Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 22

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 22
neytendur 22 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð KS lambahryggur, frosinn...................... 998 1298 998 kr. kg KF kindasúpukjöt, 1 fl. ......................... 399 0 399 kr. kg Holta ferskur kjúklingur, heill ................. 359 512 359 kr. kg KF lambalæri, einiberja ........................ 1069 1599 1069 kr. kg Bónus kornbrauð, 1 kg ......................... 79 139 79 kr. kg Kók light, 2 lítrar .................................. 79 179 40 kr. ltr Rynkeby trönuberjasafi, 1 ltr ................. 139 198 139 kr. ltr Hagkaup Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð Svínelifur út kjötborði ........................... 187 328 187 kr. kg Svínehjörtu úr kjötborði ........................ 187 328 187 kr. kg Svína „spareribs“ úr kjötborði................ 561 834 561 kr. kg Underground vanillu ís, 810 ml ............. 750 0 882 kr. ltr Underground karamellu ís, 810 ml ........ 750 0 882 kr. ltr Underground banana ís, 810ml ............ 750 0 882 kr. ltr Dagens lasagna, 1kg ........................... 656 0 656 kr. kg Jensens „spareribs“, 750 gr.................. 1499 0 2000 kr. kg Krónan Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð Grísakótilettur...................................... 844 1406 844 kr. kg Krónu pylsur........................................ 281 351 547 kr. kg Super tómatsósa ................................. 49 65 99 kr. kg Super sinnep....................................... 49 65 99 kr. kg Kea bjúgu ........................................... 319 352 319 kr. kg Goða dönsk sælkerasteik ..................... 920 1314 920 kr. kg Goða skinka léttreykt............................ 177 224 1041 kr. kg AB mjólkurdrykkur................................ 48 72 192 kr. ltr Myllu heimilisbrauð.............................. 84 168 109 kr. kg Heimilisostur ....................................... 743 874 743 kr. kg Nóatún Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahakk..................................... 799 1312 799 kr. kg Ungnauta Rib Eye ................................ 2498 3469 2498 kr. kg Lambainnlæri Thai Mahal ..................... 2498 3189 2498 kr. kg Keilusteik m/karrí ................................ 998 1398 998 kr. kg Ýsuflök m/roði..................................... 599 839 599 kr. kg Móa kjúklingabringur............................ 1886 2515 1886 kr. kg Myllu samlokubrauð heilhveiti 1/1 ........ 199 262 258 kr. kg Nóatúns eldhúsrúllur............................ 299 375 75 kr. stk. Kellogs Special K................................. 299 361 598 kr. kg Pepsi/Pepsi Light 2 ltr .......................... 99 202 45 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð Goði saltað folaldakj.m/beini ............... 459 656 459 kr. kg Goði reykt folaldakj. m/beini ................ 459 656 459 kr. kg Gourmet Lambalæri rauðvínslegið ......... 1284 1759 1284 kr. kg Goði Kindabjúgu.................................. 520 650 520 kr. kg Bautab. malakoff í bunka, 8 sneiðar ...... 748 1069 748 kr. kg Borg. Bayonneskinka............................ 941 1344 941 kr. kg Borg. Lambafilet m/fitu vac. ................. 2661 3549 2661 kr. kg Matf. Kjúklingur ferskur 1/1.................. 