Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGINN 9. janúar sl.
skrifar sjávarútvegsráðherrann okk-
ar, Einar K. Guðfinnsson, grein um
dragnótaveiðar í
Skagafirði. Að hluta
til tel ég skrif þessi
svar við grein sem ég
skrifaði og birtist í
Morgunblaðinu 29.
desember sl. Að þessu
sinni ætla ég ekki að
fjalla sérstaklega um
skaðsemi dragnótar
heldur fjalla um þær
ályktanir og sam-
þykktir sem gerðar
hafa verið heima í hér-
aði.
400 manns lýstu yfir stuðningi
Árið 2004 var á aðalfundi í smá-
bátafélaginu Skalla samþykkt að
hlutast til um að banna dragnóta-
veiðar innan línu sem dregin væri úr
Ketubjörgum í Almenningsnöf og
náðist samstaða um þetta þótt sum-
um fyndist ekki nóg að gert. Þá var
safnað undirskriftum og rituðu um
400 manns nafn sitt til stuðnings
málinu, sem síðan var afhent sveit-
arstjóra og samþykkt í sveitarstjórn.
Málið var sent sjávarútvegsráðu-
neytinu og í símtali við mann í ráðu-
neytinu skömmu síðar fengust þau
svör að málið hefði verið afgreitt yfir
kaffibolla einn morguninn í þá veru
að ekkert skuli aðhafst.
Bannsvæðið eins og nöglin á
þumalfingri
Ráðherrann státar af því að Málm-
eyjarfirði (sem reyndar
hefði aldrei átt að opna)
hafi verið lokað með
reglugerð 7. ágúst sl. En
um hvað er verið að tala.
Leggi maður hægri
höndina ofan á sjókort í
mælikvarða 1:300 000
þar sem höndin er álíka
stór og Skagafjörður er
hið lokaða svæði álíka
stórt og nöglin á þum-
alfingrinum.
Aftur síðastliðið haust
var gerð samþykkt í
smábátafélaginu Skalla
og vildu nú menn ganga enn lengra í
samkomulagsátt og skyldi línan
dregin úr Ásnefi í Drangey norð-
anverða og þaðan í norðurenda
Málmeyjar, sem sagt lokað fyrir alla
dragnót fyrir innan eyjar.
Málmey og Drangey
loki fyrir dragnótina
Það er að skilja í grein ráðherra að
aðeins skuli athuga með að stugga
stærri bátunum út fyrir. Það er mið-
ur því fyrri samþykktir eru eindreg-
ið í þá veru að hið lokaða svæði skuli
alfarið friðað fyrir dragnót. Með því
að heimila bátum styttri en t.d. 22
metrar að lengd eða 100 tonn að
stærð dragnótaveiðar innan við eyj-
ar er sama og ógert. Hafi einhverjir
léð máls á öðru en algerri lokun fyrir
innan eyjar, eða einhver gögn borist
ráðherra um slíkt er það þvert ofan í
fyrri samþykktir og ekki marktækt.
Engar rannsóknir
– reynsla heimamanna
Sjávarútvegsráðherra segir að
ákvörðun um lokun verði að byggjast
á öðrum en fiskifræðilegum for-
sendum; en um hvað er hann að tala.
Mér vitanlega hafa engar rann-
sóknir farið fram varðandi dragnóta-
veiðar og áhrif þeirra á lífríki sjávar
og á fundi sem nýlega var haldinn
þar sem þessi mál bar á góma hafði
fulltrúi frá Hafrannsóknastofnun,
Þorsteinn Sigurðsson, ekki önnur
gögn fram að færa en gamla minn-
ispunkta frá Guðna heitnum Þor-
steinssyni.
Meðan svo er verður skilyrðislaust
að fara að óskum heimamanna. Þeir
þekkja söguna og vita hver reynslan
er af veiðum með dragnót í Skaga-
firði. Einnig er það nóg ástæða fyrir
lokun að hér er ekki meirihluti afla
dragnótabáta flatfiskur, hann nær
ekki 10% af heildaraflanum og því
engar forsendur til að leyfa drag-
nótaveiðar í Skagafirði.
Hafróaflinn skerðir
hlutleysi Hafró?
Í bæklingnum Stjórn fiskveiða
2006/2007 Lög og reglugerðir á bls.
38 stendur: „Heimilt er skipstjóra að
ákveða að hluti aflans reiknist ekki
til aflamarks skipsins. Þessi heimild
takmarkast við 0,5% af uppsjáv-
arafla og 5% af öðrum sjávarafla,
sem viðkomandi skip veiðir á fisk-
veiðiárinu og er bundinn eftirfarandi
skilyrðum:
a. Aflanum sé haldið aðskildum frá
öðrum afla skipsins og hann veginn
og skráður sérstaklega.
b. Aflinn sé seldur á uppboði á við-
urkenndum uppboðsmarkaði fyrir
sjávarafla og andvirði hans renni til
Verkefnasjóðs sjávarútvegsins sbr.
lög nr. 37/1992, með síðari breyt-
ingum.“
Hvað þýðir þetta á mannamáli?
