Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● FLUGFÉLAGIÐ Iceland Express fagnar í dag, 27. febrúar, fjögurra ára afmæli, en þann dag árið 2003 var fyrsta flug félagsins til Kaup- mannahafnar og London. Í frétta- tilkynningu kemur fram að um 300.000 manns fljúgi nú árlega með flugfélaginu, en Íslendingum á ferða- lagi til annarra landa hafi fjölgað um 35% frá því að félagið kom inn á markaðinn. Á sama tíma hafi ferða- mönnum til Íslands fjölgað um 17% Iceland Express er hlutafélag í eigu Northern Travel Holding, en fyrri eigandi Iceland Express, eignar- haldsfélagið Fons, er meðal stærstu eigenda NTH. Iceland Express 4 ára ● ALAN Greenspan, fyrrverandi for- maður bankaráðs bandaríska seðla- bankans, varaði við því í gær að það mundi væntanlega hægja á í banda- rísku efnahagslífi fyrir árslok. Mikill uppgangur hefði einkennt Bandarík- in undanfarin ár en nú væru teikn á lofti um að stutt væri í næsta sam- dráttarskeið. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,5% á fjórða ársfjórðungi 2006, sem er veruleg aukning frá þriðja árs- fjórðungi er hann var 2%. Í ár er útlit fyrir að hagvöxtur verði 2,7%, sem er minnsti hagvöxtur í Bandaríkjunum frá árinu 2002 er hann var 1,6%. Greenspan varar við samdráttarskeiði FRÁ ÞVÍ að matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn- ir bankanna fyrir helgi hefur skulda- tryggingarálagið á skuldabréfum þeirra (e. CDS-spread) fallið hratt og er nú komið í um 19,5 punkta hjá Landsbankanum og Glitni og í um 25,5 punkta hjá Kaupþingi. Er sagt frá þessu í Vegvísi Landsbankans. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur ekki verið svona lágt síðan í október 2005. Kaupþing hefur undanfarnar vikur verið með tals- vert hærra skuldatryggingarálag en Landsbankinn og Glitnir. Kaupþing er enn aðeins yfir hinum bönkunum en þó er lækkun á álagi á skulda- tryggingum Kaupþings áberandi mest og er það nú aðeins fimm punktum hærra en hjá Glitni og Landsbankanum. Ekki tekið mark á Moody’s? Þá hækkaði gengi hlutabréfa bankanna þriggja í Kauphöll Íslands í gær, hlutabréf Kaupþings um 2,8%, hlutabréf Landsbankans um 3,1% og bréf Glitnis um 3,7%. Í Vegvísinum er einnig fjallað um viðbrögð er- lendra sérfræðinga við aðgerðum Moody’s, sem eru sögð æði misjöfn. Þannig er það haft eftir greinanda hjá Royal Bank of Scotland að ekki verði tekið mark á Moody’s eftir að- gerðir föstudagsins. Greiningardeild Landsbankans telur hins vegar lík- legt að fjölgun banka með hæstu ein- kunn leiði til þess að fjárfestar muni í auknum mæli líta til einkunnar fyrir fjárhagslegan styrkleika, en hún endurspeglar styrk banka án utan- aðkomandi stuðnings, þ.e. án stuðn- ings eigenda og ríkis. Hækkun Moody’s á langtímaláns- hæfiseinkunn Kaupþings, Lands- banka og Glitnis í Aaa var tekin í kjölfar breyttrar aðferðafræði. Séu líkur á utanaðkomandi stuðn- ingi metnar meiri en 98% hlýtur við- komandi banki sömu einkunn og stuðningsaðili hefur. Í tilviki ís- lensku bankanna er stuðningsaðilinn íslenska ríkið og hljóta þeir því sömu einkunn og það, Aaa. Fleiri bankar á Norðurlöndum fá nú hærri einkunn en áður. Einkunn Nordea AB, stærsta fjármálafyrir- tækis á Norðurlöndunum, hækkaði um þrjú þrep úr Aa3 í Aaa. Fleiri norrænir bankar sem fengu hækk- aða lánshæfiseinkunn eru til dæmis Danske Bank, annar stærsti banki Norðurlanda, og Swedbank. Breytt