Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 19 AUSTURLAND Fljót | Það telst til tíðinda þegar bændur í snjóþungum sveitum geta rúllað skráþurran hálm um hávet- ur. Þannig var þetta þó í Fljótum í síðustu viku þegar bóndinn í Lang- húsum hreinsaði hálm sem eftir varð á kornakrinum í haust. Einstaklega gott veður hefur verið nánast allan febrúar og ekki bærst hár á höfði marga daga sam- fleytt. Snjólaust er með öllu á lág- lendi og hefur vélsleðafólk orðið að fara inn á Lágheiði til að þenja vél- fáka sína, en þar er líka fjöl- breytilegt landslag fyrir útivist- arfólk að njóta. Í byrjun síðustu viku gerði svo austan strekking sem hélst í nokkra sólarhringa samfellt og þá þornaði hálmurinn eins og best varð á kosið og landið var svo frosið að þungar vélar mörkuðu ekki í það. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Vetrarverk Unnið við að rúlla hálmi á Langhúsum í fyrstu viku góu. Heyskapur á góu Hvammstangi | Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga með öllum sínum skammarstrikum. Að sjálfsögðu fylgir öll fjölskyld- an úr Kattholti honum og þau taka líka á móti gestum. Leikflokkurinn á Hvammstanga frumsýnir Emil í Kattholti næst- komandi föstudag kl. 20 í Félags- heimili Hvamms- tanga. Leikstjóri er Ingrid Jóns- dóttir. Þessi sýning er lifandi og í henni er mikið sungið. Það er óhætt að segja að þetta sé góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, segir í fréttatil- kynningu frá leikflokknum. Í sýning- unni eru þrettán leikarar en að henni kemur einnig fjöldi fólks sem starfar bak við tjöldin. Emil í Kattholti sýnd- ur á Hvammstanga Súpuskálin Margt skondið gerist í kringum Emil í Kattholti í sýningunni á Hvammstanga. sé gjaldskrá Orkubúsins aðeins um 90% af þeim tekjum sem Orkustofnun telji nauðsynlegan til að standa undir rekstri dreifikerfis Orkubúsins. Hann segir að gjaldskráin hækki ekki frekar í ár en segir að búast megi við að gjaldskrá vegna raforkudreif- ingar hækki í áföngum á næstu árum þar til við- miðun Orkustofnunar verði náð. Reikningur notanda í dreifbýli sem kaupir orku hjá OV fyrir 20 þúsund á mánuði hækkar um 1.400 kr. Þess má geta að Rafmagnsveitur ríkisins hækk- uðu gjaldskrá sína 1. febrúar sl. Raforkudreifing í þéttbýli hækkaði um 3% og um 8% í dreifbýli en al- menn þjónusta um 5,5%, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Vestfirðir | Orkubú Vestfjarða hækkar gjaldskrá sína í dag, 1. mars. Heitt vatn og raforka hækkar um 6% en gjaldskrá fyrir dreifingu rafmagns hækkar meira, eða um 8%. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að hækkunin hafi verið ákveðin til að mæta hækkun- um sem urðu á síðasta ári. Nefnir hann að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 7%, byggingarvísitala um 12% og launavísitala um 10%. Hækkanir hafi orðið hjá birgjum fyrirtækisins, Landsvirkjun og Landsneti. „Þessar hækkanir koma beint fram í rekstri okkar og við verðum að hafa tekjur til að mæta þeim,“ segir Kristján. Orkuveitan hækkaði síðast gjaldskrá sína í byrj- un síðasta árs. Það var ákvörðun sem miðaðist við 1. janúar 2006 en tók þó ekki gildi fyrr en 1. maí það ár. 90% af tekjuramma Gjaldskrá fyrir raforkudreifingu hækkaði meira en orkan, eða um 8%. Kristján segir að raforku- dreifingin sé háð einkaleyfi og Orkustofnun sem hefur eftirlit með rekstrinum hafi sett fyrirtækj- unum ákveðinn tekjuramma sem þau verði að miða sig við. Tekjur Orkubúsins af raforkudreifingu hafi verið of lágar, samkvæmt þessum viðmiðum, og starfsemin verið rekin með tapi á árinu 2005. Hafi Orkustofnum aðvarað fyrirtækið um að til inngrips þeirra í gjaldskrársetningu gæti komið. Tekur Kristján fram að þrátt fyrir hækkunina nú Hækka til að komast hjá inngripi Kárahnjúkavirkjun | Ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo