Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 25
Í Charlottenlund, rétt við skemmti- garðinn Dyrehavsbakken utan við Kaupmannahöfn, leynist listasafn sem ekki er víst að margir viti um en er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Uppistaðan í safnkostinum er einkasafn tryggingasala nokkurs, Wilhelms Hansens að nafni, sem hann viðaði að sér í byrjun 20. ald- ar og setti upp á á heimili sínu Ordrupgaard. Annars vegar er þar um að ræða verk eftir lykilmálara franska impressjónismans, s.s. Edgar Degas, Camille Pissarro, Alfred Sisley, Auguste Renoir og Paul Gauguin. Hins vegar er dönsk málaralist frá sama tíma í forgrunni en m.a. er að finna þar verk eftir menn á borð við Vilhelm Ham- mershøi, P.C. Skovgaard og Viggo Johansen. Húsið byggði Wilhelm ásamt konu sinni Henny eftir teikningum Gotfreds Tvedes og átti það upp- runalega að vera sumarbústaður. Fljótlega snerist þeim hjónum þó hugur og báðu arkitektinn að breyta byggingunni í heilsárshús. Í húsinu var stórt listagallerí og haustið 1918 voru bæði íbúðarhúsið og sýningarsalurinn vígð með pomp og prakt. Þar er listaverkasafnið enn til sýnis í því umhverfi sem Wilhelm bjó því upprunalega. Safnið er nú í eigu danska rík- isins því Henny Hansen arfleiddi það að eignum sínum þegar hún lést árið 1951. Maður hennar hafði dáið fyrir aldur fram árið 1936 eftir bílslys sem hann lenti í. Árið 2003 var safninu lokað tímabundið með- an unnið var að viðbyggingu við listasafnið eftir teikningum íraska arkitektsins Zaha Hadid en hún er margverðlaunuð fyrir byggingar sínar. Var það opnað á ný í lok ágúst 2005 og vekur nýstárleg við- byggingin jafnan mikla athygli gesta, sem og safnkosturinn, sem er talinn meðal þess þýðingarmesta á Norðurlöndum. Nýtt Í viðbyggingu eru sýningar á nútímalist sem er skemmtileg andstæða við myndir meistaranna í gamla í húsinu. Listasafn danska tryggingasalans www.ordrupgaard.dk ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 25 UNDANFARIN tíu ár hefur Ís- lands Center í Kaupmannahöfn stað- ið fyrir þjónustu við íslenska ferða- menn í Danmörku. Í sumar heldur Guðlaugur Arason rithöfundur áfram að bjóða gönguferðir um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn. Í fréttatilkynningu frá Íslands Center kemur fram að hann ætli að leiða íslenska ferðamenn um sögu- slóðir Kaupmannahafnar tvisvar í viku, sunnudaga og miðvikudaga klukkan eitt. Gönguferðirnar hefjast 1. apríl og lagt er af stað frá Ráðhús- tröppunum. Jónasarferðir til Sorø Í tæpt ár átti Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur heima í bænum Sorø úti á Mið-Sjálandi. Í tilefni 200 ára ártíðar Jónasar hefur Íslands Center ákveðið að bjóða upp á hópferðir til Sorø þar sem áhersla verður lögð á þetta tímabil í ævi Jónasar. Í þá níu mán- uði sem Jónas var í Sorø orti hann meðal annars kvæðið Ég bið að heilsa, sem hefst með þessum orð- um: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum … Eina skilyrðið fyrir þátt- töku í Sorøferðunum er að viðkom- andi geti sungið kvæðið segir í fréttatilkynningu frá Íslands Cent- er. Til Sorø verður ekki farið ákveðna daga heldur ferðirnar sniðnar eftir þörfum þeirra hópa sem kjósa að bregða sér dagpart út í rómaða sveitanáttúru Sjálands. Leiðsögu- maður í ferðunum verður Guðlaugur Arason. Gengið um Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kaupmannahöfn Lagt verður af stað í gönguferðirnar frá Ráðhústorginu Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: www.islands- center.dk             Möguleikum á ævintýra- legum stöðum til að heim- sækja eða dvelja á í sum- arfríinu fer stöðugt fjölgandi. Eitt af því allra nýjasta sem er á döfinni á lúxussviðinu er hótel sem verður fljótandi pýramídi. Frá þessu er sagt á vefmiðli CNN en það er sænskt fyr- irtæki, Oceanic-Creation, sem stendur á bak við hinar fljótandi byggingar. Ætl- unin er að reisa fjölmargar byggingar um víða veröld sem verða fljótandi, sú fyrsta, Maya Hótelið, verður í Karíbahafinu, suður af Cancun í Mexíkó. En fljótandi spilavíti, eyjar, stúdentagarðar og þorp eru líka á listanum hjá þeim. Ástæðan er sú að mjög víða er skortur á bygging- arlandi og einnig er mikil eftirspurn eftir hugmyndum til að gera vatnasvæði heillandi. Áhuginn á fljótandi byggingum nær allt frá Kína til Mið-Austur- landa svo að markaðurinn virðist vera nægur. Frí á fljótandi pýramída                       Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.