Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR 25 árum sigldi Heklan
hringinn í kringum landið og færði
landsmönnum vörur. Verslun dafn-
aði á landsbyggðinni og fyrirtæki
áttu þess kost að setja upp starfs-
stöðvar annar staðar en á höfuðborg-
arsvæðinu. Með bættum vegum og
markaðsvæddara
þjóðfélagi færðust
þessir flutningar á
vegi landsins. Sjó-
flutningar lögðust af.
Nú er svo komið að
um vegi landsins
þeysa trukkar með
hundruð tonna af
varningi dag hvern.
Vegirnir láta á sjá og
hættur fylgja þessum
flutningum. Það sér
það hver maður að
þröngir malarvegir á
veturna á Vest-
fjörðum eru ekki bein-
línis kjörsvæði 18
hjóla vöruflutn-
ingabíls með tengi-
vagn.
Marel og byggða-
þróunin
Þetta er ein hlið
málsins. Hin hliðin eru
áhrifin á byggðaþróun
í landinu. Flutnings-
kostnaður er meiri á
ákveðnum svæðum
landsins en öðrum.
Þannig búa Vestfirð-
ingar við 30–40%
hærri flutnings-
kostnað en t.d. Akureyringar. Auk
þess er öxulþungi oft takmarkaður
sem rýrir flutningsgetuna umtals-
vert. Möguleikar fyrirtækja, sem
framleiða vörur, eru takmarkaðir við
slíkar aðstæður. Þetta leiðir af sér
einhæfni í atvinnulífinu sem aftur
þýðir brothætt umhverfi. Þetta sést
best á nýlegum fréttum þess efnis að
Marel muni loka starfsstöð sinni á
Ísafirði í haust. Tekin var ákvörðun
um að draga saman í rekstri og
stækka einingar. Einingin á Ísafirði
átti aldrei möguleika í því kapp-
hlaupi. Það svarar ekki kostnaði að
keyra afurðirnar á vöruhótelin í
Sundahöfn.
Rangt að ESB banni styrki til
strandflutninga
Stjórnvöld hafa keppst við að aug-
lýsa eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og
tilskipanirnar frá Brussel þegar
kemur að strandsiglingum. Með því
að telja okkur trú um að þessar
stofnanir banni stjórnvöldum hér á
Íslandi að koma að slíkum flutn-
ingum hefur þeim tekist að koma í
veg fyrir löngu tímabærar aðgerðir í
þessum efnum. En við skulum í eitt
skipti fyrir öll eyða goðsögninni um
að Evrópusambandið og EES-
samningurinn komi í veg fyrir og
banni íslenskum stjórnvöldum að
niðurgreiða strandsiglingar. Það eru
beinlínis til kaflar í bókmenntum
Evrópusambandsins og viðaukum
með EES-samningnum sem snúast
um styrkingu strjálbýlla svæða. Ís-
land og Norður-Noregur eru þar
tekin út fyrir sviga sem sérstakt við-
fangsefni. Norðmenn hafa um árabil
styrkt Hurtigrutan sem keppir við
járnbrautir, vegi og flug um vöru-
flutninga frá Bergen til nyrstu bæja
Noregs. Evrópusambandið er með
sérstaka áætlun í gangi sem miðar að
því að koma flutningum af vegum yf-
ir á járnbrautir og fljót.
Óforsvaranlegt ástand á vegum
Hvernig má það vera að Vestfirðir
og önnur svæði þar sem stjórnvöld
hafa verið jafn lengi að
ljúka við vegabætur og
raun ber vitni þurfa að
búa við þetta ástand?
Það getur ekki verið í
hag þjóðarinnar að íbúar
á þessum svæðum þurfi
að greiða meira fyrir
vörur en aðrir lands-
menn. Það er líka ófor-
svaranlegt að bjóða
þessum vegslóðum upp á
flutningabíla af slíkri
stærðargráðu – það býð-
ur hættunni heim. Hvað
veldur því að ekki er
hlustað á almenning í
þessu landi þegar kemur
að strandsiglingum? Það
er alveg ljóst að meiri-
hluti þjóðarinnar, hvort
sem hann býr á höf-
uðborgarsvæðinu eða
utan þess, er hlynntur
því að taka upp flutninga
á sjó.
Fólkið vill breytingar
– stjórnvöld ekki
Fyrirtæki í sjávar-
útvegi á Vestfjörðum
hafa lagt fram metn-
aðarfulla áætlum um það
hvernig mætti koma
slíkum siglingum á með stuðningi
stjórnvalda fyrstu 3 árin. En eftir
þann tíma yrði komið jafnvægi á
flutningana og ríkisstyrkur aflagður.
