Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKIL umræða hefur verið um
umhverfismál að undanförnu og er
það vel. Forráðamenn vinstriflokk-
anna hafa farið mikinn
og talað m.a. um „sov-
éska stóriðjustefnu“.
Er þá væntalega verið
að vísa til þess að op-
inber fyrirtæki hafa séð
stóriðjufyrirtækjum
fyrir orku. Það er at-
hyglisvert að for-
ystumenn vinstriflokk-
anna tali gegn þessu
þar sem þeir hafa verið
í forystu fyrir því að
Orkuveita Reykjavíkur
fór að selja orku til
stóriðju. Það var í tíð R-
listans sem OR gerði
sína fyrstu orkusölusamninga við
stóriðju, nánar tiltekið við álverið í
Hvalfirði. Fulltrúar allra flokka
greiddu atkvæði með þessum samn-
ingum í stjórn OR og borgarstjórn,
þar á meðal borgarfulltrúar Vinstri
grænna og Samfylkingar. Á síðasta
fundi borgarstjórnar undir forystu R-
listans voru orkusölusamningar
vegna stækkunar í
Straumsvík sam-
þykktir. Áður höfðu
þeir verið samþykktir í
stjórn OR með atkvæð-
um Samfylkingar. Þess
ber að geta að formaður
Samfylkingarinnar var
borgarfulltrúi á þessum
tíma.
Kárahnjúkar
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir samþykkti
að farið skyldi út í
Kárahnjúkavirkjun í
borgarstjórn Reykja-
víkur er hún gegndi störfum borg-
arstjóra. Ef borgarstjórn Reykjavík-
ur hefði ekki samþykkt ábyrgðir fyrir
virkjunina hefði ekkert orðið af
henni.
Fagra Ísland?
Mikið stefnuplagg var lagt fram af
þingflokki Samfylkingarinnar um
umhverfismál þar sem var m.a. gert
ráð fyrir að friða 6 svæði tafarlaust:
Skjálfandafljót
Jökulárnar í Skagafirði
Torfajökulssvæðið
Kerlingarfjöll
Brennisteinsfjöll
Grændal
Samfylkingin og Vinstri grænir
höfðu í stjórn OR sótt um rannsókn-
arleyfi fyrir 5 af þessum svæðum
nokkrum mánuðum áður. Öll nema
jökulárnar í Skagafirði.
Úlfljótsvatn
Undir forystu Samfylkingar og
Vinstri grænna var ákveðið að setja
600 sumarbústaði við Úlfljótsvatn
sem hefði einfaldlega eyðilagt það
svæði eins og við þekkjum það í dag.
Sovésk stóriðjustefna vinstriflo
Guðlaugur Þór Þórðarson
skrifar um umhverfismál
Guðlaugur Þór
Þórðarson
STEINGRÍMUR J. Sigfússon
var spurður að því í Silfri Egils á
sunnudag hvort hann teldi ástæðu
til þess að grípa til aðgerða á net-
inu til þess að sporna við klámi.
Svar Steingríms var eftirfarandi:
„Já, alveg absolút. Ég vil stofna
netlögreglu sem meðal annars
hefur það hlutverk og ekki síst að
reyna að koma í veg fyrir klámd-
reifingu…“
Í bloggfærslu þennan sama dag
lýsti ég þeirri skoðun minni að
mér þætti þetta óhugguleg hug-
mynd. Færslan fékk mikil við-
brögð.
Nú bregður svo við, að í stað
þess að láta nægja að útskýra
hugmynd sína betur, sakar Stein-
grímur mig um það að snúa út úr
orðum sínum. Steingrímur bætir
um betur og spyr hvort ég ætli að
byggja upp minn „stjórnmálaferil
á aðferðum sem þessum og um-
gangast stjórnmálamenn og
þeirra orð á þennan hátt.“
Ég vil spyrja á móti: Er til of
mikils mælst að gerð sé sú krafa
til stjórnmálamanna að þeir út-
skýri hvað þeir eigi við þegar þeir
boða vægast sagt umdeildar hug-
myndir eins og netlögreglu? Kem-
ur það Steingrími á óvart að til sé
fólk eins og ég sem geldur varhug
við slíkum hugmyndum? Stein-
grímur talar yfirleitt skýrt. „Ab-
solút“ sagði hann. Hann vill
stofna netlögreglu, sem á – nota
bene – „meðal annars“ að sporna
við klámdreifingu.
