Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga Dís Sæ-mundsdóttir
fæddist í Hvera-
gerði 12. febrúar
1943. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 21.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sæmundur Guð-
mundsson, f. 2. maí
1904, d. 25. apríl
1997, og kona hans
Guðrún Þorláks-
dóttir, f. 9. janúar
1906, d. 30. maí 1989. Systkini
hennar eru Aðalsteinn, f. 4.
september 1931, d. 31. október
1951, og Guðrún Gerður, f. 16.
maí 1950.
Helga Dís giftist 31. desem-
ber 1967 Páli Ragnari Gunn-
arssyni, f. 12. september 1941.
Börn þeirra eru: a) Elín, f. 27.
júní 1967, sambýlismaður Sam-
úel Einarsson, f. 1. ágúst 1969.
Dóttir þeirra er Heiða Dís og
dóttir Samúels af fyrra hjóna-
bandi er Svava Ýr.
b) Sæmundur Rún-
ar, f. 4. mars 1971,
sambýliskona
Hanna Þórhildur
Bjarnadóttir, f. 10.
júlí 1966. Börn
hennar af fyrra
sambandi eru:
Margrét Ruth,
Grétar Már og
Rakel Ýr. c) Erla
Björk, f. 2. sept-
ember 1978, sam-
býlismaður Brent
C. Beale, f. 20.
nóvember 1983.
Helga Dís útskrifaðist frá
Kennaraháskólanum árið 1963.
Hún starfaði sem kennari við
Barnaskólann í Njarðvík frá
árinu1963–64, við Barnaskólann
í Ásgarði í Kjós 1964–65, Aust-
urbæjarskóla 1965–80, Selja-
skóla 1980–87 og að lokum við
Ártúnsskóla 1987–2003.
Útför Helgu Dísar verður
gerð frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Það er ósköp bágt að eiga enga
mömmu. Sérstaklega svona góða
mömmu sem saumaði öll föt á mig
og dúkkurnar mínar. Keypti fullt af
barbie-dóti þegar farið var í versl-
unarferðir með Gönguklúbbnum
(þegar ég var lítil!). Kenndi mér að
lesa og skrifa áður en ég var komin
í skóla þannig að ég var rosalega
klár þegar ég mætti fyrsta daginn í
skólann. Sagði mér sömu söguna
aftur og aftur af því þegar ég var
lítil og tók á móti henni þegar hún
kom frá Danmörku og æpti yfir alla
mamma mín, mamma mín er kom-
in. Var mér góð fyrirmynd með
dugnaði sínum, krafti og ekki síst
seinustu dagana hennar.
Mamma var alltaf rosa fín og
flott í útliti og alltaf þegar við vor-
um að fara út þurfti ég að setjast
niður á meðan hún setti á sig vara-
lit, fann rétta slæðu, handtösku og
svo leit hún í spegilinn og sagði
ósköp er maður eitthvað luralegur,
þá þurfti að skipta um föt. Svo fór-
um við bara í Bónus þar sem hún
dró upp endalaust magn af plast-
pokum úr töskunni svo maður
skammaðist sín soldið fyrir
hana … en bara soldið.
Þegar ég fékk þá flugu í höfuðið
að fara til Englands skildi mamma
bara ekkert í mér, ég átti að fara til
Þýskalands því það væri svo æð-
islegt þar. Ekki batnaði það þegar
ég náði mér í þarlendan mann og
fór að koma upp búi. Aumingja
mamma! Hún var alltaf að skoða at-
vinnuauglýsingarnar og finna vinnu
fyrir okkur og skildi ekkert í því af
hverju við vildum búa þarna úti í
þessari sveit. Þó að hún væri sjálf
úr hálfgerðri sveit. Á sunnudögum
hringdum við alltaf í hvor aðra og
þegar ég hringdi sagði hún alltaf,
ert þetta þú lillan mín og svo töl-
uðum við lengi um allt og ekkert.
Stundum svindlaði ég og hringdi í
miðri viku og sagði henni hvað ég
hefði verið að bardúsa. Alltaf leið
mér svo vel eftir að hafa talað við
hana.
Ég hef náð að koma nokkuð
reglulega til Íslands eftir að ég
flutti út. Ég kom einu sinni án þess
að láta mömmu vita og við systkinin
gripum hana í rúminu snemma um
morguninn. Það tók hana smátíma
að átta sig á þessu og svo faðmaði
hún mig og sagði, æ ert þetta þú,
lillan mín, svo vaknaði hún betur og
sagði, bölvuð fífl getið þið verið öll-
sömul! Best var ferðin mín í lok
október. Þá kom ég í 2 vikur og var
bara með mömmu allan tímann. Við
fórum tvisvar í bíó, fórum í Kringl-
una og Smáralind, bökuðum og
horfðum á vídeó saman. Þetta var
alveg rosalega gaman og ég er svo
fegin að ég skyldi fá tækifæri til að
eiga svona spes tíma með mömmu.
