Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur BragiTheodórsson
fæddist í Braut-
arholti á Akranesi
20. ágúst 1943.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 19. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Theodór Ein-
arsson, f. 9.5. 1908,
d. 8.8. 1999, og Guð-
rún E. Ólafsdóttir,
f. 11.10. 1917, d.
18.6. 1990. Systur
Ólafs eru Ragnhildur, f. 27.7.
1940, og Ester Lind, f. 26.12.
1950.
Ólafur kvæntist hinn 7.11. 1964
Júlíu Baldursdóttur, f. 2.3. 1946.
Foreldrar hennar voru Baldur
Guðjónsson, f. 23.1. 1924, d.
31.12. 2001, og Ragnhildur Ísleif
Þorvaldsdóttir, f. 17.6. 1926, d.
26.8. 1998. Börn Ólafs og Júlíu
eru: 1) Baldur Ragnar, f. 28.1.
1964, kvæntur Auði
Líndal Sigmars-
dóttur, f. 29.5. 1980,
og eru börn þeirra
Alexía Mist, f. 1999,
og Júlíus Emil, f.
2002; frá fyrra
hjónabandi á Bald-
ur soninn Ólaf Dór,
f. 1990. 2) Guðrún
Ellen, f. 21.7. 1965,
gift Guðjóni Theo-
dórssyni, f. 3.1.
1963, og eru synir
þeirra Jökull, f.
1984, í sambúð með
Tinnu Pétursdóttur, f. 1981, og
Birkir, f. 1987. 3) Ragnhildur Ís-
leifs, f. 20.8. 1977, í sambúð með
Birgi Guðmundssyni, f. 13.11.
1979, og eru börn þeirra Ísak
Darri, f. 1998, og Ísafold, f. 2006.
Ólafur stundaði verslunarstörf
alla tíð.
Útför Ólafs verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Fyrr en varir er komið að kveðju-
stund. Margs er að minnast og
margt ber að þakka.
Ég er þakklát fyrir öryggið sem
ég fann hjá þér sem barn, takk fyrir
að hafa veitt mér áhyggjulausa
æsku.
Ég minnist fjörugra útileikja með
þér í garðinum.
Ég minnist tjaldútilegu norður í
Vaglaskógi.
Ég minnist söngvakeppni í sjón-
varpinu, ég fékk að vaka, sat í fang-
inu á þér og við deildum nammiskál.
Takk fyrir allt það sem þú varst
mömmu, mér og systkinum mínum.
Takk fyrir að hafa verið sonum
mínum yndislegur afi og manni
mínum góður tengdafaðir.
Ég er þakklát fyrir að hafa deilt
með þér áhuga á hinum ýmsu
íþróttum, fyrir stuðninginn þegar
ég sem barn og unglingur stundaði
íþróttir, fyrir alla leikina sem við
horfðum á saman og fyrir sameig-
inlegan áhuga okkar á golfinu nú
síðari ár, ég þá sem nýliði.
Ég þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar á laugardagsmorgn-
um yfir kaffibolla, þeirra stunda
verður sárt saknað.
Ég minnist atburða er ég vann
hjá þér.
Ég minnist golfferðar til Spánar,
heyri hlátur þinn yfir spaugilegum
atvikum þar.
Ég minnist ratleiks í Skógrækt-
inni með sonum mínum.
Ég þakka fyrir óteljandi ábend-
ingar um spaugilegar hliðar á lífinu
og tilverunni, glettnina í augum þín-
um sem ávallt kætti mann.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
með þér tvær vikur eftir að þú
veiktist, að sitja yfir þér og tala við
þig þó að ég hafi ekki vitað hversu
mikið þú skynjaðir, rifja upp minn-
ingar og sætta mig við orðinn hlut.
En fyrst og fremst er ég þakklát
fyrir samfylgdina í gegnum lífið,
samfylgd sem aldrei bar skugga á.
Verst að hún tók enda allt of fljótt.
Vegferð þinni á þessari jörðu er
nú lokið. Ég kveð þig að sinni.
Ellen.
Mig langar til að minnast pabba í
fáum orðum.
Pabbi var alla tíð hraustur maður
og afar lífsglaður. Hann átti góða
ævi, sinnti fjölskyldu sinni af kost-
gæfni og gaf sér tíma fyrir áhuga-
mál sín. Hann var alltaf boðinn og
búinn að gera allt til að létta undir
með okkur systkinunum. Hann tók
það líka mjög nærri sér ef eitthvað
var ekki eins og það átti að vera,
mátti heldur ekkert slæmt heyra
eða sjá því þá varð hann eyðilagður
maður, en svo gladdist hann með
okkur þegar vel gekk og var stoltur
þó hann væri ekki sífellt að tala um
það.
