Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 37
ert á góðum stað með afa og líður vel.
Takk fyrir allt amma mín, ég elska
þig.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Þinn Stebbi „litli“
Stefán Ólafur.
Amma mín, Alma Björnsdóttir,
lést á líknardeild Landakotsspítala
aðfaranótt sunnudagsins 18. febrúar
síðastliðinn eftir stutt veikindi. Við
systkinin vorum svo lánsöm að njóta
þess að amma bjó fyrir sunnan frá
því að við vorum lítil. Hún aðstoðaði
foreldra okkar við barnagæslu og
eftir að við byrjuðum í skóla nutum
við þess að amma heimsótti okkur
minnst einu sinni í viku, gaf okkur að
borða og eyddi tíma með okkur. Oft-
ar en ekki hlýddi hún okkur yfir fyrir
próf og hjálpaði okkur við heima-
vinnu. Hún sýndi námi okkar mikinn
áhuga, geymdi fyrir okkur vinnu-
bækur og sá til þess að við kynnum
námsefnið vel og værum alltaf vel
undirbúin í skólanum. Okkur varð
oft á orði að amma hefði sómt sér vel
sem kennari.
Ósjaldan var amma með í för þeg-
ar fjölskyldan ferðaðist saman. Árið
1988 fórum við sex saman að heim-
sækja yngri son ömmu sem var við
nám í Danmörku. Ferðin var hin
besta enda veðrið gott. Ekkert
barnabarnanna gleymir því þegar
virðulega amma okkar fór úr hælas-
kónum og hoppaði á trampólíni í
skemmtigarði á Fjóni. Margar sum-
arbústaðaferðir voru einnig farnar
en ef til vill fór ég eina eftirminnileg-
ustu ferðina með ömmu fyrir um
fimmtán árum. Þá bauð amma mér
með sér í rútu norður á Sauðárkrók.
Við gistum heima hjá frændfólki og
eyddum nokkrum dögum við heim-
sóknir til fjölmargra vina ömmu á
Sauðárkróki. Ég man að það kom
mér á óvart hversu marga amma
þekkti fyrir norðan og eins fannst
mér gaman að sjá ömmu hlæja
löngum stundum í selskap vinkvenna
sinna.
Amma Alma var létt í lund og
brýndi fyrir barnabörnunum að
brosa við lífinu. Hún talaði aldrei illa
um nokkurn mann og virtist alltaf
takast að finna góðar hliðar við allt
og alla. Hún var góð fyrirmynd og
leið best þegar allt gekk vel hjá fjöl-
skyldu hennar og öllum leið vel. Ég
minnist ömmu með söknuði en eins
bros á vör. Guð blessi minningu
ömmu Ölmu.
Alma Sigurðardóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 37
✝ Kári ViðarÁrnason, bóndi
á Hallbjarn-
arstöðum á Tjör-
nesi, fæddist á
Húsavík 25. ágúst
1950. Hann varð
bráðkvaddur 22.
janúar síðastliðinn,
þá staddur á Laxa-
mýri. Hann var son-
ur hjónanna Katr-
ínar
Friðbjarnardóttur
húsmóður á Hall-
bjarnarstöðum, f.
15.12. 1922, d. 24.3. 1991, og
Árna Kárasonar bónda þar, f.
12.6. 1913, d. 13.10. 1991.
Kári Viðar kvæntist Fanneyju
Sigtryggsdóttur, f. 20.7. 1954,
hinn 18.2. 1973. Börn þeirra
Fanneyjar og Kára Viðars eru
Árni Viðar búfræðingur, f. 10.7.
1973, búsettur á Hallbjarn-
arstöðum, og Sigrún Hulda bók-
ari, f. 26.9. 1978, en hún og sam-
býlismaður hennar, David Cook
tryggingaráðgjafi, f. 23.3. 1973,
eru búsett í Southampton í Eng-
landi. Eldri bróðir Kára Viðars
er Sigurbjörn Eiður
múrarameistari á
Hallbjarnarstöðum,
f. 4.10. 1946, eig-
inkona hans er
Nanna Fornadóttir
húsmóðir, f. 11.8.
1948. Yngri bróðir
Kára er Ingólfur
Hilmar sjómaður á
Húsavík, f. 4.9.
1956, kvæntur
Freyju Eysteins-
dóttur, f. 18.8.
1958.
Kári og Fanney
tóku við búi af foreldrum hans
fyrir um 30 árum og búskapur
var hans ævistarf, aðallega sauð-
fjárrækt en einnig kálfaeldi.
