Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
! "
#"
$%
&
'(
)
*+'
'(
)
*+'
'(
)
*+'
,
,
-% '% ""
."/ 0
.
" 1 2
) - -
.
.%
. - -
34
!
-% '% ." 0 .
" 1 2
$ "-% '% ".
'
% '% ".
'
!
!
!
"
!
MÓTUN ehf. hefur afhent Stakka-
vík í Grindavík nýjan bát, Gáska
1280. Báturinn hefur fengið nafnið
Hópsnes GK og er yfirbyggður línu-
beitningarbátur. Er þetta ellefta ný-
smíðin frá Mótun ehf. til Stakkavík-
ur og þriðji beitningarvélabáturinn
sem þeir fá afhentan.
Vinnuganghraði bátsins með um
það bil fjögurra lítra olíueyðslu er
um 20 mílur en hámarkshraði er 23
mílur. Báturinn er með tvö gang-
hraðastig á skrúfu, annar ganghrað-
inn er notaður á leið í róður með létt-
an bát og hinn er þegar báturinn er
kominn með afla um borð. Gefur
þetta möguleika að sigla hraðar án
þess að afgashiti vélarinnar verði of
hár. Þannig er vélinni hlíft, ending
vélarinnar aukin og eldsneyti spar-
að.
Á myndinni gæti Hópsnesið verið
á leið í róður með 17.000 króka og
14.000 lítra af olíu.
Bátar Vinnuganghraði bátsins með um það bil fjögurra lítra olíueyðslu er
um 20 mílur en hámarkshraði er 23 mílur.
Ellefti báturinn frá
Mótun til Stakkavíkur
ÚR VERINU
Fiskvinnslufyr-
irtækið Birds
Eye virðist nú
ætla að hætta að
vinna og selja
þorsk. Það hefur
fengið þekktan
sjónvarpsmann,
Giles Coren, til
að auglýsa fisk-
afurðir sína en Coren hefur hvatt
fólk til að hætta að borða þorsk þar
sem hann sé í útrýmingarhættu.
Fréttavefurinn intrafish.com
segir frá því að Coren hafi hvað eft-
ir annað hafnað því að auglýsa fisk-
afurðir Birds Eye vegna þorsksins
en nú hafi þeir lofað því að hætta að
vinna og selja þorsk árið 2010. Því
sé hann tilbúinn að auglýsa fiskinn.
Coren segist ekki bera á ábyrgð á
ákvörðun Birds Eye.
Auglýsingaherferðin byggist á
því að bakteríum fjölgi í kældum
matvælum, þegar síðasti ráðlagði
sölu- eða neyzludagur nálgast. Það
greini á milli þess sem virðist vera
fersk matvæli og frystra matvæla
sem eru fryst nokkrum klukku-
stundum eftir að fiskurinn er veidd-
ur. Frysti fiskurinn sé því ferskari.
Hættir Birds
Eye að selja
þorskinn?
● UMRÆÐUR í
upphafi þing-
fundar í gær voru
kallaðar „bland í
poka“ enda fóru
þær út um víðan
völl. Ásta Ragn-
heiður Jóhann-
esdóttir byrjaði
að vekja athygli á
aðstæðum Alz-
heimer-sjúklinga
en þingmenn höfðu fengið tölvu-
póst um að Ásta hygðist taka þetta
mál upp undir liðnum störf þings-
ins. Ástu þótti hún hins vegar fá lítil
svör frá ráðherra og ekki ná að
klára málið þar sem Kristinn H.
Gunnarsson tók einnig til máls en
talaði um atvinnumál á Ísafirði í
kjölfar þess að Marel ákvað að
færa starfsemi sína þaðan. Lýstu
margir þingmenn yfir áhyggjum af
ástandinu á Ísafirði sem og að-
stæðum Alzheimer-sjúklinga.
Bland í poka
Kristinn H.
