Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 40
|þriðjudagur|27. 2. 2007| mbl.is
staðurstund
Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar
um þýska bíóárið 2006 og inn-
lit á Kvikmyndahátíðina í Berlín
í febrúar. » 41
af listum
Bar-par var frumsýnt á NASA
um helgina og þykir gagnrýn-
anda hafa verið kastað til hönd-
unum við uppsetninguna. » 42
dómur
The Number 23 með Jim Car-
rey var mest sótta kvikmyndin
í bíóhúsum hérlendis um
helgina. » 41
kvikmyndir
Lilja Ívarsdóttir fór að sjá tvö
ný dansverk hjá Íslenska dans-
flokknum og hreifst ekki eins af
þeim báðum. » 43
gagnrýni
Ransu fjallar um gjörninginn
„Another þing“ eftir Andrew
Burgess sem var fluttur við Al-
þingishúsið. » 49
dómur
„TÓNLEIKARNIR eru liður í
frönsku menningarhátíðinni Pour-
quoi Pas – franskt vor á Íslandi og
því samstarfsverkefni Frakkanna og
kammersveitarinnar,“ segir Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari sem verður
m.a. með einleik á tónleikunum.
„Við erum með 35 manna hljóm-
sveit, franskan stjórnanda og
franskan orgelleikara.“ Ásamt Rut
eru einleikarar á tónleikunum Ás-
hildur Haraldsdóttir á flautu, Daði
Kolbeinsson á óbó og hinn franski
Vincent Warnier á orgel. Warnier er
talinn einn fremsti orgelleikari
Frakka af yngri kynslóðinni en hann
starfar sem organisti við Saint-
Etienne-du-Mont í París auk þess að
vera eftirsóttur víða um heim.
Á efnisskrá eru eingöngu frönsk
verk, það elsta samdi Maurice Ravel
um 1906 og er það fyrir kamm-
ersveit, annað er konsert í G-dúr
fyrir orgel, strengjasveit og pákur
eftir Fr. Poulenc frá miðri seinustu
öld og síðan eru tvö verk á efnis-
skránni eftir núlifandi franskt tón-
skáld, Nicolas Bacri.
Frumfluttur á Íslandi?
„Bacri verður viðstaddur tón-
leikana enda verða verk eftir hann
frumflutt á Íslandi í kvöld, en ég
held að það hafi aldrei áður verið
spilað verk eftir hann hér,“ segir
Rut sem er mjög hrifin af þessu nú-
tímatónskáldi þeirra Frakka.
„Hann semur fallega tónlist og er
mjög áheyrilegur,“ segir hún.
Nicolas Bacri fæddist árið 1961 og
nam píanóleik, tónfræði og tón-
smíðar.
Tónsmíðar hans einkennast af
hógværri lýrík, skýru og melódísku
tónmáli. Á árunum 1980–85 samdi
hann flókin verk með þykkri áferð,
en upp frá því fór hann að endur-
skoða stíl sinn undir áhrifum frá Li-
geti og Lutoslawski. Sjálfur telur
hann að sem tónskáld eigi hann
margt sameiginlegt með Sjostako-
vitsj og Britten.
Tónlist Bacris hefur nær ávallt
undirliggjandi tónmiðju og hann
sækir einnig mikið í gömul form bar-
okks og klassíkur: passacaglíur, ka-
nónar og sónötuform eru meðal
þeirra forma sem hann semur tónlist
sína í.
Stjórnandi á tónleikunum verður
Daniel Kawka sem Rut segir mjög
góðan stjórnanda, en hann kemur nú
í fyrsta sinn fram á Íslandi.
Kawka nam tónlistarfræði og
hljómsveitarstjórn við Tónlist-
arháskólann í Lyon.
Hann hefur stjórnað hljóm-
sveitum á borð við frönsku útvarps-
hljómsveitina, þjóðarhljómsveit-
irnar í Lille og Lyon, og
Lundúnasinfóníettuna. Árið 1993
stofnaði hann Contemporary Orc-
hestral Ensemble sem hefur flutn-
ing nútímatónlistar að markmiði.
Tónleikarnir hefjast í Hallgríms-
kirkju kl. 20 í kvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Franskt Kammersveit Reykjavíkur leikur fjögur verk eftir Maurice Ravel, Nicolas Bacri og Fr. Poulenc undir stjórn hins franska Daniel Kawka í kvöld á tónleikum í Hallgrímskirkju.
Flytja fjögur frönsk tónverk
Kammersveit Reykja-
víkur heldur franska
tónleika í Hallgríms-
kirkju í kvöld. Þar
verða flutt fjögur verk
eftir frönsk tónskáld
auk þess sem einn
fremsti orgelleikari
Frakka af yngri kyn-
slóðinni flytur einleik.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
„ÞETTA er eiginlega svona leyni-
sýning,“ segir leikkonan Aðalbjörg
Þóra Árnadóttir um sýningu hins
nýstofnaða Gleðileikhúss, Ísmerika
– Take the tour with Paris and
Tyra. Í sýningunni er hótelerfingj-
anum og djammdrottningunni Par-
is Hilton teflt saman við fyrirsæt-
una og þáttastjórnandann Tyru
Banks og leiða þær stöllur áhorf-
endur út í óvissuna, að sögn Að-
albjargar sem vandar sig sem mest
hún má við að gefa ekki of mikið
upp.
„Það má segja að þetta sé svona
óvissuferð þannig að við eigum
stundum í vandræðum með að segja
frá sýningunni,“ útskýrir hún. „Það
sem ég get sagt er að gestir eru
boðaðir í anddyri Kramhússins þar
sem þær Paris og Tyra taka á móti
þeim. Þær leiða svo áhorfendur í
óvissuferð um landið Ísmeriku þar
sem þær búa nú um mundir vegna
ákveðinna aðstæðna sem upp hafa
komið í lífi þeirra, og starfa sem
leiðsögumenn.“
Sautján ár í burðarliðnum
„Það eina sem ég get sagt er að
þetta er ekki úti og áhorfendur
þurfa ekki að vera hræddir við að
mæta og eða við að vera settir í ein-
hverjar asnalegar stellingar,“ upp-
lýsir Aðalbjörg með semingi þegar
gengið er frekar á hana um eðli
sýningarinnar. „Það er handrit að
sýningunni en það er fremur
óvenjulegt. Í því eru t.d. teikningar
og reglur og blaðaúrklippur frekar
en fastmótaður texti. Það er samt
ekki um að ræða spunasýningu frá
A til Ö, þó að utanaðkomandi áhrif
geti breytt gangi hennar.“
Það er Magnea Björk Valdimars-
dóttir sem stendur að Gleðileikhús-
inu ásamt Aðalbjörgu. Aðalbjörg
segir að þær hafi ákveðið að stofna
til leikfélagsins fyrir einum 17 ár-
um, löngu áður en þær urðu at-
vinnuleikkonur. Að því hafi hins
vegar fyrst orðið núna. Og tilgang-
urinn er skýr: „Við vildum fyrst og
fremst búa til leikhús sem er
skemmtilegt.“
Paris og Tyra út í óvissuna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gleði Aðalbjörg og Magnea stofnuðu Gleðileikhúsið og fara nú í hlutverk
hinna frægu og flottu Paris Hilton og Tyru Banks í Kramhúsinu.
Næstu sýningar eru nk. fimmtu-
dag, föstudag og laugardag. Miða-
pantanir í síma 551-0343.