Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 27
neytandinn ætti að
til að nýta sér meiri
r Árni.
um á borð við snyrti-
kki í dag og munu
ið sápur og salern-
ntanlega ekki verða
s vegna ekki hafi
na á skatti á þessum
rni vera með „heilan
em ég hefði áhuga á
átum það að við hefð-
þess að setja í skatta-
miðað við það að við
árum skila jöfnuði á
agsveifluna. Ef það
gvöxtur og tekjur hjá
g mikinn áhuga á að
kkanir. Og þá er úr
egir Árni.
i á sig kostnað
örugjalda tekur gildi
ækkun á virðisauka-
eru margir hverjir
ger sem þegar hafa
ugjöld af og því gæti
ækkun einhvern tíma
m dæmi um vörugjöld
eru 35 krónur á kílói
af kaffi og te og 8 krónur á lítra af
gosi og ávaxtasafa og munar neyt-
endur því nokkuð um þau. Sigurður
Reynaldsson, innkaupastjóri matvöru
hjá Hagkaupum, segir fyrirtækið
hafa reynt að þrýsta á heildsala og
innflutningsaðila um að taka á sig
kostnað með því að fella vörugjöldin
niður strax á næstu dögum, þótt þeir
hafi þegar greitt þau. „Við höfum ver-
ið að reyna að pressa á [þá] að flýta
þessu ferli eins og hægt er svo þetta
verði ekki of flókið að fá rétt verð inn
í kerfin,“ segir hann.
Viðbrögðin verið góð
„Aðföng sem eru birgðahúsið okkar
hafa ákveðið að taka á sig alla lækkun
á vörugjöldum strax. Þær vörur sem
við flytjum inn sjálfir munu lækka
strax á næstu dögum í búðunum okk-
ar. Við höfum einnig verið að pressa á
okkar stærstu birgja að gera slíkt hið
sama,“ segir Sigurður og bætir við að
viðbrögð þeirra hafi verið nokkuð
góð. „Nú þegar eru aðilar eins og Ís-
lensk-Ameríska, Nathan & Olsen og
Ölgerðin búnir að samþykkja að gera
slíkt hið sama. Við erum svolítið að
reyna að ýta á menn að taka á sig
þetta tjón. Það er alveg ljóst að inn-
flutningsaðilar eru að fara að taka á
sig líklegast einhverja tugi milljóna í
kostnað til þess að flýta þessu ferli,
þannig að það taki ekki sex til átta
vikur heldur nær tveimur vikum.“
ænta neytendur þess að það hafi í för með sér kjarabætur
ma matar-
ðurlöndin
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
kattur á ýmsar aðrar nauðsynjavörur lækkar hins vegar ekki.
"#
%"0
$%&
'%&
'%(
$)$
'$"
"$'
"&"
*&+
"')
",+
Í HNOTSKURN
»Ríkisstjórnin kynnti í októberí fyrra víðtækar aðgerðir til
að lækka verð á matvælum.
»Virðisaukaskattur á mat-vælum lækkar ýmist úr 24,5%
eða úr 14% í 7%.
»Þá verða vörugjöld á matvælifelld niður.
»Markmiðið var að mat-vælaverð hér á landi yrði
sambærilegt við meðalverð matar
á hinum Norðurlöndunum.
»Reiknað er með að aðgerð-irnar muni rýra tekjur rík-
issjóðs um rúma sjö milljarða
króna á ári.
„ÉG vona að þetta
skili sér,“ sagði Íris
Bjarnadóttir, sem
stödd var í verslun
Krónunnar á Bílds-
höfða í gærdag.
Hún segist ekki hafa
velt því mikið fyrir
sér hvaða vörur
lækkuðu og hverjar
ekki. „Maður kaupir
það sem þarf og vonar að það verði
ódýrara,“ segir hún. Íris kveðst vænta
þess að verðlækkanirnar standi.
Verslanir Bónuss og Krónunnar
fóru á föstudag í síðustu viku að miða
við virðisaukaskatt upp á 7%. „Ég kom
hingað á föstudaginn þegar þeir lækk-
uðu og ég fann mun. Ég var með svip-
að magn af pokum og venjulega en
mér fannst þetta vera aðeins ódýrara,“
segir Íris.
Vonar að lækk-
anirnar skili sér
Íris Bjarnadóttir
DANIELA Gunn-
arsson var stödd í
verslun Hagkaupa í
Kringlunni í gær.
Spurð um verðlækk-
anirnar sagði hún
að það færi eftir því
hvar fólk keypti inn
hvort það fyndi fyr-
ir þeim. „Í Hag-
kaupum skipta 7%
ekki máli,“ segir
hún. Danielu finnst matarverð á Ís-
landi hátt og nefnir fisk sem dæmi.