Nú verður Steingrímur að átta
sig á því að til er fólk sem er alls
ekki sammála honum hvað svona
hluti varðar og hefur fyrir því
vissar vel ígrundaðar ástæður,
byggðar á hugsjónum. Núna –
eftir á – reynir Steingrímur að
snúa þessari umræðu upp í það
hvort menn séu með eða á móti
hertum aðgerðum gegn barna-
klámi. Það er áríðandi að halda
því til haga, að Steingrímur
minntist ekki einu orði á barna-
klám í Silfri Egils.
Talandi um útúrsnúninga: Ekki
finnst mér það sérstaklega mál-
efnalegt af Steingrími, að gefa
það í skyn að fólk sem mótmælir
netlögreglu – og setur við þá hug-
mynd verulega fyrirvara á for-
sendum borgaralegra réttinda –
sé þar með á einhvern hátt fylgj-
andi linkind í baráttunni gegn
slíkum viðbjóði sem barnaklám er.
Það er snautlegur útúrsnún-
ingur, að mínu mati.
Svo vil ég benda formanninum
á að ég heiti Guðmundur Stein-
grímsson en ekki Guðmundur
nokkur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson
Um netlögreglu
Höfundur skipar 5. sætið á lista
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi.
UM LIÐNA helgi fór fram afar
kraftmikill fundur samfylking-
arkvenna undir yfirskriftinni Konur
í baráttuhug. Í kosn-
ingunum í vor gefst
einstakt sögulegt tæki-
færi. Tækifæri sem
felst í því að skipta út
hinni valdþreyttu rík-
isstjórn og lofta út úr
stjórnarráðinu. Tæki-
færi til að gera fyrstu
íslensku konuna að
forsætisráðherra.
Samfylkingarkonur
hafa sýnt það og sann-
að að þær láta verkin
tala þegar þær komast
á valdastóla. Þannig
hafði Ingibjörg Sólrún
kjarkinn sem þurfti til
að setja málefni
kvenna á dagskrá í
sinni tíð sem borg-
arstjóri. Það skiptir
nefnilega ekki máli
hvað menn segjast
ætla að gera heldur
hitt, hvað fólk fram-
kvæmir, fái það til þess
tækifæri. Reykjavík-
urborg er lýsandi
dæmi um hvað hægt er
að gera, sé viljinn fyrir
hendi. Það er því miður sorgleg stað-
reynd að á aðeins átta mánuðum nýs
meirihluta í borginni eru teikn á lofti
um mikið bakslag í jafnréttismálum.
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar
stendur einhuga að baki formanni
flokksins og mun tryggja það að
jafnrétti og feminismi verði rauður
þráður í störfum nýrrar rík-
isstjórnar. Þannig viljum við fela for-
sætisráðuneytinu ábyrgð á jafnrétt-
ismálum og tryggja það jafnframt að
alltaf sé til fjármagn og fólk í stjórn-
kerfinu til að sinna markvissu jafn-
réttisstarfi. Að sjálfsögðu verða kon-
ur helmingur ráðherra í ríkisstjórn
og við ætlum að fjölga konum í hópi
forstöðumanna ráðuneyta og rík-
isstofnana svo þær verði jafnmargar
körlum við lok næsta kjörtímabils.
Það hefur verið áberandi í um-
ræðu síðustu vikna, þegar fyrirtæki
hafa verið að skila ársuppgjörum hve
grætilega fáar konur sitja í stjórnum
fyrirtækja. Samfylkingin vill koma
upp samráðsvettvangi
atvinnulífs og stjórn-
valda og gefa almenn-
ingshlutafélögum og líf-
eyrissjóðum frest til sex
ára til að koma hlutfalli
kvenna upp í 40% í
stjórnum sínum. Við
munum einnig afnema
launaleynd og veita
Jafnréttisstofu heim-
ildir til að rannsaka og
afla gagna sé grunur
um að jafnréttislög séu
brotin. Hjá Reykjavík-
urborg tókst að taka á
óútskýrðum launamun
með markvissum að-
gerðum, við viljum gera
slíkt hið sama hjá ríkinu
og setjum okkur það
markmið að minnka
óútskýrðan launamun
hjá ríkinu um helming á
einu kjörtímabili. Mark-
miðið er að sjálfsögðu
að útrýma honum að
fullu.