Það er erfitt að labba um Kvísl-
ina núna og sjá allt dótið hennar
mömmu og finna föt af henni því að
það er svo mikil mömmulykt af
þeim. Ég býst ennþá við að heyra í
klossunum hennar eða að heyra
hana gala hátt „halló“ þegar maður
labbar inn um dyrnar. Ég veit að
henni leið orðið illa og að það er
gott að hún fékk að fara en ég er
samt ósátt við að missa mömmu
mína og engan veginn tilbúin að
sleppa henni. Ég tel mig vera
ennþá það litla að ég þarf á mömmu
minni að halda. En spilin snúast þá
bara við og mamma segir bara við
mig þegar hún tekur á móti mér
hinum megin „Lillan mín, lillan mín
er komin“.
Erla Björk.
Mamma er dáin, hvað gerir mað-
ur þá? Þegar maður ætlar að rifja
upp tímana með mömmu er það svo
margt og erfitt að velja úr það sem
stendur hæst upp úr. Ferðin okkar
til Englands fyrir u.þ.b ári að heim-
sækja „litlu“ systur mína, er minn-
isstæð fyrir þær sakir að þetta var
síðasta ferð mömmu til útlanda og
eina skiptið sem við ferðuðumst
tvær saman. Þar vorum við mæðg-
ur í essinu okkar, létum Lilluna
okkar keyra okkur á milli verslana,
þorpa og sveitakráa þar sem við
mamma gátum teygað ölið og látið
svo keyra okkur áfram á næsta stað
til að versla meira … En mömmu
fannst þetta nú óttaleg sveit þar
sem hún systir mín var sest að,
beljur röltandi á vegunum, asnar og
villihestar á förnum vegi. Mömmu
fannst nú samt gott að vera úti í
hinni guðsgrænu náttúru þó að hún
væri ekki mikið fyrir dýrin, besta
slökun sem hún gat hugsað sér var
að fara í berjamó í Hveragerði á
haustin og veltast á milli þúfna og
fylla koppa og kirnur af berjum.
Mamma var búin að bíða eftir
barnabarni í fjölda ára, hennar
helsta ósk var að eignast barnabarn
og var þá pressan mest á mig sem
elsta barn að fara að drífa mig í
þetta áður en ég kæmist á ellistyrk-
inn. Enda þegar ég tilkynnti henni
að ég væri ólétt að Heiðu Dís hróp-
aði hún „Yes“ upp yfir sig sem var
nú óvanaleg upphrópun hjá kenn-
aranum. Hún var nú samt ekki sátt
við að handavinnugenin skyldu ekki
koma í ljós á meðgöngunni hjá mér
og reyndi mikið að ota að mér
prjónunum. Hún stóð sig frábær-
lega í ömmuhlutverkinu, spillti
Heiðu Dís með nammi, prjónaði
dúkkuföt og barnaföt og vildi fá
hana sem oftast í heimsókn til að
dedúast eitthvað. Þær horfðu
reglulega saman á „skrýtnu kell-
inguna“ Hyacinth (Mrs. Bucket/
Bouqet) og skemmtu sér vel yfir
henni. Þannig að ömmustelpunni
bregður nú við hafa ekki ömmu til
að snúast í kringum sig því að afi er
ekki alveg jafn eftirgefanlegur og
amma var, hún skilur ekki alveg að
amma komi ekki aftur til okkar.
Gekk ég oft fram af henni hvað ég
gat notað lengi föt sem að voru í
uppáhaldi hjá mér, það var eitt að
vera nýtin en þetta var nú einum
of … Það var svo undarlegt hvað
mér tókst oft að sulla niður á eld-
húsborðið og þá sérstaklega þegar
hún var nýbúin að setja hreinan
dúk á borðið! Þá kom bara: Elín,
hvernig ferðu að þessu? Eftir að
mamma fór að veikjast meira á síð-
asta ári vorum við duglegar að nota
tímana sem hún var frískari til að
skreppa í leikhús, á söfn og tón-
leika, nú síðast Vínartónleika Sin-
fóníunnar í janúar þar sem við skál-
uðum í freyðivíni fyrir bjartari
tímum með blóm í haga. En því
miður varð raunin ekki sú.
Ég veit að mömmu líður betur
núna eftir að hafa staðið sig eins og
hetja í baráttunni við krabbameinið
og oft á tíðum undraðist ég hvaðan
henni kæmi allur þessi styrkur og
bjartsýni þegar útlitið var sem
svartast. Þó að lífið haldi áfram er
samt einni samferðamanneskjunni
færra og leiðin verður þung til að
byrja með en ég hef minningarnar
um mömmu sem vonandi geta fleytt
mér yfir erfiðasta hjallann.
Elín.
