Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 36

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Stein-ar Þórðarson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1927. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eiri 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þorgerð- ur Jónsdóttir, f. í Vestra-Fróðholti í Rangárvallahreppi 25. apríl 1901, d. 15. mars 1999, og Þórð- ur Þórðarson, f. í Hrauntúni í Bisk- upstungum 6. maí 1888, d. 20. mars 1963. Bróðir hans var Hauk- ur Þórðarson, fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi, f. í Reykjavík 3. desember 1928, d. 4. október 2006. Steinar bjó alla sína tíð í Reykjavík, fyrst á Hverfisgötunni og svo á Bergþórugötu 15 frá árinu 1938. Hann dvaldi síðustu árin á Reykjalundi og á Hjúkr- unarheimilinu Eiri. Bjarki Laxdal ólst upp á heimili Steinars. Steinar var ókvæntur og barnlaus. Steinar tók próf frá Verzlunarskóla Íslands 1947. Hann starfaði í Bókaversl- un Sigfúsar Ey- mundssonar frá 1939 til 1989 við ým- is störf, meðal ann- ars sem versl- unarstjóri. Steinar var virkur félagi í starfi KFUM og K frá unga aldri og tók mikinn þátt í starfi og uppbyggingu í Vatna- skógi. Hann var einnig virkur í starfi Gideonfélagsins. Steinar verslaði með bækur allt sitt líf, safnaði, seldi og gaf þær út. Um tíma var hann í stjórn Bóksala- félags Íslands. Steinar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Steinar mágur minn andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 20. febrúar sl. eftir langan og erfiðan veikindaferil allt frá árinu 1993. Kynni okkar Steinars hófust árið 1977 þegar við Haukur bróðir hans gengum í hjónaband en Haukur lést 4. okt. sl. Steinar var einstaklega ljúfur maður, vildi öllum gott gera, og hall- mælti aldrei nokkrum manni. Hann bjó með móður sinni, á meðan heilsa þeirra beggja leyfði, á Bergþóru- götu 15 í Reykjavík og var þeirra samband einstaklega kærleiksríkt. Þau voru dugleg að ferðast um land- ið á yngri árum og með í för voru þá þrjár ógiftar móðursystur Steinars en þeim sýndi hann mikla umhyggju alla tíð. Farnar voru margar ferðir á Rangárvellina en þaðan voru þær systur ættaðar, svo og í sumarbú- stað Steinars í Hrauntúni í Bisk- upstungum. Steinar átti alltaf Saab bifreiðar, lenti aldrei í óhöppum enda ók hann hægar en flestir. Minnist ég þess er þau Þorgerður voru að koma úr heimsókn til okkar Hauks í Mosfellsbæinn og hann var stöðvaður á Vesturlandsveginum fyrir of hægan akstur, hann kippti sér ekkert upp við það og sagði við lögregluþjóninn: „Kemst þó hægt fari“. Steinar vann við bækur og bóka- útgáfu allt sitt líf og tók einnig mik- inn þátt í starfsemi KFUM og KFUK. Hann var ættrækinn mjög og fylgdist alla tíð, á meðan hann gat, með fjölskyldu sinni og þeirra afkomendum. Eftir að hann missti heilsuna dvaldi hann á Reykjalundi í nokkur ár, og síðan á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu Steinars þakka starfsfólki á þeim stöðum fyrir einstaklega góða umönnun og elskusemi, einnig hans gömlu félögum úr KFUM sem heimsóttu hann á Eir. Steinari þakka ég samfylgdina. María Guðmundsdóttir. Ég man fyrst eftir Steinari þegar ég var lítill drengur í fylgd föður míns. Þeir áttu tal saman í portinu svokallaða við hús KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík. Steinar var heimilisvinur foreldra minna og sagði mér síðar frá ánægjulegum stundum sem hann átti með þeim hér áður fyrr. Steinar var verslunarmaður og síðar verslunarstjóri í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austur- stræti í Reykjavík. Á sínum tíma var þetta ein stærsta og virtasta bókaverslun á landinu. Steinar mætti alltaf snemma til vinnu sinnar og mér virtist hann vita hvar hver einstök bók var staðsett í verslun- inni. Það var engu líkara en að hver bók væri kunningi hans. Í þá daga voru tölvur ekki komnar til skjal- anna. Segja má að Steinar hafi verið lifandi tölva síns tíma. Hann gekk heill til allra sinna verka, hvort heldur þau voru við dagleg störf eða áhugamálin. Ég var svo heppinn að fá starf sem sendill og til aðstoðar á lager bókaverslunarinnar