Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 21
Hreiðar Karlsson yrkir vegnaklámþings sem frestað var: Bændurnir eru með ónot og hrekki og afleiðing þess er sú, að klámhundafélagið kemur ekki. – Hvað gera bændur nú? Kristján Eiríksson svarar: Bændur rísa gegn berum gásum, bændur vísa frá klæmnum lýð bændur úthýsa bláum rásum, bændur aflýsa fengitíð. Sigmundur Benediktsson þakkar þeim sem skilið á: Þóttu ragir þingsins menn, þunnir ráðabjóðar. Bændur máttu bjarga enn blessun lands og þjóðar. Jón Arnljótsson sendir með bóndakveðju beint úr sveitinni: Út var rekið limalið, ljóst og sýnt er þótti, að þeir eru verri en við. Var það kannski ótti? Næst má vondum veðurspám, frá voru landi bægja. Bara það að banna klám, bændum lítt mun nægja. Vont er nú að veiða hval, það veröld telur syndir. Bændur, loðið, banna tal og blálitaðar myndir. Sigurður H. Snæbjörnsson yrkir: Í siðferði er sig og hrun senn mun harðna glíman. Forysta bænda bráðum mun, banna fengitímann. Atli Harðarson skrifar á www.atlih.blogg.is: „Mig dreymdi í nótt að Bjarni Thorarensen amtmaður og dómari við landsyfirréttinn birtist mér. Hann var glaður í bragði og kvað.“ Þótt læpuskaps ódyggðir ætli með flugi að álpast til landsins ég skaða ei tel því hótel á Fróni þau hýsa enga dóna svo hórur og klámstjörnur frjósa í hel. VÍSNAHORNIÐ Af bændum og klámþingi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 21 Heilsuræktin Átak fær ekki áfeng- isleyfi. Samfélags- og mannréttinda- ráð Akureyrar vill ekki veita leyfið og telur að „starfsemi líkamsrækt- arstöðvar og áfengisveitingastaðar fari ekki saman og beinir þeim til- mælum til Átaks að það falli frá hug- myndum sínum um áfengisveit- ingastað“.    Í fundargerð samfélags- og mann- réttindaráðs segir einnig, vegna um- sóknar Átaks, en veitingastofa er einnig rekin í líkamsræktarhúsinu: „Líkamsræktarstöðvar eiga að vera ímynd heilsueflingar í víðum skiln- ingi og leita m.a. markaðar hjá ungu fólki. Með áfengisveitingastað er þeirri ímynd raskað og skapað for- dæmi ekki síst í ljósi þess að ung- lingar allt niður í 14 ára aldur geta sótt staðina.“    Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra var á meðal gesta á veitingastaðnum Friðriki V í vikunni þegar verkefnið Beint frá býli var kynnt. Þegar ráðherra og Friðriki V. Karlssyni veitingamanni var gefinn að smakka nýr blóðbergsdrykkur úr Aðaldal kallaði Einar Már Sigurð- arson, alþingismaður Samfylking- arinnar: „Hvaða áhrif hefur þetta á þig, Guðni?“ Ráðherra var fljótur til svars: „Greindari,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. Kristján L. Möller, flokksbróðir Einars, var ekki síður fljótur að hugsa en ráðherrann og skaut á framsóknarmanninn: „Guðni, þarftu ekki að fá þér meira?“    Dauðasyndin losti verður til umfjöll- unar í fyrirlestraröð Félags áhuga- manna um heimspeki á Amts- bókasafninu í dag. Oddný Eir Ævarsdóttir er ræðumaður dagsins og hefur upp raust sína kl. 17.15. Boðið verður upp á kaffisopa að vanda, og umræður í lok lesturs. Morgunblaðið/Skapti Greindari! Guðni Ágústsson og Friðrik V bragða á Blóðbergsdrykknum AKUREYRI Skapti Hallgrímsson VÍÐSJÁ kl. 17.03 virka daga www.ruv.is Útvarpið - eini munaður íslenskrar alþýðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.