mat Moody’s hefur jákvæð áhrif Gengi bréfa viðskiptabankanna þriggja hækkar á markaði Í HNOTSKURN » Íslensku bankarnir þrír,Kaupþing, Landsbanki og Glitnir, hækkuðu um fjóra til fimm flokka í einkunnaskala Moody’s á föstudag, úr A2 og A1 í Aaa þegar horft er til langtímaskuldbindinga. » Fá þeir þar með sömu ein-kunn og íslenska ríkið, enda endurspeglar hin nýja einkunn trú Moody’s á að ís- lenska ríkið hlaupi undir bagga með bönkunum reynist þess þörf. SJÓVÁ hagnaðist um 11,9 milljarða króna á síðasta ári, en hagnaður árið 2005 nam um 3,8 milljörðum. Eigið fé nam rúmum 9,3 milljörðum í árs- lok 2006. Í fréttatilkynningu segir að fjárfestingarstarfsemi félagsins hafi gengið vel á árinu. Félagið hóf umtalsverða útrás með kaupum á fasteignum erlendis undir forystu móðurfélagsins Mile- stone sem mun hafa tekist vel. Þungamiðja fjárfestinga Sjóvár er þó þátttaka félagsins í öflugum ís- lenskum alþjóðafyrirtækjum. Meiri tjón á árinu Umskipti í tryggingastarfsemi fé- lagsins halda áfram. Þar munar mestu umtalsverð lækkun rekstrar- kostnaðar félagsins en rekstrar- kostnaður nam 2,53 milljörðum árið 2006 samanborið við 3,22 milljarða árið á undan. Samsett hlutfall félags- ins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, nam 114,8% en var 121,5% árið áður. Áætlanir fyrir árið 2006 um lækkun rekstrarkostnaðar náðust og er kostnaðarhlutfall félagsins að nálg- ast erlenda keppinauta eða um 20%. Tjón urðu hins vegar meiri en ráð var fyrir gert, ekki síst á seinni hluta ársins. Karl Wernersson stjórnar- formaður segir bættan rekstur tryggingastarfseminnar leggja grunn að traustri framtíð félagsins. Sjóvá hagnast um 12 milljarða Morgunblaðið/ÞÖK Aukning Hagnaður Sjóvár jókst um rúma 8 milljarða árið 2006. STJÓRNENDUR FL Group eru af- ar ósáttir við að fá ekki mann í stjórn finnska flugfélagsins Finnair þrátt fyrir að eiga 22,4% hlut í fé- laginu sem undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi tryggja fé- laginu að minnsta kosti einn stjórn- armann. Finnska ríkið, sem fer með ríf- lega meirihluta bréfa í Finnair, virðist lítinn áhuga hafa á því að nýta sér kunnáttu og reynslu Hann- esar Smárasonar, forstjóra FL Group, innan Finnair. Frá þessu er greint í norrænum fjölmiðlum. „Þessi viðbrögð koma stjórnendum FL Group á óvart og þeim þykja þau röng og alveg á skjön við góðar stjórnunarvenjur í nútíma- viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynn- ingu FL Group. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Forstjóri félagsins Hannes Smára- son, forstjóri FL Group. Hannes ekki í stjórn 56 78   #$ #$ 9 9 :; <=    %$ %$ 9 9 >> ?)='%3    %$ %$ 9 9 ?)=!3/" 5   #$ %$ 9 9 @>;= <%AB%     %$ #$ 9 9           ! "#$ #%%& "# $ %&! !%$ 3" C'-D %E3" " C3" ' 'C8 ' % 8 '% D %E3" F-/ D %E3" *D %E3" D'  1 3" G" ;E"4   !E0 1 3" * 1  3" ) 3" )%C 3% 3" '  ,F  . . " 1 3" H 3" '#()*  ;I'3"  D %E3" @C   D %EG% 3" @C  CD %E3" 5J3 3" ?)=F : K3" : K   '/  3" L '/  3" + *  * .' "4    -" ", (-  GFD  3" GE  3" .* !   $   $ $  $    $    $                                                               G  , - E'    :1% +% M !E                                                              , ,      , , ,                     ,    ,   , ,                 ,   , , , L E'+ (  :G N'3   ' / - E'           , ,  , , ,  + ' -  -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.