Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 9
FRÉTTIR
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Str. 46-60
Flottir
sundbolir
Póstsendum
Stórar
stærðir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Fallegar peysur
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
Verð frá kr. 3.900
Eftir Dag Gunnarsson í Færeyjum
dagur@mbl.is
FÆREYSKA landstjórnin hefur um árabil
undirbúið jarðveginn fyrir mikla einkavæðingu
og sölu á fjórum máttarstólpum færeyska efna-
hagslífsins sem eru í eigu færeyska ríkisins;
Føroya banki, Liv pensionsselskab, Atlantic
Airways og Føroya tele, þ.e. banka, lífeyrissjóð,
flugfélag og símafyrirtæki.
Føroya banki í kauphöllina á Íslandi
Í gær kynnti Føroya banki á kynningu á árs-
uppgjöri sínu í Þórshöfn að bankinn yrði skráð-
ur bæði í Kauphöll Íslands og í Danmörku og
verður hann að öllum líkindum fyrsta færeyska
ríkisfyrirtækið sem verður einkavætt en einnig
er verið er að undirbúa söluna á hinum þremur
og er undirbúningur á sölunni á færeyska flug-
félaginu Atlantic Airways langt kominn. Helm-
ingshluti af Liv pensions selskab verður trúlega
settur á opinn markað með vorinu. Liv er eins-
konar tryggingasameignarfélag og eftirlauna-
sjóður sem var í eigu tryggingakaupendanna en
eignin færðist að mestu yfir til Landstjórn-
arinnar þegar því var breytt í hlutafélag 1999.
Mikið hefur verið deilt um söluna á því í Lög-
þinginu og launþegasamtök mótmæltu harðlega
fyrir hönd sinna meðlima og hafa menn nú
komist að málamiðlun þar sem helmingur verð-
ur settur á almennan markað og helmingur af-
hentur skráðum viðskiptavinum sjóðsins.
Atlantic Airways stendur einnig til að einka-
væða og skrá í Kauphöll Íslands og setja 33%
af 300 hlutabréfum á opinn markað til að byrja
með og í seinna útboði önnur 33% en halda eftir
34% í eigu ríkisins.
Til stóð að einkavæða flugfélagið í nóvember
á síðasta ári en ein flugvél flugfélagsins lenti í
alvarlegu óhappi í Noregi og því frestaðist út-
boðið um hálft ár.
Salan á Føroya Tele stöðvuð
Að sögn Bjarne Djurholm, atvinnumála- og
iðnaðarráðherra landstjórnarinnar, hefur Før-
oya Tele gríðarlega mikla þýðingu fyrir Fær-
eyjar og undanfarin fjögur ár hefur undirbún-
ingur að sölu þess staðið yfir.
„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að
það beri að selja strax 100% í Føroya Tele sem
eina einingu, líka grunnnetið en sjá til þess að
fyrirtækið verði leiðandi í þróun á markaðn-
um,“ sagði Djurholm við Morgunblaðið.
Salan á Føroya Tele hefur reyndar verið
stöðvuð vegna þess að innan landstjórnarinnar
er kominn upp deila þar sem sumir telja að
ekki eigi að selja grunnnetið með fyrirtækinu.
„Mín afstaða í málinu er að við eigum að selja
allt Føroya Tele og stýra iðnaðinum með til-
skipunum frá Fjarskiptaeftirlitinu og með sam-
keppnislöggjöf. Við stöndum á krossgötum
hvað Føroya Tele varðar, það er búið að vinna
alla undirbúningsvinnuna, spurningin er bara
hvenær verður ýtt á hnappinn og í hvaða mynd
salan verður,“ sagði Djurholm sem ætlar að
leggja frumvarp fyrir Lögþingið nú í vikunni og
ef það verður samþykkt þá verður hægt að
ganga frá sölunni í fyrsta lagi í ágúst á þessu
ári.
Janus Petersen, forstjóri Føroya banka, er
bjartsýnn á framtíðina og segir að það sé auð-
veldara að selja banka en margt annað, til
dæmis flugfélag. „Fólk ber ekki alveg jafn
sterkar taugar til banka,“ sagði Petersen. „Við
erum með 44% af lánamarkaðnum hér í Fær-
eyjum, en hér eru bæði aðrir innlendir bankar
og íslenskir sem og danskir og norskir að
keppa á sama markaði sem er ekki ýkja stór.
Íslendingar láta til sín taka hvar sem þeir bera
niður og hér í Færeyjum eru fjölmörg tækifæri,
hér eru mörg vel rekin fyrirtæki, sérstaklega í
sjávarútvegi og mörg þeirra hyggja á útrás. Til
dæmis í þjónustu við olíuiðnaðinn, útgerðin hef-
ur áhuga á að kynna sér þjónustu við hann.
Aðrar greinar fara einnig vaxandi og stefna á
markaði erlendis það er mikil uppsveifla þó að
við séum ekki nærri því eins athafnasamir og
Íslendingar, en við stefnum þangað,“ sagði Pet-
ersen ennfremur.