Það þýðir það að skipstjóri getur
tekið allt að 5% aflans, sett á markað
merkt hafróafli og andvirði hans fer
inn á heftið hjá Hafrannsóknastofn-
un.
55 milljónir frá
dragnótabátum til Hafró
Á sl. fiskveiðiári 2005/2006 var
Hafróaflinn í þorski, ýsu og skarkola
alls 1.604 tonn, sem gæti hafa teygt
sig langleiðina í 200 milljónir í verð-
mæti. Hlutur dragnótarinnar var
umtalsverður eða 38%. Frá útgerð-
um þeirra hafa því komið um 55
milljónir inn reikning hjá Verkefn-
issjóði sjávarútvegsins, sem greitt
hefur lungann af því áfram til Hafró.
20% af söluandvirði fer til útgerðar
og áhafnar, sem í þessu tilfelli er um
15 milljónir. Rétt er að upplýsa að
bátarnir þurfa ekki að leggja fram
kvóta fyrir þessum 1.604 tonnum.
Það er því fullkomlega eðlilegt að
álykta að Hafrannsóknastofnun sé í
erfiðri stöðu til að ákvarða um skað-
semi dragnótar og loka svæðum þar
sem ljóst er að stofnunin fær tugi
milljóna í greiðslur frá dragnótabát-
um í formi HAFRÓAFLA á ári
hverju.
Fer ekki fram á að ráðherrann
svari þessari grein en þætti vænt um
ef hann sæi sér tíma til að lesa hana
tvisvar.
Gerir Hafróafli Hafró vanhæfa –
Dragnótina burt úr Skagafirði
Steinar Skarphéðinsson fjallar
um dragnótaveiðar í Skagafirði
og gerir athugasemdir við
grein Einars K. Guðfinnssonar
» Frá útgerðum þeirrahafa því komið um
55 milljónir inn á reikn-
ing hjá Verkefnissjóði
sjávarútvegsins, sem
greitt hefur lungann af
því áfram til Hafró.
Steinar Skarphéðinsson
Höfundur vélstjóri, starfar nú sem
öryggisvörður hjá Landspítalnum
Hringbraut.
MIÐVIKUDAGINN 24. janúar sl.
birtist grein í Morgunblaðinu eftir
Aðalstein Árna Baldursson, formann
Verkalýðsfélags Húsavíkur og ná-
grennis, undir fyrirsögninni: Álver –
góður kostur. Þar heldur hann því
fram að lífsspursmál sé fyrir Norð-
lendinga að álver rísi á Húsavík.
Grein sína endar Að-
alsteinn með hvatning-
arorðunum: Álver á
Norðurland! Þótt rann-
sóknum sé enn ekki
lokið og umhverfismat
liggi ekki fyrir setur
hann fram skýrar og
klárar óskir um að ál-
ver verði byggt. Þetta
þykir mér ekki vönduð
afstaða og reyndar dá-
lítið gamaldags.
Þegar um risafram-
kvæmdir á borð við ál-
ver er að ræða, veltur á
miklu að menn hlaupi ekki til og óski
eftir ákveðinni niðurstöðu í málinu,
áður en fyrir liggja nauðsynlegar at-
huganir. Frekar vildi ég sjá verka-
lýðsleiðtoga undirstrika nauðsyn ít-
arlegra athugana áður en ákvarðanir
eru teknar. Ég vildi einnig sjá verka-
lýðsleiðtoga á landsbyggðinni skoða
mál betur áður en hann fullyrðir að
nóg sé komið af yfirlýsingum um
„eitthvað annað“ og að slíkur mál-
flutningur sé gjaldþrota. Ég held
hins vegar að áðurnefndar óskir Að-
alsteins um álver, á því stigi sem það
mál stendur, séu ekki lausar við að
vera gjaldþrota, ekki síst í samhengi
við þær niðurstöður sem vís-
indamenn eru að tína inn á borð til
okkar varðandi ástand umhverf-
ismála heimsins.
Góð umhverfisímynd lykillinn
að framtíð landsbyggðarinnar
Í mínum huga er alveg ljóst að góð
umhverfisímynd lands okkar er það
verðmætasta sem íslensk þjóð á.