að sumri til. Framkoma Steinars við sam- starfsfólk sitt og viðskiptavini var til fyrirmyndar. Hann var hjálpsamur og úrræðagóður. Það leyndi sér ekki að Steinar hlaut að eiga innri sjóð þangað sem hann sótti brosið sitt og hlýlegt við- mót á hverju sem gekk. Steinar átti sr. Friðrik Friðriks- son, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi, að vini og samstarfsmanni. Þeir sóttu lífsgleði sína og kærleika til samferðafólks síns í þá trú sem hverjum manni býðst endurgjalds- laust í Jesú Kristi, syni Guðs. Stein- ar hafði þegið og tekið við þessari Guðs gjöf sem er trú. Mér finnst eitt erindi eftir sr. Friðrik lýsa vel lífs- stíl og lífi Steinars en versið er þetta: Heilög þrenning, hjálpráð þitt helgi gjörvallt lífið mitt allt frá æskuvegi. Við þig hjartans bind ég bönd. Beri mig þín föðurhönd allt að efsta degi. (Fr. Fr.) Steinar var mjög virkur sjálf- boðaliði í starfi KFUM. Hann var sveitastjóri í drengja- og unglinga- deildum félagsins. Hann kom að út- gáfustarfsemi félagsins í sambandi við fjölritun ásamt öðrum verkefn- um sem tengdust öflugu starfi fé- lagsins í Reykjavík og víðar. Starfið í sumarbúðum félaganna var honum líka hjartfólgið og einkanlega Vatnaskógur. KFUM-menn settu líka á stofn bókaútgáfuna Lilju sem gaf út kristilegar sögubækur fyrir börn og unglinga. Barna- og ung- lingablaðið Ljósberinn kom líka út um margra ára skeið. Að þessu öllu kom Steinar og gaf af frítíma sínum og reynslu af gleði. Hann gekk líka í Gídeon-félagið á Íslandi og var virk- ur félagi í þeim félagsskap. Þar tók hann líka að sér ýmis verkefni. Steinar var einn þeirra lykilsjálf- boðaliða sem gáfu nær allan sinn frí- tíma til eflingar barna og unglinga- starfs KFUM og KFUK á Íslandi. Ég kynntist Steinari einna mest þegar hann var sveitarstjóri minn í unglingadeild KFUM á Amtmanns- stíg. Hann hugsaði vel um okkur drengina og ég veit að hann bar okkur á bænarörmum til blessunar og varðveislu. Minningar frá þess- um dögum unglingsáranna eru mér ferskar. Stundum kom sr. Friðrik til þess að enda fund. Hann var þá nær blindur en kunni Guðs orð utanbók- ar og veitti okkur hvatningu til þess að ganga út í lífið í fylgd og trausti til frelsara okkar. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem við strákarnir áttum í KFUM. Leikir, boðtennis, kvikmyndir, frásögur, söngur og skíðaferðalög ásamt Guðs orði voru hluti þess sem okkur var veitt. Nokkrir KFUM-félagar mynduðu félagið „Éljagangur“ sem var skíða- félag. Steinar var einn þeirra. Steinar missti föður sinn allt of snemma. Hann bjó með móður sinni á Bergþórugötu 15 eins lengi og unnt var. Steinar ÞórðarsonIngvar Ásmundsson einn þeirra og fyrir það er ég afar þakklátur. Ingvar var mikill keppn- ismaður og sannur íþróttamaður í anda. Þessum eiginleikum miðlaði hann óspart til sér yngri skákmanna og alltaf lét hann í sér heyra ef hann varð var við hið gagnstæða. Gott orðspor Ingvars fór víða. Þeg- ar ég var við nám í Svíþjóð á níunda áratugnum voru menn enn að tala um vasklega framgöngu hans á skáksv- iðinu þar í landi áratugum áður, er hann stundaði háskólanám í Stokk- hólmi. Sigur Ingvars á World Open í Bandaríkjunum árið 1978 vakti svo heimsathygli og var óneitanlega stærsti sigur Ingvars á skáksviðinu. Ingvar glímdi við erfiðan sjúkdóm undir það síðasta en jafnvel þá var baráttuþrekið og sigurviljinn ávallt til staðar. Þegar ég heimsótti hann í hinsta sinn viku fyrir andlát mátti merkja að mikið var af honum líkam- lega dregið. Samt sem áður kvaddi hann mig með breiðu brosi og orð- unum: „Við sjáumst svo næst hinum megin.