Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 24

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 24
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ein af Boeing 757-200-þotum Icelandair verð-ur tekin úr hefðbund-inni þjónustu nú um mánaðamótin og henni breytt í „lúxusfarkost“ fyrir sterkefnaða Bandaríkjamenn með tilkomu samstarfs Loftleiða-Icelandic og ferðaskrifstofunnar Abercrombie & Kent. Fyrsta ferðin verður hnattferð í þrjár vikur, dagana 11. mars til 2. apríl, og kostar fyrir manninn um 70 þúsund Banda- ríkjadali eða tæplega fimm millj- ónir íslenskra króna. „Svona ferðlag á sér tveggja ára undirbúningstíma því allt þarf að skipuleggja niður í smáatriði því við erum að fást við mjög kröfu- harðan kúnnahóp. Þetta er ekki sá viðskiptamannahópur sem bíður í biðröðum eftir afgreiðslu,“ segir Linda Wischmeyer framkvæmda- stjóri þeirrar deildar innan A&K sem sér um lúxusferðir „ríka“ fólksins. Loftleiðir-Icelandic er systur- fyrirtæki Icelandair og eru bæði félögin í Icelandair Group. Loft- leiðir stunda leiguflug fyrir fjöl- mörg fyrirtæki, flugfélög og ferða- skifstofur, víða um heim. Rúmt verður um 50 farþega Hnattferðin gengur undir heit- inu „Nine World Wonders“. Ferðalagið hefst í Miami á Flórída og síðan verður haldið til Guate- mala, Páskaeyju, Ástralíu, Kambó- díu, Myanmar, Indlands, Dubai, Jórdaníu, Egyptalands og endað í New York. Aðeins er gert ráð fyrir fimmtíu farþegum í vélinni, sem venjulega tekur 189 til 231 farþega í sæti. Fyrir löngu er orðið uppselt í ferðina og er annar eins fjöldi á biðlista, að sögn Lindu, en fimm fararstjórar sjá um að gera ferð- ina að þeirri draumaferð, sem að er stefnt. Tæknideild Icelandair sér um að útbúa vélina í þeim anda, sem til er ætlast. Fimmtíu farþegasæti, tvö og tvö saman verða um borð í vélinni með 60 tomma sætabili, sem að öllu jöfnu er 28–32 tommur í hefðbundnu farþegarými og 38 tommur á við- skiptamannafarrými. Í afturhluta vélarinnar verður svo komið upp sextán sæta setustofu með borðum á milli til að skapa bar-stemningu. Þrettán manna íslensk áhöfn Þrettán Íslendingar verða í áhöfn vélarinnar, þar af einn flug- stjóri, tveir flugmenn, kokkur, flugvirki, töskumaður og sjö flug- freyjur sem eru ívið fleiri en í venjulegu farþegaflugi þar sem fimm til sex flugfreyjur sjá venju- lega um að þjónusta um og yfir 200 farþega. Mikil eftirspurn er eftir því að komast í áhafnir slíkra ferða, að sögn Auðar Pálmadóttur hjá Loftleiðum, en gera má ráð fyrir því að ný áhöfn verði í hverri ferð. Engir vagnar munu sjást um borð heldur verður allur matur handborinn í farþegana, líkt og á veitingastöðum. Ávallt eru máls- verðir þriggja rétta og stendur val farþega um þrenns konar matseðil hverju sinni. Hver farþegi fær DVD-tæki til eigin afnota ásamt safni af bókum, bíómyndum og tónlist. Auk þessa fá gestir að gæða sér á sérvalda kampavíninu Laurent-Perrier og gestir fá auk þess snyrtitösku með La Mer- snyrtivörum. Fimm til sex lúxusferðir á ári Samstarf Loftleiða og A & K hófst á síðasta ári þegar farið var í ferð með áttatíu bandaríska ferðalanga um Suður-Ameríku í sérútbúinni Boeing 757-200 vél. Sú ferð þótti takast mjög vel í alla staði og því hefur orðið framhald á samstarfinu, en að jafnaði er gert ráð fyrir fimm til sex lúx- usferðum á ári á sérútbúinni vél Lofteliða fyrir A&K. Í september er til að mynda áformuð lúxusferð til Indlands og ferð til Suður-Ameríku í október. Á næsta ári hafa verið skipulagðar átta ferðir, sem að jafnaði standa yfir í þrjár vikur hver. Uppselt er nú þegar orðið í hnattferðirnar tvær, sem eru áformaðar í janúar og febrúar 2008. Lúxusferðir með Loftleiðaþotu á fimm milljónir króna Þjónustan Mun fleiri verða í þjónustuhlutverkinu en tíðkast í hefðbundnu farþegaflugi. Matur verður þó ekki fram borinn með hjálp vagna, heldur handborinn í farþegana, líkt og á veitingastöðum. Morgunblaðið/G. Rúnar Skipuleggjendur Lúxusferð á borð við þá, sem hér um ræðir, krefst mikils undirbúnings því allt þarf að smella hnökralaust saman, að sögn Lindu Wischmeyer hjá A&K og Auðar Pálmadóttur hjá Loftleiðum. Í HNOTSKURN » Abercrombie & Kent varstofnað árið 1962 af Geoff- rey Kent, núverandi forstjóra, og foreldrum hans. Í upphafi var áherslan á safaríferðir, en nú býður fyrirtækið upp á 350 valmöguleika í ferðum til yfir eitt hundrað landa. » A&K sinnir þörfum sterk-efnaðra viðskiptavina, sem vilja fara í sérsniðnar ferðir, sem henta þörfum lítilla hópa og einstaklinga. » A&K rekur 48 útibú vítt ogbreitt um heiminn þar sem yfir 1.800 starfsmenn tryggja gæði þjónustunnar. » Fyrirtækið leggur áhersluá ábyrgð í rekstri gagnvart umhverfinu og hafa forsprakk- arnir stofnað samtökin „Fri- ends og Conservation“, sem berjast fyrir verndun og efl- ingu vistkerfis Masai Mara- þjóðgarðsins í Kenýa og vernd- un villtra dýra í Tanzaníu. Tré er gróðursett fyrir hvern við- skiptavin, sem ferðast á þess vegum. Farkosturinn Flugvélin verður af gerðinni Boeing 757-200 og verður merkt ferðafyrirtækinu Abercrombie & Kent að utan á hliðum og stéli. Bandarísku ferðalangarnir eru 40-75 ára og liggur meðalaldurinn í kringum fimmtugt. www.abercrombiekent.com Flugstjóri í þessari fyrstu ferð verður Þorsteinn Guð- mundsson og aðstoðar- flugmenn verða Gylfi Ívar Magnússon og Óskar Tryggvi Svavarsson. Flugfreyjur verða: Sig- urlaug Halldórsdóttir, Steinunn Hjálmstýsdóttir, Gunnhildur Úlfarsdóttir, Símon Ormarsson, Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Oddný Halldórsdóttir og Kristjana Vigdís Magn- úsdóttir. Flugvirki verður Halldór M. Sigurgeirsson. Kokkur verður Jón Vil- hjálmsson og töskumaður verður Loftur Vilhjálmsson. Íslenska áhöfnin ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.