Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERÐLÆKKUN
Í dag gengur í gildi verðlækkun ámatvöru og þjónustu í samræmivið ákvarðanir og aðgerðir rík-
isstjórnarinnar. Frá og með deginum
í dag lækkar virðisaukaskattur á
matvöru niður í 7%. Hið sama á við
um ýmiss konar þjónustu.
Eftir þessari verðlækkun hefur
verið beðið lengi. Á undanförnum ár-
um hefur skapazt sívaxandi þrýsting-
ur á Alþingi og ríkisstjórn að knýja
fram lækkun á matvöruverði þannig
að verðmunur á milli Íslands og ann-
arra landa væri ekki jafn hrikalegur
og hann hefur verið. Í raun má segja,
að almenningur hafi litið svo á, að
þessi verðmunur væri óþolandi.
Smásöluverzlanir hafa verið við-
kvæmar fyrir ásökunum um, að þær
mundu ekki skila lækkun virðisauka-
skatts til viðskiptavina sinna að fullu.
Þess vegna lögðu þær mikla áherzlu á
að kynna verðhækkun frá birgjum
fyrir og eftir áramót.
Fyrirfram er ekki ástæða til að
ætla smásöluverzlunum annað en að
þær standi við sitt. Enda kæmi það
sér illa fyrir þær, ef þær misstu trún-
að viðskiptavina sinna. Til viðbótar er
ljóst að bæði ríkisstjórnin og Alþýðu-
samband Íslands munu fylgjast ræki-
lega með því að lækkun virðisauka-
skatts komi að fullu fram í lægra
verði. Þess vegna verður að ætla,
a.m.k. þangað til annað kemur í ljós,
að neytendur muni finna á buddu
sinni, að matvælaverð lækki.
Á hinn bóginn er ekki ástæða til að
líta svo á, að með þeirri lækkun, sem
nú kemur til framkvæmda, sé búið að
ljúka málinu. Þvert á móti hljóta
neytendur að líta svo á, að þetta sé
byrjun og að í kjölfar þeirra lækkana,
sem koma til framkvæmda í dag,
komi aðrar aðgerðir til þess að ná
fram enn meiri lækkun matvæla-
verðs. Svo að við Íslendingar búum
við svipaða stöðu í þessum málum og
nágrannaþjóðir okkar.
Margt hefur valdið hinu háa mat-
arverði hér. Takmörkuð samkeppni
kemur þar við sögu. Þó verður því
ekki neitað að hörð verðsamkeppni
hefur ríkt á allra síðustu árum á milli
lágvöruverðsverzlana.
Auðvitað kemur flutningskostnað-
ur einnig inn í þessa mynd. Það kost-
ar að flytja vörur hingað norður í
Atlantshaf.
Þá er ljóst að sú innflutningsvernd,
sem landbúnaðurinn hefur notið, á
umtalsverðan þátt í háu matvæla-
verði. Svo og sú staðreynd, að lítil
sem engin samkeppni hefur verið hér
í framleiðslu, dreifingu og sölu á
landbúnaðarafurðum. Allt hefur
þetta átt þátt í hærra matvælaverði á
Íslandi en í nálægum löndum.
En þess er að vænta, að þær verð-
lækkanir, sem koma til framkvæmda
í dag, leiði af sér annað og meira.
En kannski er hið mikilvægasta af
öllu, að neytendur missi ekki trúnað
til þeirra, sem selja þeim matvælin.
Og að þeir hinir sömu geri sér
grein fyrir mikilvægi þess, að við-
skiptavinir þeirra beri til þeirra fullt
traust.
MÁTTARSTÓLPI Í
MENNINGARHÉRAÐI
Ákvörðun stjórnar SparisjóðsSvarfdæla í Dalvíkurbyggð um
að gefa byggðarlaginu menningarhús
að andvirði 200 milljónir króna er
stórmerkileg og raunar fordæmis-
laus, eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær. Slíka stórgjöf hefur
varla nokkurt byggðarlag á Íslandi
fengið frá fyrirtæki; það þarf þá
a.m.k. að leita langt aftur til þess að
finna dæmi um slíkt.
Sparisjóðurinn hefur um árabil
styrkt menningarlíf og íþróttir í
byggðarlaginu með margvíslegum
hætti og starfrækt sérstakan menn-
ingarsjóð. Víða um land eru spari-
sjóðirnir sambærilegir máttarstólpar
í litlum samfélögum, þótt enginn hafi
sýnt viðlíka stórhug og Sparisjóður
Svarfdæla með þessari gjöf.
