Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 27
Bestur Tónskáldið Gustavo Santaolalla samdi tónlist-
ina við Babel og fékk að launum Óskar.
n
a
ð-
ni
-
g-
ð
-
n
r
á
a
úrskarandi árangur. Ellen DeGeneres var
kynnir kvöldsins í fyrsta sinn og stóð sig með
stakri prýði. Hún sagði meðal annars við
Hudson: „Bandaríkjamenn kusu þig ekki en
sjáðu hvar þú ert nú,“ og vísaði þar til síma-
atkvæðagreiðslu í American Idol. Í kjölfarið
beindi hún svo orðum sínum til Al Gore og
sagði „Bandaríkjamenn kusu þig reyndar en
hér ertu nú.“
Allir leikararnir fjórir voru að vinna sína
fyrstu Óskara, en þau Mirren og Arkin hafa
verið tilnefnd áður.
Dauf ræðuhöld einkennandi
Næstflesta Óskara hlaut mexíkóska myndin
Pan’s Labyrinth, þrjá talsins. Það kom því
mörgum á óvart að myndin var ekki valin
besta erlenda myndin. Þau verðlaun fóru í
þetta sinn til Þýskalands fyrir myndina Das
Leben der Anderen (Líf annarra).
Besta teiknimyndin var valin Happy Feet
sem fjallar um fótfráar mörgæsir á Suð-
urskautslandinu. Með hjálp nútímatækni
mátti sjá bústna mörgæs fagna ákaft úti í sal
þegar niðurstöðurnar voru kunngjörðar.
Heiðursóskarinn hlaut að þessu sinni
ítalska tónskáldið Ennio Morricone en hann
hefur samið tónlist fyrir um 400 myndir á
löngum ferli, meðal annars Cinema Paradiso
og The Good, the Bad and the Ugly.
Heimildamynd ársins var valin An Incon-
vinient Truth þar sem Al Gore fjallar um áhrif
hlýnandi loftslags á jörðina.
Annars einkenndu fremur dauf ræðuhöld
kvöldið. Flestar þakkarræðurnar voru lesnar
upp af blöðum sem hinir undrandi verðlauna-
hafar höfðu þó haft með sér.
Kvöldið var þó í það heila vel heppnað og
var góðu starfi kynnisins og skemmtilegum
skemmtiatriðum að þakka frekar en sigurveg-
urunum sjálfum.
Stutt Stystu kynnar kvöldsins tilkynntu um bestu
stuttmyndina. Þetta eru þau Abigail Breslin úr
Little Miss Sunshine og Jaden Christopher Syre
Smith, sonur Will Smith.
Takk, Gore Melissa Etheridge
hampar Óskarsstyttunni sinni
en hana hlaut hún fyrir besta
lag ársins, „I Need To Wake
Up“, úr An Inconvinient Truth.
Hún þakkaði Al Gore fyrir að
opna augu sín fyrir þeim áhrif-
um sem allir gætu haft á um-
hverfi sitt.
Reuters
Besti aukaleikarinn Alan Arkin lagði frá sér styttuna
góðu á meðan hann þakkaði fyrir sig.
Lukkunnar pamfíll George Mill-
er kom með lukkugripi að heim-
an sem virðast hafa gert sitt
gagn því hann átti bestu teikni-
mynd síðasta árs að mati aka-
demíunnar, Happy Feet.
Tvítyngdur Heiðursverðlaunahafinn Ennio Morricone
þakkaði fyrir sig á ítölsku en Clint Eastwood munaði
ekki um að snara ræðunni yfir á ensku fyrir viðstadda.
Klipparinn Kate Winslet afhenti Thelma Schoonmaker verð-
laun fyrir framúrskarandi klippingu á The Departed.
Draumastúlkan Jennifer Hudson var að vonum ánægð með Óskars-
verðlaunin fyrir frumraun sína á hvíta tjaldinu.
fyrir sig en hann hlaut hnossið í flokki leikara í aðal-
dinni Last King of Scotland.
rs)stund
ese
Félagar Martin Scorsese grandskoðar Óskarinn sinn í félagsskap kollega
sinna og vina, Francis Ford Coppola, George Lucas og Steven Spielberg.
nn Aðstandendur bestu heimildarmyndar ársins, An Incon-
, Scott Z. Burns, Laurie David, fyrrverandi varaforsetinn Al
Guggenheim og Lawrence Bender.
Kynnirinn Ellen DeGeneres stóð sig vel í hlut-
verki kynnisins. Hún sýnir hér handhægan burð-
arpoka fyrir verðlaunagripina góðu.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 27