“ Á þessum síðasta fundi okkar leit hann sáttur yfir farinn veg. Hann óttaðist ekki dauðann en hafði áhyggjur af því að hann fengi kannski ekki að tefla á þeim stað sem tæki við! Það var augljóst að margar hans ljúf- ustu minningar voru frá skákferða- lögum um heiminn í fylgd með eig- inkonu sinni, Guðrúnu Jóhönnu. Eftir situr minningin um góðan og göfugan dreng. Ég vil votta Guðrúnu og nánustu aðstandendum Ingvars dýpstu samúð mína. Megi hann hvíla í friði. Þorsteinn Þorsteinsson (sá yngri). Þegar ég sem unglingur ákvað að reyna við landsprófið og las það utan skóla í fyrstu af vissum orsökum fór móðir mín í það að útvega mér kenn- ara. Þar sem ég var ekkert sérstak- lega sleip í stærðfræði og öðrum raungreinum þurfti að vanda vel valið á kennurum í þeim fögum. Þá bárust henni spurnir af menntaskólakenn- ara, sem var slíkur hörkukennari að sögn, að hann gæti komið hvaða með- alskussa sem var í gegnum hvaða stærðfræðipróf sem var. Það reyndist vera Ingvar Ásmundsson, og það sýndi sig um síðir, að hrósið um hann sem kennara var ekki orðin tóm, síður en svo. Hæfni hans sem kennara fékk ég að kynnast frá landsprófi og upp að stúdentsprófsborðinu, nokkuð sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég stað- hæfi, að betri stærðfræðikennara hefði ég ekki getað hugsað mér, fyrir utan manninn, sem á bak við kenn- arann bjó. Hann hefur ábyggilega verið í uppáhaldi hjá nemendum sín- um, enda var ekki annað hægt, slíkur mannvinur sem hann var. Hann var líka skemmtilegur kennari, sem vakti áhuga nemandans á viðfangsefninu, enda varð árangur erfiðisins eftir því. Hann kom alltaf heim að kenna mér í einkatímum, og þau Guðrún urðu fljótt fjölskylduvinir okkar, sem allir héldu upp á. Ingvar var ákaflega fjölhæfur maður, fjölmenntaður og vel lesinn á ýmsum sviðum. Hann var skapfastur og hafði ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum og gat stundum hent gaman að þeim, ef því var að skipta, án þess að það særði nokkurn. Það var því gaman að tala við hann um fleira en stærðfræði og skák, sem var hans helsta áhugamál fyrir utan kennsluna. Þegar hann gerðist kennari minn höfðum við móðir mín haft spurnir af því, að hann hefði farið sömu leiðina og faðir hans og sest ungur að skákborðinu og unn- ið þar margan sigurinn. Áhugi hans á skákinni smitaði líka út frá sér til nemandans, þótt aldrei tefldum við saman eða áhugi myndaðist á því. Fram til þess að hann byrjaði að kenna mér hafði ég ekki haft neinn sérstakan áhuga á skák, kunni rétt nokkurn veginn mannganginn, en ræktaði ekkert skákina eða hafði æft mig neitt á því sviði fram að því. Eftir að ég kynntist Ingvari fór ég að fylgj- ast betur með skákinni, ekki síst hon- um, þegar hann tefldi á stórmótum. Það liðu heldur ekki mörg ár, þangað til ég fékk mér skákborð og síðar skáktölvu, eftir að tölvur komu til sög- unnar, til að æfa mig á. Á þessari stundu á ég honum, eins og jafnan fyrr og síðar, svo ótal margt að þakka. Hann var góður, traustur og tryggur vinur vina sinna. Ég og fjölskylda mín fengum að kynnast því svo ótal oft. Ég kveð hann því nú með söknuði og bið honum blessunar Guðs þar sem hann er nú. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðrúnu og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau á sorgar- stundu. Blessuð sé minning öðlingsins Ingvars Ásmundssonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Nú er skarð fyrir skildi. Látinn er öðlingurinn Ingvar Ásmundsson skólameistari. Eftir stöndum við hnípin, enda hefði ekkert skarð verið fyrir skildi ef lát hans hefði engu skipt. Samt er því þannig farið og það vit- um við þegar svona er komið að því fleiri sem áföllin verða því auðugri verðum við vegna þess að þá vitum við að við höfum misst einhvern okkur dýrmætan, einhvern svo mikilvægan og góðan, að það hriktir í undirstöð- um lífs okkar. Og vissulega er ég auðugri vegna þess manns, meistara og vinar, sem nú er horfinn mér sjónum. Ingvar var mannvinur og kennari af Guðs náð. Hann skildi að kennslan er list, sem tekur til allra listforma mannlífsins, ekkert undanskilið og raunar til allra þátta mannlífsins í heild. Hann var snöggur að greina vand- ann hverju sinni og úrræðin létu ekki á sér standa. Ekki voru alltaf allir honum sam- mála, enda ekki öllum jafnhent og honum að kafa svo djúpt undir yfir- borðið í leit að vizku og kjarki. Kjark skorti Ingvar Ásmundsson aldrei og sterkasti þátturinn í vizku hans var ef til vill fólginn í kærleika hans til þeirra sem farið höfðu halloka í skólakerfinu. Ekki vegna illsku mannanna heldur einfaldlega vegna þess að við getum ekki búist við því að allir hafi á hverjum