Fyrir fáeinum misserum var gerð
atlaga að sparisjóðakerfinu í landinu.
Margir töldu þá að það væri úrelt og
líklegt að stóru bankarnir myndu
skipta sparisjóðunum á milli sín. Það
hefur enn ekki gerzt, en ekki er
ennþá hægt að útiloka að það gerist.
Með fullri virðingu fyrir stóru bönk-
unum og merkum stuðningi þeirra við
menningu og samfélag má spyrja:
Hefðu íbúar Dalvíkurbyggðar fengið
menningarhús fyrir 200 milljónir ef
Sparisjóðurinn hefði verið runninn
saman við einn af stóru bönkunum?
Þó er það dálítið skemmtilegt að
óbeint er það velgengni stóru bank-
anna og fjárfestingarfélaganna, sem
gerir Sparisjóði Svarfdæla kleift að
gefa þessa höfðinglegu gjöf. Spari-
sjóðurinn hefur grætt stórfé á fjár-
festingum sínum í Kaupþingi og Ex-
ista og skilaði í fyrra 900 milljóna
króna hagnaði. En hér er það litla
fyrirtækið, sem hefur fjárfest í þeim
stóru, ekki öfugt.
Sparisjóðirnir eru grasrótarfyrir-
tæki og hafa starfað í þágu grasrót-
arinnar, hver á sínum stað. Í Morg-
unblaðinu í gær segir Friðrik
Friðriksson sparisjóðsstjóri á Dal-
vík: „Í tillögu stjórnarinnar um bygg-
ingu menningarhússins felst sú af-
staða hennar að rétt sé að láta það
samfélag, sem sparisjóðurinn starfar
í, njóta hlutdeildar í góðri afkomu
ársins með áþreifanlegum og tákn-
rænum hætti. Það er í þeim anda sem
sparisjóðurinn hefur starfað um
langan tíma og mun vonandi gera um
langa framtíð.“
Ákvörðun stjórnar Sparisjóðs
Svarfdæla mun eiga sinn þátt í að
hrinda þeirri atlögu, sem gerð hefur
verið að sparisjóðakerfinu. Og með
þessari ákvörðun hefur mikið menn-
ingarhérað fengið menningarhús við
hæfi. Það er full ástæða til að óska
Dalvíkingum, Svarfdælingum og Ár-
skógsstrendingum til hamingju með
þennan merka viðburð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ALLT sem þú borðar lækkar í
verði.“ Það kann að vera ágætt fyrir
neytendur að hafa þetta viðmið í huga
þegar þeir fara næst út í matvöru-
verslun að viða að sér nauðsynjum
fyrir heimilið. Í dag taka gildi breyt-
ingar á virðisaukaskatti af matvælum,
en skatturinn lækkar ýmist úr 24,5%
í 7% eða úr 14% í 7%. Þá verða felld
niður vörugjöld af öllum matvörum
nema sykri og sælgæti, en hugsan-
lega mun það taka einhverja daga eða
vikur að skila sér til neytenda, enda
kunna birgjar að eiga á lager vörur
sem þegar hafa verið greidd vöru-
gjöld af.
Hefur trú á að verslunin láti
lækkanir koma fram
„Ég hef trú á því að aðilar í versl-
uninni hafi metnað til þess að láta
þessar lækkanir koma fram. Ég byggi
það á fyrri reynslu. Þegar við höfum
gert svona hluti þá hefur það gengið
eftir,“ segir Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra um lækkanirnar. Ráð-
herra segir að þær séu prófsteinn á
samkeppni á matvörumarkaði. „Því
hefur verið haldið fram að það sé ekki
nægileg samkeppni á matvörumark-
aði. Ef þetta nær ekki fram að ganga
þá er samkeppnin ekki nægileg. Þá er
það auðvitað hlutverk stjórnvalda að
gera það sem þau geta gert til þess
að auka samkeppnina. En auðvitað
eru það bæði kaupendur og seljendur
sem eru á þessum markaði,“ segir
Árni. Kaupendur þurfi að taka þátt í
því að mynda aðhald á markaðnum.
