Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 24
Hefðbundinn Spánska leikkonan
Penelope Cruz var heillandi í frem-
ur hefðbundnum, fölbleikum kvöld-
kjól hönnuðum af Versace.
Jú, alveg rétt. Það er búið aðveita óskarsverðlaunin í 79.sinn en nú keppast tísku-spekúlantar allra landa um
að verðlauna bestu og verstu kjóla
kvennanna sem sóttu þessa glitrandi
stjörnuhátíð hátíðanna í Hollywood.
Jafnvel þótt engu minni meistarar
hafi komið að hönnun þeirra, eins og
Armani, Lacroix og Oscar de la
Renta þá eru tískuspekúlantar ekki á
eitt sáttir um hvort drottningarnar
og dívurnar í leiklistarheiminum hafi
valið kjól sem klæddi þær. Já, það
geta víst ekki allir verið sigurvegarar
á rauða dreglinum.
Þær leikkonur sem þóttu tvístíg-
andi, í óeiginlegri merkingu og er
óvíst hvort tilnefndar verði til ósk-
arsverðlauna fyrir klæðaburð voru
m.a. Jodie Foster og Beyonice Know-
les. Einkennilega blár kjóll Foster
hefur þótt minna fremur á
hafmeyjarbúning en hátíðarkjól og
sumir hafa velt fyrir sér hvort næsta
hlutverk Beyonice verði Aþena Pall-
as. Já, það getur verið erfitt að fóta
sig á rauða dreglinum en sigurveg-
arar þykja ótvírætt Helen Mirren,
sem vinnur þá tvöfalt í ár, og allar
eiginkonur og kærustur Tom Cruise
sem voru á hátíðinni. Það þykir erfitt
að gera upp á milli þeirra Kate Holm-
es og Penelope Cruz en báðar klædd-
ust pastelslituðum, blúnduskrýddum
kjólum sem drógu fram hina við-
kvæmu blómarós en fjaðrafokið var
meira í kringum þá síðarnefndu. Hin
hávaxna Nicole Kidman leit óneit-
anlega út fyrir að vera mun hættu-
legri, í rauðum, aðsniðnum síðkjól frá
tískuhúsi Balenciaga.
uhj@mbl.is
AP
Drottning Helen Mirren kom, sá og sigraði.
„Þessi kjóll valdi mig,“ sagði leikkonan um
þennan kjól frá Christian Lacroix.
Klassískur Katie Holmes hafði ástæðu til
þess að vera kampakát og kannski pínulítið
feimin í kampavínslita kjólnum frá Armani.
Kvenleg Gwyneth Paltrow klikkar sjaldnast
á kjólunum. Hún skartaði sínu fegursta í kór-
allitum sjiffonkjól í anda þriðja áratugarins.
Nýr litur Jodie
Foster kann best
við sig í svörtu, en
klæddist nú þessum
bláa kjól sem mæld-
ist misvel fyrir hjá
tískuspekúlöntum.
Riddaralegur Sumum þótti Cate Blanchett
eins og járnfrú í þessum kjól sem minnti um
margt á riddarabúninga miðalda.
Eldheitur Nicole Kid-
man hefur alltaf verið
hrifin af rauðu og
þær eru fáar sem fara
í fötin hennar. Balen-
ciaga-kjóllinn fer
henni vel.
Sigurvegarar rauða dregilsins
Hverjar misstu af
óskarstilnefningum
í klæðaburði á ósk-
arverðlaunahátíð-
inni og hverjar
þóttu bera af?
Demanta-
skreyttur Beyonce
Knowles mætti í
hvítum kjól frá
Armani sem virtist
sækja innblástur í
grísk-rómverskar
sagnir.
Litríkur Hin ástr-
alska Naomi Watts
var í sumarskapi í
fallega gulum kjól
frá Escada með saf-
írbláum linda og
fjórum slóðum.
tíska
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