Hann sé ótrúlega dýr.
Hún kveðst ekki telja að lækkunin
nú verði mikil, enda hafi verð hækkað
síðustu mánuði. „Matur hefur hækkað
rosalega mikið í verði frá því í desem-
ber og þar til núna,“ segir hún.
Matur hækkað
mikið í verði frá
í desember
Daniela
Gunnarsson
GUÐJÓN Smári
Valgeirsson var að
kaupa í matinn fyr-
ir áfangaheimili í
verslun Krónunnar
í gær. Hann kveðst
fylgjast vel með
matarverði og hafa
kynnt sér hvaða
vörur eigi að
lækka. Vörur á
borð við grænmeti
og ávexti hafi lækkað „og það er bara
gott mál“, segir hann. Hann er bjart-
sýnn á að breytingarnar eigi eftir að
skila sér til neytenda, viðbrögð Bón-
uss og Krónunnar bendi til þess. „En
svo getur maður líka spurt hvar sam-
keppnin sé þegar sami aðilinn ræður
hæsta og lægsta verðinu,“ segir
hann.
Ávexti og
grænmeti hafa
lækkað
Guðjón Smári
Valgeirsson
KRISTÍN Péturs-
dóttir var að gera
innkaup í Hag-
kaupum í gær. Hún
kveðst ánægð með
lækkun matarverðs
og vonast til þess að
hún eigi eftir að
finna mun. „Maður
veit aldrei en maður
vonar,“ segir Krist-
ín. Hún kveðst ekki
hafa haldið að sér höndum síðustu
daga þótt lækkanir taki ekki gildi fyrr
en í dag. Hún kaupi inn það sem vantar
hverju sinni.
Kristín segist hafa í hyggju að fylgj-
ast með því hvort lækkanirnar á mat-
arverðinu verði varanlegar.
„Maður veit
aldrei en
maður vonar“
Kristín
Pétursdóttir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
„ÉG ER eins og loftvog á ástandið í þessum
mengunarmálum og finn vel þegar svif-
ryksmengunin er hvað verst og fer yfir heil-
brigðismörk. Það þarf ekkert að mæla það,
nóg að senda mig út og sjá hvernig ég bregst
við,“ segir Gylfi Baldursson heyrnarfræð-
ingur sem lengi hefur lifað við skerta lungna-
starfsemi. Hann býr á jarðhæð fjölbýlishúss
við Sléttuveg, á horni Kringlumýrarbrautar
og Bústaðavegar. Rykið og sótið utan á
gluggunum leynir sér ekki og það leitar einn-
ig inn og mengar andrúmsloftið. Gylfi þurfti
að grípa til sérstakra ráðstafana svo hann
gæti sofið við opinn glugga. Honum er nauð-
synlegt að geta andað að sér sem ferskustu
lofti svo líðanin verði bærilegri.
„Ég hef fengið þrif á íbúðinni einu sinni í
viku og stúlkurnar sem þrífa höfðu oft bent
mér á hvað tuskan varð kolbikasvört eftir að
þær struku yfir gluggakistuna í svefn-
herberginu. Ég fékk blikksmiðju til að útbúa
síu fyrir gluggann. Sían dregur í sig eitthvað
af drullunni og filterinn verður skuggalega
dökkur á tveimur til þremur vikum. Það er
ekki spursmál að sían hefur hjálpað, en það
er skítt að geta ekki farið út á svona góðviðr-
isdögum þegar veður er fallegt, logn og blíða.
Það skiptir miklu að geta farið út þegar vel
viðrar, svo að ekki sé minnst á það þegar
nýbúið er að rigna, þá fylgir því ákveðin
nautn að geta ennþá fundið ánægjuna af því
að anda að sér fersku lofti.“
Spurning um lagalegan rétt
Gylfi hefur velt því fyrir sér hvort fólk sem
býr við stórlega skert lífsgæði vegna svif-
ryks, og hann telur skipta hundruðum, eigi
einhvern lagalegan rétt á því að eitthvað sé
gert í þessum málum. „Mér skilst að það sé
eitthvað loðið,“ sagði Gylfi. „Ég held það sé
engin forsenda fyrir því að krefjast skaða-
bóta, þótt mér finnist að borgaryfirvöld séu
með aðhaldi sínu – köllum það nísku – að
stytta mér og fjölda annarra aldur. Þegar
þetta er svo farið að koma niður á litlum
börnum þá er spurning hvort ekki eigi að
eyða meiri peningum í fyrirbyggjandi ráð-
stafanir gegn svifryksmenguninni.“
Mengunarvarnir skila sér
Gylfi segir að vissulega hafi borgin gert
ýmislegt, einkum á þessu ári, til að hamla
gegn svifrykinu. En það þarf miklu meira til
og peningum sem fara í það er vel varið.
