunarferðir í landi.
Aldrei fleiri
skemmtiferðaskip
VEGURINN um Hvalfjarðargöng
er sópaður á um 6–8 vikna fresti og
eftir því sem ástæða þykir til eru
göngin smúluð en það er þó gert mun
sjaldnar. Marinó Tryggvason af-
greiðslustjóri segir að ekki standi til
að auka þrifin umfram það sem nú er
en starfsmenn Spalar séu ávallt vak-
andi fyrir því hvort eitthvað sé hægt
að gera betur.
Sú mengun sem sést í göngunum
er fyrst og fremst svifryk en útblást-
ursmengun sést mun síður, að sögn
Marinós. Svifrykið safnast saman í
Hvalfjarðargöngum enda er þar
hvorki vindur né úrkoma sem ber
það á brott og þótt allir blásarar í
göngunum séu keyrðir á fullu afli
dugar það ekki til. Þetta sé víðar
vandamál og benti hann á að svif-
ryksmengunin í Reykjavík sæist til
Akraness.
Marinó segir að á hverju ári sé
göngunum lokað og þau öll hreinsuð
með vatni, jafnt vegurinn sem vegg-
irnir. Í janúar hafi vegaxlir í göng-
unum síðan verið ryksugaðar í fyrsta
skipti frá því göngin voru opnuð.
Þetta hafi verið tilraun sem hafi
lukkast vel og verði eflaust gert aft-
ur.
Ryksugað var að næturlagi og tók
aðgerðin um tvær vikur en starfs-
menn verktakans, Holræsahreins-
unar, gengu göngin fram og til baka
og stýrðu ryksugunni.
Að sögn Marinós sést mikill mun-
ur í göngunum á vetri og sumri,
nagladekkin hafi augljóslega mikið
að segja en einnig bráðni snjór af bíl-
unum þegar þeir aka niður í göngin
og eftir verði ryk.
Sópa göng-
in á 6–8
vikna fresti
Ryksuguðu nokkur
tonn af ryki í janúar
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands tel-
ur að stjórnendur Borgarbyggðar
og Sparisjóðs Mýrasýslu hafi ekki
staðið rétt að sölu jarðarinnar Álft-
áróss í Borgarbyggð og ekki virt for-
kaupsrétt ábúenda. Afsal sem gefið
var út á grundvelli sölusamnings var
ógilt og Borgarbyggð gert að selja
ábúendum jörðina á 45 milljónir.
Með lífstíðarábúð
Álftárós var í eigu Borgarbyggðar
sem eignaðist jörðina við samein-
ingu sveitarfélaga. Ábúendur höfðu
búið á jörðinni frá 1993 og ágrein-
ingslaust var í málinu að þau hefðu
lífstíðarábúðarrétt. Borgarbyggð
bauð ábúendum jörðina til sölu fyrir
fimm árum fyrir 30 milljónir en af
kaupum varð ekki. Árið 2004 gerðu
Borgarbyggð og Sparisjóðurinn
makaskiptasamning á eignum og
hluti samningsins fól í sér að Spari-
sjóðurinn eignaðist jörðina Álftárós
fyrir 45 milljónir.
Sparisjóðurinn bauð ábúendum
nokkrum vikum síðar að kaupa jörð-
ina á 45 milljónir. Þeim var gefinn 25
daga frestur til að svara bréfinu.
Þau gerðu athugasemdir við bréfi og
vöktu m.a. athygli á því að svo
skammur frestur væri ekki í sam-
ræmi við ákvæði jarðalaga. Spari-
sjóðurinn svaraði ekki bréfinu. Ábú-
endur fóru fram á að dómkvaddir
matsmenn yrðu fengnir til að meta
jörðina. Niðurstöður matsmanna
voru í meginatriðum í samræmi við
það verð sem ákveðið hafði verið í
makaskiptasamningnum. Taka yrði
þó tillit til ábúðarréttarins sem skert
gæti verðmætið um 30%.
Gert að borga 45 milljónir
fyrir jörðina
Niðurstaða héraðsdóms er að ábú-
endur hafi haft forkaupsrétt og
sveitarfélagið hafi ekki virt hann
þegar jörðin var seld Sparisjóði
Mýrasýslu. Það hafi verið sveitarfé-
lagsins en ekki Sparisjóðsins að
bjóða ábúendum að ganga inn í
samninginn. Það verði með engu
móti fallist á að Borgarbyggð hafi
með réttu haft tilefni til að ætla að
ábúendur vildu ekki nýta forkaups-
rétt. Dómarinn gerir einnig athuga-
semdir við bréf Sparisjóðsins til
ábúenda.
Dómarinn tekur ekki undir með
ábúendum að sú skylda hafi hvílt á
sveitarfélaginu að láta verðmeta
jörðina þótt það hefði í sjálfu sér
verið eðlilegt miðað við þau verð-
mæti sem um ræðir. Hann kemst
síðan að þeirri niðurstöðu að and-
virði jarðarinnar hafi ekki verið
ákveðið of hátt og dæmir Borgar-
byggð til að selja ábúendum jörðina
á 45 milljónir. Stefndu var gert að
greiða ríkissjóði eina milljón í máls-
kostnað.
Málið flutti Eiríkur Elís Þorláks-
son hdl. fyrir hönd ábúenda á Álft-
árósi, en Ingi Tryggvason hdl. varði
málið fyrir hönd Borgarbyggðar og
Sparisjóðs Mýrasýslu. Málið dæmdi
Benedikt Bogason héraðsdómari.
Virti ekki for-
kaupsréttinn
Borgarbyggð og Sparisjóður Mýra-
sýslu stóðu ekki rétt að jarðarsölu