Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 8 LEYFÐ MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7 ára ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára HANNIBAL RISING kl. 10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS SÝND BÆÐI MEÐ ÍSL OG ENSKU TALSÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í ár Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia ÓSKARSVERÐLAUN m.a. besta leikonan í aukahlutverki2 eeee VJV, TOPP5.IS eeee S.V., MBL. eee S.V., MBL. Fjölbýlishús í Laugardalnum HVAÐ er að gerast? Ég las í Frétta- blaðinu 22. febr. s.l. að það stæði til að taka leiksvæði barna í Laugardalnum undir byggingu fjölbýlishúss. Mér er það minnisstætt þegar við íbúar Smá- íbúðarhverfis stóðum fyrir undir- skriftasöfnun og mótmæltum fyr- irhuguðum byggingum fjölbýlishúsa við Hæðargarð, en þar var bæði æf- ingarsvæði á sumrin og leiksvæði barna allt árið. Þeir háttsettu menn í þá daga sögðu að börnin gætu farið niður í Fossvog til leikja, þar væru nóg svæði. En viðurkenndu jafnframt að við hefðum næst minnsta græna svæðið í borginni. En samt var okkur hafnað. Sem sagt börnin okkar norð- an Bústaðavegar áttu að fara yfir þá hættulegu götu sem Bústaðaveg- urinn er. Er ekki alltaf verið að tala um að tölvan sé að tröllríða öllu og að börnin þurfi að finna sér aðra leiki en tölvuleiki þar sem ofbeldi og dráp eru í fyrirrúmi og að þau kunni ekki skil á röngu og réttu. En hvað eruð þið að gera góðu ráðamenn. Endilega takið allt græna svæðið í borginni undir byggingar og sendið börnin okkar til leikja á götuna eða í drápsleiki í tölv- unni og allir munuð þið segja sem þessu ráðið „EKKI ÉG“ Nákvæm- lega eins og margir sögðu vegna Breiðavíkurdrengjanna. Í Guðana bænum farið að vakna. Jóna Þ. Vernharðsdóttir Enn um Netið eða netið Tölvutæknin hefur opnað nýja boð- skiptaleið sem kennd hefur verið við netið. Um leið hefur verið tekin upp ritvenja sem gengur þvert á íslenska stafsetningu og netið iðulega skrifað með stóru N-i. Í enskri tungu er notk- un stórs stafs mun algengari en í ís- lensku og hugsanlega vilja einhverjir taka upp þá hefð. Ekki er þó netið alltaf skrifað með stórum staf á því málsvæði. Ef notkun stóra stafsins er álitin viðeigandi yfir netið er ekki úr vegi að benda hinum sömu á að skrifa jafnframt sjónvarp, útvarp, dagblöð, tímarit með stórum staf en miðlar af þessu tagi komu til sögunnar löngu á undan netinu. Ef Net-liðum finnst það ekki við hæfi ættu þeir að endur- skoða notkun stóra stafsins yfir netið stóra og stórkostlega. Helgi Gunnlaugsson Prófessor Flagari í Framsókn ÉG er ein af þeim sem fór á sýningu Íslensku óperunnar á Flagara í Framsókn. Ég er kannski ekki mesti óperuunnandinn en ég hef gaman af tónlist og listum. Ég hafði mjög gam- an af þessu verki mér fannst söngv- ararnir standa sig vel það er húmor í verkinu sem mér finnst ótrúlega góð- ur kostur við óperu, búningarnir voru litríkir og skemmtilegir og sviðs- myndin var alveg frábær í einskonar Salvador Dali anda. Samt kom mér það ekki á óvart hvernig dóma verkið fékk þar sem mín skoðun er sú að fáir gagnrýnendur eru opnir fyrir nýjum og öðruvísi verkum. Fyrirsögnin á gagnrýni Jónasar Sen var „Hvorki fersk né sjarmerandi“, líklega vegna þess að verkið var öðruvísi og ekki eitt af þessum klassísku sem alltaf selst upp á. Þrátt fyrir það segir hann að allir söngvararnir hafi staðið sig vel. Mér finnst að það eigi að gagn- rýna verk út frá frammistöðu söngv- aranna, hvernig búningarnir og sviðs- myndin eru gerð o.s.frv. ekki út frá því hvernig verkið er þótt að vissu- lega megi segja frá því um hvað það er o.fl. en það er ekki það sem á að gagnrýna. Með þessum orðum fær fólk það á tilfinninguna að þetta sé lé- legt og illa gert sem það er alls ekki. Með því að sýna verk eins og Flagara í Framsókn er verið að reyna að breyta til frá gömlu klassísku verk- unum og jafnvel verið að reyna að fá unga fólkið til að koma líka í Óperuna. Það er gott mál en gagnrýnin segir mikið þar sem að fólk hættir við að fara í Óperuna þegar það sér fyr- irsögninga á gagnrýninni og það end- ar með því að Íslenska óperan hættir að geta sýnt þessi „öðruvísi“ verk, er það það sem við viljum? Bergþóra G. Kvaran Miðborg Reykjavíkur MIKIÐ hefur verið rætt um hvernig lífga mætti upp á miðborg Reykjavík- ur og eftir þó nokkrar andvökunætur hefi ég komist að niðurstöðu. Torg eru einstaklega vel til þessa fallin. Sem dæmi mætti nefna Austurvöll sem á sólríkum dögum er þéttsetinn fólki hvaðanæva að úr gervöllum heiminum. Tilvalið væri að nýta Lækjartorg betur. Þar mætti auka gróður af ýmsu tagi og setja styttu af einhverju mikilmenni, t.d. Vigdísi Finnbogadóttur og/eða Jörundi Hundadagakonungi. Böðvar. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Víkverji á reglulegaleið um Vest- urlandsveginn og furð- ar sig oft á glæfra- legum framúrakstri bíla á þeim vegi. Það er gömul saga og ný að Íslendingum liggi lífið á en kapp er best með forsjá. Það er á köflum ótrúlegt að horfa upp á ökumenn tefla á tvær hættur á Vesturlands- veginum, taka jafnvel fram úr mörgum bílum í einu án þess að hafa hugmynd um hvað bíð- ur þeirra á hinni ak- reininni. Minnstu munaði að Víkverji fengi ökumann af þessu sauðahúsi framan á sig um liðna helgi. Hann var að taka fram úr röð bíla í Kollafirð- inum, fjórum eða fimm talsins og var á að giska hálfnaður þegar Víkverji sá hann kom á seinna hundraðinu á móti sér á öfugum vegarhelmingi. Víkverji sá strax að það væri úti- lokað að ökumaðurinn næði fram úr fremsta bílnum á hinni reininni áður en hann kæmi að Víkverja. Það var því ekki um annað að ræða en nauð- hemla, beygja út í kant og vona það besta. Og Víkverji slapp með skrekkinn. Fremsti bíllinn á hinum helmingnum áttaði sig greinilega líka á því hvað var á seyði og vék á elleftu stundu. Þannig slapp glanninn naum- lega milli bíla. Víkverji þeytti horn og horfði í augu hans þegar bíllinn geystist framhjá. Hvorki datt né draup af glannanum. Ekki hafði Víkverji svigrúm til að meta andlegt ástands farþegans í framsæt- inu. Kannski er hann vanur svona aksturs- lagi? En getur gáleysi af þessu tagi endað nema á einn veg? Framúrakstur er al- geng orsök bílslysa á Íslandi og menn geta haldið áfram að velta fyrir sér þörfinni á því að tvöfalda helstu vegi landsins. Það verður örugglega gert á endanum en þangað til verða bílstjórar að vera skynsamir og það hlýtur að vera grundvallaratriði að láta ekki kylfu ráða kasti við framúrakstur. Vitandi það frá fyrstu hendi að framúrakstur er tíður á kaflanum frá Mosfellsbæ upp á Kjalarnes furðar Víkverji sig á því að lögreglan skuli ekki vera sýnilegri á þessum slóðum. Það heyrir til undantekn- inga ef Víkverji rekst á hana á ferð- um sínum þar. Hann hvetur lögregl- una til að bæta úr þessu. Það myndi án efa draga úr slysahættu. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sálu- hjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) Stuttmynd norsku kvikmynda-gerðarkonunnar Torill Kove, The Danish poet, sem sigraði í flokki stuttmynda á Óskarsverðlaunahátíð- inni í gærkvöldi er fyrsti sigur Norð- manna á Óskarsverðlaunahátíðinni í 56 ár. Árið 1951 sigraði Thor Heyer- dahl í flokki heimildarmynda fyrir mynd sína Kon-Tiki. Í mynd Kove er sögð saga dansks ljóðskálds sem ferðast til Noregs til þess að fá innblástur frá norsku skáldkonunni Sigrid Undset sem leikin er af Liv Ullmann. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Ósk- arsverðlauna, árið 1970 fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni Emigrants og 1996 fyrir Face to Face. Þrátt fyrir að Kove búi í Montreal í Kanada og að mynd hennar var styrkt af kvikmyndasjóði í Kanada segir hún að sagan geti ekki verið annað en norsk. „Ég er norsk og ég hef engar efasemdir um að þessi mynd er 100% norsk,“ segir Kove. Hún var einnig tilnefnd til Ósk- arsverðlauna árið 1999 fyrir stutt- myndina My Grandmother Ironed the King’s Shirts.    Leikkonunni Helen Mirren kannað verða boðið í te í Buck- inghamhöll í kjölfar þess að hafa hlotið Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu. Mirren hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn í The Queen, bæði Golden Globe-verðlaunin, Screen Actors Guild Award og BAFTA. Á Óskarsverðlaunahátíð- inni lét leikstjóri myndarinnar, Stephen Frears, að því liggja að hann, Mirren og handritshöfund- urinn, Peter Morgan, myndu halda á fund drottningarinnar sjálfrar í Buckinghamhöll í næsta mánuði. Talsmaður hallarinnar sagði að ýmsir kostir kæmu til greina, og full- víst mætti telja að drottningin væri afar ánægð með glæsilegan árangur Mirren. Talsmaðurinn vildi ekki tjá sig um það hvort Elísabet hefði séð mynd- ina, en benti á að drottningin færi oft á kvikmyndafrumsýningar. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er einnig áberandi per- sóna í myndinni, en talsmaður hans sagði í dag að hann hefði ekki enn séð myndina, en væri himinlifandi yfir glæstum árangri Mirren. Breska blaðið The Sun var í gær með getgátur á forsíðunni um að Mirren myndi eiga fund með drottn- Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.