Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 41

Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 41 menning Sumarið í fyrra var heitt íÞýskalandi, eins og víðar íEvrópu. Og fyrri hluta þess hélt HM í knattspyrnu þýsku þjóð- inni hugfanginni. Af þessari tvö- földu ástæðu fór varla nokkur mað- ur í bíó í júní og júlí. Þrátt fyrir það var þýska bíóárið 2006 metár; næst- um 137 milljónir aðgöngumiða seld- ust og veltan var tæpum 10% meiri en árið á undan. Ástæðan: Bíó er aftur komið í tísku í Þýskalandi. Þetta eru góðar fréttir fyrir kvikmyndahúsaeigendur, en í þessu felast ennfremur góðar fréttir fyrir unnendur evrópskra kvikmynda, því hægt er að snúa fullyrðingunni við: Þýskaland er aftur komið í tísku í bíó. Þannig er, að síðan 1991 hefur markaðshlutdeild þýskra mynda ekki mælst jafn mikil í heimaland- inu. Meira að segja eru þrjár þeirra meðal tíu best sóttu myndanna, þar sem Hollywood-framleiðslan hefur jafnan borið ægishjálm yfir annað. Þetta hlýtur að þýða að Þjóðverjar séu að gera góðar myndir, og innlit á Berlinale, Kvikmyndahátíðina í Berlín í febrúar, staðfesti þann grun.    Það sópaði að leikstjóranumChristian Petzold í aðalkeppn- inni með mynd sína Yella; um konu frá austurhluta Þýskalands sem reynir að hefja nýtt líf í Hannover eftir að hafa beðið skipbrot eystra. Myndinni var vel tekið og er skemmst frá því að segja að Nina Hoss hlaut Silfurbjörn sem besta leikkona keppninnar – við mikinn fögnuð. Petzold hefur verið kenndur við Berlínarskólann svonefnda ásamt leikstjórum á borð við Thomas Arslan, Angela Schanelec, Henner Winckler og nokkra fleiri á aldr- inum 34–46 ára. Sumir þeirra hafa ratað út fyrir landsteinana á und- anförnum misserum, t.d. var fyrsta mynd Benjamins Heisenberg, Schläfer, valin til sýninga á Cannes í hitteðfyrra. Eitt megineinkenni „meðlima“ Berlínarskólans er að nær enginn þeirra er fæddur í Berlín, hins veg- ar búa flestir þar og starfa. Þeim finnst sjálfum merkimiðinn óþarf- ur, en rassvasafræðingarnir halda samt sínu striki: Í stuttu máli er Berlínarskólinn sagður hafa raunveruleikann að viðfangsefni – þó hvorki í dogma- stíl né með heimildayfirbragði – heldur meira með því að nota engin „trix“. Fylgst er með nánum tengslum fólks, oft pörum, vinahóp- um eða fjölskyldum, með sterkri til- finningu fyrir andrúmslofti. Stíllinn er blátt áfram, hvort sem viðfangs- efnið er kornflex eða sjálfsmorð; stuðst er við þá óskrifuðu reglu að hið sanna sé fagurt. „En þetta er bara byrjunin. Þegar á líður munu leikstjórarnir næra sína persónu- legu ástríðu og þróast í ólíkar áttir. Ég hlakka til að sjá hvað gerist,“ segir Heisenberg um hinn lausbeisl- aða hóp, en tímarit hans, Revolver, hefur verið talið eins lags málgagn „Berlínarskólans“.    En aftur að dagskrá Berlinale.Það sem mest spennandi þykir í þýskri kvikmyndagerð hverju sinni er að finna í flokknum Per- spektive Deutsches Kino. Mynd- irnar í ár voru eftir nýútskrifaða kvikmyndaleikstjóra úr hinum ýmsu akademíum landsins – þ.e. næstu kynslóð á eftir „Berl- inarskólanum“. Og um hvað er það fólk að fjalla? Það svarar líklega spurningunni að benda á að sjö af tólf myndum fjöll- uðu um afbrotaunglinga, atvinnu- leysi, fátækt barna og fleiri „fé- lagsleg vandamál“ – ef hægt er að búa til slíkan merkimiða. Þá voru fjórar þeirra heimildamyndir, og þóttu sérlega vel heppnaðar. Nefna má hina frábæru Zirkus is nich (Enginn sirkus) eftir Astrid Schult um Dominik, átta ára, sem býr í út- hverfinu Berlín-Hellersdorf ásamt móður sinni og tveimur yngri systk- inum – en sökum fátæktar og fram- taksleysis móðurinnar er dreng- urinn skilyrtur í hlutverk karlmannsins á heimilinu. Dagleg umsjón hans með þriggja ára systur sinni er kómísk og afar tragísk í senn, en lífsgleði Dominiks og vel heppnuð kvikmyndataka gera myndina bærilega áhorfs. Dominik mætti til frumsýningar og hlaut hlýjar viðtökur. Prinzessinnenbad er einnig heimildamynd, þar er fylgst með þremur keðjureykjandi, bjórþam- bandi og farsímafíknum stúlkum sem hanga ásamt þýskum og tyrk- neskum vinum í kringum Kotbusser Tor í Kreuzberg í Berlín. Stutt- myndirnar í ár voru einnig áhuga- verðar, til dæmis Öskudagur (Asc- hermittwoch) um bráðunga lögreglukonu sem kynnist van- svefta manni á diskóteki, en bæði hafa óvart orðið manni að bana á sama andartaki. Ungt fólk var í framlínu flestra myndanna, svo var einnig um Hotel Very Welcome, kvikmynd í fullri lengd eftir Sonju Heiss þar sem saman fléttast sögur af evrópskum bakpokaferðalöngum víðsvegar um Asíu. Í Berlinale-útgáfu Varitety birtist dómur undir yfirskriftinni „Fimm stjörnu gestrisni“.    