Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 19
AKUREYRI
Upplýsingar í síma
461 6011/ 840 6011
í Naustahverfi,
Akurgerði og neðri
hlutan í Brekkunni.
Einnig víðs vegar um
bæinn vegna aukinna
verkefna.
Á AKUREYRI
Djúpivogur | Þeir heita Nero Island-
us og Blanco Islandus og eins og
nöfnin gefa í skyn þá eru þeir alveg
eins og svart og hvítt. Nero Islandus
er af hinu virta varðhundakyni rott-
weiler, 8 mánaða gamall og afkvæmi
Aragons og Athenu Mána Hrafns-
sonar á Kjalarnesi. Nero hefur sýnt
góða takta við leitaræfingar björg-
unarsveita og lofar góðu sem snjó-
flóðaleitarhundur.
Blanco Islandus er af hinu frá-
bæra sleðahundakyni siberian
husky, er 5 mánaða og foreldrar
hans hið glæsilega par Eldur og
Róma í eigu Hjördísar Hilm-
arsdóttur og Steindórs Sigurjóns-
sonar hjá Múlaræktun á Fljótsdals-
héraði. Blanco er líkt og aðrir
husky-hvolpar með ódrepandi
hlaupadellu og verður án efa góður
sleðahundur þegar hann stækkar.
Það eru þau Sigurður M. Davíðsson
og Kolbrún Sigurðardóttir á Djúpa-
vogi sem eiga þessa fallegu hunda.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Félagar Kolbrún Sigurðardóttir
með Blanco og Nero Islandus.
Svarthvítir
félagar
Egilsstaðir | Markaðsstofa Austur-
lands og markaðsskrifstofa ferða-
mála á Norðurlandi kynntu sameig-
inlega ferðamöguleika á Austurlandi
og Norðurlandi í Kaupmannahöfn í
síðustu viku, í samstarfi við Ferða-
málastofu Íslands og Iceland Ex-
press. Boðið var um 70 ferðaskrif-
stofum og fjölmiðlum, einkum frá
Kaupmannahöfn og einnig Malmö í
Svíþjóð. Um 20 aðilar úr ferðaþjón-
ustu á Austur- og Norðurlandi
kynntu nýja valkosti fyrir ferða-
menn tengda beinu flugi Iceland Ex-
press til Akureyrar og Egilsstaða,
en flogið verður fjórum sinnum í viku
til þessara staða næsta sumar. Mun
þetta aðeins byrjunin á frekari sam-
vinnu ferðaþjónustuaðila á Austur-
landi og Norðurlandi.
Austurland og
Norðurland kynna sig
Neskaupstaður | „Karl Marx var
metró, það er Smári Geirs líka!“
kölluðu nemendur á félagsfræði-
braut við Verkmenntaskóla Austur-
lands.
Í liðinni viku fóru nemendur og
kennarar skólans í sína árlegu
karnivalgöngu um Fjarðabyggð
þar sem þeir vekja athygli á skól-
anum. Nemendur eru gjarnan
skrautlegir til fara og berjast ólík-
ar brautir innbyrðis með skemmti-
legum slagorðum á skiltum. Heldur
var veðrið hryssingslegt, en nem-
endur og kennarar létu það lítt á
sig fá, en ferðast var með rútu á
milli byggðakjarnanna innan
Fjarðabyggðar.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Marx og Smári Geirs
báðir svo „metró“
Reyðarfjörður | Intrum á Austur-
landi opnaði sl. föstudag nýja starfs-
stöð á Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur
einnig flutt sig um set á Egilsstöðum
í nýjar skrifstofur við Kaupvang.
Skrifstofan á Reyðarfirði er á
Búðareyri 1 og þar munu til að byrja
með starfa tveir starfsmenn, þau
Björgvin Víðir Guðmundsson og Re-
bekka Þórhallsdóttir. Intrum á
Austurlandi er einnig með þjónustu
fyrir Rentus leigumiðlun, lögfræði-
ráðgjöf Pacta, Lögheimtuna og fast-
eignasöluna Domus.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Starfsstöð Intrum vígir nýtt skrif-
stofuhúsnæði á Egilsstöðum.
