Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 13
FRÉTTIR
ÍSLENSKI
MARKAÐSDAGURINN
2. mars 2007
Dagskrá
Ráðstefna
Kl. 9.00 - 16.00 Fyrirtækjakynning og sýning
í anddyri Nordica hótel
Kl. 9.00 - 09.15 Ráðstefnan sett.
Kl. 9.15 - 10.00 Svafa Grönfeldt, rektor
Háskólans í Reykjavík.
Kl. 10.00 - 10.30 Einar Einarsson
framkvæmdastjóri
Capacent rannsóknir
Könnun fyrir ÍMARK og SÍA
Kl. 10.30 - 10.45 Kaffihlé
Kl. 10.45 - 12.00 Niku Banaie,
Managing Partner,
Naked Communication
Kl. 12.00 - 13.00 Hádegisverður
Kl. 13.00 - 13.45 Fjalar Sigurðarson,
Ráðgjafi í almannatengslum
Reyka Vodka
Kl. 13.45 - 14.15 Gunnar Már Sigurfinnsson,
framkvæmdastjóri Sölu- og
markaðssviðs Icelandair
Kl. 14.15 - 14.30 Kaffihlé
Kl. 14.30 - 15.30 Jan Godsk,
Branded Content Manager,
MindShare Copenhagen
Kl. 15.30 - 16.00 Kristján Már Hauksson,
sviðsstjóri Internet
markaðssetningar,
Nordic eMarketing
Ráðstefnustjóri: Finnur Oddsson, lektor og
forstöðumaður MBA-náms við Háskólann
í Reykjavík.
Lúðurinn
Kl. 18.30 Fordrykkur, íslensku
auglýsingaverðlaunin 2007.
Lúðrahátíð, matur og
skemmtun.
Ný þurrkublöð á framrúðuna
ÍMARK stendur fyrir ráðstefnu í tilefni af Íslenska
markaðsdeginum.
Alveg eins og ný þurrkublöð bæta útsýnið er
ráðstefnunni ætlað að skerpa sýn og kynna
fyrir gestum nýjar leiðir og ný tækifæri við
markaðssetningu.
ÍMARK hvetur markaðsfólk til
að taka þátt í áhugaverðri og
fræðandi ráðstefnu 2. mars 2007!
ÍMARK ráðstefna á Nordica
25.900 kr. fyrir ÍMARK félaga
34.800 kr. fyrir aðra
Afhending verðlauna og Lúðrahátíð á Nordica.
7.900 kr. þriggja rétta máltíð ásamt fordrykk.
Skráning á ráðstefnu er á www.imark.is eða sendið tölvupóst á
imark@imark.is. Forsala miða á Lúðrahátíð er á skrifstofu IMARK.
Nánari upplýsingar í síma 511 4888.
GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir bæjarfélagið hafa
beðið talsvert tjón af þeirri töf sem
orðið hefur á framkvæmdum Kópa-
vogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk
og aðeins tímaspursmál hvenær tré
sem eru í vörslu bæjarins og tekin
voru upp vegna framkvæmdanna
fari að drepast. Gunnar er afar
óánægður með umfjöllun fjölmiðla
um framkvæmdirnar í Heiðmörk og
boðaði bæjarstjórn Kópavogs til
blaðamannafundar í því augnamiði
að koma sjónarmiðum bæjarins á
framfæri. Gunnar segir þátt Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur að málinu
með ólíkindum. Að hans sögn er upp-
haf málsins að rekja til þess að haft
hafi verið samband við þáverandi
framkvæmdastjóra Skógræktar-
félags Reykjavíkur, Vigni Sigurðs-
son, árið 2003 og hann fenginn í vett-
vangsferð þar sem heppilegasta leið
fyrirhugaðrar vatnslagnar hafi verið
valin í samráði við hann. Í millitíðinni
hafi hins vegar nýr framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélagsins verið
ráðinn og hann hafi farið með málið í
fjölmiðla og haldið því fram að glæp-
ur hafi verið framinn í Heiðmörk, án
þess að þekkja forsögu málsins og án
þess að hafa talað við starfsmenn
Kópavogsbæjar. „Í kjölfarið erum
við vændir um að vera þjófar sem
steli trjám og selji sem svo fundust
eftir mikla leit lögreglu,“ segir
Gunnar. Hann segist óhræddur við
að Skógræktarfélagið leggi fram
kæru á hendur Kópavogsbæ, enda
fái hann ekki séð á hverju málatil-
búnaður félagsins yrði reistur. „Það
eru kannski við sem ættum að kæra
Skógræktarfélagið og það fyrir
meiðyrði, þar sem þeir hafa sagt
meira en þeir hafa getað staðið við,“
segir Gunnar.
