Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 26
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Ó
skarsverðlaunanna í ár verður
trúlega lengi minnst sem hátíð-
arinnar sem leikstjórinn Martin
Scorsese fékk, að mörgum talda
mjög verðskuldaða, uppreisn
æru. Scorsese hefur fimm sinum áður verið
tilnefndur í flokki leikstjóra ársins en alltaf
farið tómhentur heim þar til nú en auk leik-
stjóraverðlaunanna var mynd hans, The
Departed, valin besta myndin, þótti best
klippt og skartaði besta handriti byggðu á áð
ur útgefnu efni.
Það kom trúlega fáum á óvart að Helen
Mirren var valin besta leikkonan í aðal-
hlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu Eng-
landsdrottningu í The Queen en auk þess að
flestir kvikmyndaspekúlantar hafi spáð henn
sigri hefur hún einnig rakað til sín flestum
þeirra verðlauna sem í boði hafa verið á und-
angenginni verðlaunavertíð.
Þá þótti Forrest Whitaker einnig mjög sig
urstranglegur í flokki leikara í aðalhlutverki
fyrir frammistöðu sína í Last King of Scot-
land þar sem hann leikur Idi Amin. Það varð
úr, Whitaker fékk Óskar, þó svo að meðal til-
nefndra væri Peter O’Toole, tilnefndur í átt-
unda sinn fyrir leik en hefur aldrei fengið.
Alan Arkin vann sín fyrstu Óskarsverðlaun
fyrir túlkun sína á afanum í Little Miss Sun-
shine og í aukahlutverki kvenna bar Jennifer
Husdson sigur úr býtum fyrir hlutverk sitt í
Dreamgirls. Hudson hefur skotið hratt upp á
stjörnuhimininn en henni bauðst þetta fyrsta
kvikmyndahlutverk sitt í kjölfar þátttöku í
American Idol. Fyrir frumraun sína á hvíta
tjaldinu á hún nú Óskarsverðlaun og Golden
Globe-verðlaun, sem verður að teljast fram-
Sáttur Forrest Whitaker þakkaði innilega f
hlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmynd
Óska(r
Scorse
Best Leikarar ársins, Forrest Whitaker, Jennifer Hudson, Helen Mirren og Alan Arkin.
Frumraunin Michael Arndt var verðlaunaður fyrir
handrit sitt að Little Miss Sunshine en þetta er fyrsta
handritið sem hann skrifar.
Skalli Jack Nicholson mætti snoðaður til leiks en hann
er þessa dagana að leika í myndinni The Bucket List
þar sem þeir Morgan Freeman fara með hlutverk
krabbameinssjúklinga sem flýja af sjúkrahúsi til að
uppfylla allar sínar óskir áður en þeir deyja.
Drottningin Helen Mirren stillir sér upp með Óskari
sínum en hún var valin besta leikkonan í aðalhlutverki.
Sannleikurin
vinient Truth,
Gore, Davis G
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VEGAFRAMKVÆMDIR
VIÐ VATNAJÖKUL?
Frumvarp til laga um Vatnajök-ulsþjóðgarð verður væntan-lega samþykkt á Alþingi því,
sem nú situr að störfum. Í nóvember
sl. sendi ráðgjafanefnd umhverfis-
ráðuneytis frá sér skýrslu um stofn-
un Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er gert
ráð fyrir viðamiklum vegafram-
kvæmdum í hinum nýja þjóðgarði. Í
Morgunblaðinu í gær birtist kort sem
sýnir þessar hugmyndir ráðgjafa-
nefndarinnar, sem annars vegar snú-
ast um uppbyggða vegi og hins vegar
endurbætur og lagfæringar á núver-
andi vegum.
Ráðgjafanefndin leggur til að upp-
byggður vegur verði frá Kárahnjúka-
vegi um Snæfellsleið að Brúarjökli og
hins vegar frá Hrauneyjum í Jökul-
heima.
Magnús Jóhannesson, ráðuneytis-
stjóri í umhverfisráðuneyti og for-
maður ráðgjafanefndarinnar, segir í
samtali við Morgunblaðið í gær um
þessi áform um uppbyggða vegi:
„Þetta eru staðir, sem menn vilja að
séu færir allan ársins hring.“ Hvaða
„menn“ skyldu það vera?
Ráðuneytisstjórinn telur hins veg-
ar líklegt að vegurinn inn í Jökul-
heima yrði að fara í umhverfismat.
Í skýrslu ráðgjafanefndarinnar um
samgöngubætur innan Vatnajökuls-
þjóðgarðs er rætt um samgöngubæt-
ur inn í Öskju úr Mývatnssveit, inn í
Lakagíga, í Kverkfjöll, í Nýjadal/
Jökuldal og Öskju og að Öskju frá
Kárahnjúkavegi..
Hvað veldur þessari miklu fram-
kvæmdaþörf í hinum nýja þjóðgarði?
