Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
fimmtudagur 1. 3. 2007
viðskipti mbl.isviðskipti
Gamall landsliðsmaður í sundi sest í forstjórastól Opinna kerfa í dag» 16
BANGSINN VER HÍÐI SITT
BJÖRN WAHLROOS, FORSTJÓRI SAMPO, ER VALDA-
MIKILL Í FINNLANDI OG SLYNGUR VEIÐIMAÐUR >> 6
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
EVRÓPSKAR og asískar hluta-
bréfavísitölur héldu áfram að lækka í
gær eftir að allar helstu hlutabréfa-
vísitölur heims tóku dýfu í kjölfar
mikillar lækkunar á kínverskri vísi-
tölu, SCI (Shanghai Composite
Inex) á þriðjudag. Viðsnúningur
varð á kínversku vísitölunni í gær, en
hún hækkaði um tæp 4% eftir að
hafa lækkað um tæp 9% á þriðjudag.
Aðrar asískar vísitölur héldu hins
vegar áfram að lækka í gær, jap-
anska Nikkei vísitalan um 2,8% og
hin kínverska Hang Seng um 2,5%.
Hagnaðartaka
Hlutabréf í Evrópu féllu sömuleiðis í
verði í gær, en þó varð lækkunin þar
minni en í Asíu og minni en í gær.
Breska FTSE, þýska DAX og
franska CAC vísitalan lækkuðu um
1,29-1,82%.
Vísitölurnar í Bandaríkjunum,
Dow Jones, Nasdaq og S&P500
byrjuðu gærdaginn hins vegar á
mun jákvæðari nótum og höfðu allar
hækkað um tæpt 1% þegar þetta var
skrifað. Úrvalsvísitala Kauphallar
Íslands lækkaði um 1,47% í gær.
Lækkanir þriðjudagsins komu í
kjölfar mikillar lækkunar á SCI vísi-
tölunni, eins og áður segir. Svo virð-
ist sem aðallega hafi þar verið um að
ræða hagnaðartöku fjárfesta, en
vísitalan hefur hækkað mikið undan-
farið.
Hver hlutabréfavísitalan á fætur
annarri lækkaði svo líkt og sú kín-
verska á þriðjudag og héldu hluta-
bréf áfram að falla í verði í gær.
Margir undirliggjandi þættir
stuðluðu að því hvernig fór og svo
virðist sem atburðirnir í Kína hafi
einungis verið kveikjan en ekki meg-
inorsökin. Tölur um ástand fram-
leiðsluiðnaðar í Bandaríkjunum
komu út á þriðjudaginn og samdrátt-
ur á húsnæðismarkaði þar í landi
hafa vakið upp spurningar um
ástand efnahagsmála þar í landi.
Fyrrverandi seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, Alan Greenspan,
sagðist sama dag hafa áhyggjur af
því að niðursveifla væri yfirvofandi.
Fleiri slæmar fréttir bárust svo
frá Bandaríkjunum í gær. Hagvöxt-
ur á fjórða ársfjórðungi síðasta árs
var aðeins um 2,2% en búist hafði
verið við 3,5% hagvexti.
Þá dróst sala á nýju íbúðarhús-
næði saman um 16,6% í janúar og
hefur ekki minnkað jafn hratt í
þrettán ár. » 8-9
Áframhald-
andi lækkanir
Fréttir benda til þess að um sé að
hægjast í bandarísku efnahagslífi
Reuters
Slæmur dagur Þriðjudagurinn var ekki góður fyrir verðbréfamiðlara eins
og þennan í New York sem var heldur niðurlútur eftir viðskipti dagsins.
LANDSBANKINN hefur opnað
útibú í Ósló í Noregi. Það tekur
við af umboðsskrifstofu bankans
sem stofnuð var þar í apríl í fyrra.
Bankinn er nú með starfsemi í 15
löndum.
Í tilkynningu frá Landsbank-
anum segir að rekstur umboðs-
skrifstofunnar hafi leitt í ljós þörf
fyrir frekari útvíkkun á þjónustu
bankans í Noregi. Útibúið muni
áfram veita lánafyrirgreiðslu til
viðskiptavina tengdra sjávar-
útvegi, m.a. kröfu- og birgða-
fjármögnun.
Thor Arne Talseth hefur verið
ráðinn útibússtjóri en hann stýrði
umboðsskrifstofunni áður.
„Þetta er enn einn áfanginn í
aukinni útrás Landsbankans,“ seg-
ir Sigurjón Þ. Árnason, banka-
stjóri Landsbankans.