Fáum við á okkur neikvæða um-
hverfisímynd verður erfitt að losna
undan henni, ekki síst ef sú ímynd er
tengd auðsæjum lýtum á landinu og
leið okkar í þessum málaflokki er
vörðuð afgerandi afglöpum. Fram-
tíðargrundvöllur matvælafram-
leiðslu og ferðaþjónustu ásamt
flestri annarri starfsemi í landinu
mun að afar miklu leyti velta á þess-
ari ímynd eins og umræðan er að
þróast um allan heim í dag. Sá sem
ekki áttar sig á að öll sú uppbygging
stóriðju sem áformuð er teflir þess-
ari ímynd í tvísýnu er blindur og hef-
ur stungið höfði í sand ónýtra hug-
mynda um að setja nánast öll egg
íslenskrar orku í körfu mengandi
stóriðju.
Ef áframhaldandi
uppbygging álbræðslu
á ekki að stórskaða
ásýnd okkar að þessu
leyti þurfa rök stuðn-
ingsmanna hennar um
hreina orku til málm-
bræðslu að vera skot-
held. En eru þau það?
Því fer fjarri, það sýna
m.a. rannsóknir á um-
hverfislegu mikilvægi
framburðar ánna sem
stöðvaður er í virkj-
analónum við Kára-
hnjúka og víðar. Þar fyrir utan hefur
ómetanlegum djásnum íslenskrar
náttúru verið fórnað þar um alla
framtíð. Við Húsavík eru hugmyndir
um að nýta jarðvarma til orkufram-
leiðslu fyrir áðurnefnt álver. Gott er
að fá þann möguleika upp á borðið,
umhverfislega og efnahagslega kosti
hans og galla. Framtíðar möguleikar
landsbyggðarinnar liggja hinsvegar
að mínu áliti fyrst og fremst í nýt-
ingu á hreinni náttúru og óspilltu
umhverfi. Þann möguleika á lands-
byggðin langt umfram þéttbýlið á
suðvesturhorninu með fullri virðingu
fyrir margvíslegum tækifærum þar í
þessu tilliti. Spurningin er einungis
hvort við höfum þolinmæði og þrek
til að vinna rétt úr honum.
Vandaðri vinnubrögð við
ákvarðanatöku
Og þá erum við farin að tala um
„eitthvað annað“ sem er t.d. vaxt-
armöguleikar atvinnugreina sem
fyrir eru, ásamt nýjum hugmyndum.
Við munum þurfa að halda vel ut-
anum þessar greinar, skilja eftir
orku og andrúmsloft þeim til vaxtar
og viðgangs. Þann þáttinn hafa menn
ekki skoðað nægilega vel í ákafanum
eftir álbræðslu. Mikil nauðsyn er á
samræmdri stefnumótun í orku, at-
vinnu og umhverfismálum, því þegar
mikið er framkvæmt verður leiðin
milli stórfellds ávinnings og stór-
felldra mistaka svo ótrúlega stutt
vegna afkastamikillar tækni.
Sé Kárahnjúkadæmið stærstu af-
glöp í sögu íslenskrar þjóðar, eins og
ýmsir hafa fært rök að tók aðeins
fjögur ár af þúsund að koma þeim í
kring. Augljóst dæmi um vond
vinnubrögð af þessum toga er að áð-
urnefndri framkvæmd skyldi ýtt úr
vör strax, í stað þess að ljúka áður
við rammaáætlun um virkjanakosti.
Eftir fyrsta áfanga skýrslunnar fékk
þessi stærsta framkvæmd Íslands-
sögunnar, þá nýfarin af stað, fall-
einkunn varðandi umhverfisþáttinn.
Niðurstaða sem kallar á aukna
ábyrgð og vandaðri vinnubrögð en
hingað til hafa tíðkast.
Einmitt á þessum punkti hafa
margir duglegir og ágætir talsmenn
landsbyggðarinnar flaskað. Ég er
ekki talsmaður þess að kostir og gall-
ar stóriðju séu ekki skoðaðir en ég er
þess fullviss að í þeim athugunum
hefur mönnum yfirsést og gleymst
nauðsynlegur samanburður á henni
og „einhverju öðru“
Um valkostinn „eitthvað annað“
vita allir heilmikið. Þannig er því
auðvitað einnig varið með Aðalstein
Árna Baldursson. Þess vegna er ekki
við hæfi að stilla okkur sífellt upp við
vegg sem höfum haft efasemdir
varðandi frekari stóriðju og segja að
við höfum ekkert fram að færa. Slík-
ar fullyrðingar minna nokkuð á um-
mæli Friðriks Sophussonar í aðdrag-
anda Kárahnjúkaframkvæmdanna
um að menn yrðu að gera upp við sig
hvort þeir vildu halda áfram upp-
byggingu stóriðju eða að búa í mold-
arkofum. Trúa menn slíkum mál-
flutningi enn í dag?
Álver á Húsavík?