Hvers vegna þarf að leggja vegi út
um allt? Hvers vegna má hálendi Ís-
lands ekki vera í friði fyrir frekari
framkvæmdum, þegar hér er komið
sögu?
Er ekki nóg komið?
Kjarni málsins er sá, að fólk, bæði
Íslendingar og útlendingar, vill
ferðast um óbyggðir Íslands eins og
þær eru. Það er auðvelt að komast um
sum þessara svæða en erfiðara að
komast um önnur. Í því er ævintýrið
að ferðast um þessi svæði fólgið. Að-
dráttarafl óbyggðanna felst í erfiðu
aðgengi á köflum. Nánast öll náttúru-
verndarsamtök og samtök fólks, sem
starfar að ferðaþjónustu hafa tekið
undir það, að hugmyndir um upp-
byggðan malbikaðan veg um Kjöl eru
fráleitar.
Öll sömu rökin og eiga við um Kjal-
veg eiga við um þær vegafram-
kvæmdir, sem fyrirhugaðar eru í
Vatnajökulsþjóðgarði.
Alþingi á eftir að samþykkja frum-
varpið um Vatnajökulsþjóðgarð. Er
ekki rétt að þingmenn úr öllum flokk-
um, sem vilja friða náttúru landsins
taki höndum saman og breyti þessu
frumvarpi á þann veg, að stjórn hins
verðandi þjóðgarðs geti ekki leyft
vegagerð í þjóðgarðinum en sam-
kvæmt skýrslu ráðgjafanefndarinnar
á sú vegagerð að stuðla að „atvinnu-
sköpun“ innan þjóðgarðsins og á jað-
arsvæðum. Atvinnusköpunin verður
mest með algerri friðun þjóðgarðs-
ins.
VITLAUST VERÐLAGT
Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bol-ungarvík, vill að ríkið niður-
greiði strandsiglingar til Vestfjarða.
Í frétt í Morgunblaðinu í gær og í að-
sendri grein í blaðinu í dag segir bæj-
arstjórinn að því sé ranglega haldið
fram að EES-samningurinn banni
ríkisstyrki til strandsiglinga, þvert á
móti sé Evrópusambandið með áætl-
un um að koma vöruflutningum sem
mest á járnbrautarlestir, pramma og
strandferðaskip á næstu árum. Þá
séu strandsiglingar í Noregi niður-
greiddar af hinu opinbera.
Grímur Atlason hefur rétt fyrir sér
í því, að það hefur skapað nýjar hætt-
ur í umferðinni að strandsiglingar af-
lögðust að mestu fyrir fáeinum árum.
Vegakerfið er ekki hannað fyrir hina
miklu umferð flutningabíla, sem nú
fer um það. Það er sömuleiðis rétt
hjá honum að Vestfirðir eru að
mörgu leyti í erfiðri stöðu vegna þess
hvað vegasamgöngur við landshlut-
ann eru slæmar og strandsiglingar
geta verið betri kostur fyrir Vestfirð-
inga.
En það er ekki skynsamlegt að
hvetja til þess að ríkið fari á nýjan
leik að niðurgreiða strandsiglingar.
Þegar Halldór Blöndal, þáverandi
samgönguráðherra, lagði niður
Skipaútgerð ríkisins í kringum 1990
töpuðu skattgreiðendur milljón
krónum á dag á þeim rekstri – á
þeirra tíma verðlagi. Vestfirðingar
hafa nú hugmyndir um að ríkið styrki
strandsiglingar um 100 milljónir
króna á ári í þrjú ár, en svo verði ekki
um frekari styrki að ræða. Er ein-
hver trygging fyrir því, að ef byrjað
væri að verja peningum skattgreið-
enda í slíkt yrði ekki framhald á því?
Færa má rök fyrir því að ástæða
þess, að strandsiglingar aflögðust, sé
sú að ríkisvaldið hafi verðlagt aðgang
stórra flutningabíla að vegakerfinu
vitlaust. Stór flutningabíll með tengi-
vagni slítur vegunum á við þúsundir
venjulegra fólksbíla. Og við það að
umferð flutningabíla á vegunum
eykst slitna þeir ekki aðeins meira,
heldur verður nauðsynlegt að
breikka þá, undirbyggja þá betur og
gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja
öryggi í umferðinni. Gjaldtaka af
stóru flutningabílunum endurspeglar
engan veginn þann kostnað, sem mun
falla til í vegakerfinu vegna þunga-
flutninga á landi. Þannig má í raun-
inni halda því fram að landflutningar
með stórum flutningabílum hafi verið
niðurgreiddir. Það er nær að hætta
þeirri niðurgreiðslu og taka gjald af
flutningabílunum í samræmi við
þann kostnað, sem þeir búa til, en að
taka upp nýjar niðurgreiðslur í
skipaútgerð. Niðurstaðan ætti engu
að síður að verða sú sama; að gera
strandflutninga fýsilegri kost.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/