Áhugavert er að heyra í fram-
kvæmdastjóra Atlantsskipa, Gunn-
ari Bachmann, þegar hann er spurð-
ur um ástæður þess að ekki skuli
vera komnar á strandsiglingar í við-
tali í Bæjarins besta 22. febrúar sl.:
„„Það vantar enn viljann til að
breyta,“ segir Gunnar Bachmann,
framkvæmdastjóri Atlantsskipa, að-
spurður um strandsiglingar fyr-
irtækisins til Vestfjarða. Hann segist
hafa merkt áhuga hjá fyrirtækjum,
en það sé eins og tryggð við flutn-
ingafyrirtækin sem fyrir eru á mark-
aðinum séu honum yfirsterkari.
Mestan áhuga segist Gunnar skynja
hjá hinum almenna borgara sem
gjarnan vilji losna við öra umferð
flutningabíla af vegum landsins en
áhuginn hjá stjórnvöldum sé hins
vegar ekki fyrir hendi.“
Það hallar á Vestfirði
Byggðastefna snýst fyrst og
fremst um pólitískar ákvarðanir er
lúta að þjónustustigi. Réttlát
byggðastefna miðar að jafnri aðstöðu
fólks, óháð búsetu. Það er alveg ljóst
að Vestfjarðasvæðið skilar gríð-
arlegum virðisauka til samfélagsins.
Útflutningsverðmæti og skatttekjur
af svæðinu eru margir milljarðar ár-
lega og þessum fjármunum ber að
veita aftur í svæðið. Það er búið að
koma því þannig fyrir að allar vörur
fara til Reykjavíkur en slíkt er ekk-
ert lögmál. Hagur landsmanna er
ekki aðeins að þenja út Faxaflóa-
hafnir heldur að styrkja byggð í
þessu landi. Það liggja fyrir málefna-
legar og raunhæfar tillögur sveitar-
félaga, fyrirtækja og einstaklinga
sem stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn
í að koma til leiðar. Að niðurgreiða
strandsiglingar um 100 milljónir ár-
lega næstu 3 árin er ekki ölmusa
heldur þjóðþrifamál. Á tungu kaup-
hallarinnar heitir það að vera þjóð-
hagslega hagkvæmt!
Strandsiglingar
ölmusa eða
þjóðþrifamál?
Grímur Atlason fjallar
um samgöngumál
Grímur Atlason
»… eyðum íeitt skipti
fyrir öll goð-
sögninni um að
Evrópusam-
bandið komi í
veg fyrir og
banni íslenskum
stjórnvöldum að
niðurgreiða
strandsigl-
ingar.
Höfundur er bæjarstjóri
Bolungarvíkur.
ER TIL eitthvað sem kallast
staðlað kvennaefni og ef svo er hvað
er að því? Hver er þessi staðlaða
kona? Þú – eða nágrannakonan í vel
straujuðu skyrtunni?
Hvað er betra en að
sitja yfir rómantískri
gamanmynd með súkku-
laði í annarri og fjarstýr-
inguna í hinni? Búin að
biðja kærastann/
makann um að taka
þessa ákveðnu mynd
(því Ben Afflect er „gor-
geous“ í henni!) milljón
sinnum en einhvern veg-
inn endarðu alltaf með
að glápa með þykj-
ustubros á Goddfellas og
Scarface til skiptis.
Nú er þinn tími kom-
inn og Ben brosir út í
eitt og blikkar þig um
leið og þú kemur þér vel
fyrir í sófanum. „Oh,
svona kellingamynd“
segir maðurinn þinn og
gefur þér góða grettu
með.
Staðlað kvennaefni.
Er það til? Og ef það er
til þá hlýtur það að vera til fyrir okk-
ur til að horfa á það. Er það ekki
bara allt í lagi! Er þá allt sem er
rómantískt stimplað sem staðlað
kvennaefni (kurteisi fyrir kell-
ingabull)! Svo er það nú bara annað:
Hver er þessi staðlaði kvenmaður og
hvar býr hún? Langar mikið til að
sjá hana. Ætli hún sé óaðfinnanlega
klædd, sé fremst á sínu sviði í
vinnunni? Auðvitað bara fram að há-
degi, þá sækir hún Dóru og Dóra í
skólann og gefur þeim heimatilbúinn
hádegismat (notar ekki frosið græn-
meti eða pakkasósur!) og keyrir þau
í íþróttir. U nei, þetta gengur ekki
alveg, hin staðlaða hefði ekki tíma
fyrir sjónvarpsgláp. Humm, ætli
þetta sé ekki systir hennar frú nýir
tímar sem er barnlaus um þrítugt,
borðar „take away“ eftir vinnu (af
því að það er hennar val, ekki af því
að hún kann ekki að elda!) og horfir
á okkar heittelskaða efni. Eða hvað,
er hún kannski í jakkafötum? Ef-
laust þekkja allir kvenmenn laumug-
lápara. Stráka sem horfa á hina svo-
kölluðu kvennaþætti með miklum
áhuga. Ef slíkur laumari er napp-
aður reynir hann allt til að réttlæta
glápið. Vinsælar afsakanir eru; ég er
að reyna að læra eitt-
hvað um konur, eða
það var ekkert annað
í sjónvarpinu. Aha,
reyndu þetta bara,
góði.