Það má því, nú um hávetur, talaum sumar í þýskri kvikmynda- gerð. Þótt myndir yngri leikstjór- anna séu að sjálfsögðu ólíkar eiga þær sammerkt að takast á við hversdagsleika nýrrar kynslóðar Þjóðverja í ákafri leit að ídentíteti og framtíð. Þá vekur athygli hvað kvenleiks- tjórar koma sterkir til leiks í ár. Fyrr eru nefndar Astrid Schult og Sonja Heiss, til viðbótar má nefna Mariu Speth sem rannsakar hvað gerist þegar konur fara á svig við hugmyndir samfélagsins um skyld- ur mæðra, í mynd sinni Madonnas. Nú er það þessara ungu leik- stjóra að standa undir þeim vænt- ingum og athygli sem Goodbye Lenin, Der Untergang og fleiri hafa dregið að þýskri kvikmyndagerð – nú síðast Líf annarra (Das Leben der Anderen) eftir Florian Henckel von Donnersmarck sem í vikunni hlaut Óskarinn sem besta erlenda myndin. Hún gerist á 9. áratugnum í Austur-Berlín og fjallar um fólk í hringiðu njósna og gliðnandi heimsmyndar. Að endingu má benda á upp- sveiflu þýskra leikara á al- þjóðavettvangi. Þeir koma við sögu í hverri kassamyndinni á fætur annarri; Martina Gedeck leikur lít- ið en áhrifaríkt hlutverk í Góða hirðinum (The Good Shepherd), Diane Kruger leikur eitt þriggja aðalhlutverka í mynd Bille August, Goodbye Bafana, og Christian Oli- ver er í leikaraliði Stevens Soder- berghs í Góða Þjóðverjanum (The Good German). Þannig mætti áfram telja. Gleðilegt sumar. Þýska sumarið Hásumar Úr þýsku kvikmyndinni Hotel Very Welcome eftir Sonju Heiss. AF LISTUM Sigurbjörg Þrastardóttir » Þótt myndir yngrileikstjóranna séu að sjálfsögðu ólíkar eiga þær sammerkt að tak- ast á við hversdagsleika nýrrar kynslóðar Þjóð- verja í ákafri leit að ídentíteti og framtíð. sith@mbl.is TEKJUHÆSTA myndin í íslensk- um bíóhúsum síðastliðna helgi var nýliðinn Number 23. Myndin var frumsýnd hér á landi á föstudaginn, sama dag og í Bandaríkjunum. Í myndinni þykir gamanleikarinn Jim Carrey sýna á sér nýjar hliðar sem hugsjúkur maður sem fær bók að nafni Number 23 á heilann. Það er varla tilviljum að myndin var frumsýnd hinn 23. febrúar og því má bæta við að myndin er 23. leikstjóraverkefni Joel Schumacher. Í öðru sæti listans var toppmynd síðustu viku, Ghost Rider. Í þriðja sæti var svo nýliðinn Last King of Scotland sem fjallar um stjórnartíð Idi Amin í Úganda. Það er Forest Whitaker sem túlkar titilhlutverkið svo eftirminnilega að hann hlaut að launum Ósk- arsverðlaun um síðastliðna helgi. Það er því ekki ólíklegt að enn fleiri bíógestir skelli sér í bíó í vikunni til að berja Óskarsverðlauna- frammistöðuna augum. Í fjórða sæti er svo einnig ný mynd, Bridge to Therabithia. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Katherine Paterson og fjallar um Jess Aarons og Leslie Burke sem í sameiningu skapa hið leynda konungsríki Terabithia, töfrastað sem aðeins er hægt að fá aðgang inn í með því að sveifla sér í gömlu reipi yfir á í skóginum nálægt þorp- inu. Í sjöunda sæti er svo myndin Breaking and Entering en mynd- inni var flýtt í sýningu af þeirri ein- földu ástæðu að í aðalhlutverki er nýjasti Íslandsvinurinn Jude Law. Leikstjóri myndarinnar er Anthony Minghella, sem gerði m.a. Cold Mountain og The Talented Mr. Rip- ley en Law lék einmitt í þeim báð- um. Vinsælastar í kvikmyndahúsum á Íslandi Heltekinn Carrey heillar íslenska bíógesti                                  !  "  $   % " &  '( ( ( )( *( +( ,( -( .( '/(  )@- '             Númer 23 Jim Carrey þykir sýna á sér nýja hlið í myndinni Number 23, sem var tekjuhæsta myndin í íslenskum bíóhúsum um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.