Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKÝRSLUTAKA af Jóhannesi Jónssyni kaupmanni fór fram eftir hádegi í gær og við hana gagnrýndi hann m.a. húsleitina í aðalstöðvum Baugs sem markaði upphafið að Baugsmálinu svonefnda. Jóhannes sagði ekki hafa verið um húsleit að ræða heldur skemmdarverk eða hryðjuverk, auk þess sem hann gagnrýndi yfirheyrslur lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni er hvergi nærri hægt að segja að hasar hafi ríkt við dómþing í gær og var Jó- hannes afar yfirvegaður í svörum sínum. Spurningar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, beindust flestar annars vegar að við- skiptum fjárfestinga- og fjölskyldu- fyrirtækisins Gaums og hins vegar skemmtibátunum þremur sem stað- settir voru í Miami. Jóhannes sagðist aðspurður telja að hann hefði átt um 40% hlut í Gaumi á umræddu tíma- bili, þ.e. 1998–2002, og spurður um hver hefði tekið fjárhagslegar ákvarðanir innan félagsins sagði hann að það hefði Jón Ásgeir gert en yfirleitt í samráði við sig. Gaumur á undan í fjárfestingar Í ákærulið þrjú er Jón Ásgeir ákærður fyrir að hafa brotið gegn hlutafélagalögum með því að veita Gaumi 4,5 milljóna króna lán frá Baugi vegna kaupa félagsins á fast- eign. Saksóknari spurði Jóhannes út í aðkomu hans að kaupunum og sagð- ist hann hafa komið að þeim. Jóhann- es sagði það hafa legið fyrir að bæði félög, þ.e. Baug og Gaum, vantaði geymsluhúsnæði og fór svo að þau nýttu bæði fasteignina. Saksóknari spurði þá hvort Baugur hefði átt að vera leigjandi eða eigandi og sagði Jóhannes að félögin hefðu átt að eiga húsnæðið saman og nýta það þannig, svoleiðis hefði það verið til að byrja með. Því næst spurði Sigurður Tómas út í fimmtíu milljóna króna lán, en fyrr við aðalmeðferð hafa verið gefn- ar þær skýringar að það hafi tengst kaupum á hlutafé í norsku fyrirtæki. Jóhannes sagðist muna eftir kaup- unum og það væri í þessu tilviki eins og oft áður að Gaumur hefði farið á undan í fjárfestingar, þar sem um var að ræða áhættukaup. Síðar spurði Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs, nánar út í hvernig Jóhannes hefði litið á samskipti fé- laganna. Sagði Jóhannes að það hefði ekki vafist fyrir neinum að ver- ið var að byggja upp Baug og Gaum- ur því oft verið notaður til að styðja þær aðgerðir. Hagsmunir Baugs hefðu þá alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú. Mestur tími saksóknara fór í við- skipti með skemmtibátana þrjá sem staðsettir voru í Miami í Bandaríkj- unum, og voru skráðir á Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes játti því að Gaumur hefði lagt fjármagn til bátanna og sagðist hann hafa reikn- að með því að Gaumur fengi síðar eignarhlut til jafns við fjárframlögin. Jóhannes sagði að jafnvel hefði verið rætt um að búa til fyrirtæki til að gera báta út. Saksóknari spurði út í notkun Jó- hannesar á bátunum. Hann kvaðst hafa notað þá fremur sjaldan og hefði nær aðeins verið um einkanot að ræða. Saksóknari spurði næst hver hugmyndin með notkun á fyrsta bátnum hefði verið. „Til að hafa ánægju af,“ sagði Jóhannes. „Þetta er sambærilegt því að hund- ruð Íslendinga eiga hús í útlöndum en þetta virðist hafa vakið rosalega athygli af því þetta er á floti.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður spurði Jóhannes þá út í afdrif síðasta bátsins, Thee Viking, og sagðist Jó- hannes ekki þekkja endalokin. „Hann er gleymdur í mínum huga, ég veit ekki hvort Jón Gerald eigi hann ennþá.