Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 20
|fimmtudagur|1. 3. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Einni af þotum Icelandair verð-
ur breytt í lúxusfarkost. Þriggja
vikna hnattferð mun kosta 5
milljónir. » 24
ferðalög
Svínakjöt, lambakjöt, folalda-
kjöt og nautakjöt er meðal þess
sem finna má í tilboðum versl-
ana fyrir helgina. » 22
tilboðin
Nú stendur yfir kynningarátak
um erfðabreyttar lífverur sem
vekur athygli á spurningum er
varða matvælaöryggi. » 22
neytendur
Í Charlottenlund er safn þar
sem m.a. er hægt að skoða verk
eftir lykilmálara franska
impressjónismans. » 25
danmörk
Svokallaðar umferðarljósa-
merkingar á matvælum eiga
upp á pallborðið hjá almenningi
í Bretlandi. » 23
verslun
ÓB Ráðgjöf ehf. býður skólumupp á verkefni fyrir börn í átt-unda bekk, sem er hugsað semforvörn í tengslum við þung-
anir unglingsstúlkna, en helmingi fleiri
unglingstúlkur verða þungaðar á Íslandi
en á hinum Norðurlöndunum. Skólaverk-
efnið gengur út á það að börnin fá raun-
veruleiknibarn með sér heim yfir helgi og
þeim ber að hugsa um barnið og sinna
öllum þörfum þess allan sólarhringinn,
frá föstudegi til mánudagsmorguns.
Fyrst er haldinn fundur með foreldrum
barnanna og þau sett inn í málið en einn-
ig eru foreldrar fræddir um unglinga-
uppeldi.
Unglingarnir fá barnið á föstudegi og
þeim er kennt á búnaðinn, sem er tölvu-
stýrður. Barnið hefur fjórar þarfir, það
þarf að fá að drekka úr pela reglulega, fá
hreina bleyju reglulega, það þarf að láta
það ropa, hugga það og passa höfuðið,
rétt eins og á ungbarni sem ekki heldur
höfði. Raunveruleiknibörnin eru forrituð
eftir fimmtán raunverulegum ein-
staklingum. Og það er ekki hægt að
svindla, því tölvubúnaðurinn sem er inni í
barninu skráir alla meðhöndlun. Ung-
lingarnir fá armband sem þau þurfa að
láta upp við barnið á innan við tveimur
mínútum frá því það fer að gráta, annars
skráist að barninu hafi ekki verið sinnt.
Ef þau eru góðir foreldrar eiga þau að
geta lært að þekkja ólíkan grát barnsins,
það grætur ekki eins þegar það er svangt
eða þegar vantar stuðning við höfuðið.
Krakkarnir í áttunda bekk eru í ferm-
ingarfræðslu og þurfa að taka barnið
með sér í messur sem þeim ber að mæta í
og prestar landsins hafa tekið þessu
verkefni mjög vel.
Dýr gæslan fyrir barnið
Eftir að unglingarnir hafa skilað af sér
barninu fá þau fræðslu um hvað það
kostar að kaupa bleiur og annað sem
börn þurfa og þá verður þeim stundum
ekki um sel. Bleiupakki kostar þúsund
krónur og dugar í þrjá daga. Þetta er því
jafngildi tveggja gsm-símainneigna á
þriggja daga fresti. Þeim finnst líka rosa-
lega dýrt að gæsla fyrir barnið kosti 20–
30 þúsund krónur á mánuði. Tveimur
dögum eftir barnaskil er fræðsla um
skaðsemi áfengis og fíkniefna, farið yfir
útivistartíma og nauðsyn svefns og nær-
ingar. Þau eru líka upplýst um að það
kostar 20 milljónir að koma barni til
manns á Íslandi, 10 milljónir koma í
gegnum skattkerfið en 10 milljónir borga
foreldrarnir sjálfir og þar inni í eru ekki
einkatímar í píanói eða rándýrar galla-
buxur, heldur aðeins lágmarksviðmið.
Þau eru líka upplýst um nauðsyn mennt-
unar og þá staðreynd að ævitekjur
manns með meistarapróf úr háskóla eru
um 300 milljónir, en ævitekjur þess ein-
staklings sem hættir í skóla eftir tíunda
bekk eru aðeins 120 milljónir, en samt er
hann tíu árum lengur á vinnumark-
aðinum en sá sem hefur menntað sig.
Besta kaupið er því í raun á menntunar-
árunum.
Ég var að brjálast á þessu barni
Krakkar í áttunda bekk geta prófað að vera foreldrar ungbarns eina helgi.
Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í tveimur krökkum úr Rimaskóla sem
eru ekki sérlega áfjáð í að verða foreldrar eftir þá reynslu.
