Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 21
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Ég er í handbolta, fótboltaog golfi og stefni á at-vinnumennsku í hand-bolta og golfi,“ segir hin
níu ára gamla Ragnhildur Krist-
insdóttir, sem er í fjórða bekk Álfta-
mýrarskóla. Það er venjulega engin
lognmolla í kringum hana enda í nógu
að snúast. Hún æfir handbolta þrisv-
ar í viku, fótbolta þrisvar í viku og
golf þrisvar í viku. „Í handboltanum
og fótboltanum er ég náttúrlega
Frammari í húð og hár, en í golfinu er
ég í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ég æfi
ýmist við Korpu eða í Básum, er kom-
in með 35,2 í forgjöf og tók þátt í al-
vöru mótaröðinni í fyrrasumar. Mér
skilst að ég standi mig mjög vel miðað
við aldur.“
Svakalega skemmtilegt
Ragnhildur segir að mamma sín
hafi leyft sér að fara á fyrsta fótbolta-
námskeiðið fjögurra ára að aldri og
síðan hafi hún varla stoppað. „Þetta
er svo skemmtilegt. Núna er ég farin
að spila upp fyrir mig bæði í hand-
boltanum og í fótboltanum og ég er
auk þess komin í framtíðarhóp í golf-
inu. Svo situr fjölskyldan saman yfir
ensku knattspyrnunni á laugar-
dögum. Við systkinin og mamma
höldum með Manchester United á
meðan pabbi er einn úti í horni og
heldur með West Ham. Hann er held
ég alveg að gefast upp á því enda í
miklum minnihluta á heimilinu,“ seg-
ir þessi knáa íþróttakona.
Spilar upp fyrir sig
Ragnhildur spilar mark í fótbolt-
anum og spilar vinstra horn og miðju
í handboltanum. „Ég á að vera í 7.
flokki, en er að æfa með 6. flokki og er
líka að byrja að spila upp fyrir mig í
fótboltanum því það vantar mark-
mann enda er ekki vinsælt hjá mínum
jafnöldrum að æfa fótbolta. Stelp-
urnar vilja miklu frekar vera í ballett
eða fimleikum. Ég er hins vegar ekk-
ert fyrir slíka leikfimi og hef engan
hug á að prófa það sport einu sinni.“
Ragnhildur á tvo eldri bræður.
Þorkell er 14 ára og er að æfa hand-
bolta og golf og Ögmundur er 17 ára
og er kominn á samning sem mark-
maður hjá Fram. „Besti íslenski fót-
boltamaðurinn er auðvitað bróðir
minn hann Ögmundur, en uppáhalds-
leikmennirnir mínir í ensku deildinni
eru Wayne Rooney, Christiano Ron-
aldo, Ryan Giggs og hollenski mark-
maðurinn Edwin van der Sar. Ég á
alveg eftir að fá að upplifa það að fara
á alvöru leik í Englandi, en bræður
mínir hafa fengið að upplifa það. Ég
fór hins vegar til Liverpool og Man-
chester fyrir tveimur árum og skoð-
aði báða vellina sem var skemmtilegt.
Fjölskyldan fór svo um páskana í
fyrra til Bandaríkjanna og vorum á
hóteli rétt fyrir utan Baltimore sem
státaði af golfvelli, sundlaug, körfu-
boltavelli og tennisvelli. Það var sko
nóg við að vera.“
Lærir á sunnudögum
Þegar Ragnhildur er spurð að því
hvort hún þurfi ekki að passa vel upp
á að borða heilsusamlega svarar hún
því til að mamma sín sjái um það og
svo þurfi hún bara að drekka mikið
fyrir æfingar, helst bara vatn.
En í ljósi atgangsins á íþróttasvið-
inu, er þá nokkur tími fyrir lærdóm-
inn? „Jú jú, það er alveg tími fyrir
skólann. Sunnudagarnir eru mínir
lærdómsdagar. Stærðfræði og frí-
mínútur eru skemmtilegust og svo á
ég fullt af góðum vinkonum, sem mér
finnst voðalega gaman að leika við.“
Morgunblaðið/Ómar
Golfarinn Ragnhildur hefur æft golfið af kappi og er nú komin í framtíðarhóp GR.
Stefnir á atvinnumennsku
í golfi og handbolta
Handboltastelpan Ragnhildur spilar vinstra horn og miðju.
Áhorfandinn Ragnhildur og liðsfélagar fylgjast áhugasamar með leik.
Fótboltastelpan
Ragnhildur
passar upp á
að boltinn rúlli
ekki í markið
hjá stelpunum
í Fram.
|þriðjudagur|27. 2. 2007| mbl.is
GÓÐ HEILSA GULLI BETRI
STERK
STEINEFNABLANDA
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
H
á
g
æ
ð
a
fr
a
m
le
ið
sl
a
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
NNFA QUALITY
FULL SPECTRUM MINERALS
daglegtlíf
Þeir voru skrautlegir margir
kjólarnir sem sáust á rauða
dreglinum við afhendingu ósk-
arsverðlaunanna. » 24
tíska matur
Núðluréttirnir á Café Oliver eru
vinsælir hjá gestum staðarins
og í stíl við líkamsræktarátakið
í janúar og febrúar. » 23
Svala Sóleyg Jónsdóttir byrjaði
fyrir hálfgerða tilviljun að mála
olíumálverk af gæludýrum
fólks. » 22
myndlist