Intrum á
Reyðarfirði
AUSTURLAND
KRISTJÁN Ingimarsson leikari
frumsýnir í byrjun mars nýtt frum-
samið verk, ásamt Dönunum Cam-
illu Marienhoff og Bo Medvig.
Leikritið heitir Frelsarinn og hafa
þremenningarnir æft af krafti á
Akureyri síðustu vikur. Verkið
verður hins vegar frumsýnt í
Kaupmannahöfn.
Kristján, sem fæddur er og upp-
alinn á Akureyri en bjó lengi í Dan-
mörku, hefur vakið verðskuldaða
athygli fyrir verkið Mike Attack
sem hann hefur sýnt í vetur í höf-
uðstað Norðurlands. „Sýningin
fékk mjög góðar undirtektir og
hefur verið vel sótt. Hún er búin að
ganga í átta ár í Danmörku og ég
hef farið með hana um alla Evrópu;
ég er eiginlega að reyna að leggja
henni, því hún er orðin gömul (!) en
hún er reyndar bókuð í eitt og hálft
ár til viðbótar í Danmörku. Svo hef
ég verið með aðra sýningu, Listin
að deyja, ásamt vini mínum Paulo
Nani í fjögur ár í Danmörku,“
sagði Kristján í samtali við Morg-
unblaðið á dögunum.
Orðalaust
Kristjáni finnst best að leika
orðalaust og í þessum þremur sýn-
ingum er talmál ekki notað. „Þetta
er ekki látbragðsleikur heldur leik-
rit án orða. Leikhús eins og mér
finnst leikhús eiga að vera. Maður
notar öll skilningarvitin ef með
þarf og allan líkamann; ef ég vil
nota röddina geri ég það, en þess
þarf ekki núna,“ sagði Kristján
þegar Morgunblaðið kíkti á æfingu
verksins nýlega.
„Þetta er stundum kallað lát-
bragð, en ég myndi ekki segja að
t.d. Charlie Chaplin hefði verið lát-
bragðsleikari. Myndirnar hans
voru þöglar en það skildu allir hvað
hann var að gera.“
Þögnin ríkir reyndar ekki í sýn-
ingunni því í henni er nóg af hljóð-
um. Tónlistina semur Rúnar
Magnússon, en þeir Kristján hafa
lengi unnið saman í Danmörku.
Frelsarinn verður frumsýndur í
Kaupmannahöfn 7. mars og Krist-
ján og félagar fara síðan í sýning-
arferð um Danmörku og líklega
víðar. Og hann reiknar með að
sýna verkið á Íslandi næsta vetur,
bæði á Akureyri og í Reykjavík.
„Þetta er örugglega öðruvísi
sýning en fólk á að venjast hérna
heima. Hér hefur mikið verið reynt
að blanda saman venjulegri leiklist
og dansi en ég held ég fari svolítið
aðra leið, af því ég reyni að hnýta
saman marga mismunandi hluti; ég
hef alltaf reynt að þróa eitthvað
nýtt því að allt er leyfilegt.“
Kristján hefur fengist við leiklist
af þessu tagi í níu ár en kveðst
einnig hafa leikið í hefðbundnum
stykkjum. „Ég er stundum beðinn
að vera með í textastykkjum ef ég
þyki passa inn í þau en ég geri ekki
svoleiðis sýningar sjálfur.“
Jesús endurfæddur?