Hann stundaði sjó á trillubáti
meðfram búskapnum og grá-
sleppuveiðar á hverju vori frá
því hann var unglingur. Hann
var músíkalskur og lék á harm-
oniku. Hann aflaði sér þekkingar
um setlögin á Tjörnesi, safnaði
skeljum og setti upp safn til sýnis
fyrir ferðamenn.
Útför Kára var gerð frá Húsa-
víkurkirkju 30. janúar.
Þótt nokkurrar mildi hafi gætt í
veðri í byrjun þorra voru tíðindin
vægðarlaus. Kári Viðar, náfrændi
minn og nafni, hefur orðið bráð-
kvaddur við störf sín, dáinn langt
um aldur fram, aðeins 56 ára gam-
all. Hann ólst upp á Hallbjarn-
arstöðum og var í miðið af þremur
bræðrum. Hinum megin við bæj-
arlækinn á samnefndum bæ
bjuggu þau Sæmundur Bjarki, f.
2.11. 1915, d. 8.8. 2004, föðurbróðir
Kára Viðars, og eiginkona hans,
Sigríður Katrín Parmesdóttir, f.
14.10. 1922, ásamt börnum sínum
fjórum. Kári Viðar ólst því upp í
glaðværum bræðra- og frænd-
systkinahópi. Sigríður býr enn
handan við lækinn, glöð og hress
og man tímana tvenna.
Æskuár Kára liðu fljótt við leik
og störf. Hann lauk skyldunámi í
farskóla. Vann ýmsa íhlaupavinnu
og starfaði í eitt ár við vélavið-
gerðir í Vélsmiðjunni Hamri í
Reykjavík. Aftur fór hann suður
og vann um skeið hjá Loftorku á
meðan Fanney eiginkona hans var
í húsmæðraskóla. Þegar tímar liðu
fram tóku þau Fanney smám sam-
an við búi Katrínar og Árna og að
fullu fyrir um 30 árum.
Kári var heimakær og stundaði
búskapinn af alúð. Hann var
löngum sjálfum sér nógur með all-
ar viðgerðir, hvort sem það var við
trésmíðar, vélaviðgerðir eða laut
að útgerðinni, hann var réttnefnd-
ur þúsundþjalasmiður. Þeir bræð-
ur, Eiður og Kári, reistu sér báðir
íbúðarhús skammt frá „gamla“
húsinu. Snyrtimennska þeirra
bræðra er einstök. Aðalstarf Kára
Viðars var sauðfjárrækt en hann
jók kálfaeldi við búið og grá-
sleppuveiðarnar á vorin voru
annasamur tími. Kári og Fanney
voru samhent með búskapinn en
löngum hefur hún einnig stundað
fulla vinnu í hraðfrystihúsi á
Húsavík.
Kári var elskusamur heimilis-
faðir, gestrisinn, viðmótshlýr og
músíkalskur, lék bæði á harmon-
iku og hljómborð. Hann var í
Harmonikufélagi Þingeyinga frá
1990 og sat þar stjórn. Hann lék
fyrir dansi og á mótum harmon-
ikuunnenda.
Vestan og norðan á Tjörnesi eru
nokkurra milljóna ára gömul set-
lög þar sem skiptast á skeljalög og
surtarbrandslög, um 500 m þykk.
Þessar jarðmyndanir eru með
þeim merkustu á Íslandi. Skelja-
lögin eru einna aðgengilegust við
Hallbjarnarstaðaá. Kári Sigurjóns-
son, f. 2.3. 1875, d. 19.1. 1949, fyrr-
um bóndi á Hallbjarnarstöðum, afi
okkar Kára Viðars, safnaði skelj-
um og aflaði sér víðtækrar þekk-
ingar á Tjörneslögunum. Þótt af-
inn væri látinn þegar Kári Viðar
fæddist fetaði hann í fótspor hans.
Hann safnaði skeljum og setti upp
gott safn steingervinga með aðstoð
fjölskyldu sinnar á Hallbjarnar-
stöðum. Við greiningu skeljanna
naut hann ómetanlegrar aðstoðar
Jóns Eiríkssonar jarðfræðings og
Leifs Símonarsonar steingervinga-
fræðings.
Móðir þess er hér festir línur á
blað, Ásdís Káradóttir, f. 16.4.
1912, d. 31.12. 1997, fór alfarin
suður á land úr heimahúsum á
Hallbjarnarstöðum 17 ára gömul.