Stefán Gunnarsson fjallar um
álver og umhverfismál og svar-
ar grein Aðalsteins Árna Bald-
urssonar
» Í mínum huga er al-veg ljóst að góð um-
hverfisímynd lands okk-
ar er það verðmætasta
sem íslensk þjóð á.
Stefán Gunnarsson
Höfundur er garðyrkjubóndi í Ak-
urseli og framleiðir lífrænt grænmeti.
Á DÖGUNUM birtist frétt þess
efnis að menntamálaráðherra ynni
að því að sameina Fjöltækniskólann
og Iðnskólann í Reykjavík. Það
kemur svo sem ekkert á óvart að
Sjálfstæðisflokkurinn vilji fjölga
einkaskólum og draga úr ríkisums-
vifum enda hefur menntamálaráð-
herra aldrei farið leynt með aðdáun
sína á einkareknum skólum. Í þessu
samhengi sagðist hún
vera sannfærð um að
einkarekstur í skóla-
kerfinu hefði leitt til
farsældar fyrir allt
skólasamfélagið. Þessi
orð vöktu mig til um-
hugsunar.
Einkaskólar og
einkaskólar eru ekki
endilega það sama.
Sumir skólar rukka
himinhá skólagjöld á
meðan að aðrir skólar
eru fjármagnaðir að
mestu af ríkinu og
nemendur greiða sam-
bærileg gjöld vegna náms og hjá op-
inberum skóla. Þetta er nokkuð sem
verður að hafa í huga þegar til
stendur að einkavæða stærsta fram-
haldsskóla landsins, með um 2.200
nemendum. Auk þess að vera
stærsti framhaldsskóli landsins er
nefnilega um að ræða stærsta iðn-
skóla landsins, og nemendur hans
koma alls staðar að af landinu. Við
erum því ekki einungis að ræða um
iðnskóla heldur í raun framtíð iðn-
menntunar í landinu öllu. Á meðan
staðan er sú að nemendur geta ekki
stundað iðnnám að eigin vali nálægt
sinni heimabyggð er hreint út sagt
ekki réttlætanlegt að hið opinbera
ætli að fría sig ábyrgð á iðnnámi og
færa starfsemina í hendur einka-
aðila.
Það er því gott og blessað að
menntamálaráðherra telji einka-
rekstur skóla leiða til farsældar fyr-
ir skólasamfélagið. Ég vil hins vegar
leggja meiri áherslu á það hvort slík
stefnubreyting sé góð fyrir sam-
félagið í heild sinni. Hver er stefna
ríkisstjórnarinnar um iðnnám á Ís-
landi? Er með þessum gjörningi
verið að veikja stoðir velferðarþjóð-
félagsins og skerða
jafnrétti til náms á
framhaldsskólastigi?
Það er spurningin sem
við þurfum að svara áð-
ur en haldið er áfram.
Munu nemendur þurfa
að greiða há skólagjöld
eftir einkavæðinguna
og mun áfram verða
boðið upp á fjölbreyttar
námsleiðir, þar með
taldar námsleiðir sem
ekki borga sig fyrir
einkaaðila?
Það eru ekki góð
vinnubrögð að þingmenn frétti af
jafn mikilvægum áætlunum í gegn-
um fjölmiðla og fái ekki að koma að
umræðunni fyrr en mennta-
málaráðherra er búin að ákveða nið-
urstöðuna. Það hlýtur að vera krafa
landsmanna að kjörnir fulltrúar
okkar fái að ræða þetta mál á Al-
þingi og koma að stefnumótun á
sviði iðnnáms á réttum vettvangi.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð leggur áherslu á nýja stefnu í
menntamálum þar sem fjölbreytni
og metnaður haldast í hendur. Með-
al áhersluatriða í menntamálum á
næstu árum er að móta markvissa
stefnu um iðnnám svo að fólk hafi
aðra valkosti en hefðbundið bók-
nám. Sérstaklega þarf að huga að
eflingu iðnnáms utan höfuðborg-
arsvæðisins þannig að fólk um land
allt hafi jöfn tækifæri til framhalds-
náms. Ég tek undir þessa stefna og
tel að hið opinbera eigi að styrkja
við iðnnám og leggja metnað sinn í
að efla það í stað þess að fría sig
ábyrgð á því.
Skerðing iðnnáms
á döfinni?
Auður Lilja Erlingsdóttir
fjallar um sameiningu Fjöl-
tækniskólans og Iðnskólans í
Reykjavík
Auður Lilja
Erlingsdóttir
» Það eru ekki góðvinnubrögð að þing-
menn frétti af jafn mik-
ilvægum áætlunum í
gegnum fjölmiðla og fái
ekki að koma að um-
ræðunni fyrr en
menntamálaráðherra er
búin að ákveða nið-
urstöðuna.
Höfundur er formaður UVG
og í 3. sæti VG í Reykjavík-suður.