Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
- Einn vinnustaður
Laus störf hjá dráttarvéladeild Framkvæmdasviðs
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi
borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Framkvæmdasvið
Dráttarvéladeild Framkvæmdasviðs sér um snjóruðning,
hreinsun gönguleiða, slátt opinna svæða og hreinsun
vegna veggjakrots.
Sérhæfðir verkamenn
Óskað er eftir sérhæfðum verkamönnum til starfa við
háþrýstiþvott á vegum deildarinnar auk fleiri tilfallandi
verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Starfsmenn verða að hafa gott atgervi, vera verklagnir og
heilsuhraustir. Gerð er krafa um almenn ökuréttindi en
einnig er æskilegt að viðkomandi hafi dráttarvélapróf
og/eða BE bílpróf.
Flokkstjóri
Óskað er eftir flokkstjóra til starfa. Starfið felur í sér
umsjón með háþrýstiþvotti á vegum sviðsins auk tilfallandi
verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Starfsmenn verða að hafa gott atgervi, vera verklagnir og
heilsuhraustir. Gerð er krafa um almenn ökuréttindi en
einnig er æskilegt að viðkomandi hafi dráttarvélapróf og
BE bílpróf.
Verkstjóri
Óskað er eftir verkstjóra til starfa. Starfið felur í sér
stjórnun vinnuflokka við háþrýstiþvott á vegum sviðsins
auk annarra verkefna. Verkstjóri sér um skipulagningu
verkefna, eftirlit með kostnaði, stjórnun starfsmannamála,
samskipti við íbúa og fyrirtæki auk annarra tilfallandi
verkefna á vegum dráttarvéladeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Starfsmenn verða að hafa gott atgervi, vera verklagnir og
heilsuhraustir. Gerð er krafa um almenn ökuréttindi en
einnig er æskilegt að viðkomandi hafi dráttarvélapróf og
BE bílpróf. Æskilegt er að umsækjendur búi yfir reynslu af
sambærilegum störfum.
Um er að ræða framtíðarstörf. Æskilegt er að starfsmenn geti
hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Birgisson,
rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar við Stórhöfða í síma
411 8462 og starfsfólk mannauðsdeildar í síma 411 8000.
Umsóknarfrestur er til 11. mars. Umsóknareyðublöð er hægt
að nálgast í þjónustuveri Framkvæmdasviðs, Skúlatúni 2, sem
er opin 8.20-16.15 alla virka daga eða senda umsóknir með
tölvupósti til mannaudsdeild.fs@reykjavik.is merktar
"Sérhæfðir verkamenn".
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
Eflingar, nánari upplýsingar um þau veita starfsmenn
mannauðsdeildar í síma 411 8000.
Starfsmaður í ráðgjöf
og þjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar leita að starfsmanni
í fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu frá og
með 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Starfssvið
- Ráðgjöf og þjónusta við félagsmenn.
- Gerð og umsýsla hagkannana og töl-
fræðilegar greiningar.
- Stjórnun ýmissa verkefna sem varða
hagsmuni fyrirtækjanna.
Menntun og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði/hagfræði.
- Starfsreynsla, þar sem sjálfstæðra
vinnubragða er krafist.
- Góð enskukunnátta.
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum
samskiptum.
- Þekking á ferðaþjónustu er æskileg.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi starf í
þjónustu við áhugaverða atvinnugrein, gott
starfsumhverfi og samhentan starfsmannahóp.
Umsóknir sendist til skrifstofu SAF, Borgartúni
35, 105 Reykjavík, fyrir 10. mars nk.
Samtök ferðaþjónustunnar eru heildarsamtök atvinnurekenda
í ferðaþjónustu og annast margháttaða þjónustu við félagsmenn
sína. Samtökin gæta sameiginlegra hagsmuna félaganna og
vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau
samkeppnishæf og auka arðsemi í greininni.
Raðauglýsingar 569 1100
FRÉTTIR
Íslandsmót kvenna
í sveitakeppni
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni
verður háð helgina 3.–4. mars. Keppt
verður um réttinn „Íslandsmeistari
kvenna í sveitakeppni 2007“ auk þess
sem efsta sveitin vinnur sér rétt til að
skipa landslið Íslands á Norðurlanda-
mótinu í Lillehammer í sumar. Keppn-
isgjald er 12.000 krónur á sveit. Skráning
í mótið er þegar hafin og hægt að skrá sig
á vefsíðunni bridge.is og í síma BSÍ, 587
9360.
Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar
Eiríksson. Mótið hefst klukkan 11 laug-
ardaginn 3. mars og lýkur fyrir kvöldmat
4. mars.
Gullsmárinn
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði
tvímenning á 11 borðum mánudaginn 26.
febrúar. Miðlungur 220. Efst í NS:
Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magnúss. 287
Elís Kristjánss. – Páll Ólason 282
Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 246
Kristín Óskarsd. – Gróa Geirsd. 223
AV:
Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnsson 265
Heiður Gestsd. – Ari Þórðarson 265
Jón Stefánss. – Eysteinn Einarsson 247
Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 246
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson | norir@mbl.is
JEPPANÁMSKEIÐ á vegum Arctic
Trucks verður haldið á Kletthálsi 3 í
kvöld og hefst það klukkan 20.
Á annað hundrað manns hafa sótt
þessi námskeið í vetur. Á námskeið-
unum gefst þátttakendum, bæði
vönum og óvönum, kostur á að
kynna grundvallareiginleikum
jeppans. Leiðbeinandi er Vil-
hjálmur Freys Jónsson tæknifræð-
ingur.
Hægt er að skrá sig á vefslóðinni
bilar.is.
Jeppanám-
skeið Arctic
Trucks
LANDSSAMBAND framsókn-
arkvenna (LFK) heldur morg-
unverðarfund um leyniþjón-
ustu/greiningadeild föstu-
daginn 2. mars að Hótel Sögu
í Sunnusal kl. 8.30–9.45.
Frummælendur eru Sigríð-
ur Björk Guðjónsdóttir að-
stoðarríkislögreglustjóri og
Jónína Bjartmarz umhverf-
isráðherra. Fundinum stjórn-
ar Bryndís Bjarnarson for-
maður LFK.
Rætt um
leyniþjón-
ustur
Hagnaðist um
380 milljónir
RANGHERMT var í fyrirsögn
á viðskiptasíðu blaðsins í gær
að Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Glitnis, hefði hagnast um
420 milljónir króna á hluta-
bréfakaupum sínum í bank-
anum. Fram kom í fréttinni
sjálfri að söluhagnaðurinn hefði
verið 380 milljónir. Þá var mis-
ritað í fréttinni að Bjarni hefði
upphaflega keypt bréfin á 4,15
milljónir, þar átti að standa
42,15 milljónir. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Fréttir á SMS