tíma náð þeim þroska sem þetta listform „kennslan“ krefst. Sérhver dagur í Iðnskólanum undir stjórn Ingvars Ásmundssonar var góður dagur og það vissu allir kenn- arar, nemendur og starfslið skólans. Skólinn var alltaf í sókn, og um það rætt á ráðstefnum um menntamál og víðar hve vel og skjótt væri tekið á hinum margvíslegu málefnum skól- ans svo að hann gæti sem bezt brugð- izt við vaxandi kröfum þjóðfélags í örri mótun. Að lokum langar mig að minnast sambands Ingvars og konu hans Guð- rúnar. Þau hjón gengu iðulega saman um götur borgarinnar og duldist eng- um að þar voru ekki eingöngu hjón og elskendur á ferð heldur vinir og jafn- okar í lífsbaráttunni með reisn þeirra, sem hafa náð því að vita hvað skiptir máli í tilverunni. Ég votta Guðrúnu, ekkju Ingvars Ásmundssonar, og ættingjum mína dýpstu samúð, þakklæti og virðingu. Gyða Stefánsdóttir. Ingvar Ásmundsson var einn snjallast skákmaður þjóðarinnar og lét að sér kveða við skákborðið uns hann varð frá að hverfa sakir veik- inda. Starfsævi hans var helguð kennslu og málefnum skóla, þar sem hann fylgdist með málum af brenn- andi áhuga og beindi gagnrýnum frjó- um huga að því hvernig bæta mætti skólana nemendum til hagsbóta. Ingvar Ásmundsson var í fylkingar- brjósti í málefnum kennara og skóla- meistara og formaður Sambands iðn- fræðsluskóla meðan hann gegndi embætti skólameistara Iðnskólans í Reykjavík. Farsælt ævistarf sem kom mörg- um góðum málum áleiðis. Ingvar Ásmundsson nam stærð- fræði til BA-prófs og hóf kennaraferil sinn í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Svo skipaðist að dugmiklir kennarar frá Laugarvatni færðu sig um set og tóku til starfa við nýjan menntaskóla í Reykjavík, Mennta- skólann við Hamrahlíð, er hann tók til starfa. Nokkrum árum síðar fylgdi skólameistarinn þeim eftir, er Jóhann S. Hannesson hóf störf við MH. Þessi hópur kennara var öflugasti kjarninn í skólastarfinu í MH um 1970 og hafði forgöngu um nýtt skipulag skóla- starfsins, áfangakerfið. Áfangakerfið felur í sér meiri ábyrgð nemandans á námi sínu en gerir um leið meiri kröfur til skipu- lags kennslu en áður hafði tíðkast. Áfangakerfið var forsenda þess að öldungadeild var stofnuð í MH og síð- ar víða um land. Ingvar Ásmundsson lagði gjörva hönd á að endurskipu- leggja iðnfræðsluna í áfangakerfi er hann varð skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík árið 1980 og beitti sér fyrir nýskipan Vélskóla Íslands er hann gegndi þar formennsku í skólanefnd. Áfangakerfið varð svo grundvöllur þess að á laggirnar komst samræmd- ur framhaldsskóli í formi fjölbrauta- og verkmenntaskóla víða um land. Ingvar Ásmundsson beitti skarpri gagnrýnni hugsun á hvaðeina og lét ekki eftir sér að sættast við viðteknar venjur, hann vildi hreyfingu og ár- angur. Við athugun á framförum nemenda í Iðnskólanum í Reykjavík kom í ljós að allstór hópur átti við lestrarörðugleika að etja. Lét hann þegar í stað skipuleggja lestrar- kennslu í skólanum nemendum til mikilla hagsbóta, þótt þetta allt sam- an kostaði nokkurt stapp við fræðslu- yfirvöldin. Ingvar Ásmundsson var hjartahlýr maður. Undir hrjúfu yfirborði var maður vinfastur og hjálpsamur. Hann var blátt áfram við alla og andvígur öllu tildri. Vinátta hans var okkur dýrmæt og samstarfið um árabil. Ást- vinir hans þurfa nú að líða mikinn missi. Við Vilhelmína færum þeim innilegustu samúðarkveðjur. Ingvar kemur okkur ætíð í hug er við heyrum góðs manns getið. Ólafur Ásgeirsson.  Fleiri minningargreinar um Ingvar Ásmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hrannar Baldursson; Kristín Siggeirsdóttir og starfsfólk Janusar endurhæf- ingar; Marinó G. Njálsson; Jón Hannesson; Atli Rafn Kristinsson; Gunnar Björnsson/Taflfélagið Hell- irinn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, ÞORSTEINS D. MARELSSONAR rithöfundar, Unufelli 27. Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarþjónustunni Karitas og Sigurði Björnssyni fyrir alla þeirra hjálp í veikindum Þorsteins. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfríður Geirdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.