Mamma mín er farin eins slæmt
og það er. Þá kemur margt upp í
hugann. Þegar ég var lítill saumaði
mamma fyrir mig lítinn hund. Hann
fylgdi mér út um allt og lenti í ýms-
um skakkaföllum, brenndur á elda-
vélarhellu, fékk að synda í klósett-
inu en alltaf var hann uppáhaldið
mitt þó að mamma reyndi að sauma
nýjan handa mér þegar henni var
hætt að lítast á útlitið á honum. Svo
einn daginn hvarf hann bara …
Alltaf var hún hrifin af ljósu lokk-
unum mínum og fylltist alltaf skelf-
ingu þegar rakvélin var tekin fram
og hárið fékk að fjúka og auga-
brýrnar einu sinni. Þegar ég gaf
henni nýja hljóðláta inniskó var það
ekki bara af hugulsemi heldur til að
geta sofið út á morgnana enda var
herbergið beint fyrir neðan eldhús-
ið þar sem hún þrammaði um á flís-
unum eins og fílahjörð. Loksins
þegar strákurinn gekk út, í bók-
staflegum skilningi, var uppeldinu
loksins lokið og lillinn gat farið að
hugsa um sig sjálfur. En það var
samt aldrei alveg sleppt og hún reis
oft upp eins og ljónynja til að verja
hann „Sæma sinn“. Þegar ég fór til
útlanda í fótboltaferðir skildu hinir
strákarnir aldrei neitt í því hvað ég
var að spyrja um þessar „thimbles“
alltaf hreint. Enda gat maður ekki
farið til útlanda án þess að koma
með eina fingurbjörg handa gömlu.
Og þegar safnið stækkaði og var
komið yfir hundruð varð alltaf erf-
iðara að leggja á minnið hvað hún
ætti fyrir. En mamma sagði alltaf
að það skipti engu máli því að hún
gæti bara býttað henni á næsta
fundi hjá gönguklúbbnum. Alltaf
var hún stolt af uppruna sínum og
mikill sveitarígur á milli mömmu og
pabba. Veðrið nefnilega alltaf best í
Hveró og alltaf rok í Kjósinni, sam-
kvæmt því sem mamma sagði.
Gloppóttur var sunnlenski hreim-
urinn hennar, upp úr stóð „seytján“
og „túmatar“ sem vakti alltaf mikla
kátínu hjá okkur krökkunum. Alltaf
var hún ánægð með drenginn sinn í
þau fáu skipti sem hann fór í jakka-
fötin. Kartöflurækt og gulrótarækt
voru hennar ástríða, á hverju
hausti þurftum við að taka upp
kartöflur og gera slátur og ég
þurfti alltaf að brytja mörinn. Á
jóladag er alltaf boð hjá Gerðu
frænku og þá er alltaf spiluð vist.
Systurnar spiluðu alltaf saman og
ef illa gekk var bara dreginn fram
annar stokkur því þessi var greini-
lega vondur, gat ekki verið að spila-
mennskunni væri ábótavant. Syst-
urnar voru mjög nánar og fór aldrei
á milli mála þegar systir hennar
hringdi og mamma svaraði með
löngu og syngjandi „haallllóóó“ svo
flissuðu þær eins og fermingar-
stelpur. Þær voru líka alltaf með
einhverja einkabrandara sem þær
gátu hlegið að í marga mánuði!
Íþróttaáhuginn var enginn hjá
mömmu, mikið bölvað þegar fót-
bolti var í sjónvarpinu og truflaði
Helga Dís
Sæmundsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
HREFNA SVAVA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sóleyjarima 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
25. febrúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á minningarsjóð Krabbameinsfélagsins.
Eyjólfur Arthúrsson,
Unnur Úlfarsdóttir, Gísli Árnason,
Þorsteinn Úlfarsson,
stjúpbörn og ömmubörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
EIRÍKA EIRÍKSDÓTTIR,
Kvisthaga 2,
Reykjavík,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut miðvikudaginn 21. febrúar, verður jarð-
sungin frá Neskirkju föstudaginn 2. mars kl. 15.00.
Valgerður Marinósdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Sigrún Erla Valdimarsdóttir, Einar Páll Tómasson,
María Valdimarsdóttir, Helgi Sigurðsson,
Kristján Valdimarsson
og barnabarnabörn.
✝
Útför eiginkonu minnar,
GERÐAR ÍSBERG,
Vatnsholti 4,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 19. febrúar verður frá
Fossvogskirkju mánudaginn 5. mars kl. 15.00.
Jóhannes Halldórsson.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LÁRUSSON
frá Gilsá í Breiðdal,
sem lést föstudaginn 23. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Heydalakirkju laugardaginn 3. mars og hefst
athöfnin kl. 14.00.
Herdís Erlingsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær dóttir mín, barnabarn, systir og mágkona,
ÁRNÝ HILDUR ÁRNADÓTTIR,
Heiðarholti,
Keflavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 26. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Matthildur Óskarsdóttir,
Þuríður Halldórsdóttir,
Anna Pálína Árnadóttir, Karl Einar Óskarsson,
Þuríður Árnadóttir, Rúnar Helgason,
Kolbrún Árnadóttir, Jóhann Bjarki Ragnarsson
og börn.
✝
Ástkær faðir minn,
BIRGIR BRAGASON,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 19. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð.
Starfsfólki á Norðurbrún 1 færum við alúðarþakkir
fyrir einstaka umönnun.
Fyrir hönd ástvina,
Bergþóra Huld Birgisdóttir.