Spurður segir Kristján að Frels-
arinn fjalli um mann sem finnst
hann hafa eitthvað ákveðið að
bjóða; hann vill finna hvaða tilgang
hann hefur og heldur að hann sé
Jesús endurfæddur, „sem reynist
að sumu leyti stór misskilningur og
hefur alls konar hættur í för með
sér. Leikritið er kannski dálítið
pólitískt, ég vona að minnsta kosti
að það hreyfi við fólki nú þegar fólk
vitnar í beint samband við Guð og
Jesú og stríð eru jafnvel háð í
þeirra nafni!“
Kristján segir að heimsendir sé í
nánd þegar frelsarinn birtist, það
komi skýrt fram í Opinberunarbók
Jóhannesar. „Margir eiga von á því
að sjá Jesú Krist á hvítum hesti en
ég er ekki viss um að það gerist
þannig. Þetta verk fjallar svolítið
um hvernig almúginn, í gegnum
lýðræðið, velur í raun sinn Frels-
ara; við erum að byggja upp eitt-
hvað sem við höldum að sé ynd-
islegt og við trúum á. Í stað þess að
bíða eftir honum erum við í raun-
inni að búa hann til en þykjumst
vera að bíða eftir honum.“
Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Páll Eyjólfsson. Hann hefur unnið
mikið með bæði atvinnu- og áhuga-
fólki og leikstýrði t.d. Maríubjöll-
unni hjá Leikfélagi Akureyrar og
nú síðast Herra Kolbert þar á bæ.
Frumsýna brátt orðalaust leikrit sem höfundurinn vonar að hreyfi við fólki
Kristján og Frelsarinn hans
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frelsarinn Kristján Ingimarsson, lengst t.h., ásamt Camillu Marienhoff
og Bo Medvig. Sviðið er breytilegt, hallar stundum eins og þarna sést.
Í HNOTSKURN
»Kristján Ingimarsson hefursamið leikritið Frelsarann
og sýnir ásamt Dönunum
Camillu Marienhoff og Bo Med-
vig. Frumsýnt verður í Kaup-
mannahöfn 7. mars.
»Kristján hefur sýnt MikeAttack! í átta ár og sýn-
ingin er bókuð í eitt og hálft ár
til viðbótar í Danmörku.
»Höfundurinn segir nýjaverkið dálítið pólitískt og
vonar að það hreyfi við fólki,
nú þegar menn vitni í beint
samband við Guð og Jesú og
stríð jafnvel háð í þeirra nafni.
MENOR, Menningarsamtök Norðlend-
inga, og Tímarit Máls og menningar efna
til smásagnasamkeppni og er öllum heimil
þátttaka. Skilafrestur er til 1. maí nk. og
verða þrjár sögur verðlaunaðar. Sögurnar
á að senda undir dulnefni til MENOR,
pósthólf 384, 602 Akureyri merktar Smá-
sagnakeppni MENOR og TMM 2007. Í lok-
uðu umslagi skal fylgja nafn höfundar,
heimilisfang og símanúmer. Umslagið skal
merkt dulnefni og aðeins umslög verð-
launahöfunda verða opnuð.
Blásið til keppni í
smásagnaskrifum
DEMIAN Asa Schane ræðir í dag á Lög-
fræðitorgi HA um réttarstöðu Guant-
anamofanganna. Fyrirlesturinn hefst kl.
12 í stofu L201 á Sólborg. Schane er
bandarískur lögmaður, sem vann um fimm
ára skeið á lögmannsstofu sem sérhæfði
sig í umhverfis- og mannréttindamálum
en undanfarin ár hefur hann unnið fyrir
samtökin Earthjustice. Hann er
Fullbrightstyrkþegi og hefur stundað
rannsóknir við Háskólann á Akureyri frá
því í ágúst.
Í erindinu ræðir hann um þrjá nýlega
úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna sem
fjalla um rétt fanganna til að fá skorið úr
um lögmæti frelsisviptingar.
Réttarstaða fang-
anna í Guantanamo
ANNA Þóra Baldursdóttir lektor og Val-
gerður Magnúsdóttir sálfræðingur flytja í
dag erindi sem þær nefna Líðan kennara í
vinnunni – vinnugleði, faglegt sjálfstraust
og starfsumhverfi. Þetta er fræðslufundur
skólaþróunarsviðs kennaradeildar Há-
skólans á Akureyri og fyrirlesturinn hefst
kl. 16.30 í stofu 16 í Þingvallastræti 23. Í
fyrirlestrinum verður greint frá niður-
stöðum rannsóknar sem fyrirlesarar
gerðu meðal grunnskólakennara.
Hvernig líður kenn-
aranum í vinnunni?