Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 23

Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 23 Breskur almenningur styður hug- myndir um meira áberandi merking- ar, svokallaðar umferðarljósamerk- ingar, á mat, frekar en venjulegar merkingar sem notaðar eru í dag og gefa til kynna næringargildi. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem sagt er frá á fréttavef BBC. Vefur sem kenndur er við net- mæður, lét gera skoðanakönnun meðal 17.000 foreldra og í ljós kom að 80% aðspurðra voru hlynnt um- ferðarljósamerkingum. Þær eru þannig uppbyggðar að litir gefa til kynna næringargildi; rauður, gul- brúnn og grænn. Margir matvælaframleiðendur vilja halda fast við hefðbundnar merkingar, þ.e. að gefa upp pró- sentutölur um ráðlagðan dag- skammt, t.d. af kaloríum, sykri og fitu. Núverandi merkingar flóknar og villandi Breska læknaráðið tilkynnti á dögunum stuðning við hugmyndir um nýjar merkingar, á svipuðum tíma og niðurstöður skoðanakönn- unar netmæðra fengust. Samtök hjartasjúklinga segja jafnframt að núverandi merkingar séu flóknar og villandi. Þeir sem styðja þær hins vegar segja þær gefa fólki nákvæmari inni- haldslýsingu. Jafnframt halda þeir því fram að nýju merkingarnar myndu verða groddalegar og of ein- faldar. Hvorir tveggja aðilarnir halda því fram að þeirra merkingar myndu hvetja til heilbrigðara neyslumynsturs. Cathy Court, sem er í forsvari fyr- ir netmæðurnar, segir að styrkur umferðarljósamerkinga liggi í ein- faldleikanum. „Nú um stundir er mikilvægt að börn skilji hvað hollur matur er,“ er haft eftir henni. „Fólk gæti satt að segja notað þessar nýju merkingar til að kenna börnum sín- um um hollustu matar og til að finna út í samvinnu við börnin hver besti kosturinn er.“ Tveggja barna móðir, Claire Pe- rera, er sannfærð um að umferð- arljósamerkingin sé best. „For- gangsverkefni mitt er ekki að finna út hvort ég kaupi hollt eða óhollt morgunkorn. Það er hins vegar að ég geti verið viss um að týna ekki barninu. Þess vegna er mikilvægt að sjá strax á umbúðunum hvort merk- ingin er græn þannig að ég geti strax ákveðið hvort ég vilji kaupa fram- leiðsluna eða ekki. Það er mjög hag- kvæmt fyrir ungar mæður með börn sem eru gjörn á að hlaupa í burtu.“ Neytendur munu ekki óttast rauðu merkingarnar Dr. Vivienna Nathanson, sérfræð- ingur í vísindum og siðfræði, hefur sagt að mikilvægast sé að merkingar séu einfaldar. „Þannig að fólk þurfi ekki að setjast niður og lesa á um- búðirnar til að finna út hvað pró- sentutölurnar þýða,“ segir hún og bætir við að jafnvel sé hægt að lesa úr umferðarljósamerkingunum úr fjarlægð. „Þannig verður auðveldara að velja úr matvörur sem eru merkt- ar á áberandi hátt með grænu eða rafgulu og skera niður þær matvörur sem merktar eru með rauðu.“ Bent er á að neytendur muni ekki óttast rauðu merkingarnar eins og andstæðingar umferðarljósamerk- inganna óttast, heldur muni þeir nota þær til að koma jafnvægi á inn- kaupin. Rauði liturinn verði ekki túlkaður sem hvatning til að kaupa ekki viðkomandi vöru. „Neytendur sjá skilaboðin: mikil fita, salt eða sykur og skilja þau þannig að rétt sé að neyta viðkomandi matvöru í hófi,“ er haft eftir næringarfræðingi. Tesco-verslunarkeðjan fullyrðir að menn þar á bæ vilji halda sig við hefðbundnar merkingar af því að lit- ið sé svo á að til lengri tíma muni þær einfalda neytendum að bæta matar- æðið þó að umferðarljósamerkingar líti í fyrstu út fyrir að vera einfaldari. Heilbrigðara neyslumunstur með litum Breskir neytendur eru hlynntir því að matvörur verði merktar á einfaldari hátt en nú er, þannig að litir gefi til kynna næringargildi hverrar vöru. Reuters Grænt eða rautt Breskir neytendur vilja einfaldari merkingar á neyslu- vöru svo fljótt verði séð hvað á að fara í innkaupapokann.             Umferðarljós Grænn litur segir til um að vara þannig merkt sé skyn- samleg kaup, en sá rauði bendir til að neyta skuli slíkrar vöru í hófi. Passat 100% lán VWPassat 2,0 Trendline Beinsk. Árg. 04. ek 54.000. Verð áður 1.550.000 kr. Verð nú 1.320.000 kr. Afborgun pr. mán.: 18.546 kr. Í 84 mán. VW Passat 1,8 Comfortline Sjálfsk. Árg. 99. ek 133.000. Verð áður 790.000 kr. Verð nú 690.000 kr. Afborgun pr. mán. 15.591 kr. Í 48 mán. VW Passat 2,0 Trendline Beinsk. Árg. 01. ek 79.000. Verð áður 1.190.000 kr. Verð nú 1.050.000 kr. Afborgun pr. mán. 19.870 kr. Í 60 mán. VW Passat 4x4 2,0 Trendline Beinsk. Árg. 03. ek 82.000. Verð áður 1.520.000 kr. Verð nú 1.290.000 kr. Afborgun pr. mán.: 20.725 kr. Í 72 mán. VW Passat 1,6 Basicline Beinsk. Árg. 01. ek 67.000. Verð áður 1.000.000 kr. Verð nú 870.000 kr. Afborgun pr. mán.: 16.447 kr. Í 60 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. Árg. 04. ek 33.000. Verð áður 1.990.000 kr. Verð nú 1.750.000 kr. Afborgun pr. mán.: 24.568 kr. Í 84 mán. Klettháls Klettháls Klettháls Klettháls Klettháls Klettháls Nokkur dæmi um glæsilega Volkswagen Passat hjá Bílaþingi HEKLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.