454 699 454 kr. kg Þín Verslun Gildir 1. mars – 7. febr verð nú verð áður mælie. verð BK Pólskar pylsur ................................. 625 834 625 kr. kg BK Villikryddað hátíðarlæri.................... 1399 1866 1399 kr. kg Brink Hrískökur, 100 gr......................... 89 117 890 kr. kg Pickwick Te Grön, 20*2gr. .................... 159 229 3975 kr. kg Finn Crisp Original, 200 gr. ................... 79 129 395 kr. kg Finn Crisp Hi-Fibre, 200 gr. ................... 69 109 345 kr. kg Finn Crisp Lille Lyse, 250 gr. ................. 79 157 316 kr. kg Daloon kínarúllur, 720 gr. ..................... 379 539 526 kr. kg Daloon shoo Van, ofn, 720 gr. .............. 379 539 526 kr. kg Daloon Vorrúllur, ofn, 720 gr. ................ 379 539 526 kr. kg helgartilboðin Dönsk sælkerasteik og grísakótilettur Morgunblaðið/Kristinn Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is D ómur reynslunnar sýn- ir að fyrirheit erfða- tækninnar hafa ekki staðist,“ segir Gunnar Á. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns sem er ein af aðstandendum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur. Átakið hefur staðið fyrir samfélagsumræðu um áhrif erfða- tækni á öryggi umhverfis og neyt- enda en önnur fyrirtæki og samtök sem vinna að átakinu eru Land- vernd, MATVÍS, Náttúrulækninga- félag Íslands, Neytendasamtökin. ,,Erfðatæknin gerir vís- indamönnum kleift að breyta erfða- fræðilegri uppbyggingu plantna með því að flytja í þær gen úr öðrum líf- verum sem eru þeim jafnvel alveg óskyldar, eins og fiskum, skordýr- um, vírus, bakteríum og jafnvel mönnum. Þetta er umbylting í mat- vælaframleiðslu og Kynningarátakið vill vekja athygli á spurningum sem varða matvælaöryggi og snerta rétt- indi framleiðenda og neytenda. Í því skyni höfum við gefið út bækling fyr- ir almenning sem við vonumst til að veki fólk til vitundar um þessi mál. Standast ekki gefin fyrirheit Fyrirheitin um erfðabreytt mat- væli hafa verið fjöldamörg en ekki öll gengið eftir að sögn Gunnars. ,,Því var haldið fram að erfðabreytt- ar plöntur myndu draga úr þörf á eiturefnum, að erfðabreyttar afurðir myndu ekki menga matvæli og að af- mörkun erfðabreyttra plantna gæti fyrirbyggt mengun umhverfis. Reynslan hefur sýnt að ekkert af þessu fær staðist. Samkvæmt nið- urstöðum rannsókna Dr. C. Benbro- ok sýna töluleg gögn hins opinbera um notkun eiturefna í bandarískum landbúnaði 1996–2003 að eftir 3ja ára ræktun þurfti meira skor- dýraeitur í erfðabreytta ræktun en aðra ræktun.“ Ekki hefur heldur tekist að tryggja að matvæli sem einungis voru samþykkt til fóðrunar fari ekki á neytendamarkað. „Slíkur erfða- breyttur maís fannst í matvöru í hill- um bandarískra stórmarkaða og olli ofnæmi hjá neytendum. Ólögleg erfðabreytt hrísgrjón, LL601, menguðu nýlega birgðir af löngum hrísgrjónum í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að hrísgrjónainn- flutningur þaðan var bannaður í Evrópu, Japan og mörgum öðrum löndum.“ Gunnar segir að þess séu dæmi út um allan heim að sérstök afmörkun erfðabreyttra plantna hafi mistekist. ,,Þær hafa mengað venjulegar mat- jurtir með víxlfrjóvgun eða frædreif- ingu, stundum með alvarlegum af- leiðingum. Einnig hafa þær víxlfrjóvgast við villtar plöntur og skapað þannig ofurillgresi sem nær ógjörlegt er að vinna á.