“ Ekki þess virði að rannsaka Gestur Jónsson fór einnig yfir vin- slitin við Jón Gerald og spurði út í hvort Jóhannesi hefðu borist hótan- ir. „Já. Hann hringdi í mig seint að kvöldi í mjög miklu uppnámi og ruddi út úr sér svívirðingum. Það endaði með því að hann sagði að ég skyldi vera góður við son minn, því hann ætti mjög stutt eftir lifað,“ sagði Jóhannes og bætti við að það hefði verið það síðasta sem hann hefði heyrt í viðskiptafélaganum og vininum Jóni Gerald. Jóhannes gagnrýndi að auki lög- regluna fyrir að rannsaka ekki morð- hótunina og sagði að í hugum lög- reglunnar, hvað áhrærði fjölskyldu hans, væri greinilega ekki þess virði að rannsaka þetta. „Þetta var ekki húsleit, þetta voru skemmdarverk, hryðjuverk“ Jóhannes Jónsson ítarlega spurður út í fjölskyldufyrirtækið Gaum og skemmtibátaviðskipti í Miami Í HNOTSKURN Dagur 11 »Skýrslutaka af þremur vitn-um fór fram í gærdag. Fyrir hádegi sat Hreinn Loftsson fyrir svörum en eftir hádegið mættu Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson. »Gestur Jónsson mótmælti þvíhversu langur tími fór í spurningar setts saksóknara til Hreins en Gestur komst ekki að fyrr en stundarfjórðungi fyrir hádegishlé, þrátt fyrir að hafa verið lofað þriðjungi tímans. »Áður en Jóhannes Jónssonbar vitni bauð dóms- formaður honum að skorast undan vitnaskyldu sökum skyld- leika við ákærða. Jóhannes nýtti sér það ekki og svaraði all- flestum spurningum ákæru- valdsins. » Í dag heldur aðalmeðferðináfram. Fyrir hádegi mæta Guðfinna Bjarnadóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Hans Kristian Hustad og Unnur Sigurðardóttir og Kristín Jóhannesdóttir verð- ur eina vitnið eftir hádegi. Morgunblaðið/G. Rúnar Með lesefni Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, mætti með lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, í skýrslutökuna. Jóhannes var m.a. spurður út í Thee Viking sem hann sagði að væri gleymdur í sínum huga. Á ANNARS rólegum degi í héraðsdómi Reykjavíkur voru það spurningar um upphaf Baugsmálsins og sér í lagi fund Hreins Lofts- sonar, stjórnarformanns Baugs, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Lundúnum 26. janúar 2002 sem sköpuðu hvað mesta spennu. Skýrslutaka af Hreini fór fram fyrir hádegi í gærdag. Hreinn lýsti því svo, að upphaf málsins mætti að miklu leyti rekja til harkalegrar um- ræðu um Baug haustið 2001 og allt fram á vor. Sagði hann t.a.m. að í september árið 2001 hefði Morgunblaðið hafið einkennilegan frétta- flutning um hlutabréfakaup í Arcadia, og þá hefðu sést teikn á lofti. Hreinn sagði einnig að í ársbyrjun árið 2002 hefðu komið nýjar verð- bólgutölur og þá hefðu m.a. Morgunblaðið og Össur Skarphéðinsson sameinast í þeirri skoð- un að það væri staða Baugs á matvörumarkaði sem héldi uppi verðbólgunni. Á Alþingi hefði þá verið umræða um að brjóta þyrfti fyrirtækið upp, sem Hreinn sagði hreint út fráleita um- ræðu, þ.e. að rætt væri þannig um eitt fyr- irtæki á þinginu. Hreinn sagði að það hefði lent á sínum herð- um að svara fyrir Baug í málinu og það hefði verið erfið staða, þar sem hann var einnig for- maður einkavæðingarnefndar. Hann hefði því óskað eftir fundi með Davíð og þar ætlað að segja sig úr nefndinni. „Á þessum fundi komu fram alvarlegar ásakanir, sem reyndar höfðu komið fram áður, í garð fyrirtækisins og eig- enda þess,“ segir Hreinn og tekur sem dæmi að því hefði verið haldið fram að „þetta væru allt glæpamenn sem ég væri að verja og þeir væru á leið í fangelsi.