Það er margt fleira
sem bíður nýrrar rík-
isstjórnar og snýr að
málefnum kvenna. Má þar nefna
refsilöggjöfina en hana þarf að end-
urskoða í heild sinni. Klámvæðing
samfélagsins undanfarin misseri er
mikið áhyggjuefni og taka þarf upp
refsiramma kynferðisglæpa, fyrn-
ingu kynferðislegs ofbeldis gegn
börnum o.fl. sem snýr að kynbundnu
ofbeldi.
Samfylkingarkonur heita því að
setja kvenfrelsi og jafnrétti í öndvegi
nýrrar ríkisstjórnar. Til þess að svo
geti orðið legg ég til að Ingibjörg
Sólrún verði gerð að forsætisráð-
herra!
Konu sem
forsætisráðherra
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
fjallar um konur og stjórnmál
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
» Í kosning-unum í vor
gefst einstakt
sögulegt tæki-
færi. Tækifæri
til að gera
fyrstu íslensku
konuna að for-
sætisráðherra.
Höfundur er formaður kvenna-
hreyfingar Samfylkingarinnar og
borgarfulltrúi.
ÞEIR sem hafa kynnt sér hug-
myndafræðina um sjálfbæra þróun
vita að hún byggist á þremur meg-
instoðum; efnahagslega þættinum,
félagslega þættinum og nátt-
úruvernd. Til þess að samfélag
teljist sjálfbært þarf að vera jafn-
vægi milli þessara þriggja meg-
instoða.
Mikið hefur verið rætt um þörf-
ina fyrir nýtt pólitískt afl í ís-
lensku þjóðfélagi nú í aðdraganda
alþingiskosninga. Ég er ein þeirra
sem telja að það sé tómarúm í ís-
lenskri pólitík. Ég hef staðið utan
flokka síðan ég sagði mig úr
Framsóknarflokknum
fyrir fjórum árum
vegna stóriðjustefnu
flokksins og fráhvarfs
hans frá félagslegum
gildum. Það sem þó
fyllti mælinn var
stuðningur flokksins
við Íraksstríðið.
Ákvörðun varaþing-
manns um að ganga
úr stjórnmálaflokki er
stór ákvörðun sem
ekki er tekin án um-
hugsunar. Tilboð ann-
arra stjórnmálaflokka
um að ganga til liðs
við þá, bæði fyrir síðustu alþing-
iskosningar og nú, hefur knúið
mig til að taka rökstuddar ákvarð-
anir og hef ég gjarnan svarað því
til að ef stjórnmálaflokkur taki
hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar og útfæri hana þá sé ég
tilbúin til að ganga í stjórn-
málaflokk aftur.
Framsóknarflokkurinn
Í mínum huga kemst Framsókn-
arflokkurinn eins og ég kynntist
honum á uppvaxtarárum mínum,
grænn, frjálslyndur félagshyggju-
flokkur, næst hugsuninni um sjálf-
bæra þróun. En útfærsla ráða-
manna flokksins á síðustu árum
hefur fært hann svo langt frá upp-
runanum að margir fleiri en ég
eiga þar ekki lengur pólitískt at-
hvarf og ekkert er að verða eftir
af flokknum nema nafnið eitt. Þeir
sem áður studdu flokkinn eiga
frekar orðið heima í öðrum stjórn-
málaflokkum eins og skoðanakann-
anir undanfarið hafa margsýnt.
Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn (E – Efna-
hagslegi þátturinn) hefur alltaf
verið trúr sínu og allir vita fyrir
hvað hann stendur og það hefur
fært honum öruggt fylgi. Hann er
efnahagsflokkurinn mikli sem hef-
ur tekist að telja stórum hluta
þjóðarinnar trú um að veraldleg
gæði séu einu almennilegu lífs-
gæðin sem öllu skuli
fórnað fyrir. (Fram-
sóknarflokkurinn er
reyndar að láta lífið
við að hjálpa honum.)
Þjóðin vinnur og
kaupir sem aldrei fyrr
og flest okkar eru
hneppt í fjötra banka-
viðskipta með lán á
okurvöxtum. Þræla-
hald nútímans. Samt
hefur þjóðin aldrei
fundið meira til í sál-
inni og hópur öryrkja,
fólks með fíkniefna-
vanda og þunglyndi,
yfirbugaðra þjóð-
félagsþegna, stækkar.
