Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 23

Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 23
matur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 23 S ögur af sérstaklega góðum kjúklinganúðlurétti bár- ust upp í móa kennda við hádegi, höfuðstöðvar Morgunblaðsins, og mátti rekja þennan ljúfa ilm niður í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið veitingastaðinn Café Oliver á Laugavegi 20a, og enn nánar til yf- irmatreiðslumannsins Atla Ottesen. Hann var fenginn til að gefa upp uppskriftina að réttinum sem hann segir ferskan og fljótlegan. Hann telur reyndar að það eigi ekki að taka uppskriftir of bókstaflega. „Þar sem grænmetisframboð á Íslandi getur verið hverfult ætti fólk að láta kylfu ráða kasti og láta hjartað ráða þegar keypt er inn,“ segir hann. Núðluréttir eru að sögn Atla sér- staklega vinsælir í janúar og febr- úar, í stíl við líkamsræktarkortin. „Samviskubitið fær fólk til að halla sér frekar að núðlunum en rjómalög- uðu pasta.“ Heilir og hálfir skammtar Það kennir margra grasa á veit- ingastaðnum en á kvöldin er skipt um gír, yfir í vinsælan skemmtistað. „Nú í mars verða gerðar breytingar hjá okkur. Við bjóðum upp á léttan mat til kl. 18 en eftir það er allt svo- lítið fínna, samlokur og hamborg- arar detta út og í staðinn bjóðum við viðskiptavinum 45 rétta seðil og þeir geta valið um að fá alla réttina í heil- um eða hálfum skammti. Þú getur t.d. fengið hálfa nautalund í forrétt eða þrjá hálfa rétti. Eftir því sem ég best veit hefur þetta ekki verið gert fyrr hér á landi en hugsunin er sú að fólk geti smakkað sem mest,“ segir Atli. Spurður um hvernig farið sé að því að breyta staðnum í skemmtistað að kvöldi segir hann skilin þarna á milli ekki skörp, breytingin taki um tvo tíma. „Eftir kl. tíu á kvöldin er einungis hleypt inn matargestum og þeim sem ætla að fá sér kokteil í ró- legheitum. Um leið og gestirnir eru komnir í kaffi og koníak er tónlistin hækkuð örlítið og fleirum hleypt smám saman inn í húsið. Í raun tek- ur matargesturinn ekkert eftir breytingunni fyrr en hann er allt í einu staddur á skemmtistað og kom- inn í rosa stuð!“ Skyldu þá bara „djammararnir alræmdu“ sækja veitingastaðinn? „Alls ekki, ég myndi segja að 60% gestanna færu eftir mat og restin væri í heildar- pakkanum.“ Soba-núðlur með hoi-sin- sósu, grilluðum kjúklingi, chili og vorlauk (fyrir 2) 200 g soba-núðlur (fást í Fylgi- fiskum) 2 kjúklingabringur 20 sveppir, sneiddir 50 g spínat 1 rautt chili, fræhreinsað 2 vorlaukar, þunnt sneiddir 5 greinar kóríander 4 msk. hoi-sin-sósa Núðlurnar eru soðnar í vatni í 3–4 mín. með matskeið af salti. Þegar núðlurnar eru tilbúnar er þeim hellt í pastasigti og settar til hliðar. Sveppirnir eru steiktir á pönnu ásamt chili, vorlauk og spín- ati. Á meðan eru kjúklingabring- urnar grillaðar (eða steiktar) á ann- arri pönnu. Næst er núðlunum og hoi-sin-sósunni bætt við ásamt grill- uðum kjúklingnum. Smakkað til með salti, pipar, ást og umhyggju. Að lokum er kóríanderlaufunum stráð yfir diskinn. Hafa ber í huga að soba-núðlur eru viðkvæmar og þola illa að standa, því er best að matreiða rétt- inn skömmu áður en hann er borinn fram. Þegar chili er fræhreinsað er mikilvægt að hreinsa hvíta fræhald- ið einnig þar sem það er eins sterkt og fræin sjálf. Núðluréttur í stíl við líkamsræktarkortin Morgunblaðið/G. Rúnar Kokkurinn Atli Ottesen á Café Oliver segir núðlurétti sérstaklega vinsæla í byrjun árs, samviskan fái fólk til að halla sér frekar að núðlum en rjómalöguðu pasta. Ljúfmeti Mikilvæg undirstaða í kjúklinganúðlu- réttinum er salt og pipar, ást og umhyggja. thuridur@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.com AÐALFUNDUR EXISTA HF. 14. MARS 2007 Aðalfundur Exista hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. mars 2007 á Nordica Hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl.17:00 DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar síðastliðins rekstrarárs. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðunarfélags. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil. 7. Tillögur til breytinga á samþykktum: a. Breyting á 4. gr. um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 3.600.000.000 kr. að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. b. Breyting á 12. gr. vegna rafrænnar þátttöku í hluthafafundum og rafrænna hluthafafunda. c. Breyting á 13. gr. um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu. d. Breyting á 15. gr. um upplýsingar í framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. 8. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 9. Tillögur félagsstjórnar um heimild til útgáfu hlutafjár í evrum. 10. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutum. 11. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hlut- höfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.exista.com frá sama tíma. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað að Nordica Hótel. Reykjavík 27. febrúar 2007 Stjórn EXISTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.