Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 13
FRÉTTIR
STÓRI bókamarkaðurinn, hinn ár-
legi bókamarkaður Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, hefst í dag
í Perlunni. Aðstandendur mark-
aðarins hafa jafnan stært sig af
lágu verði en í ár er lækkunin
meiri en sem nemur afsláttum út-
gefenda því virðisaukaskattur á
bækur almennt lækkar úr 14% í 7%
í dag.
Að sögn Kristjáns B. Jónassonar,
formanns Félags íslenskra bókaút-
gefenda, er það félaginu mikið
gleðiefni að geta boðið upp á gott
úrval afsláttarbóka með lækkuðum
virðisaukaskatti. Allt frá 1993 hafi
lækkun virðisaukaskatts á bókum,
a.m.k. til samræmis við nágranna-
löndin, verið eitt helsta baráttumál
útgefenda.
„Þetta eru miklir stabbar,“ full-
yrðir Kristján en ríflega 10.000
bókatitlar frá yfir fimmtíu útgef-
endum eru í boði á markaðnum
sem stendur til sunnudagsins 11.
mars nk. „Það er mjög mikil fyr-
irferð á barna- og unglingabókum
ásamt skáldverkum og fræðibók-
um, einnig splunkunýjar bækur,
eins og Konungsbók eftir Arnald
Indriðason og ævisaga Matthíasar
Jochumssonar.“
Hann bætir því við að þar kenni
ýmissa og á stundum sjaldgæfra
grasa. „Ég hef t.d. verið að rekast
á handbækur sem ég hafði ekki
hugmynd að væru til,“ segir hann
og nefnir kennslubók í táalestri,
Tærnar: spegill persónuleikans,
sem dæmi.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Bækur Hægt er að gera góð kaup á bókamarkaðnum í Perlunni. Ríflega
10.000 bókatitlar frá yfir fimmtíu útgefendum eru í boði á markaðnum.
Fjöldi bóka á góðum kjörum
VERÐ á bensíni og dísilolíu hækk-
aði um 1,80 til 2,00 krónur á lítrann
sl. mánudag. Skeljungur reið á vað-
ið og hækkaði verðið um tvær krón-
ur, bæði í sjálfsafgreiðslu og með
fullri þjónustu. Hin olíufélögin
fylgdu í kjölfarið. Bensínlítrinn
kostar nú 111 til 113 krónur og dís-
illítrinn 112 til 113,7 krónur.
Hækkanirnar má rekja til mik-
illar eftirspurnar eftir bæði bensíni
og dísilolíu á heimsmarkaði sem
framboðið virðist ekki ná að seðja.
24. janúar kostaði tonn af bensíni
497 dollara en á þriðjudaginn fór
verðið yfir 600 dollara. Svo hátt
innkaupsverð hefur ekki sést síðan
í fyrrasumar, en þá fór tonnið í um
780 dollara og bensínlítrinn á Ís-
landi kostaði 131,20 þegar hann var
dýrastur.
Bensínverð hefur víða hækkað
meira en á Íslandi og til dæmis um
það má nefna að bensínlítrinn hjá
Q8 í Danmörku kostar nú um það
bil 7,80 krónum meira en hann
kostaði fyrir rúmum mánuði.
Eftirspurn Innkaupsverð á bensíni
hefur ekki verið hærra í hálft ár.
Bensínverð
hækkaði
RÁÐSTEFNAN „Fjólublá hreindýr“
verður haldin í Herðubreið á Seyð-
isfirði í dag. Ráðstefnuna halda Ferða-
málasamtök Austurlands og á henni
verður fyrst og fremst fjallað um stöðu
og framtíð ferðaþjónustu á Austur-
landi.
Fyrirlesarar eru m.a. Ársæll Harð-
arson, markaðstjóri Ferðamálastofu,
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur
SAF, og Þorvarður Árnason frá Há-
skólasetrinu á Höfn. Á ráðstefnunni
mun Rögnvaldur Guðmundsson einnig
kynna greinargerð um ferðamenn á
Austurlandi og helstu niðurstöður úr
ferðamannakönnum sem gerð var þar.
Fjólublá hreindýr á Seyðisfirði
GRÓSKA er í framkvæmdum í
Borgarbyggð. Sem dæmi má nefna
að talsvert á 6. tug skipulagsmála
er í vinnslu, að því er fram kemur á
vef sveitarfélagsins. Fram-
kvæmdasvið Borgarbyggðar setur
nú reglubundið yfirlit um stöðu
skipulagsmála á heimasíðuna.
Mikið framkvæmt
GALLERÍ Fold verður með list-
munauppboð nk. sunnudag. Þar
verða boðin upp um 130 verk af
ýmsum toga, m.a. eitt af lyk-
ilverkum Þorvaldar Skúlasonar og
Þingvallamynd eftir Ásgrím Jóns-
son frá 1906.