„Ég tel að allar þær ráðstafanair sem gerð-
ar yrðu til að draga úr þessari mengun enn
frekar myndu skila sér á öðrum sviðum. Þær
myndu fækka innlögnum á spítala, og það
kostar drjúgt hvert spítalarúmið, það myndi
eins fækka umtalsvert fjarvistum frá vinnu
og bæta almenna vellíðan.“ Gylfi segir að sig
hafi mikið langað að gera einhvers konar
rannsókn til að sýna fram á að ráðstafanir til
að draga úr svifryksmengun spari þjóð-
félögum peninga. Hann kveðst vera sann-
færður um að fjármunir sem settir yrðu í það
myndu skila sér með rentu.
„Það er kaldhæðnislegt þegar maður hugs-
ar ekki allt of mörg ár til baka, að það var tal-
ið Reykjavík til tekna hvað hún var hrein og
ómenguð. Ég held að það séu mörg ár síðan
hún féll úr þeim sessi. Mér skilst að þessi
svifryksmengun stafi að allverulegu leyti af
því að göturnar eru spændar upp, aðallega
með nagladekkjum. Sumir virðast vera
hræddir við að innleiða einhvers konar höml-
ur á notkun nagladekkja, sérstaklega þeir
sem haldnir eru alvarlegri forræðishyggju-
fælni. Finnst það skerðing á sínu persónu-
frelsi að mega ekki nota nagladekk. Ég held
að það væri leikur einn að takmarka nagla-
dekkjanotkun við atvinnubílstjóra og þá sem
þurfa að keyra mikið utan höfuðborgarsvæð-
isins eða þurfa nauðsynlega heilsu sinnar
vegna að geta keyrt bíl allan ársins hring. Ég
ímynda mér að það væri hægt að skera þetta
niður um tugi prósentna.“ Ráðstafanir sem
gripið hefur verið til, eins og að bera ryk-
bindiefni á götur og ryksuga þær, hafa verið
af hinu góða að mati Gylfa. Hann segir að
betur megi ef duga skal. Ryksuga þyrfti göt-
urnar enn oftar og meira og eins nota frost-
lausa daga til að skola af þeim rykið.
„Það er svolítið kaldranalegt að þær ráð-
stafanir sem fólk þarf að gera til að fá þetta
ekki inn til sín skuli vera í formi þess að loka
gluggunum. Við það verður loftið í íbúðunum
þyngra og það skapar öndunarerfiðleika fyrir
þá sem eru tæpir eins og ég. Ég er búinn að
vera tíður gestur á lungnadeildum eins og á
Vífilsstöðum, Reykjalundi og Borgarspít-
alanum. Allir lungnasjúklingar hafa svipaða
sögu að segja um svifryksmengunina,“ sagði
Gylfi. „Nú heyrast oftar raddir um að for-
eldrar treysti ekki börnum sínum á dagheim-
ili eða leikskóla vegna mengunar. Þetta eru
þá væntanlega börn með barnaastma sem
eru viðkvæmari fyrir menguninni.“
Líkt og slæmir timburmenn
Gylfi er ekki frá því að svifrykið hafi aukist
á undanförnum árum. „Ég hef verið ræfill í
lungunum frá því ég veiktist af lömunarveiki
níu ára gamall og er að verða sjötugur. Ég
hef versnað með árunum og er því næmari
fyrir því hvernig loftið er í kringum mig.“
Gylfi segir að þegar hann er hvað verstur af
svifrykseinkennunum verði hann mjög þung-
ur í höfðinu, beinlínis með höfuðverk. Stund-
um er hann það slæmur að honum finnst
hann líkt og vitsmunalega skertur og eiga
erfitt með að tjá sig. Honum finnst einna
helst hægt að líkja þessu við slæma timb-
urmenn. „Ég er svosem löngu farinn að venj-
ast þessu, en hver vill börnum okkar og
barnabörnum svo illt,“ spyr Gylfi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Varnir Gylfi Baldursson lét útbúa svifrykssíu fyrir svefnherbergisgluggann.
Setti svifrykssíu
fyrir gluggann
Morgunblaðið/ÞÖK
Svifryk Sótið og rykið sem sest hafði utan á
gluggann hjá Gylfa leyndi sér ekki.