Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 17 MENNING BRESKI leik- arinn Daniel Radcliffe hlýtur víðast hvar lofs- verða dóma fyrir frammistöðu sína í verki Peters Shaffers, Equus, sem frumsýnt var í Gielgud- leikhúsinu á West End í London síðastliðinn þriðjudag. Radcliffe, er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter. Ef litið er yfir umsagnir breskra gagnrýnenda um sýninguna má lesa undrun margra yfir því að Radcliffe geti yfirhöfuð leikið, og það vel. „Frammistaða Radcliffe sannar að hann getur vissulega leikið og sýnir að frammistaða hans í Harry Potter-myndunum er ekki komin til vegna galdra,“ sagði meðal annars í dómi Michael Billington hjá The Guardian. Fjöldi manns klappaði Radcliffe lof í lófa að sýningu lokinni, meðal annarra leikarinn Christian Slater. „Hann var stórfenglegur! Ég myndi gjarnan vilja vinna með hon- um í framtíðinni,“ sagði Slater. Mikið umtal hefur verið um téða sýningu og þá sérstaklega vegna þess að Radcliffe kemur þar nakinn fram. Fjölmargir aðdáendur Harry Potter lýstu yfir andúð sinni á þessu uppátæki hans. Þá sáu aðilar hjá Warner Bros, dreifingaraðila Harry Potter- myndanna, sig knúna til að bregð- ast við gagnrýninni og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal ann- ars kom fram að þeir væru ekki mótfallnir umræddum nektarsenum og að fyrirtækið „styddi heilshugar allar þær listrænu ákvarðanir sem Radcliffe tæki á ferlinum“. Radcliffe mærður Getur vissulega leikið og það vel Daniel Radcliffe LAGIÐ „Push the Button“ hef- ur verið valið framlag Ísraela til Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fer fram í Hels- inki í maí. Lagið er pólitískt í meira lagi og þrátt fyrir að engin nöfn séu nefnd í texta þess leikur enginn vafi á því að það fjallar um Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. Forsetinn hefur með- al annars vakið mikla athygli í Ísr- ael fyrir ummæli sín þess efnis að þurrka ætti Ísrael út af landakort- inu. „Brjálaðir leiðtogar fela sig og reyna að blekkja okkur. Með djöf- ullegan vilja sinn til að skaða, munu þeir ýta á takkann“ er meðal þess sem segir í texta lagsins. Það er hljómsveitin TeaPacks sem flytur lagið, en ísraelska þjóð- in gat valið um eitt af fjórum lög- um með sveitinni. Lagið, sem er sungið á ensku, frönsku og hebr- esku, sigraði með miklum yfirburð- um í atkvæðagreiðslunni sem fór fram á þriðjudaginn. Ísraelar telja að kjarnorku- áætlun Írana miði að því að búa til kjarnorkusprengjur, sem þeir telja að ógni öryggi ríkisins verulega. Ír- anar hafa aftur á móti alltaf haldið því fram að áætlun þeirra sé frið- samleg. Ísraelsríki er hins vegar talið eina kjarnorkuríkið í Mið- Austurlöndum, en stjórnvöld þar í landi hafa hvorki játað né neitað að kjarnavopn finnist í landinu. Pólitík í Evróvisjón Mahmoud Ahmadinejad ÞRIÐJU tónleikar ársins í há- degistónleikaröð Hafnar- borgar hefjast í dag klukkan 12. Að þessu sinni er það Auð- ur Gunnarsdóttir sópran sem hefur upp raust sína en henni til halds og traust er Antónía Hevesi píanóleikari sem jafn- framt er listrænn skipuleggj- andi tónleikaraðarinnar. Eng- inn aðgangseyrir er að tónleikunum sem eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Auður lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991 og framhaldsnámi frá tón- listarháskólanum í Stuttgart 1997. Hádegistónleikar Auður Gunnars- dóttir í Hafnarborg Auður Gunnarsdóttir MAGNÚS Þorkell Bernharðs- son, lektor í sögu Mið-Austur- landa við Williams College í Massachussets í Bandaríkj- unum, flytur fyrirlesturinn „Hvað er Írak? Ástandið í Írak og sagnfræðilegar rannsóknir“ í boði Sagnfræðistofnunar Há- skóla Íslands og Sagnfræð- ingafélags Íslands klukkan 20 í kvöld. Mun Magnús fjalla um helstu sagnfræðilegu rann- sóknir um stjórnmál, trúarbrögð, og samfélag Íraka síðustu 30 árin. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur Sagnfræði og ástandið í Írak Magnús Þorkell Bernharðsson Í KVÖLD klukkan 20.30 í Duushúsum í Reykjanesbæ flytja Jóhann Smári Sævarsson óperusöngvari og Kurt Kopecky, aðalhljómsveitar- stjóri íslensku óperunnar, Vetr- arferðina eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller. Lagaflokkurinn samanstendur af 24 ljóðum sem eru ýmist minningar frá ljúfu sumri eða lýsingar á vonleysi vetrarins. Jóhann hefur á ferli sínum sungið ein 50 óperu- hlutverk auk fjölda tónleika. Kurt Kopecky hefur stjórnað fjölda óperuupp- færslna og komið víða við sem meðleikari á píanó. Tónleikar Vetrarferð Schu- berts í Duushúsum Kurt Kopecky Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÉG HEF alltaf kunnað ægilega vel við mig í Prag. Ég er óneitanlega svolítið svona Mið-Evrópusnobb,“ segir tónskáldið Atli Heimir Sveinsson hlæj- andi en hann verður viðstaddur heimsfrumflutn- ing Tékknesku fílharmóníu- sveitarinnar á fjórðu sinfóníu sinni hinn 30. mars nk. í Prag. Flutningurinn er hluti af árlegri tón- listarhátíð sem fram fer dagana 24. mars til 1. apríl og kennd er við borg- ina, Prague Premieres. Eins og aðrir tónlistarviðburðir hátíðarinnar verð- ur sinfónía Atla Heimis leikin í hinni glæsilegu tónlistarhöll Rudolfinum. „Haldið norður“ er yfirskrift há- tíðarinnar í ár og er sjónum sér- staklega beint að tónlist af Norð- urlöndunum. Munu tékkneskir hljóðfæraleikarar spreyta sig á verk- um eftir u.þ.b. þrjátíu samtíma- tónskáld frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi, auk verka eftir tékknesk skáld. Öll eiga verkin það sameig- inlegt að hafa ekki hljómað áður í Prag og eru færri en fimm ár liðin frá frumflutningi þeirra allra. Anna Sigríður Þorvaldsdóttir, Atli Ingólfsson og Jón Nordal eiga einnig verk á hátíðinni. Samdi sinfóníuna í Tékklandi „Við erum á einhvers konar jafn- vægisslá milli tveggja heima, kannski svefns og vöku, kannski raunveruleika og draums – og stund- um eru mörkin harla óskýr eins og allir þekkja,“ segir Atli Heimir þegar hann er beðinn að lýsa andblæ sin- fóníunnar sem hann samdi einmitt í Tékklandi fyrir um ári. Þá dvaldi hann á Listasetrinu Leifsbúð, sem er í eigu hjónanna Þóris Gunnarssonar, aðalræðismanns Íslands í Tékklandi, og eiginkonu hans Ingibjargar Jó- hannsdóttur. Atli Heimir kveður dvöl sína í Leifsbúð hafa verið ánægjulega en segir erfitt að fullyrða hvort vera sín í Tékklandi hafi haft áhrif á loka- útkomuna. „Það er ekki gott að segja. Þetta er eitthvað sem hefur verið í huga mér um lengri tíma. Svo þegar mað- ur byrjar renna margir lækir saman í eina á. Annars er alltaf einhver efn- isskrá á bak við mínar sinfóníur – en hún er bara leynileg.“ Svar Atla Heimis er afdráttarlaus- ara þegar hann er inntur eftir því hvort hin nýja sinfónía sverji sig í ætt við hið sígilda form: „Alls ekki,“ segir hann með áherslu. „Ég hef allt- af reynt að fara ekki alfaraleiðir og reyni gjarnan að gera eitthvað sem ekki hefur mikið verið gert áður.“ Fjórða sinfónía Atla Heimis heimsfrumflutt á tónlistarhátíð í Prag í Tékklandi Á jafnvægisslá milli tveggja heima Glæsibygging Verk fjögurra Íslendinga verða flutt í tónlistarhúsinu Rudolfinum í Prag undir lok mánaðarins, þar á meðal ný sinfónía eftir Atla Heimi. Húsið var reist 1876–1884 og m.a. notað sem þinghús á millistríðsárunum. Atli Heimir Sveinsson AÐ SÖGN Þóris Gunnarssonar, að- alræðismanns Íslands í Tékklandi, fer vegur Prague Premieres- tónlistarhátíðarinnar ört vaxandi, en hún er nú haldin í fjórða skipti. Hann segir mikinn metnað lagðan í hátíðina í ár og þá sé sérstök áhersla á að sem flestum sé gert kleift að sækja þá viðburði sem í boði eru. „Það er í rauninni verið að reyna að ná til allrar þjóðarinnar. Al- mennt miðaverð er t.d. þrjú hundr- uð íslenskar krónur og alveg niður í fjörutíu krónur fyrir stúdenta. Það sýnir hvað lögð er mikil áhersla á að fá nýtt fólk til að koma.“ Vel heppnað grín Þórir og eiginkona hans, Ingi- björg Jóhannsdóttir, standa að baki Listasetrinu Leifsbúð þar sem Atli Heimir vann fjórðu sinfóníuna sína. Listasetrið var opnað formlega í júní 2005 og er ætlað til dvalar fyrir íslenska listamenn. Er það nefnt eftir Leifi Breiðfjörð, sem fyrstur listamanna dvaldi þar. Síðan þá hafa nokkrir listamenn þekkst boð um dvöl. Húsið er á sveitasetri þeirra hjóna 50 kílómetra suður af Prag. „Þetta er eldgamalt hús, frá 1620, sem við breyttum. Nú er þar að- staða fyrir listamenn. Þetta var nú upprunalega hálfgert grín sem heppnaðist bara svona líka vel.“ Miðinn 40 til 300 krónur ♦♦♦ SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Bílkranar Lyftigeta 2,5 - 85 tm GÁLGI 12° yfirhalli JIB 20° yfirhalli 3,5 tm. PM 3522 LC 22 tm. PM 22026 SP Getum afgreitt strax eftirtallda krana:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.