Þetta gekk ágætlega en var óþægilegt á tímabili og varð tilþess að ég hef lítinn áhuga á því að verða pabbi á næst-unni,“ segir Jóhann.
„Mér fannst ferlega óþægilegt hvað barnið grenjaði hátt og
mesta vesenið var þegar það var alltaf að vakna upp á nóttunni.
Það var svakalega þreytandi. Þessi helgi var frekar erfið og það
kom mér á óvart hvað þetta reyndi á. En ég höndlaði þetta alveg
ágætlega. Samt er ég ekki viss um að mig langi neitt til að verða
pabbi yfirleitt, það er greinilega svakalega mikið mál að eignast
barn,“ segir Jóhann Örn Helgason og tekur undir nauðsyn þess að
nota smokk þegar kynlíf er annars vegar. Hann segir fræðsluna
alla í kringum þetta verkefni hafa skilað sér, nú átti hann sig á
ábyrgðinni sem fylgi því að búa til og eignast barn. Hann segir að
sér hafi litist ágætlega á verkefnið þegar það stóð til boða. „Þetta
var bara mjög góð lífsreynsla og strákarnir í bekknum tóku vel í
þetta og þeim gekk alveg ágætlega.
Jóhann á tvo litla bræður sem eru fimm ára, þannig að hann
hefur áður kynnst ungbörnum en ekki þurft að bera svona mikla
ábyrgð á þeim. „Ég var frekar þreyttur eftir þessa barnahelgi og
mér fannst þetta mjög bindandi. Maður gat ekkert hlaupið frá
barninu og ég þurfti að taka það með mér hvert sem ég fór. Ég
fór til dæmis að versla í Bónus með barnið og það grenjaði og
grenjaði næstum allan tímann. Fólk glápti á mig en ég sagði því
að þetta væri dúkka og ég væri að taka þátt í skólaverkefni,“ seg-
ir Jóhann sem skilur eiginlega ekkert í því hvernig foreldrar hans
hafi nennt að eiga börn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekki pabbi í bráð Jóhann var ekki veikur fyrir föðurhlutverkinu.
Svakalega þreytandi
Þetta var ógeðslega erfitt. Ég héltað það væri ekki svona mikiðmál að hugsa um ungbarn. Ég
hélt að ungbörn væru miklu rólegri og
grenjuðu ekki svona mikið og oft og
væru ekki alltaf að vakna á nóttunni,“
segir Dagný Magnúsdóttir sem var
mamma lítils raunveruleiknistráks yfir
eina helgi.
„Ég var rosa spennt í byrjun og gat
varla beðið eftir að hann vaknaði og
mér var næstum farið að þykja vænt
um hann. En svo fór hann að öskra,
væla og vakna upp á nóttunni og það
fannst mér mjög pirrandi. Ég var alveg
að brjálast á þessu og það endaði á því
að ég var alveg hætt að hugsa um mig
og allur tími og orka fór í að hugsa um
barnið. Þetta varð eiginlega algjör mar-
tröð. Hann var alltaf að gera í bleyjuna
sína og ég þurfti að skipta á honum
hvar sem ég var stödd og það var
stundum vesen, til dæmis þegar ég fór
með hann út. Svo vildi hann líka drekka
alveg rosalega oft og hann var hrika-
lega lengi að drekka. Mér fannst ógeðs-
lega pirrandi að þurfa að halda svona
lengi á pelanum fyrir barnið á nóttunni.
Svo vildi hann drekka svo fljótt aftur og
mér fannst ég ekki fá neina hvíld. Ég
var alveg hvít í framan af svefnleysi eft-
ir þessa helgi. Mér fannst þetta mjög
bindandi. Mér gekk ekki nógu vel að
passa upp á höfuðið á honum. Tölvan
skráði að ég hefði misst höfuðið á hon-
um fjórtán sinnum og ég vissi ekki einu
sinni af því, nema af því hann fór að
gráta út af því. Ég fór með vinkonu
minni í Kringluna sem var líka með
svona barn. Það var á síðasta degi út-
sölunnar og rosalega margt fólk og
börnin okkar grenjuðu mikið. Fólk
starði á okkur og hélt að við værum í
mömmó. Ein kona hélt að þetta væru
alvöru börn og spurði mig hvort ég væri
tilbúin til að eiga barn og ég sagði nei.“
Dagný segist hafa verið dauðfegin að
losna við barnið úr sinni umsjón og hún
hafi svo sannarlega lært af þessu að það
borgar sig ekki að flýta sér að eignast
barn. „Ég hugsa að ég eignist ekki barn
fyrr en ég verð fjörutíu ára.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bindandi Dagnýju þótti barnið fullkröfuhart á tíma hennar.
Fegin að losna við barnið