Spurður um næstu skref í málinu
segir Gunnar að hann hafi skrifað
borgarstjóra Reykjavíkur bréf á
föstudaginn og farið þess á leit við
hann að framkvæmdaleyfi yrði gefið
út tafarlaust þar sem tjón af völdum
tafanna væri yfirvofandi. „Nú þarf
framkvæmdaleyfið að koma einn,
tveir og þrír, svo hægt sé að ljúka við
lögnina,“ segir Gunnar. Verði áfram-
haldandi tafir á framkvæmdum
ítrekar Gunnar þá afstöðu sína að
Kópavogsbær muni höfða skaða-
bótamál á hendur Reykjavíkurborg
þar sem borgin verði látin standa
frammi fyrir því sem skrifað var
undir í samkomulagi sveitarfélag-
anna frá 15. september 2006, en þar
komi fram skýrum orðum að Reykja-
víkurborg skuli veita framkvæmda-
leyfi innan mánaðar frá því að beiðni
þar að lútandi var lögð fram.
Morgunblaðið/ÞÖK
Óánægður með fjölmiðla Gunnar I. Birgisson reifar sjónarmið Kópavogsbæjar á blaðamannafundi í gær.
Gunnar kallar eftir
framkvæmdaleyfi
Segir tjón vegna tafar á framkvæmdum yfirvofandi
Í HNOTSKURN
»Bæjaryfirvöld í Kópavogitelja sig hafa borið skarð-
an hlut frá borði í fjölmiðla-
umfjöllun um framkvæmdir
bæjarins í Heiðmörk og efndu
af því tilefni til blaðamanna-
fundar í gær.
»Bíði Kópavogsbær frekaratjón vegna tafa við útgáfu
framkvæmdaleyfis hyggjast
bæjaryfirvöld höfða skaða-
bótamál á hendur Reykjavík-
urborg vegna vanefnda á sam-
komulagi milli sveitar-
félaganna.
ÁKVÖRÐUN stjórnenda LSH, að segja Stefáni E.
Matthíassyni, yfirlækni æðaskurðlækningadeildar Land-
spítalans, upp störfum stendur óhögguð enda hefur ekki
reynt á hana með stjórnsýslukæru fyrir ráðuneytinu né
hefur yfirlæknirinn krafist ógildingar hennar fyrir dóm-
stólum. Ákvörðun um að afturkalla ákvörðunina eða
breyta henni með einhverjum hætti er alfarið í höndum
stjórnenda spítalans og ekki um það að ræða að ráðherra
hlutist til um það.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Sivjar Friðleifs-
dóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, um hvort ráð-
herrann ætli að bregðast við þeirri niðurstöðu héraðsdóms
Reykjavíkur að sú ákvörðun stjórnenda spítalans að
áminna yfirlækninn væri ólögmæt. Vísaði Siv í svar þetta
er Morgunblaðið kallaði eftir viðbrögðum hennar við ný-
legri ályktun Læknafélags Reykjavíkur þar sem krafist er
þess að hún hlutist til um viðunandi lausn vegna málsins.
Í svari ráðherrans kemur fram að ólögmæti stjórn-
valdsákvörðunar leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar hennar
heldur sé það sjálfstætt úrlausnarefni hverju sinni. Segir
að ef litið sé til dómaframkvæmdar Hæstaréttar í sam-
bærilegum málum sé ljóst að dómstólar hafi ekki talið að
ólögmæti ákvörðunar um uppsögn leiði til ógildingar
hennar með þeim hætti að viðkomandi eigi rétt á því að
ganga inn í starf sitt aftur. „Verður að ætla að sú yrði jafn-
framt niðurstaða Hæstaréttar ef á það reyndi í þessu máli.
Hins vegar kann hin ólögmæta ákvörðun að leiða til bóta-
skyldu ríkisins séu önnur skilyrði bótaréttar uppfyllt,“
segir í svarinu.
Ákvörðun stjórnenda LSH um veitingu áminningar er
ekki kæranleg til ráðherra en hins vegar er ákvörðunin
sem stjórnendur tóku, í kjölfar áminningar, um uppsögn
kæranleg. „Berist ráðherra slík kæra er ljóst að ráðherra
hlýtur samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar að
taka málið til skoðunar og úrlausnar í samræmi við þær
efnisreglur og dómafordæmi sem gilda á þessu sviði. Ekki
verður hins vegar talið að ráðherra hafi sjálfstæðar heim-
ildir til að fyrirskipa stjórnendum LSH að breyta ákvörð-
un sinni án þess að slíkt sé gert í úrskurði á grundvelli
kæru,“ segir í svarinu.
Forstöðumenn stofnana ríkisins bera ábyrgð á því að
stofnanir sem þeir stýra starfi í samræmi við lög, stjórn-
valdsfyrirmæli og erindisbréf. Verði misbrestur á þessu er
ráðherra heimilt að veita forstöðumanni áminningu eða
lausn frá störfum. „Rétt er að taka fram að ráðherra hefur
tekið til skoðunar hvort mál það sem hér er til umræðu
gefi ástæðu til að grípa til þeirra úrræða sem hér greinir.
Niðurstaða ráðherra er að svo sé ekki,“ segir í svari heil-
brigðisráðherra.
Ekki ástæða til að áminna
stjórnendur Landspítalans