Uppboð hjá Fold
NIÐURSTÖÐUR af rannsókn á ol-
íusýnum sem tekin voru af þangi úr
fjöru og af æðarfugli við strandstað
Wilson Muuga benda ekki til neins
annars en að olían séu úr strandaða
skipinu.
Olían úr skipinu
Ljóst er að olían kom frá Wilson Muuga.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta að
innheimta aðgangseyri í Nátt-
úrugripasafni Íslands. Áður var
innheimt 300 kr. gjald af 17 ára og
eldri. Nemendur fengu frítt. Safnið
er opið þriðjud., fimmtud., laugard.
og sunnud. kl. 13.30–16.
Ókeypis í safnið
„ÞETTA heitir ÍNN sem er nú
bara af því að það er næst CNN,“
sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjón-
varpsmaður og einn af eigendum
sjónvarpstöðvarinnar Íslands Nýj-
asta Nýtt sem hóf útsendingar á
þriðjudag. Sjónvarpsstöðin er send
út á Netinu, um breiðbands- og
ADSL-kerfi Símans og nú standa
yfir viðræður við Digital Ísland, að
sögn Ingva Hrafns.
Aðspurður sagði Ingvi Hrafn að
hugmyndin að ÍNN hefði kviknað
upp úr því að NFS var lokað í vet-
ur. Margir hefðu kvartað yfir því að
Hrafnþing, þáttur Ingva Hrafns á
stöðinni, væri horfinn af ljósvak-
anum og hann hefði því byrjað að
skoða hvernig senda mætti Hrafna-
þing út á Netinu. Í kjölfarið hefði
Mentis, sem væri fyrirtæki í eigu
Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna og
Glitnis, boðið til samstarfs en Ment-
is ynni að því að koma fjármálarás í
loftið.
Ingvi Hrafn sagði að boðið um
samstarf hefði falist í að Mentis
myndi sjá um að koma ÍNN á
Breiðbandið og ADSL, og þar með
til um 40.000 heimila, en í staðinn
myndi ÍNN leggja til Hrafnaþing
fjórum sinnum í viku.
Þar með hefði orðið ljóst að ÍNN
yrði meira en einfalt netsjónvarp og
því ekki nægjanlegt að notast við
vefmyndavélar. Hefðbundin sjón-
varpsframleiðsla væri hins vegar
gríðardýr og því hefði ÍNN leitað
ráða hjá Nýherja sem hefði selt
þeim sjálfvirkt upptökukerfi með
fjórum myndavélum, svokallað
sýndarmyndver frá Sony. Allar vél-
arnar væru með sjálfvirkum fókus
og það þyrfti bara „einn og hálfan
mann“ til að stjórna upptökunum.
Því hefði verið hægt að koma upp
myndveri fyrir minna en 10 millj-
ónir.
Leigja út myndverið
Ingvi Hrafn sagði að megintekjur
stöðvarinnar, a.m.k. fyrst í stað,
myndu fást með því að leigja út
upptökuverið og útsendingar á
stöðinni. Þannig gætu félagasam-
tök, stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og
fleiri einfaldlega komið á stöðina og
tekið upp sjónvarpsþátt um sín
hugðarefni. Þáttinn væri síðan
hægt að gera aðgengilegan á Net-
inu. Kostnaðurinn við slíkt yrði um
100.000 krónur.
Aðspurður sagði Ingvi Hrafn að
það væri biðröð af fólki sem hefði
áhuga á að vinna með ÍNN og m.a.
hefðu fulltrúar stjórnmálaflokka
haft samband og lýst yfir áhuga.
Þessi möguleiki hefði m.a. þá kosti
að viðkomandi hefði möguleika á að
kynna sín mál á eigin forsendum. Í
fréttum og viðtalsþáttum væri tím-
inn takmarkaður og málin rædd út
frá ýmsum hliðum. „Þarna getur þú
bara framleitt þína hlið á málinu og
kynnt hana,“ sagði hann.
Eini dagskrárliður stöðvarinnar,
enn sem komið er, er Hrafnaþing
sem er á dagskrá þriðjudaga til
föstudags.
Framkvæmdastjóri stöðvarinnar
er Ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva
Hrafns, en hann útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá Bifröst í vor.
Netslóðin er www.inntv.is.
Morgunblaðið/Golli
Feðgar Ingvi Örn Ingvason, framkvæmdastjóri ÍNN, og Ingvi Hrafn Jónsson í stúdíóinu á Fiskislóð. Að baki þeim
er grænt tjald sem mun þó ekki sjást í útsendingu heldur sá bakgrunnur sem þáttastjórnendur kjósa í hvert sinn.
Valdi ÍNN af því það
stendur næst CNN