Ísland áhugaverður markaður
„Það sjá allir að færeyski markaðurinn er of
lítill og það setur fyrirtækjum ákveðnar hömlur
og því munu mörg færeysk fyrirtæki leita út á
stærri markaði og það mun bankinn einnig
gera. Við höfum ákveðið að fara á erlenda
markaði en fyrst þurfum við að koma einka-
væðingunni á koppinn,“ sagði Petersen.
– Hvaða markaðir eru það sem þið sækist
eftir að komast inn á?
,,Það eru Norðurlönd fyrst og fremst. Við
höfum góð tengsl inn á danskan bankamarkað
og erum í góðum tengslum við allar fjármála-
stofnanir þar. Bæði Noregur og Ísland eru
áhugaverðir markaðir fyrir okkur því þeir líkj-
ast okkar heimamarkaði með áherslu á sjávar-
útveg. Bankinn hefur ekki haft mikil umsvið á
Íslandi en við höfum fjármagnað nokkur fær-
eysk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Ísland,
eins og til dæmis Vónin (netagerð) sem keypti
nýlega 22% hlut í Hampiðjunni,“ sagði Pet-
ersen að lokum.
Fjórir máttarstólpar
Færeyinga einkavæddir
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Færeyjar Janus Petersen, forstjóri Føroya banka, er bjartsýnn á framtíðina og segir íslenska mark-
aðinn áhugaverðan fjárfestingarkost sem og fleiri í nágrenninu, m.a. þann norska.
BARÐUR Nielsen, fjármála-
ráðherra Færeyja, var spurð-
ur að því af blaðamanni Morg-
unblaðsins hvort Færeyjar
væru til sölu.
„Nei, það máttu ekki segja,
sérstaklega ekki á Íslandi,“
sagði hann. „Þá lendi ég í
vanda, því það er mikið rætt
um það að Íslendingar séu að kaupa allt upp,
ekki bara hér í Færeyjum en líka í Danmörku og
menn eru örlítið smeykir um að Íslendingar
kaupi allt heila „klabbið“ og því eru settir fyr-
irvarar í lögum um einkavæðinguna,“ sagði
Nielsen sem hefur ákveðið að setja þak á kosn-
ingarétt í stjórn Föroya bankans með þeim hætti
að sama hversu stóran hlut menn eigi þá fái þeir
einungis að fara með 10% atkvæða við kosningu
til stjórnar bankans.
Færeyjar ekki til sölu
Fréttir
í tölvupósti
GRÓFASTA umferðarlagabrotið
sem lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu stöðvaði á Hringbraut var vafa-
laust þegar mótorhjólamaður
mældist á 133 km hraða þar sem
leyfður hámarkshraði er 50 km á
klst.
Alls voru 69 ökumenn teknir fyr-
ir hraðakstur víðsvegar um höfuð-
borgarsvæðið, aðallega karlmenn
og voru ungir piltar fjölmennir í
hópnum.
Nýkominn með ökuréttindi
og ók á 121 km hraða
Einn þessara pilta var stöðvaður
á Reykjanesbraut á móts við Bú-
staðaveg á 121 km hraða en leyfður
hámarkshraði er 70. Pilturinn sá
fékk ökuréttindi í janúar og má
hann búast við 75 þúsund króna
sekt og sviptingu ökuleyfis í einn
mánuð. Jafnaldri hans sem var
mældur á Kringlumýrarbraut á 133
km hraða, má reikna með sömu
refsingu. Fjölmörg önnur dæmi
voru um pilta á svipuðu reki og á
svipuðum hraða sem voru handsam-
aðir um helgina.
Vitið eykst þó ekki endilega eftir
því sem árin færast yfir, líkt og
sannaðist á karlmanni á fimmtugs-
aldri sem var stöðvaður í útjaðri
Hafnarfjarðar á 135 km hraða.
69 ökumenn teknir
fyrir hraðakstur
Í VIKUNNI sem leið hafði lögreglan
á Hvolsvelli afskipti af tveimur öku-
mönnum dráttarvéla á Suðurlands-
vegi sem drógu stóra tengivagna. Í
báðum tilfellum voru vagnarnir lest-
aðir tæplega 20 heyrúllum en hvor-
ugur uppfyllti reglur. Í öðru tilfellinu
virkuðu ekki afturljós, hvorugur eft-
irvagninn var skráður, rúllufarmur-
inn var ekki bundinn niður á eftir-
vagninn, engin skjólborð voru á
eftirvögnunum og engin undirakst-
ursvörn á vögnunum tveimur. Þótt
flestar reglur um eftirvagna hafi verið
brotnar var dráttarvélunum ekki ekið
hraðar en lög mæla fyrir um. Það átti
hins vegar við um 32 ökumenn sem
lögreglan stöðvaði í síðustu viku. Sá
sem ók hraðast var á 142 km hraða.
Varasamir
eftirvagnar