Gunnarsson
● UMRÆÐUR um störf þingsins eru
hins vegar aðeins leyfilegar í 20 mín-
útur og þótti mörgum óheppilegt að
þingmenn væru að tala um tvö mál
sitt á hvað. Arnbjörg Sveinsdóttir
sagði þetta lýsa samkomulaginu hjá
kaffibandalaginu. Þá var kallað utan
úr sal að Kristinn væri líklega bara of
nýr í bandalaginu og hefði því ekki
áttað sig á að stjórnarandstöðuþing-
menn hefðu oft samráð um hvaða
mál væru tekin upp. Kristinn sagðist
aftur á móti hafa hugsað sér að taka
málið upp í utandagskrárumræðu en
þótt það of aðkallandi til að bíða eftir
henni, enda alls óvíst hvort og hve-
nær orðið yrði við bóninni.
Of nýr í bandalaginu
● TÓKU margir undir þessar vanga-
veltur Kristins og í framhaldinu spunn-
ust miklar umræður um fundarstjórn
forseta. Össur Skarphéðinsson sagð-
ist m.a. vera þeirrar skoðunar að í
upphafi hvers þingfundar ætti að vera
gefinn tími til umræðna um störf
þingsins þar sem hægt væri að ræða
málefni líðandi stundar. Sá tími mætti
jafnvel vera tvískiptur.
Líðandi stund
Sæunn Stefánsdóttir 25. febrúar
Leynimakk á þingi
Samfés fékk okkur þing-
menn til að taka þátt í
leynivinavikunni. Hver
þingmaður fékk úthlutað
einum leynivin og í mínu
tilviki var það Stein-
grímur J. Sigfússon. Ég er svo ekki
enn búin að komast að því hvaða
leynivinur sendi mér kveðju, gaf mér
súkkulaði og síld en ég kemst örugg-
lega að því á morgun. [..] Ég hafði nú
bara gaman af því að taka þátt í þess-
um leynavinaleik. Alþingi er nú ekki
venjulegur vinnustaður en það er nú
samt þannig að þegar úr ræðupúltinu
og þingsalnum er komið lyndir manni
við langflesta.
Meira: www.saeunn.is
Ásta R. Jóhannesdóttir 24. febrúar
Bullandi samviskubit
Nú blossar upp bullandi
samviskubit hjá fram-
sóknarmönnum vegna
vanrækslu í málefnum
eldri borgara. Það má sjá
á heimasíðu Framsókn-
arflokksins og í skrifum heilbrigð-
isráðherra undanfarið. Framsókn
hefur haft málaflokkinn á sinni hendi
í 12 ár og aldraðir finna á eigin skinni
hvernig flokknum hefur farist stjórn
hans úr hendi. Það er svolítið seint að
koma með loforð og áætlanir um úr-
bætur, – á næstu árum og áratugum,
það trúir þeim ekki nokkur maður
eftir það sem á undan er gengið.
Meira: www.althingi.is/arj
Ögmundur Jónasson 22. febrúar
Ofbeldishótanir
Nokkrar kraftmiklar
konur tóku frumkvæðið
strax og fréttir bárust af
fyrirhuguðu ráð-
stefnuhaldi og létu þá
þegar frá sér heyra. Nú
hefur komið í ljós að þessar konur
hafa orðið fyrir ofsóknum og níð-
skrifum vegna framgöngu sinnar í
þessu máli, einkum á netinu. Þessi
skrif hafa tekið á sig mjög ljótar
myndir. Þannig mun hafa verið haft í
hótunum um að þær kynnu að verða
beittar ofbeldi ef þær létu ekki af
andófi sínu. Það er grafalvarlegt mál.
Það er ekki aðeins meiðandi fyrir við-
komandi einstaklinga heldur er þetta
beinlínis tilræði við tjáningarfrelsið í
landinu.
Meira: ogmundur.is
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
HLERANIR og kalda stríðið voru í
aðalhlutverki á Alþingi síðdegis í
gær þegar Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, menntamálaráðherra,
mælti fyrir frumvarpi þess efnis að
innan Þjóðskjalasafns Íslands yrði
sérstakt safn, öryggismálasafn, þar
sem gögn er varða öryggismál lands-
ins á tímum kalda stríðsins yrðu
varðveitt. Frumvarpið var kynnt ný-
verið en það er afrakstur vinnu svo-
nefndrar kaldastríðsnefndar sem
lagði til að fræðimenn fengju frjálsan
aðgang að umræddum gögnum, með
því skilyrði að þeir greindu ekki frá
upplýsingum um einstaklinga.
