Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, NÚNA FYRST ÉG OG JÓN ERUM SAMAN ÞÁ VONA ÉG AÐ VIÐ TVÖ GETUM VERIÐ VINIR ÞAÐ VERÐUR EKKI AUÐVELT ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA VINUR EINHVERS SEM HEFUR SÉÐ ÞIG NAKINN ÞETTA ER ALVEG FRÁBÆRT ÉG ER HREINN NÚNA, EN EF ÉG STÍG ÚT ÚR HÚSINU Í EINA MÍNÚTU... BÚMM! VEISTU HVAÐ ÉG ER? SEGULSTÁL FYRIR SKÍT VANDAMÁLIÐ VIÐ ÞAÐ AÐ EIGA TÍGRISDÝR ER AÐ ÞAÐ KEMUR ALLTAF STÖKKVANDI Á MANN Á 100 KÍLÓMETRA HRAÐA ÞEGAR MAÐUR BÝST MINNST VIÐ ÞVÍ HJÚKK... MÉR FANNST ÉG HEYRA Í HONUM KOMA. HJARTAÐ Í MÉR ER ENNÞÁ Á FULLU... EN HVAR ÆTLI HOBBES SÉ? ÞARNA ERTU! ÞAÐ ER EINS GOTT ÞÚ HEFUR LITIÐ FREKAR ILLA ÚT UNDANFARIÐ. ÞÚ ÆTTIR AÐ FARA FYRR AÐ SOFA ÉG VAR AÐ SKILJA EN ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA GIFTUR SVO LENGI HERRA RIDDARI! HVAÐ GERÐIST? ÉG VAR BÚINN AÐ FÁ NÓG AÐ ÞVÍ AÐ ÞEGAR ÉG KOM HEIM BYRJAÐI KONAN MÍN ALLTAF Á ÞVÍ AÐ SEGJA, „RÓMVERSKUR RIDDARI RÉÐST INN Í RÓMARBORG...“ MAMMA, SÍMINN ER AÐ HRINGJA! ÞÚ GETUR SVARAÐ Í SÍMANN KIDDA HÆ AMMA! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EKKERT NÝTT?.. ÉG HEYRÐI MÖMMU SEGJA AÐ ÞÚ GÆTIR VERIÐ MEIRI BELJAN ELSKAN, VILTU RÉTTA MÉR SÍMANN? HVAÐ ERU ÞESSAR BÖRUR AÐ GERA HÉRNA? ÉG ER BARA AÐ FARA Í SKOÐUN ÞETTA ERU REGLUR SPÍTALANS Í GÆR VAR ÉG AÐ SVEIFLA MÉR MILLI HÚSA OG NÚNA ER ÉG Á BÖRUM Á LEIÐINNI Á SPÍTALA Stofnun Sæmundar fróða viðHáskóla Íslands og um-hverfisráðuneytið standa ávormisseri fyrir Stefnumót- um – opnum fræðslufundum um um- hverfismál. Næstkomandi föstudag, 2. mars, er boðið til stefnumóts við þrjá sérfræðinga um loftslagsmál: Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðing á Veð- urstofu, Huga Ólafsson, deildarstjóra umhverfisráðuneytisins, og Sigurð Friðleifsson hjá Orkusetri. Brynhild- ur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, er fund- arstjóri, en á stefnumótinu, sem ber yfirskriftina „Er hægt að snúa við loftslagsbreytingum?“, verður fallað um loftslagsbreytingar og nýja skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). „Þessi nýja skýrsla staðfestir yf- irvofandi loftslagsbreytingar sem til dæmis munu valda hækkun á með- alhita á heimsvísu á bilinu 1,1 til 6,4 selsíusgráður næstu 100 árin,“ segir Brynhildur. „Einnig staðfestir skýrsl- an að mjög líklega eru þessar lofts- lagsbreytingar af mannavöldum og þá einkum vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda þar sem mest gætir áhrifa koltvíoxíðs sem við losum í miklu magni dag hvern við bruna jarð- efnaeldsneytis.“ Brynhildur segir líklegar afleið- ingar loftslagsbreytinga meðal annars hækkun á yfirborði sjávar með auk- inni flóðahættu: „Við munum einnig sjá breytingar á gróðurbeltum, breyt- ingar á lífsskilyrðum í sjó og veðra- breytingar þar sem líklegt er að tíðni stórra fellibylja muni aukast,“ segir Brynhildur. „Vegna þessara breyt- inga og annarra er líklegt að áhrif loftslagsbreytinganna verði umtals- verð á hagkerfi heimsins ef ekkert er að gert. Ljóst er að það þarf að bregð- ast við, en spurningin er hvernig, og hvort það sé yfirleitt hægt?“ Loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta og ljóst að erfitt verður að snúa þróuninni við: „Við vitum að kolt- víoxíð lifir í mörg ár í lofthjúpi jarðar og því líklegt að magn koltvíoxíðs muni halda áfram að byggjast upp næstu áratugina jafnvel þótt dregið verði úr losun þess. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig best er að standa að því að sporna við loftslagsbreytingum,“ seg- ir Brynhildur. „Ljóst er að velja verð- ur vandlega þau stjórntæki sem notuð verða við þær aðgerðir, því orkunotk- un sem að mestu leyti byggist á jarð- efnaeldsneyti knýr hagkerfi heimsins og þarf að finna þá leið sem minnsta röskun hefur á hagsæld, en því fyrr sem við bregðumst við því sárs- aukaminni verða aðgerðirnar.“ Brynhildur segir ýmis stjórntæki koma til greina sem og fræðsla: „Með aðgerðum sem hvetja almenning og fyrirtæki til orkusparnaðar, með auk- inni notkun á umhverfisvænum far- artækjum og aukinni fjárfestingu í hreinum orkugjöfum er hægt að draga úr vandanum, og einnig er til dæmis hægt að binda koltvíoxíð í gróðri.“ Stefnumót föstudagsins er haldið í Tæknigarði, sem er bak við Há- skólabíó. Hefst stefnumótið kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Umhverfi | Stefnumót við vísindamenn í Tæknigarði á föstudag kl. 12.15 Lausn á lofts- lagsvandanum?  Brynhildur Davíðsdóttir fæddist árið 1968. Hún lauk doktorsprófi í umhverfis- og orkufræðum frá Bostonháskóla árið 2001. Bryn- hildur starfaði við Bostonháskóla við rannsóknir og kennslu frá 2001–2005 og hjá ráðgjafarfyrirtækinu Abt Associa- tes 2004–2006. Hún er nú dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Brynhildur er gift Einari Erni Sigurdórssyni hönn- unarstjóra og eiga þau tvær dætur. TÍSKULJÓSMYNDARAR speglast í glerhurð á tískusýningu argentínska hönnuðarins Gaspards Yurkievich í París í gær. Haust- og vetrartískan er um þessar mundir kynnt í öllum helstu tískuborgum heims. Reuters Á bak við linsuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.