“ Einnig sagði Hreinn að Davíð hefði á fund- inum sagst vera andvígur því að íslenskir bank- ar styddu við Baug í áhættufjárfestingum og að fyrirtækið væri að flytja út gróða til þess að taka þátt í slíkum fjárfestingum. Þar sem um- ræðan hefði verið af slíkum þunga og alvöru gat hann því ekki annað en látið kanna hvort eitthvað misjafnt væri í gangi hjá Baugi. Engar beinar hótanir frá Davíð Hreinn sagði umræðuna hafa haldið áfram og að Össur hefði t.d. sagt í lok janúar að fyr- irtækið hefði hreðjatak á markaðnum og bætti um betur í tölvupóstsamskiptum þar sem hann kallaði starfsmenn mafíósa og gangstera. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magn- ússon, spurði þá hvort eitthvað væri hæft í því að Davíð hefði hótað Baugi lögreglurannsókn. Við því sagði Hreinn að engar beinar hótanir hefðu borist, en sér hefði orðið bilt við þann þunga sem var í ásökunum Davíðs. Hreinn kvaðst hafa farið fram á úttekt á fyr- irtækinu og sinnti m.a. Stefán Hilmarsson hjá KPMG verkefninu. Því næst spurði saksóknari hvort Davíð hefði verið boðið fé, beint eða óbeint. Hreinn reiddist nokkuð við þessa spurningu og skýrði það síðar þannig að hann reiddist í hvert skipti sem hann heyrði þetta. Hann sagði það aldrei hafa gerst og síðar að það sem gefið hefði verið í skyn á vef dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, í kjölfarið hefði verið „fáheyrt, ósvífið og ósatt“. Saksóknari spyr þá hvort það sé ekkert til í þessu og svarar Hreinn: „Nei. Þetta var ein- hver taktík, einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það.“ Jón Steinar beggja vegna borðs? Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði Hrein m.a. út í aðgerðirnar sem gripið var til í kjölfar Lundúnafundarins. Hreinn sagði að hann hefði beðið menn að vera á varð- bergi, en hann hafði skömmu áður haldið nám- skeið vegna nýju samkeppnislaganna. „Ég taldi þetta eðlilega varúðarráðstöfun, og að menn yrðu að vera vel búnir. Það reyndist ekki vanþörf á.“ Gestur spurði að lokum út í málshöfðun Nordica gegn Baugi í ágúst árið 2002. Hreinn sagðist hafa verið í sumarleyfi í Portúgal þegar Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hringdi og greindi frá því að innheimtu- mál væri í aðsigi. Þá var komið á símafundi, sagði Hreinn og bætti við að á þessari stundu hefðu menn verið sammála um að þetta væri innheimtumál. Þá vissu fundarmenn einnig að Jón Gerald Sullenberger væri búinn að ráða til sín Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstarétt- ardómara. Hreinn sagði að þetta hefði komið á óvart þar sem hann hefði haldið að Jón Steinar sinnti lögfræðilegum störfum fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur. Spurði Gestur þá hvort Jón Steinar hefði verið búinn að segja upp við- skiptum við Ingibjörgu og sagðist Hreinn ekki telja að svo væri. Titringur vegna Lundúnafundar Morgunblaðið/G. Rúnar Stjórnarformaður Hreinn Loftsson beið rólegur fyrir utan dómssal 101 í héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun, áður en við tók þriggja tíma skýrslutaka vegna Baugsmálsins svokallaða. Jóhannes Jónsson mætti til skýrslutöku. www.mbl.is/mm/frettir/ frett.html?nid=1255714 VEFVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.