Hvað er kvenna-
efni?
Þættir eins og
Desperate Housewi-
ves, Sex and the city,
Americas next top
model og Football-
erswives myndu lík-
lega falla undir þenn-
an flokk.
Einföld afþreying
sem má hlæja að og
auðvelt er að finna sig
í. Hver kannast til
dæmis ekki við að
hafa sagt; ég er svo
mikil Susan eða Edie
eftir að hafa horft á
Desperate Housewi-
ves? Við finnum okk-
ur í persónunum og skiljum þær.
Rétt er það að þetta eru einfaldar,
brenglaðar myndir af heiminum sem
yfirleitt sýna staðlaðar týpur. En
hvað með það? Hver á ekki skilið 40
mínútna frí frá kröfuhörðum degi?
Og það er einmitt það sem þessir
þættir eru, afþreying. Ekki und-
irbúningur fyrir Gettu betur. Svo
lengi sem við horfum fram hjá vel
förðuðum andlitunum og sár-
svöngum kroppunum og sleppum
því að bera okkur saman við þessar
konur. En þetta er aðeins ein hliðin
á peningnum. Önnur er Oprah sem
mætti skrifa heilu greinarnar um, og
hefur reyndar verið gert og jafnvel
bækur. Kona með staðlaðan konu-
þátt sem gefur af sér, og ekki aðeins
til kvenna heldur alls mannkynsins.
Samt fellur það undir „kellingarugl’’.
Svo virðist sem margt ætlað konum
sé „rugl’’ annað en fótbolti sem
„meikar meira sens“ en flest annað í
heiminum. Eða svo segja þessar
elskur og sitja með ljósaperurnar í
sófanum límdir við skjáinn á meðan
þú klæðir krakkana í myrkri. Verst
að þeirra stund er 90 mín. á móti
okkar 40 mín.
Úrkynjum mynd af konunni til lít-
illækkunar fyrir kvenheiminn?
Femínistar eiga til að benda á það
að slíkir staðlaðir kvennaþættir geri
lítið úr konum. Þetta er að hluta til
rétt en með því að svipta hulunni af
sálu þinni (en það gera persónur
þessara þátta) ertu að sýna ýmislegt
sem auðvelt er að gera lítið úr. En
það er hægt að gera lítið úr öllu og
öllum sama af hvaða kyni þú ert.
Vandinn við femínisma er að hann
gerir yfirleitt ekki ráð fyrir ánægju
og afþreyingu. Margir hafa í gegnum
tíðina reynt að benda á að auðveld og
ódýr afþreying sé slæm. Að aðeins
ballett og ópera sé menning sem sé
þess virði að sinna og sjónvarpið fari
aðeins fram á að áhorfandinn sitji
sem fastast og taki við efni án þess
að hugsa. Ókei, það má vera eitthvað
til í því en ég get ekki séð hvernig
ballett krefst meiri innlifunar en Sex
and the city. Innlifun felst í öllu sem
áhorfandinn hefur unun af, ópera
eða Oprah. Þú lærir kannski ekki
frægar tilvitnanir af Sex and the city
en það má þó læra ýmislegt. Þó ekki
sé nema það að slaka á, en það getur
reynst ansi erfitt á þessum tímum.
Við erum ólík, því betur fer og það
er í góðu lagi. Hættið að fá sam-
viskubit og reynið ekki einu sinni að
brjóta saman þvott yfir ykkar 40
mínútum, þær eru ykkar hvort sem
þær eru ómerkilegar eða ekki. Sam-
félagið er svo krefjandi að það er
nauðsynlegt að hugsa stundum bara
ekki neitt. Skemmtileg stund með
nokkrum vel afslappandi hlátrasköll-
um er aldrei ómerkileg. Flestir
myndu velja hlæjandi mömmu/
eiginkonu með pakkasósu frekar en
heimatilbúið í fýlu. Gerum það sem
okkur langar til, hver veit hvað við
höfum það tækifæri lengi!
Kellingaþættir
Þorbjörg Marinósdóttir fjallar
um sjónvarpsáhorf og staðlað
kvennaefni
» Skemmtilegstund með
nokkrum vel af-
slappandi
hlátrasköllum
er aldrei
ómerkileg.
Þorbjörg Marinósdóttir
Höfundur stundar nám við The
University of Derby við fjölmiðla-
fræði og er forfallinn áhorfandi án
samviskubits.