Pabbi tók alltaf vel á móti okkur
þegar við komum í heimsókn. Okk-
ur leið alltaf eins og við hefðum ekki
sést í margar vikur því slíkar voru
móttökurnar, við sem hittumst að
minnsta kosti vikulega. Pabbi hafði
líka mikið dálæti á barnabörnunum
og öllum leið vel hjá honum. Hann
hafði sérstakt lag á börnum og þau
drógust að honum. Hann gladdist
með þeim þegar þau hlógu og þeim
leið vel en um leið og einhver fór að
gráta var hann fyrstur til að hlaupa
og bjóða fram hjálparhönd. Það má
segja að hann hafi orðið að barni
með börnunum.
Pabbi var mjög spenntur að ljúka
starfsferli sínum og geta snúið sér
betur að golfinu og ferðast um
heiminn. Einn af hans draumum var
að dvelja í Sviss og á Ítalíu þar sem
við Baldur vorum búsett en það eru
staðir sem hann heillaðist sérstak-
lega af. Ég er ekki í vafa um að
hann á eftir að njóta sín þar núna
og fara með alla fjölskylduna og
vinina sem hann á fyrir ofan skýin í
skoðunarferðir og dásama feg-
urðina.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykk-
ar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist
sál mín upp í mót til ljóssins Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Elsku pabbi, ég er þakklát fyrir
öll þau ár sem við áttum saman og
ég hlakka til að hitta þig aftur en
þangað til vona ég að þú hafir það
sem allra best.
Þín dóttir,
Ragnhildur.
Ég stend á strönd og horfi á skip
sigla í morgunblænum út á hafið.
Það er falleg smíði og ég stend þar
og horfi á það uns það hverfur sjón-
um mínum úti við sjóndeildarhring.
„Það er farið!“ Farið! Hvert?
Farið úr minni augsýn. Það er allt
og sumt. Það er þó enn jafn stórt í
möstrum, bol og siglutrjám og þeg-
ar ég sá það og getur flutt jafnmik-
inn farm og mannfjölda á ákvörð-
unarstað. Minnkandi stærð og hvarf
þess úr minni augsýn er í huga mér
en ekki í því. Og einmitt þegar ein-
hver nálægur segir: „Það er farið!“
þá eru aðrir, sem horfa á það koma
og aðrar raddir heyrast kalla:
„Þarna kemur það!“ Og þannig er
að deyja. Takk fyrir allt, ég sakna
þín.
Þín tengdadóttir
Auður.
Því hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið.
(Kahlil Gibran)
Elskulegur bróðir og vinur hefur
nú kvatt þetta jarðlíf eftir stutta
sjúkrahúslegu. Hans verður sárt
saknað af yndislegri fjölskyldu og
stórum hópi vina.
Óli bróðir var afar hlýr og gef-
andi persónuleiki. Í návist hans var
gott að vera.
Hann átti auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðarnar í lífinu og glað-
værð hans og skemmtileg tilsvör
vöktu ávallt mikla kátínu. Óli hafði
yndi af söng, og í góðra vina hópi
söng hann af hjartans lyst og hljóm-
aði þá oft hinn fallegi texti og lag
„Angelina“ sem sunginn var af mik-
illi innlifun. Kæri Óli, við systur
kveðjum þig nú með þessu litla ljóði
sem faðir okkar orti við andlát móð-
ur okkar:
Ástvinir munu þér aldrei gleyma
meðan ævisól þeirra skín.
Þú horfinn ert burtu til betri heima.
Blessuð sé minning þín.
(Theodór Einarsson)
Þínar systur
Ragnhildur og Ester.
Nú er afi dáinn en ég fékk að
kynnast honum vel því ég bjó hjá
honum fyrstu þrjú árin mín. Við afi
vorum góðir vinir og unnum mikið
saman. Ég, afi og Sigurjón vinur
okkar vorum oft að smíða og laga
ýmislegt í kringum húsið hans afa
og þá sagði afi alltaf að við værum
vinnumennirnir hans.
Ég fékk líka stundum að koma
með afa í vinnuna og þar unnum við
líka saman og yfirleitt fékk ég eitt-
hvert nammi að launum. Afi hjálp-
aði mér líka stundum að læra þegar
það var eitthvað sem ég skildi ekki.
