Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UM SEXTÁN þúsund einstaklingar og um 6.200 fyrirtæki eru nú á vanskilaskrá Láns- trausts hf. en þar er fólk í fjögur ár, nema það greiði skuldir eða semji um þær. Fólki á skránni fækkaði töluvert á sama tíma og bank- arnir hófu að bjóða ódýrari íbúðalán en hefur fjölgað smávægilega síðan þá, að sögn Hákons Stefánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Stefnt er að því að einstaklingar geti séð hvaða upplýsingar eru skráðar um þá í van- skilaskrá í gegnum heimabanka en nú er hægt að fá slíkar upplýsingar á skrifstofu Láns- trausts. Hákon sagði að algengasta ástæðan fyrir því að fólk lendi á skránni væri einhvers konar op- inber gjörð, s.s árituð stefna vegna skulda, ár- angurslaust fjárnám eða gjaldþrot. Einnig gætu áskrifendur að skránni sent inn upplýs- ingar um að skuldari hafi ekki sinnt greiðslu- áskorun innan tiltekins tíma. Til að koma í veg fyrir að rangar upplýsingar fari inn á skrána ber Lánstrausti skylda til að senda viðkomandi einstaklingi upplýsingar um að til standi að setja hann þar inn á og hefur hann 14 daga til að koma að mótmælum eða bregðast við á annan hátt. Aðspurður hvaða áhrif það hafi að lenda á vanskilaskrá, sagði Hákon að það færi töluvert eftir því hvaða ástæða væri fyrir því. Árang- urslaust fjárnám og gjaldþrot væru eðli máls- ins samkvæmt verstu færslurnar. Almennt væri frekar slæmt að lenda á skránni því bankastofnanir eða fyrirtæki væru líkleg til að synja þeim sem eru á listanum um lánavið- skipti eða myndu í hið minnsta krefjast trygg- inga. „Þetta rýrir verulega lánstraust aðila,“ sagði hann. Á hinn bóginn væri til í dæminu að einstak- lingar eða fyrirtæki fengju lánafyrirgreiðslur þrátt fyrir að vera á vanskilaskrá. Þetta ætti t.d. við um viðskipti byggingavöruverslana við verktaka, jafnvel þótt verktakar væru í van- skilum við aðra gæti verslunin ákveðið að semja um lánafyrirgreiðslu í formi úttekta. Í þeim tilfellum væri yfirleitt horft til viðskipta- sögunnar, þ.e. hvort verktakinn hefði staðið í skilum við verslunina. „Ef það er til viðskiptasaga sem menn sjálfir eiga huga þeir oft fyrst að henni áður en þeir skoða vanskilaskrána,“ sagði Hákon. Detta út eftir 4 ár „Þegar þú ert búinn að ganga frá greiðslu þeirrar kröfu sem málið snýst um, eða eftir at- vikum semja um greiðslu á henni, þá losnar þú út,“ sagði Hákon þegar hann var spurður um hvernig fólk og fyrirtæki losnuðu af skránni. Sú skylda hvíldi á þeim sem legðu fram kröfu um fjárnám eða slíkt að láta vita þegar hún væri ekki lengur til staðar. Eftir fjögur ár félli einstaklingur sjálfkrafa út af vanskila- skránni, nema í þeim tilvikum sem krafa væri endurnýjuð en Hákon sagði að slíkt heyrði til algjörra undantekninga. „Það er undir kröfu- eigandanum komið hvort hann fari út í slíkar ráðstafanir. Við höfum ekkert með það að gera,“ sagði hann. Engar færslur í vanskila- skránni væru eldri en fjögurra ára. Hákon sagði að verulega hefði fækkað á skránni á sama tíma og bankarnir byrjuðu að bjóða upp á íbúðalán. Að öllum líkindum hefðu viðkomandi fengið ættingja eða maka til að taka lán en hluti peninganna hefði verið not- aður til að gera upp gamlar skuldir. Undanfar- ið hefði lítillega fjölgað á skránni aftur. Í frétt Morgunblaðsins í fyrradag var rang- lega farið með nafn fyrirtækisins Lánstraust og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Um 16 þúsund á vanskilaskrá Fækkaði á skránni á sama tíma og bankar buðu hagstæðari íbúðalán ÁTAK sýslumannsins í Reykjavík og lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu til að ná til þeirra sem ekki hafa sinnt boðun til að mæta í fjárnám hjá sýslumanni byggist á heimild í 22. grein aðfararlaga. Þar segir m.a. að lög- reglu sé skylt, að boði sýslumanns, að leita gerðarþola eða fyrirsvarsmanns hans og boða hann til að mæta til gerðarinnar eða færa hann til hennar. Kolbeinn R. Kristjánsson lögreglufulltrúi sagði að lögregla gæti í krafti þessa ákvæðis handtekið viðkomandi á vinnustað og öðrum opinberum stöðum. Lögregla gæti á hinn bóginn ekki farið inn á heimili fólks, neitaði það að opna fyrir lögreglu. Til að slíkt væri hægt yrði að liggja fyrir handtökuheimild frá dómara. Lögregla byggir á heimild í aðfararlögum Í HNOTSKURN » Einstaklingar á vanskilaskrá Láns-trausts 31. janúar sl. voru 16.058 en lögaðilar voru 6.171. » Karlmenn sem voru skráðir á árinu2006 með árangurslaust fjárnám eða gjaldþrot árið 2006 voru 3.710 (76%) og konur voru 1.187 (24%). » Karlmönnum sem voru skráðir meðárangurslaust fjárnám fækkaði um 10% milli áranna 2005 og 2006. Konum fækkaði um 21% á sama tíma. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BRÝN málefni brunnu á grunn- skólabörnum á barnaþingi Grafar- vogs og Kjalarness sem haldið var í Egilshöll í gær undir yfirskriftinni „Gróska“. Um var að ræða hverf- isverkefni sem nemendur í 6. bekk grunnskólanna unnu en tilgang- urinn var að skapa umræðu og stuðla að auknum áhuga barna á já- kvæðum gildum lífsins, s.s. hollum lífsháttum, jákvæðum tómstundum, námi og uppbyggilegu fjölskyldulífi. Á þinginu kynntu niðurstöður sín- ar nemendur frá Rimaskóla, Hamraskóla, Víkurskóla, Borg- arskóla, Foldaskóla og Klébergs- skóla. Staðfesta í vímuefnavörnum Greinilegt var að framsetning fyr- irlesaranna ungu var vandlega und- irbúin og fjölluðu nemendurnir m.a. um mikilvægi þess að hafa umhverf- ið snyrtilegt, umferðarþunga og hraðakstur á Vesturlandsvegi, stað- festu í vímuefnavörnum, góðan næt- ursvefn og margt fleira. Meðal þeirra sem fram komu voru hressir krakkar frá Klébergsskóla, þau Petra Gylfadóttir, Hafsteinn Gylfi Valgeirsson, Ingimar Kristinn Ingimarsson, Lelita Rós Ycot, Vikt- or Ingi Ólafsson, Svangeir Albert E. Arnarsson, Bjarni Magnús Sigurð- arson, Dagur Jóhannsson Hugrún- arson, Berglind Magnúsdóttir, Ólöf Rún Árnadóttir, Svandís Arna Þórð- ardóttir, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Þórdís Anna Gísladóttir, Ásta Mar- grét Sesseljudóttir og Carlos Reynir Hlöðversson. Var fjallað í hópnum um það hvað mætti laga og bæta á Kjalarnesinu. Vilja fleiri búðir „Mér finnst að það ætti að setja undirgöng á Vesturlandsveginn og bæta afþreyingu á svæðinu svo við þurfum ekki alltaf að fara í strætó niður í bæ,“ sagði ein úr hópnum og annar bætti við: „Það þyrftu líka að vera fleiri búðir í nágrenni Vest- urlandsvegarins, það er frekar skrýtið að það skuli bara vera ein sjoppa.“ Frá Borgarskóla var einnig hress hópur, þær Gígja Heiðarsdóttir, Ástrós Ásgeirsdóttir, Margrét Halla Johnson, Malín Agla Kristjáns- dóttir, sem fjölluðu um frelsið og umhverfið og töldu þær mikilvægt að fjölga ruslafötum og stöðva veggjakrot. Töldu þær gagnrýn- isvert á tímum mikils svifryks að fólk ætti tvo bíla. Nær væri að ferðast fótgangandi eða hjóla til minnka rykið. Þær Gígja og Ástrós fjölluðu um hvað hægt væri að gera til að öðlast frelsi í framtíðinni og vildu kveða niður vímuefnadrauginn hið snar- asta. Vinahópar gætu beitt þrýstingi til að ungmenni færu að prófa fíkni- efni og þá gilti að segja nei! Jákvæð lífsgildi á barnaþingi Boðskapur Sjöttubekkingar í Borgarskóla, framtíðarþingliðar ungu kynslóðarinnar, með ákveðinn boðskap um betri lífshætti og bætta líðan með reykleysi og líf án allra fíkniefna. Frelsi Ástrós Ásgeirsdóttir og Gígja Heiðarsdóttir bættu rappi inn í fyr- irlestur sinn og hvetja til staðfestu í vímuefnavörnum og segja nei! Umhverfið Malín Agla Kristjánsdóttir og Margrét Halla Johnson frá Borg- arskóla fjölluðu um umhverfið, veggjakrot og fleira á barnaþinginu. Vesturlandsvegur Vaskur flokkur sjöttubekkinga frá Klébergsskóla fjallaði um Vesturlandsveginn, bílaumferð og umhverfi vegarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.