Össur Skarphéðinsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagðist í um-
ræðum telja einu leiðina til að
hreinsa þetta mál alfarið upp vera að
Alþingi samþykki lög sem sviptu
burt trúnaðarskyldu og refsingum
gagnvart þeim sem hafa hugsanlega
starfað að einhvers konar ólöglegum
hlerunum eða eftirliti á þessum tíma,
líkt og gert hefði verið í Noregi. „Ég
skal að vísu fúslega gangast við því
að umfang þessarar starfsemi hafi
verið mun minna hér á landi,“ sagði
Össur en bætti við að margt benti til
þess að ýmislegt væri ekki komið
fram í dagsljósið er tengdist „þessu
pólitíska ólöglega eftirliti“. Þeir einu
sem fylgst var með hefðu verið rót-
tækir vinstri menn sem voru með
aðrar skoðanir en sjálfstæðismenn.
„Þær skýringar sem hafa verið gefn-
ar hafa einkum og sér í lagi lotið að
því að þessir menn hafi verið hættu-
legir lýðræðinu,“ sagði Össur en tók
sem dæmi að varla hefði Hannibal
Valdimarsson viljað kollvarpa lýð-
ræðisskipulaginu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
lagði áherslu á að allar hleranir hefðu
farið fram lögum samkvæmt og
hvergi væri hægt að benda beint á að
einhver stjórnmálamaður hefði kom-
ið að ákvörðun um það hvern ætti að
hlera. „Því það var lögreglan sem
framkvæmdi það og það var dómari
sem ákvað það,“ sagði Þorgerður og
bætti við að starfsmenn Pósts og
síma hefðu komið að framkvæmdinni.
Ekkert leynimakk
Þorgerður sagði að svo virtist sem
stjórnarandstöðuþingmenn hefðu
orðið fyrir vonbrigðum með að ekk-
ert leynimakk hefði verið upplýst og
þess vegna vildu þeir halda áfram
með málið. „En það er engin launung
á því að það var annað andrúmsloft á
þessum árum,“ sagði Þorgerður og
bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði alltaf tekið afstöðu með hinum
vestrænu ríkjum. Aðrir flokkar hefðu
hins vegar haldið á loft öðrum sjón-
armiðum sem hefðu sem betur fer
riðað til falls.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, sagði ekki rétt að
stjórnvöld hefðu ekkert komið að
hlerunum, þær hefðu einnig verið
stundaðar án dómsúrskurðar.
Ekki sagnfræðileg úttekt
Ögmundur gerði jafnframt at-
hugasemd við orðalag í frumvarpinu
þar sem sagt er að fræðimönnum sé
óheimilt að skýra frá „persónugrein-
anlegum upplýsingum um lifandi ein-
staklinga sem taldir voru geta ógnað
öryggi ríkisins.“ Sagði Ögmundur
orðalagið vera hlutdrægt enda hefði
hvergi komið fram að allt það fólk
sem var hlerað hefði ógnað öryggi
ríkisins. Heldur ætti að tala um ein-
staklinga sem voru hleraðir þar sem
enn væru áhöld um í hvaða tilgangi
það var gert. „Síðan er það mats-
kennt hver er talinn ógna öryggi rík-
isins,“ sagði Ögmundur og áréttaði að
störf kaldastríðsnefndarinnar hefðu
ekki verið sagnfræðileg úttekt heldur
tillaga um aðgang sagnfræðinga að
gögnum.
Hleranir og kalda stríð-
ið til umræðu á þingi
Ráðherra segir
allar hleranir hafa
verið löglegar
Morgunblaðið/Ásdís
Hleranir Þingmenn hafa í nógu að snúast þessa dagana og ætla má að þeir
hleri stundum hver annan um hvaða mál séu mikilvægust.
ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA
● ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í
dag með utandagskrárumræðum um
málefni byggðarlaga utan lands-
hlutakjarna.
Dagskrá þingsins