Ég gat alltaf platað afa til að fara
með mér að sofa því honum þótti
gott að fara snemma í háttinn. Þá
lágum við stundum og spjölluðum
saman og oft var afi farinn að hrjóta
á undan mér.
Fyrir þremur vikum sagði
mamma mér að afi hefði veikst og
væri nú kominn á sjúkrahús en okk-
ur datt ekki til hugar að við yrðum
að kveðja hann svona fljótt. En Guð
hefur þurft á honum að halda í önn-
ur störf og ég þakka fyrir að hafa
kynnst honum og eytt öllum góðu
stundunum með honum og ömmu.
Nú þegar ég kem á Akranes þá er
ég húsbóndinn á heimilinu og fæ
lánaða afaholu því þar finnst mér
best að sofa.
Nú er afi kominn upp til Guðs og
þar hittumst við einn daginn og þá
held ég að afi hafi nóg verkefni fyrir
okkur til að vinna saman.
Ég man hvert orð, hvert atvik afi minn,
já allt það sem þú gjörðir fyrir mig.
Mér þótti falleg ljúfu lögin þín
Sem lítið barn, ég hlustaði á þig.
Nú vil ég þakka elsku afi minn
okkar samleið sem var björt og heið.
Í lífi mínu lifir minning þín
sem lýsir mér á ævi minnar leið.
(Theodór Fr. Einarsson)
Þinn
Ísak Darri.
Hinn 19. febrúar barst mér sú
harmafregn að Óli væri dáinn og
varð þungt um hjarta. Mikið skelfi-
lega var það erfitt að færa honum
Óla Dór mínum þær fréttir að afi
hans og nafni væri dáinn. Ég var
svo lánsöm í lífinu að fá að kynnast
þeim hjónum Óla og Júllu þegar við
Baldur rugluðum saman reytum. Þó
að leiðir okkar Baldurs skildi áttum
við Óli Dór og Stefán Orri, ávallt
þau Óla og Júllu að. Óli var ein-
stakur maður, ljúfmenni í orðsins
fyllstu merkingu og við Óli Dór vor-
um að rifja upp að við munum ekki
eftir honum öðruvísi en brosandi og
glaðlegum. Við höfum setið núna og
rifjað um minningar um afa Óla.
Þær eru ljúfar og fullar af gáska og
gleði og munum við ylja okkur við
þær um ókomna tíð. Þegar afi Óli
týndi sendlinum eða gleymdi svið-
unum.
Óli var hvers manns hugljúfi og
vildi allt fyrir alla gera. Nafna sín-
um var hann mikill vinur og þau
hjón bæði. Mér finnst ég ekki geta
talað um Óla nema tala líka um
Júllu, því fyrir mér voru þau sem
eitt. Þau hjón eru í mínum huga ein-
staklingar sem ég lít upp til og er
þakklát fyrir að hafa fengið að njóta
þess að hafa þau í lífi mínu. Sorg og
Ólafur Bragi
Theodórsson
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð
föstudaginn 23. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 28. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Ingvar Þóroddsson, Guðrún Baldursdóttir,
Þóra Ingibjörg Þóroddsdóttir, Martin Næs,
Hólmfríður Þóroddsdóttir, Dam Mikaelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Amma okkar og stjúpmóðir mín,
KAREN ELÍSABET GÍSLASON,
Norðurbrún 1,
áður Miðtúni 90,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 15. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Benedikt Karlsson,
Heimir Sigurður Karlsson,
Gróa Jóna Guðjónsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI H. GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
22. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 2. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimers-
sjúklinga, sími 533 1088 og 898 5819.
Guðmundur Árnason, Júlíana Árnadóttir,
Lára Hrönn Árnadóttir, Ari Jónsson,
Sigríður Árnadóttir, Kenneth B. Clarke,
Haraldur Árnason,
Árni Árnason, A. Íris Hjaltadóttir
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓN MIKAELSSON,
Hvassaleiti 8,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn
24. febrúar.
Ásta Ingibjörg Snorradóttir,
Soffía S. Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson,
Gunnlaug Guðmundsdóttir, Birgir Örn Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
HREFNA SVAVA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sóleyjarima 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
25. febrúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á minningarsjóð Krabbameinsfélagsins.
Eyjólfur Arthúrsson,
Unnur Úlfarsdóttir, Gísli Árnason,
Þorsteinn Úlfarsson,
stjúpbörn og ömmubörn.