Landsbankinn
opnar útibú í Ósló
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef-
ur hækkað lánshlutfallið hjá Íbúða-
lánasjóði úr 80% í 90%. Þá hefur há-
markslán sjóðsins einnig verið
hækkað úr 17 milljónum króna í 18
milljónir. Þetta var tilkynnt til
Kauphallarinnar í gær.
Með þessari aðgerð hafa láns-
hlutfall og hámarksfjárhæð af út-
lánum Íbúðalánasjóðs verið færð í
sama horf og þau voru áður en rík-
isstjórnin ákvað í júní í fyrra að
lækka hlutfallið og fjárhæðina. Þar
var um að ræða lið í aðgerðum
stjórnarinnar í efnahagsmálum.
Lánshlutfall hjá
ÍLS hækkar í 90%
USD
6,1%*
ISK
14,9%*
EUR
4,4%*
GBP
5,9%*
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr.
30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af
Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslu-
a›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa
r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir.
Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfa-
sjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingarheimildir sjó›anna, vísast til
útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum
Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
hærri ávöxtun en millibanka-
Enginn munur er á
kaup- og sölugengi.Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar
Peningabréf
Landsbankans
G
O
TT
FÓ
LK
M
cC
A
N
N
*Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 3. janúar – 1. febrúar 2007
fimmtudagur 1. 3. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Þjóðverjar sækja Íslendinga heim í júní>> 4
MCCARTHY HETJA
S-AFRÍKUMAÐURINN SKAUT ARSENAL ÚT ÚR
BIKARKEPPNINNI MEÐ GLÆSIMARKI >> 2
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Allt sem er í boði Íslands - og bikarmeistaralið Hauka í körfuknattleik kvenna er nú handhafi allra titla sem eru í boði á Íslandi. Í gær tryggði liðið sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild, Ice-
land Express-deildinni með því að leggja Hamar að velli í Hveragerði. Efri röð frá vinstri: Guðrún Ámundadóttir, Sigrún Ámundadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Bára Hálfdánardóttir, Kristín
Reynisdóttir, Unnut T. Jónsdóttir, Sara Pálmadóttir. Neðri röð frá vinstri: Svanhvít S. Skjaldardóttir, Ifeoma Okonkwo, Pálína Guðlaugsdóttir, Ragna Brynjarsdóttir og Helena Sverrisdóttir.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Íslendingarnir þrír í Gummersbach-liðinu,
sem landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason stýrir,
voru mjög atkvæðamiklir. Guðjón Valur Sig-
urðsson var markahæstur með 7 mörk og Ró-
bert Gunnarsson og Frakkinn Daniel Narc-
isse komu næstir með 6 mörk. Sverre
Jakobsson stóð vaktina afar vel í vörninni
sem og Róbert og þá átti markvörðurinn Gor-
an Stojanovic ekki síst stóran þátt í sigri
Gummersbach en hann varði mark liðsins af
mikilli snilld.
,,Með þessum sigri erum við svo sannarlega
með í baráttunni um titilinn og það stefnir í
rosalega baráttu. Satt best að segja bjóst ég
ekki við svona öruggum sigri. Við byrjuðum
frekar illa og það fór svolítið um mann en sem
betur fer náðum við að rífa okkur upp og taka
leikinn algjörlega í okkar hendur,“ sagði Ró-
bert Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöld.
Flensburg byrjaði betur og komst í 8:4 en
þá sögðu lærisveinar Alfreðs hingað og ekki
lengra. Þeir skoruðu sex mörk í röð, breyttu
stöðunni úr 8:4 í 10:8 og höfðu eftir það und-
irtökin í leiknum en staðan í leikhléi var
17:14.
,,Vörnin hjá okkur hefur ekki verið nógu
góð í síðustu leikjum en Alfreð lagði ríka
áherslu á að hún yrði halda og það gerði hún
svo sannarlega, auk þess sem markvörðurinn
okkar hitti á algjöran toppleik. Við reiknuðum
með að leikurinn hjá Flensburg við Barcelona
sæti í leikmönnum og það kom í ljós þegar við
keyrðum upp hraðann,“ sagði Róbert.
Flensburg er í efsta sæti deildarinnar með
35 stig en þar á eftir koma Kiel, Hamburg og
Gummersbach öll með 34 en meistarar Kiel
eiga leik til góða.
Gott veganesti í leikinn við Valladolid
Gummersbach tekur á móti spænska liðinu
Valladolid í síðari viðureign liðanna í 8-liða úr-
slitum Meistaradeildarinnar í Köln Arena
höllinni á sunnudaginn en liðin skildu jöfn í
fyrri leiknum á Spáni, 36:36.
,,Við förum með gott veganesti í leikinn við
Valladolid og vonandi verð ég jafn kátur eftir
þann leik og eftir þennan leik. Það hafa þegar
selst 16.000 miðar á leikinn svo við fáum mik-
inn stuðning sem vonandi fleytir okkur áfram
í keppninni,“ sagði Róbert.
,,Bjóst ekki við svona öruggum sigri“
ÍSLENDINGALIÐIÐ Gummersbach galopn-
aði toppbaráttuna í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik í gær þegar liðið vann öruggan sig-
ur á toppliði Flensburg, 33:26, í Köln Arena
höllinni að viðstöddum 15.000 áhorfendum.
Ný þurrkublöð
á framrúðuna!
02|03|07
Fjalar Sigurðarson Gunnar Már Sigurfinnsson Jan Godsk Kristján Már Hauksson Niku Banaie Svafa Grönfeldt
ÍMARK
Y f i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 28/29
Staksteinar 8 Bréf 29
Veður 8 Minningar 30/37
Úr verinu 14 Menning 41/44
Erlent 15/16 Leikhús 43
Menning 17 Myndasögur 44
Höfuðborgin 18 Dægradvöl 45
Akureyri 18 StaðurStund 46/47
Suðurnes 19 Dagbók 48/49
Landið 29 Víkverji 48
Daglegt líf 20/25 Velvakandi 48
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Virðisaukaskattur á matvælum
lækkar í dag niður í 7%. Með lækkun
skattsins, breytingum á vörugjöld-
um og lækkun tolla á innfluttum
kjötvörum vonast stjórnvöld eftir að
það takist að ná sama matvælaverði
og á hinum Norðurlöndunum. Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra seg-
ist hafa trú á að aðilar í verslun
lækki verð í samræmi við lækkun
skattsins. » Forsíða og miðopna
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur kært Kópavogsbæ vegna
rasks sem varð í Heiðmörk þegar
verktaki hóf að leggja vatnsleiðslu í
gegnum skógarlund. Félagið krefst
38 milljóna í skaðabætur. Það telur
að um þúsund tré hafi skemmst.
» Baksíða
Starfsmenn Íslensku friðargæsl-
unnar í Líbanon björguðu líbönskum
hermanni sem sat fastur í logandi bíl
sl. þriðjudag. Bílinn hafði oltið út af
veginum og farið margar veltur. » 2
Hlutabréf í Kauphöll Íslands
lækkuðu í gær um 1,47%. Þetta er
annar dagurinn í röð sem bréfin
lækka. Hlutabréf um allan heim hafa
verið að lækka að undanförnu, en
ástandið virðist þó vera að róast.
Bréf í Kína og Bandaríkjunum
hækkuðu í gær. » Viðskipti
Erlent
François Bayrou, frambjóðandi
Franska lýðræðisbandalagsins og
„þriðji maðurinn“ í baráttunni fyrir
forsetakosningarnar í Frakklandi í
vor, fagnar nú auknu fylgi. » 16
Condoleezza Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur
skýrt frá því að Bandaríkjastjórn
ætli að taka þátt í ráðstefnu um
írösk öryggismál með fulltrúum frá
nágrannaríkjum Íraks, þar á meðal
Íran og Sýrlandi. » 15
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HEIMSÓKN Valgerðar Sverrisdóttur
utanríkisráðherra til Afríkulanda lauk
í gær. Ætlunin var að hún héldi af stað
í gærkvöldi frá Suður-Afríku til Lond-
on og þaðan til Kaupmannahafnar og
loks heim í kvöld. Valgerður hitti í
fyrradag utanríkisráðherra S-Afríku,
Nkosazana Dlamini Zuma. Það kom á
óvart að Thabo Mbeki forseti fór fram
á að fá að ræða við ráðherrann því slík-
ur fundur var ekki á dagskránni.
„Það komu boð um það seint í gær-
kvöldi [þriðjudag] að hann vildi hitta
mig,“ sagði Valgerður. „Við komum
því að sjálfsögðu fyrir að það væri
rúm fyrir forsetann í dagskránni! Við
áttum síðan hálftíma langar viðræður
í forsetahöllinni.
Þetta var sérstaklega ánægjulegur
fundur, þægilegt andrúmsloft. Við
fórum yfir nokkur málefni sem voru
okkur báðum ofarlega í huga eins og
orkumál og almenn samskipti þjóð-
anna. Ég þakkaði honum fyrir að
styðja ósk okkar um sæti í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna og greindi
honum frá því að ég færi hér fyrir við-
skiptasendinefnd. Hann sýndi mjög
mikinn áhuga á að S-Afríka staðfesti
sem fyrst fríverslunarsamkomulag
sem nefnt er EFTA-SACU-samning-
urinn. Ég hef á tilfinningunni að þess-
ir fundir með forsetanum og Zuma
hafi liðkað fyrir staðfestingunni.
Ég nefndi einnig möguleika á
samningum um önnur mál, þ.á m. um
tvísköttun og fjárfestingar. Vitað er
að jarðvarmi er í landinu og S-Afríku-
menn hafa eins og fleiri þjóðir á svæð-
inu mikinn hug á að nýta hann. Þeir
vilja kanna möguleika á að fá aðgang
að þeirri þekkingu sem Íslendingar
hafa á þeim málum.
Einnig ræddum við um tvíhliða
loftferðasamning milli ríkjanna og
það gerði ég einnig í samræðum við
ráðamenn hér í Höfðaborg. Þeir hafa
reyndar sérstakan áhuga á aukinni
samvinnu á sviði sjávarútvegs og
ferðamála. Mér eru efst í huga núna
þær góðu móttökur sem við höfum
alls staðar fengið og sá hlýhugur sem
okkur mætir,“ sagði Valgerður Sverr-
isdóttir utanríkisráðherra.
Velkomin! Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, heilsar Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra í gær.
Valgerður átti
fund með Mbeki
Í HNOTSKURN
»Utanríkisráðherra hefur íferð sinni rætt við ráða-
menn í Úganda og Suður-
Afríku en Ísland er nú með
sendiráð í síðarnefnda ríkinu
og einnig í grannríkinu
Mósambík.
»Áhugi Afríkuþjóða á sam-starfi við Íslendinga stafar
m.a. af því að við höfum sögu-
lega séð ekki tekið neinn þátt í
að kúga Afríkumenn eins og
gömul nýlenduveldi á borð við
Bretland og Frakkland.
Suður-Afríka styður framboð Íslands til öryggisráðs SÞ
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ALMENNT ríkir mikil gleði í Öskjuhlíðar-
skóla í Reykjavík en ánægjan var óvenju-
mikil í gær, þegar Pétur Gunnarsson afhenti
skólanum formlega, fyrir hönd nokkurra fyr-
irtækja, 19 tölvur af fullkomnustu gerð og
tvo nýja prentara að gjöf. „Þetta er frábært
framtak foreldris barns í skólanum og nú
brosa allir allan hringinn í Öskjuhlíð-
arskóla,“ segir Dagný Annasdóttir skóla-
stjóri.
Dagný segir að tölvugjöfin hafi komið á
óvart. Eftir að hafa verið í foreldraviðtali í
janúar hafi Pétur spurt hana um tölvubúnað
skólans. „Honum fannst staðan frekar fátæk-
leg í stofu dóttur sinnar og spurði hvort skól-
inn vildi þiggja nokkrar tölvur að gjöf. Ég
sagði svo vera og í kjölfarið settumst við nið-
ur með tölvukennaranum. Í ljós kom að Pét-
ur var ekki að tala um þrjár til fjórar tölvur
heldur tölvu í hverja kennslustofu, líka inn í
list- og verkgreinastofurnar.“
Sumar tölvurnar eru með snertiskjám og
segir Dagný að það komi sér mjög vel fyrir
nemendurna. Sinn prentarinn fyrir hvora,
eldri og yngri nemendur skipti líka sköpum
fyrir þá. „Þetta er stórkostlegt,“ segir
Dagný. „Þetta auðveldar alla vinnu og auð-
veldar okkar fólki að verða færara á þessum
hraða upplýsingatíma. Það er gífurlega mik-
ill fengur fyrir skólann að fá gjöf sem þessa.“
Öskjuhlíðarskóli var stofnaður 1975 og í
honum eru 102 nemendur í 1. til 10. bekk.
Pétur Gunnarsson á dóttur í 5. bekk og segir
að hann hafi viljað endurgjalda skólanum
það sem hann hafi gert fyrir dóttur sína.
Hann áréttar að hann hafi ekki borgað gjöf-
ina heldur aðeins staðið fyrir því að safna
fyrir henni. „Ég hringdi í fyrirtæki og fékk
þau til að styrkja þetta,“ segir hann. „Þegar
ég sá hvað tölvukosturinn var orðinn skelfi-
lega gamall og lúinn datt mér þetta í hug.“
Brosa hringinn
í skólanum
Morgunblaðið/G. Rúnar
Tölvugjöf Frá vinstri: Pétur Gunnarsson, Júlíus Pálsson, Ólafur Snævar Aðalsteinsson með
blómvönd sem nemendur færðu Pétri, Dagný Annasdóttir skólastjóri og Ásdís Ásgeirsdóttir.