Ein helstu rök andstæðinga upp-
töku evru hér á landi eru að ekki
sé heppilegt að nota evru vegna
þess að íslenska hagsveiflan sé ekki
eins og hin evrópska – að hún sé
ósamhverf. Þegar hagsveiflan er
ósamhverf er hætt við verulegu at-
vinnuleysi þegar illa gengur en
aukinni verðbólgu þegar betur árar
í efnahagsbúskapnum.
Þá er á það bent að
án sjálfstæðrar pen-
ingamálastefnu taki
lengri tíma að laga
hagkerfið að breyttum
aðstæðum. Í sögulegu
samhengi er það rétt
að hagsveifla okkar
hefur ekki verið í takt
við hina evrópsku.
Sagan gefur hins veg-
ar takmarkaðar upp-
lýsingar um framtíð-
ina og óvarlegt að
álykta að taktleysið
muni vara um ókomin ár. Fyrir því
eru nokkur rök.
Í fyrsta lagi þarf að svara því
hvers vegna hagsveiflan var úr
takti við hina evrópsku. Hag-
sveiflur hérlendis áttu yfirleitt ræt-
ur í sjávarútvegi, annaðhvort vegna
breytinga í afla eða afurðaverði.
Þótt sjávarútvegur sé mikilvæg at-
vinnugrein fer vægi hans í heild-
arbúskap þjóðarinnar minnkandi og
þess vegna verður þjóðarbúið
ónæmara fyrir sveiflum í sjávar-
útvegi. Önnur ástæða taktleysis er
að á síðustu árum hefur uppbygg-
ing vegna stóriðju haft mjög já-
kvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og
valdið því að hagvöxtur hérlendis
er mun meiri en annars staðar í
Evrópu. Eftir því sem hagkerfi
okkar eflist munu umfangsmiklar
framkvæmdir hafa hlutfallslega
minna efnahagslegt vægi en áður.
Í öðru lagi er íslenskt atvinnulíf
að verða mun fjölbreyttara en áður.
Áður fyrr byggðist útflutningur
fyrst og fremst á sjávarútvegi en
nú hvílir útflutningur
einnig á stóriðju, há-
tækni og ferða- og
fjármálaþjónustu. Því
meira sem útflutn-
ingur drífur hagkerfið
áfram þeim mun háð-
ara verður það hag-
kerfum viðskiptalanda
okkar. Fyrir vikið eru
líkur á verulegum hag-
sveiflum miklu minni
og vaxandi líkur til
þess að hjarta íslenska
efnahagslífsins slái í
takt við hið evrópska.
Í þriðja lagi má færa fyrir því
góð rök að upptaka evru og inn-
ganga í Evrópusambandið muni
eitt og sér verða til þess að ís-
lenska hagsveiflan líkist æ meir
þeirri evrópsku. Sameiginlegur
gjaldmiðill ætti að geta aukið flæði
vöru og þjónustu og auðveldað er-
lendar fjárfestingar milli svæða.
Ekki má heldur gleyma jákvæðum
áhrifum af frjálsu flæði vinnuafls
milli svæða sem við þegar erum
farin að njóta góðs af. Sameiginleg
mynt mun auka enn frekar á það
flæði í báðar áttir.
Útrás margra íslenskra fyr-
irtækja hefur verið mikil síðustu
misseri. Til að mynda jukust tekjur
þjóðarbúsins af erlendum fjárfest-
ingum um 146% á síðasta ári. Í
reynd eru mörg þessara fyrirtækja
ekki lengur bara íslensk heldur
einnig evrópsk. Afkoma þeirra er
því háð efnahagsástandinu á meg-
inlandi Evrópu. Allt þetta gerir það
að verkum að vaxandi utanrík-
isviðskipti og útrás íslenskra fyr-
irtækja auka samhverfu hagsveifl-
unnar.
Að síðustu má nefna að á und-
anförnum áratugum hefur fylgni
milli hagvaxtar í ESB-ríkjum og á
Íslandi vaxið jafnt og þétt, sér-
staklega eftir að EES-samning-
urinn tók gildi 1994. Þetta hefur
gerst þrátt fyrir áðurnefnt takt-
leysi á síðustu árum. Þetta bendir
til að aðlögun okkar að evrópska
hagkerfinu sé þegar vel á veg kom-
in. Aðlögunin verður líkast til mun
meiri ef skrefið yrði stigið til fulls
og við göngum í Evrópusambandið
og Myntbandalag Evrópu.
Hagsveiflurökin halda ekki
Bjarni Már Gylfason fjallar um
hagkerfi og Evrópumál » Færa má fyrir þvígóð rök að upptaka
evru og innganga í ESB
muni eitt og sér verða til
þess að íslenska hag-
sveiflan líkist æ meir
þeirri evrópsku.
Bjarni Már Gylfason
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni