Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 25
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 25
Bæjargarðurinn eða „skrúðgarð-
urinn“ á Akranesi var á árum áður
gott leiksvæði fyrir börn enda var
þar gott aðgengi að vatni þar sem
hægt var dýfa stóru tánni ofan í.
Gosbrunnur, þar sem listaverk
eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal
var í aðalhlutverki, var helsta leik-
tækið í bæjargarðinum sem á þeim
tíma var í bakgarði lögreglustöðvar
bæjarins og bæjarskrifstofu.
„Skrúðgarðurinn “ hefur nú fengið
uppreisn æru þar sem María Guð-
rún Nolan og Þorsteinn Böðvarsson
hafa opna glæsilegt kaffihús í
„gömlu“ löggustöðinni og geta gestir
staðarins stungið sér út í bakgarðinn
með veitingar þegar vel viðrar en
„skrúðgarðurinn“ er ekki lengur til
staðar og listaverk Guðmundar er á
bak og burt. Kaffihúsið er reyklaus
staður – sem telst til helstu kosta
þess. Þar er að finna upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn og guli
strætóinn frá Strætisvögnum
Reykjavíkur er með endastöð við
kaffihúsið.
Það eru margir sem nýta sér Strætó
á leið sinni til Reykjavíkur og í
fyrstu ferð frá Akranesi á morgnana
eru farþegar það margir að vagninn
rúmar þá ekki alla í sæti. Svo gæti
farið að aukavagni yrði bætt við í
fyrstu ferðina til þess að allir farþeg-
ar gætu gengið að því vísu að fá sæti
í vagninum.
Blog.is er líflegt bloggsamfélag á
fréttavefnum mbl.is. Allt á milli him-
ins og jarðar er þar til umfjöllunar.
Bloggvinur er tiltölulega nýtt hug-
tak og margir eiga bloggvini sem
þeir hitta aldrei og tala aldrei við.
Sumir hafa sagt að bloggvinir séu
ekki sannir vinir. Skagakonan Guð-
ríður Haraldsdóttir, sem skrifar
reglulega á gurrihar.blog.is, boðaði
sína „bloggvini“ á fund á nýja kaffi-
húsinu á Akranesi um liðna helgi og
á hún alvöru bloggvini.
„Já, þetta var mikið fjör og við
sátum þarna í rúma fjóra tíma. Allir
voru miklu sætari en þeir virðast á
vélsagarmorðingjamyndunum af
þeim á blogginu og enn skemmti-
legri en það sem þeir skrifa um, eða
svona næstum því,“ segir Guðríður í
einni af fjölmörgum færslum sínum.
Blog.is er sannarlega lifandi sam-
félag.
Á heimasíðu Íþróttabandalags
Akraness er að finna skemmtilega
frétt af stuðningsmanni knatt-
spyrnuliðs ÍA sem er búsettur á
Englandi. Mike Morgan er 33 ára
rafvirki frá Birkenhead í Liverpool
og er hann einlægur stuðnings-
maður ÍA og Tranmere Rovers.
Morgan segir í viðtali á heimasíðu
ÍA að árið 1997 hafi áhugi hans
vaknað á félaginu.
„Áhugi minn fyrir liði ÍA vaknaði
þegar ég sá þátt á Sky Sports-
sjónvarpstöðinni árið 1997, sem hét
Football Mundial og þar var fjallað
um Skagamenn, ég hreifst af sögu
þessa liðs frá litlum bæ á Íslandi,
sem hafði alið af sér frábæra knatt-
spyrnumenn og staðið sig frábær-
lega gegn mörgum stórliðum í Evr-
ópu, eins og Barcelona, Köln,
Beveren og Aberdeen, sem þáver-
andi Evrópumeistarar bikarhafa
máttu þakka fyrir að slá lið ÍA úr
keppni. Ég heimsæki heimsíðu ÍA,
KSÍ og fótbolti.net á hverjum degi.
Einnig hef ég undanfarin ár keypt
bókina Íslensk knattspyrna. Þó að
ég skilji aðeins fáein orð í íslensku er
oft hægt að rýna í hlutina.“ Mike
hefur skráð öll úrslit Skagamanna í
Íslandsmóti og bikarkeppnum frá
upphafi en hann heldur úti heimasíð-
unni www.freewebs.com/iauk.
AKRANES
Sigurður Elvar Þórólfsson
blaðamaður
Ljósmynd/ Sigurður Elvar
Guðmundur Ingi Kristjánssonskáld, bóndi og kennari á
Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundar-
firði, átti aldarafmæli 15. janúar sl.
Frændi hans Kristján Bersi
Ólafsson rifjar upp að Guðmundur
Ingi var nemandi í Laugaskóla í
Reykjadal veturinn 1929 til 1930.
„Þar var starfandi skáldafélag sem
kallaðist hendingafélagið. Í bréfi
sem er dagsett 2. jan. 1930 skrifar
Ingi Ólafi Þ. bróður sínum bréf um
Hendingafélagið. Þar segir: „Mikið
er ort. Er það með ýmsum blæ og
ýmsir sem yrkja, en þátt á ég í því
flestu. Eitt kvæði er Rivalaríma og
þó ekki nema brot. Hún er um þá
stúlku, sem hér er fegurst og flestir
skotnir í. Þessi vísa er best:
Hjalti leikur hálfbiðil,
Hjalti er smeykur varla,
labbar keikur létt með spil
lokkableikrar meyjar til.
Heillavísur yrkjum við á öllum
afmælum og hef ég alltaf á hendi
upplestur þeirra. Sýnishorn er
vísan um Hjalta:
Nú er Hjalti átján ára
enda er hann með brosi léttu.
Heillaskeyti hugsa og pára
hópar meyja norður á Sléttu.
En stúlkur þær, sem lesa á Laugum,
lifa þar með bros og fléttu,
senda betri ósk úr augum
en allar meyjar norður á Sléttu.
Þá er Aldasöngur hinn nýi. Segir
hendingafélagið þar fyrst frá
laugarkvöldum;
Skeggöld, – þá er skafið hár af vanga,
Skálmöld, – þegar flokkar ofan ganga,
Skeiðöld, – þegar skónum dansinn
eyðir,
Skotöld, – sú er hugi saman leiðir.
Síðan segir Konráð Erlendsson
frá mánudagsmorgnum:
Vindöld, – þegar við úr rekkju stöndum,
Vargöld, – þegar slátri og hræru
gröndum,
Málöld, – þegar stúlkur styrinn byrja.
Steinöld, – þegar kennararnir spyrja.
Arnór Sigurjónsson var
skólastjóri á Laugum og var hann
gerður heiðursfélagi í
hendingafélaginu og fylgdi
útnefningunni vísa:
Meistarann okkar mikla
munum við þig nefna.
Stuðla lætur þú stikla
og stöku marga gefna.
Vertu í hendingahópnum
heiðursselurinn fimi.
Kenndu sérhverjum kópnum
að kafa í ljóðabrimi.“
VÍSNAHORNIÐ
Á aldarafmæli skálds
pebl@mbl.is