er þessa dagana að bæta við um eitt hundrað starfsmönnum til að sinna margvíslegum verkum í aðrennslis- göngunum og tryggja að unnt verði að standa við þá tímaáætlun að hleypa vatni á göngin fyrir lok maí. Alls verða um 650 manns við frágang af ýmsu tagi í endilöngum göngunum, frá Hálslóni niður í Fljótsdal. Vinnubúðir við aðgöng 2 hafa verið stækkaðar og verða stækkaðar enn frekar til að taka við meiri mannskap til vors. Mikil vinna er framundan í aðrennslis- göngunum, meðal annars við að ljúka þrem- ur grjótgildrum. Þær eru mikil mannvirki, hver um sig 100 metrar að lengd og fjórir metrar að dýpt með þverveggjum. Þá er unnið við að steypa botn ganganna og steypufóðra þau á mörgum stöðum. Í aðrennslisgöngunum er verið að taka í sundur risaborinn TBM 3 til flutnings af landi brott. TBM 1 er þegar farinn af svæð- inu. Hins vegar er unnið að því að setja sam- an TBM 2 á nýjan leik og gera hann kláran í að bora í átt til Ufsarlóns. Gert er ráð fyrir að borinn geti hafið verkið innan skamms. Vatnsvegur Unnið af kappi í göngum. Bæta við mannskap Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðir | Alþjóðlega vik- mynda- og myndbandsverkahá- tíðin 700IS Hreindýraland er farin að vinda allverulega upp á sig frá fyrra ári. Kristín Scheving, fram- kvæmdastjóri hennar og frum- kvöðull, segir yfir 500 verk hafa borist og mikil vinna fari nú í að velja úr verkin sem sýna á hátíð- isdagana, 24. til 31. mars nk. á Egilsstöðum. Hún segir mikinn metnað að baki mörgum mynd- anna og greinilegt sé að þessi vettvangur laði að sér áræði og sköpunarkraft. Opnunin verður líkt og í fyrra hin glæsilegasta og eftir mörgu að slægjast. „Á opnuninni verða lista- menn frá Austurríki, þeir Matth- ias Fuchs og Werner Möbius ásamt DJ frá Reykjavík sem heitir Gísli Galdur“ segir Kristín. „Síðan verða tveir dagar tileinkaðir heim- ildarmyndum og á öðrum degi há- tíðarinnar verður listamannaspjall á Eiðum með Steinu Vasulka, Rúrí og Finnboga Péturssyni.“ Heimurinn tekur eftir 700IS Hún segir hátíðina rekna af hópnum 700IS í nánu samstarfi við m.a. Menningarmiðstöð Fljóts- dalshéraðs og Menningarráð Austurlands. „Þetta er annað ár hátíðarinnar og eina hátíðin á landinu sem einblínir á þessa list- grein. Fyrsta hátíðin fékk mjög góðar móttökur og bárust yfir 300 verk frá 34 löndum. Við fengum að auki mjög jákvæð bréf alls staðar úr heiminum til að óska okkur vel- farnaðar. 700IS 2006 var þriggja daga hátíð á nokkrum stöðum á Austurlandi en núna stendur hún í viku. Á síðustu hátíð komu erlend- ir og innlendir gestir, þannig að við sjáum þetta líka sem tækifæri í ferðaþjónustu á dauðum tíma þannig lagað. Þá voru 50 verk val- in til sýningar á hátíðinni og að henni lokinni valin 11 verk sem sýnd voru í framhaldinu í Reykja- vík á Sequences-hátíðinni, í Bandaríkjunum, Noregi, Bret- landi, Litháen, Spáni og í Kanada. Þetta er það sem 700IS hópnum finnst jafnvel meira virði en sýn- ingin sjálf, þ.e. ferlið sjálft sem er áhugavert. Það sem gerist fyrir sýninguna – sýningin sjálf og síð- an það sem gerist eftir sýninguna“ segir Kristín. Heimsathygli á 700IS 500 verk bárust á kvikmynda- og myndbandsverkahátíð Ljósmynd/700IS Hreindýraland Hátíð Mynd úr verkinu Honey eftir Nynke Deinema, en 500 verk víða að úr heiminum hafa borist hátíðinni 700IS Hreindýraland. Í HNOTSKURN »Kvikmynda- og mynd-bandaverkahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin öðru sinni á Egilsstöðum í lok mánaðarins. »Fimm hundruð verk hafaborist á hátíðina og velur dómnefnd þau verk sem sýnd verða á hátíðinni. »Peningaverðlaun eru íboði fyrir besta og efni- legasta verkið og heim- ildamyndir skipa sérstakan sess á hátíðinni í ár. LANDIÐ                                                                  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.