Vinstri grænir
Stuðningsmönnum
Vinstir grænna (N –
Náttúruvernd) fjölgar
ört. Flokkurinn hefur
sett náttúruvernd á
oddinn enda full þörf
á mótvægi við efna-
hagskrabbameinið
sem hefur fengið að
vaxa óhindrað í tíð
núverandi ríkisstjórn-
arflokka og er farið
gera mikinn skaða í
samfélaginu. Nú ríður
á að bjarga því sem
bjargað verður. Nátt-
úra Íslands liggur m.a. á högg-
stokki efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar þar sem aftaka
þjóðargersema fer reglulega fram.
Fylgi við Vinstri græna í skoð-
anakönnunum undanfarið sýnir
líka að þjóðin er búin að fá nóg.
Samfylkinign
Samfylkingin er eins og allir
vita samsteypa félagshyggjuflokk-
anna (F – Félagslegi þátturinn).
En það virðist einhvern veginn
vera of langt á milli gömlu alla-
ballanna og hægri kratanna. Þann-
ig virðist flokkurinn ekki ætla að
ná fótfestu og verður einhvern
veginn svona hvorki – né og bæði
– og flokkur. Í ýmsum málum
virðast vera margar stefnur og
forystunni gengur illa að móta
skýra stefnu sem flokksmenn geta
staðið einhuga að baki. Samkvæmt
skoðanakönnunum er fylgið líka á
hröðu undanhaldi.
Frjálslyndi flokkurinn
Það er erfitt að setja Frjáls-
lynda flokkinn inn í módelið um
sjálfbæra þróun. Hann lendir ein-
hvern veginn milli skips og
bryggju. Flokkurinn er fyrst og
fremst stofnaður til að vinna að
brýnu hagsmunamáli þjóðarinnar,
yfirráðunum yfir auðlindum hafs-
ins og fékk verðskuldað fylgi að
launum. Síðan þá hefur hann verið
að reyna að verða að alvöru flokki
og margir hafa mátað sig við
hann, en þetta hefur ekki tekist
sem skyldi. Áferðin er einsleit og
eins og á togara, bara karlmenn í
áhöfn. Eina sýnilega konan um
borð var hrakin í land nýlega.
Flokkur um sjálfbæra þróun
Oft er talað um mikilvægi
sterkrar stjórnarandstöðu í pólitík.
Ef flokkarnir eru skoðaðir í sam-
hengi sjálfbærrar þróunar er aug-
ljóst að hvaða núverandi flokkur
sem er við völd þarf sterkt aðhald
frá hinum flokkunum til að reyna
að halda jafnvægi í samfélaginu.
Þetta kristallast aftur á móti í eyr-
um og augum almennings í leið-
indaþrasi milli stjórnmálamanna
þar sem hver virðist reyna að níða
skóinn af öðrum til að styrkja mál-
stað sinn. Það er einmitt þetta
sem gerir afskipti af stjórnmálum
svo fráhrindandi. Flokkur sjálf-
bærrar þróunar er í kjarnanum
þar sem jafnvægi ríkir milli sjón-
armiða um efnahagslegar og fé-
lagslegar áherslur og nátt-
úruverndar. Þar sem tómarúmið í
íslenskum stjórnmálum er núna.
Samvinna slíks flokks við aðra
stjórnmálaflokka er kærkomin því
þeir hafa allir eitthvað fram að
færa sem getur nýst inn í kjarn-
ann, hver frá sinni hlið. Slíkur
flokkur getur tekið fagnandi skyn-
samlegum hugmyndum sem koma
frá N – Vinstri grænum, E – Sjálf-
stæðisflokknum og F – Samfylk-
ingunni, því hann hefur pólitískt
NEF.
Sjálfbær þróun og pólitík
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
skrifar hugleiðingar um sjálf-
bæra þróun og stjórnmál
»Mikið hefur veriðrætt um þörfina fyr-
ir nýtt pólitískt afl í ís-
lensku þjóðfélagi nú í
aðdraganda alþing-
iskosninga.
Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir
Höfundur er sjálfstætt starfandi
arkitekt með sérstaka áherslu á
ráðgjöf í skipulagsmálum.