“ Það er mikilvægt að rannsaka bet- ur hvaða áhrif erfðabreytt matvæli hafa á heilsufar manna því það er staðreynd að rannsóknir um hvort erfðatækni og matvæli eiga samleið eru ekki fullnægjandi.“ © Holger Winkler/zefa/Corbis Eiga matvæli og erfðatæknin samleið? Reuters Lyst Má bjóða þér erfðabreytt poppkorn? Erfðabreyttur maís er vin- sæll til ræktunar og er notaður bæði til manneldis og dýrafóðurs. Dr. Terje Traavik flytur fyrirlestur í Norræna húsinu 1. mars, kl. 16.30, um rannsóknir sínar á erfðatækninni og þeim áhættu- þáttum sem henni fylgja. Í HNOTSKURN »Erfðabreytt matvæli og fóð-ur er flutt inn og selt á ís- lenskum markaði án merkinga. »Erfðabreytt fóður er notað ínær öllum greinum búfjár- ræktar hér á landi, þar á meðal í nautgripa- og sauðfjárrækt, ali- fugla- og eggjaframleiðslu, svínarækt og fiskeldi. » Íslensk stjórnvöld hafa veitteitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttri lyfjaplöntu. » Evrópusambandið hefursett lög um að skylt sé að merkja erfðabreytt matvæli svo að neytendur eigi þess kost að velja og hafna. »Umhverfisráðuneytið er far-ið að undirbúa reglugerð um merkingu matvæla hér á landi. Þeir sem vilja gæta svokallaðrar var- úðarreglu, sem er meginregla í alþjóð- legum umhverfisrétti, vilja að mannkynið gefi sér tíma til þess að rannsaka betur áhrif erfðabreytinga áður en tæknin er hagnýtt í framleiðslu fyrir al- mennan markað. Var- úðarsinnar segja að þeg- ar bandarísk stjórnvöld hafi gefið grænt ljós á framleiðslu erfða- breyttra matvæla hafi þau í raun og veru verið að veita leyfi til þess að flokka þau sem „verulega jafngild“ venjulegum matvælum. Bandarísk stjórn- völd hafi metið það sem svo að erfðabreytt matvæli væru „ekkert nýtt“. Þeir halda því hins vegar fram að erfða- breytt matvæli þurfi að rannsaka betur en venjuleg matvæli. Í ljósi þess að þau inni- halda framandi gen sem aldrei áður hafi verið þáttur í fæðu mannskepnunnar er ekki vitað hvort þau skapa heilsufarshættu. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að fáar rannsóknir hafi verið gerðar um áhrif erfðabreyttra matvæla en sumar afsanni þó fullyrðingar líftækniiðnaðarins um að erfðabreytt matvæli hafi engin áhrif á heilsu manna. Það kom m.a. fram í rann- sókn vísindamanna við Newcastle-háskóla að DNA úr erfðabreyttum matvælum var tekið upp af bakteríum í þörmum neytenda. Mun fleiri sjálfstæðar rannsóknir hafa ver- ið gerðar um fóðrun dýra á erfðabreyttum afurðum og vísbendingarnar um skaðleg áhrif á almennt heilsufar, virkni og útlit mikilvægra líffæra vekja ugg. Ófullnægjandi öryggisprófanir Sojabaunir, maís, repja og baðmull eru á meðal algengustu nytjaplantnanna sem hefur verið breytt með notkun erfða- tækninnar. Samkvæmt tölum frá Alþjóða- samtökum neytendasamtaka ræktuðu Bandaríkin þessar erfðabreyttu plöntur á um 50 milljónum hektara árið 2005 en 85% framleiðslu þeirra á soja eru erfðabreytt, 76% af baðmull og 40% af maís. Argentína er næststærst í framleiðslunni, ræktaði á 17 milljónum hektara árið 2005 en Bras- ilía, Kanada og Kína voru með ræktun á 3–10 milljónum hektara. Framleiðsla ann- arra þjóða á erfðabreyttum nytjaplöntum er lítil enn sem komið er. Úr ofangreindum nytjaplöntum eru framleiddar fjölmargar vörur til mann- eldis eins og sojabaunir, sojamjólk, soja- sósa, maísstengur og poppkorn svo fátt eitt sé nefnt. Uppskeran er einnig notuð í dýrafóður. Erfðabreyttar afurðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.