Hún tók með sér mynd frá Hall-
bjarnarstöðum og gaf niðjum sín-
um. Í forgrunni er blágresið í
lækjarhvömmunum, til suðurs séð
til Héðinshöfða og Lundeyjar að-
eins vestar, í vestri svipmikil
Kinnarfjöllin. Á Jónsmessunni
skín miðnætursólin í norðri. Þarna
vildi Kári Viðar lifa og starfa.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég Fanneyju, Árna, Sigrúnu og
David. Blessuð sé minning Kára
Viðars Árnasonar.
Kári Sigurbergsson.
Kári Viðar Árnason
lestri bóka, ekki síst þeim sem
snertu landið okkar og lífsbaráttu
fólks og glímu þess við náttúruöflin.
Hann var sjálfur prýðilega ritfær og
hélt til haga ýmsu varðandi þjóð-
legan fróðleik. Sumt af því hefur
birst á prenti en ýmislegt held ég að
hafi verið ófrágengið á því sviði af
hans hálfu. Guðfinnur fylgdist ávallt
vel með þróun mála í Strandasýslu.
Hann, eins og margir dreifbýlisbú-
ar, horfði uppá fólksfækkun í sveit-
unum síðustu áratugi. Sú þróun var
honum áhyggjuefni, ekki síst ef jörð
fór í eyði.
Þá var höggvið skarð í sveitina
sem um leið gerði lífið fábreyttara
því enn veltur búskapur í dreifbýli
að nokkru á samvinnu og samstarfi
meðal sveitunganna. Eitt af áhuga-
málum Guðfinns var spurninga-
keppni sem Strandamenn hafa
haldið undanfarna vetur. Þar var
hann að sjálfsögðu meðal þátttak-
enda enda bæði fróður og minnug-
ur. Í keppninni nýttust þessir hæfi-
leikar hans vel. Var auðheyrt á
honum að hann taldi þessa keppni
meðal stærri menningarviðburða ár
hvert.
Ég vil að lokum þakka Guðfinni
sérlega góð og ánægjuleg kynni á
undangengnum árum.
Við María biðjum guð að styrkja
Arnheiði vinkonu okkar í sorginni
og jafnframt vottum við fósturbörn-
um Guðfinns og öllu skyldfólki hans
okkar innilegustu samúð á kveðju-
stundu.
Örn Þórarinsson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 – www.englasteinar.is
15% afsláttur af öllum
legsteinum og fylgihlutum
Sendum
myndalista
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæru sambýliskonu, dóttur, móður, tengda-
móður og ömmu,
HREFNU HELGADÓTTUR,
Huldugili 4,
Akureyri.
Þorsteinn Friðriksson,
Þuríður Guðmundsdóttir,
Stefán Óskarsson, Ester Jóhannsdóttir,
Hugrún Óskarsdóttir,
Elva Óskarsdóttir, Jón Gísli Guðlaugsson
og barnabörn.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
ÁRNA INGÓLFSSONAR,
dvalarheimilinu Kjarnalundi,
áður Víðivöllum 4,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kjarnalundar fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Sólveig Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Ingi Árnason,
Tryggvi Árnason, Björg S. Skarphéðinsdóttir,
Ingibjörg Bryndís Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Sæll og blessaður
Skafti minn, þetta er
Smári vinur þinn sem
skrifar.
Ég er á Hoffellinu og ég get sagt
að aldrei verður fyllt það skarð sem
missir þinn er, en margir reyna. Þú
varst einstakur persónuleiki og það
varst þú sem hélst manni gangandi á
kolmunnavertíð með húmornum þín-
um þegar það var verið að blogga
(hoffell.bloggar.is) og þú varst alltaf
Skafti Kristján
Atlason
✝ Skafti KristjánAtlason fæddist
í Neskaupstað 8.
nóvember 1971.
Hann lést á Land-
spítalanum 14.
ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fáskrúðs-
fjarðarkirkju 19.
ágúst.
sá kátasti í brúnni.
Það var sama hvað
var; alltaf var Skafti
kátur, enda var þetta
minn maður um borð.
Hann passaði upp á
mig, fannst ég líkur
sér á sínum yngri ár-
um.
Þín verður ávallt
saknað um borð í Hof-
felli SU-80 en skarð
þitt verður aldei fyllt,
þú varst einstakur.
Það hlýtur að vera
merkilegt, það sem
Guð ætlaði þér, því
hann tók þig frá börnunum og Þór-
eyju.
Þórey og börn, við, áhöfn Hoffells-
ins, samhryggjumst ykkur. Andi
Skafta Kristjáns Atlasonar verður
alltaf um borð enda var þar glað-
lyndur maður á ferð.
Ég mun ávallt sakna þín.
Smári Einarsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar