Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Við verðum aldeilis að standa okkur við heyskapinn ef okkur tekst að gera alla
Framtíðarlandshjörðina að jórturdýrum, Solla mín.
VEÐUR
Utanríkisráðherra Suður-Afríkuskýrði Valgerði Sverrisdóttur,
utanríkisráðherra Íslands, frá því í
heimsókn Valgerðar til Suður-
Afríku, að þjóð hennar styddi ósk Ís-
lands um sæti í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna.
Það eruánægjuleg
tíðindi og vonandi
gengur það eftir.
Enda ekki ástæða
til að ætla annað
en þessi yfirlýsing
um stuðning sé
gefin af einlægni.
Hins vegar ernauðsynlegt að við gerum okk-
ur ljóst, að samskipti þjóða á al-
þjóðavettvangi eru mjög hrár leikur.
Þótt eitt ríki lýsi yfir stuðningi viðannað í dag geta hagsmunir
þess sama ríkis breytzt á skömmum
tíma og leitt til þess að það breytir
um afstöðu, þegar kemur að kosn-
ingu.
Þessu höfum við Íslendingar sjálfirkynnzt. Tvisvar sinnum á nokkr-
um árum höfum við leitað eftir því
að fá fulltrúa okkar kjörna til þess
að stjórna alþjóðastofnunum.
Í öðru tilvikinu liggja fyrir upplýs-ingar um að nánast ekkert af
þeim loforðum stóðst, sem gefin
voru um stuðning.
Hitt tilvikið hefur orðið tilefni tilumræðna innan stjórnkerfisins
um það hvað við getum lært af mis-
heppnuðum tilraunum til að ná slík-
um árangri.
Þótt þar hafi verið um stuðning viðeinstaklinga að ræða en ekki
heila þjóð er lexían, sem við höfum
lært sú sama: í alþjóðlegum sam-
skiptum fara gefin fyrirheit fyrir lít-
ið.
STAKSTEINAR
Valgerður
Sverrisdóttir
Ísland og Öryggisráðið
SIGMUND
!
"#
$!
%!!
! &'
(
)
* !
-.
-/
-/
-0
-0
1
23
23
.
-
'4
5 6!
)*6!
5 6!
7
7
5 6!
6!
)*6!
5 6!
6!
5 6!
)# + !
,- . '
/ ! !
0
+-
!
!
8
2'
.
.
-8
--
1
4
1
(
2.
!
! 9 *
6!
6!
6!
6!
9
*
9 *
! "12
!
1
3 2- 2 4!
1!
& 5# )67!
8 !!)
23
20
2/
2/
2-
2--
20
2.
0
8
.
5 6!
!
! 6!
5 6!
6!
6!
6!
6!
: 6!
9! :
;
# : # !* )
!
<2 < # <2 < # <2
!
;<
!!
* =:2
!5
9 %
>
2
/
/2-8;=
!
:
5
* <6
(2-3;
!
5%
) =7
% *
)6
?: *6
*@
"3(4=
=<4>"?@"
A./@<4>"?@"
,4B0A*.@"
8/4
3-4
8=/
8=/
/-0
484
1-1
''(
--34
-304
-//-
(0'
-431
-103
''-'
-03/
(3.
(04
(38
(84
-(0/
-(0/
-('(
-(-0
'308
'808
3=.
-=1
-='
-=(
8=1
8=0
8='
8=.
3=3
-=.
-=-
-=/
8=4
8=3
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Stefán Friðrik Stefánsson |
28. febrúar 2007
Helen Mirren
glæsilegust
Það er nú enginn vafi
að Dame Helen Mirren
var glæsilegust allra á
Óskarnum aðfaranótt
mánudags. Það geisl-
aði af henni í kjól sem
var eins og sniðinn al-
gjörlega fyrir hana er hún tók við
Óskarnum fyrir að túlka Elísabetu
II Englandsdrottningu í kvikmynd-
inni The Queen. Glæsileg sigurstund
fyrir hana á löngum ferli.
Meira: stebbifr.blog.is
Sóley Tómasdóttir | 28. febrúar 2007
Hin bráðheilaga
friðhelgi…
Já, fussið heldur
áfram. Að vanda er
gert grín að fem-
ínískum áherslum
Vinstri grænna, enda
bráðfyndið að einhver
skuli vilja brjóta upp
kynbundið misrétti í samfélaginu.
Fyndnasta hugmynd gárunganna
virðist vera sú að hafa sérstaka varð-
sveit á Keflavíkurflugvelli til að
fylgjast með því hvað ferðalangar
hafa með sér til landsins.
Meira: soley.blog.is
Jónína Benediktsdóttir |
28. febrúar 2007
Nýtt matvöru-
fyrirtæki?
Það er gleðilegt til þess
að vita að stjórnvöld
ætla að herða eftirlit
með matarverði.
Það er tímabært og
þó fyrr hefði verið. Við
neytendur ættum einnig að vera
virkari í því að hvetja stjórnvöld til
þess að auka samkeppnina á mat-
vörumarkaði til þess að hún virki
eins og markaðslögmálin gera ráð
fyrir.
Meira: joninaben.blog.is
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
| 27. febrúar 2007
Hvers vegna
kynfræði?
Áhugi á að læra sex-
ology hófst formlega
þegar ég var við nám í
hjúkrunarfræði. Á þeim
árum var inni að tala
um heildræna hjúkrun
(holistic nursing). Ég
tók eftir því að kynferðislega hliðin
var samt útundan og uppúr því gerði
ég, ásamt sjö samnemendum, rann-
sókn á þekkingu á kynhegðun og við-
horfum til kynlífs meðal hjúkr-
unarfræðinema í Háskóla Íslands.
Eftir útskrift 1985 fór ég til USA og
lauk námi í „sexuality education“ í
University of Pennsylvania. Bætti
síðar við mig samtalsmeðferð og fór
að sinna æ meira klínískum kyn-
fræðistörfum. Tel kynfræði vera
áhugavert, krefjandi og þarft starf en
veit auðvitað að sumir reka upp stór
augu. Hef fengið minn skammt af
kommentum í gegnum tíðina og því
verður ekki neitað að sumir hafa
ýmsar ranghugmyndir um hvernig
manneskja velur svona starf. Halda
t.d. að ég sé kynóð eða eitthvað slíkt
eða vilji stöðugt vera að tala um kyn-
líf. Ó, nei, er ósköp venjuleg kona en
með áhugavert starf.
Myndin hér að ofan, tekin á vinnu-
fundi árið 2005 í Finnlandi, sýnir for-
menn kynfræðifélaga frá Norð-
urlöndum og Eistlandi: Frá vinstri:
Ashild Skogerbo, Noregi, Jóna Ingi-
björg, Íslandi, Axel Brattberg, Sví-
þjóð, Osmo Kontula, Finnlandi, Olev
Poolamets, Eistlandi, og Inger
Bugge, Danmörku.
Meira: jonaingibjorg.blog.is
BLOG.IS
JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráð-
herra átti í gær fund með Stavros
Dimas, ráðherra umhverfismála í
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Á fundinum ræddu ráð-
herrarnir um loftslagsbreytingar og
þá samninga sem framundan eru
milli þjóða heims um aðgerðir gegn
losun gróðurhúsalofttegunda eftir
2012, þegar Kyoto-bókunin fellur úr
gildi.
Umhverfisráðherra kynnti ný-
samþykkta stefnumörkun íslensku
ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum
og markmið um 50–70% minnkun
nettólosunar gróðurhúsalofttegunda
fram til ársins 2050 og jafnframt
hvaða leiðir ríkisstjórn Íslands legg-
ur áherslu á að farnar verði til að ná
þessu markmiði.
Í fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu segir að Stavros Dimas
hafi lýst ánægju með nýja stefnu Ís-
lands í loftslagsmálum og fram-
kvæmd Kyoto-bókunarinnar á Ís-
landi, sem hann hafði fregnað að
gengi vel. Þá undirstrikaði Dimas
mikilvægi þess að tækniþekking Ís-
lendinga á nýtingu jarðhita yrði að-
gengileg og nýtt sem víðast í heim-
inum. Það mundi gagnast vel
baráttunni við loftslagsbreytingar.
Umhverfisráðherra lagði áherslu
á að í samningum um aðgerðir í lofts-
lagsmálum eftir 2012 næðist mun
víðtækari samstaða ríkja um aðgerð-
ir en væri í Kyoto-bókuninni. Til að
árangur næðist í að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda í heiminum
yrðu öll iðnríki, og a.m.k. stærstu
þróunarríkin, að taka á sig skuld-
bindingar og takmarkanir á losun á
næsta samningstímabili. Ennfremur
lagði ráðherra áherslu á að mikil-
vægt væri að skoða sérstaklega sam-
eiginleg samningsmarkmið og skuld-
bindingar fyrir atvinnugreinar óháð
ríkjum, til þess að tryggja eftir
megni að menn beiti bestu tækni alls
staðar.
Ræddu saman
um loftslagsmál
Fundur Jónína Bjartmarz og Stavr-
os Dimas hittust í gær í Brussel.
Sigmar Guðmundsson | 27. febrúar
2007
Ferðaheimspeki
Það leita alltaf á mig
heimspekilegar spurn-
ingar þegar ég
ferðast.
Að koma til útlanda
ögrar gjarnan þeim
hugmyndum sem
maður hefur um lífið og tilveruna.
Oft uppgötva ég eitthvað nýtt og
spennandi. Þá velti ég því gjarnan
fyrir mér af hverju við Íslendingar
tökum ekki upp sama sið. Svo get-
ur þetta líka verið öfugt.
Meira: sigmarg.blog.is