Mun taka nokkurn tíma
Árni segir að stjórnvöld hafi ekki
sett nein ákveðin tímamörk vegna
lækkananna. Ljóst sé að það muni
taka nokkurn tíma fyrir þær að
ganga í gegn. Virðisaukaskattsbreyt-
ingin taki gildi strax en niðurfelling
vörugjalda skili sér þegar gangi á
birgðir sem eru með eldra vörugjaldi.
„Svo förum við væntanlega að sjá
áhrif af lækkunum tolla á kjöti,“ segir
Árni. Frumvarp um lækkun tolla á
innfluttum kjötvörum var samþykkt
frá Alþingi í gær, en það felur í sér
40% lækkun á þeim.
Fjármálaráðherra bendir jafnframt
á að lækkun virðisaukaskatts og vöru-
gjalda muni skila sér í veitingahúsa-
rekstri.
Sama meðalverð hér og á
hinum Norðurlöndunum
Árni kveðst telja að það markmið
náist að matvælaverð hér á landi
verði sambærilegt við meðalverð mat-
væla á hinum Norðurlöndunum. Geir
H. Haarde forsætisráðherra sagði
þegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
voru kynntar í haust að þær myndu
leiða til þess að matvælaverð lækkaði
um 16 af hundraði á þessu ári. Árni
segir að stjórnvöld sjái fyrir sér að
matvælaverðsvísitalan muni lækka
um 14–16%. Þess má geta að Hag-
stofa Íslands hefur áætlað að breyt-
ingarnar muni skila um 9% verðlækk-
un á matvælum.
Árni segir að erfitt sé að meta tvo
þætti sem tengjast aðgerðunum.
„Annars vegar vörugjaldaþáttinn, því
að inni í vörugjaldakerfinu voru
ákveðnar endurgreiðslur. Það er
spurning hvert hagræðið verður af
því að þessi endurgreiðsla falli niður,“
segir Árni. Hinn þátturinn sé kjöt-
verðið. „Það geta orðið afleidd áhrif
af lækkunum á innflutta kjötinu á
aðrar kjötvörur sem eru framleiddar í
landinu og á aðrar vörur sem eru
staðkvæmdar vörur,“ segir Árni. Ver-
ið geti að þessar vörur lækki líka.
Áhrifin síst verið ofmetin
„Síðan var vitnað til þess í skýrslu
matvælaverðsnefndar að lægra verð
myndi leiða til meiri samkeppni og
þar með lægra vöruverðs. Ég held að
þegar á heildina er litið séum við síst
að ofmeta þessi áhrif,“ segir Árni.
Lækkanir fari þó eftir því hvernig
kaupendur hagi sér á markaðnum.
„Þó að við séum að lækka tolla, vöru-
gjöld og virðisaukaskatt á þennan
hátt og verið sé að reikna út hvaða
áhrif það eigi að hafa á verðið erum
við ekki komin með gamaldags verð-
lagseftirlit. Það er eftir sem áður
frjálst verðlag. Við erum ekki að búa
til verðstöðvun með þessu. En við
eigum að vera að búa til betra og
hagfelldara umhverfi sem ætti að
leiða til þess að
geta notað það t
samkeppni,“ segi
Skattur á vöru
vörur lækkar ek
vörur á borð vi
ispappír því væn
ódýrari.
Spurður hver
komið til lækkan
vörum segist Ár
lista yfir skatt se
að lækka. Við má
um fjármuni til þ
lækkanir. Það er
munum á næstu
ríkissjóði yfir h
verður meiri hag
ríkissjóði hefði ég
fara í frekari læ
ýmsu að velja,“ s
Heildsalar taki
Niðurfelling vö
í dag, líkt og læ
skatti. Birgjar
með vörur á lag
verið greidd vöru
það tekið þessa læ
að skila sér. Sem
má nefna að þau
Virðisaukaskattur á matvælum lækkar í 7% í dag og væ
Ættum að ná sam
verði og hin Nor
Lækkun Virðisaukaskattur á matvæli lækkar í 7% í dag en sk
Gos, mjólkurvörur og
grænmeti eru meðal þess
sem lækkar í verði í versl-
unum í dag, en þá tekur
gildi lækkun á virðisauka-
skatti. Vörur á borð við sal-
ernispappír og bleyjur
lækka ekki.
!
! "#$%
""
& ""'"
(
$'%)
*'$
+$'% ,
-..//"0%"1
!,"1
2%)3", ///0
4""'
1- % ")0 " "
"5% '
2 '%&$%"%
0#/!%"%%