Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞAÐ ER
PÍTSA Í
KVÖLD
HEYRÐU!
HVAÐ GERÐIR ÞÚ
VIÐ TAKKANA AF
ELDAVÉLINNI?
ÉG VIL HAFA
MÍNA MEÐ
PEPPERÓNÍ OG
AÐEINS MEIRA
PEPPERÓNÍ
HUGSAÐU
ÞÉR BARA...
RYK FRÁ
FJARLÆGUM
LÖNDUM SEST Á
SKÍTA PÉSA
MAÐUR FER AÐ VELTA FYRIR
SÉR HVORT AÐ HANN GÆTI
BORIÐ MOLD SEM SALÓMON
EÐA GENGIS KAHN GENGU Á!
ER ÞAÐ EKKI
SATT?
MÉR LÍÐUR EINS
OG KÓNGI!
HOBBES, HVAÐ MUNDIR
ÞÚ GERA EF ÉG KASTAÐI
ÞESSARI VATNSBLÖÐRU Í
ANDLITIÐ Á ÞÉR?
ÍMYNDAÐU ÞÉR ÞAÐ
VERSTA SEM ÉG GÆTI GERT.
ÉG MUNDI GERA EITTHVAÐ
HUDRAÐ SINNUM VERRA
HVAÐ
ER
ÞAÐ?
NEI, ÉG
MUNDI GERA
EITTHVAÐ MUN
VERRA
ÉG VARÐ SVO
FORVITINN
ÉG ÆTLA
AÐ FÁ ÞAÐ
SAMA OG
VENJULEGA
HVAÐ
FÆRÐU
ÞÉR
VENJU-
LEGA?
HEF EKKI
HUGMYND
BARA TIL ÞESS
AÐ VERA VISS,
FÁIÐ ÞIÐ
FLÆR EÐA
MÖLFLUGUR?
KIDDA SAGÐI
MÖMMU AÐ ÉG HAFI
KALLAÐ HANA BELJU
HÚN HLÝTUR AÐ
HAFA VERIÐ AÐ
HLUSTA Í BÍLNUM
NÚNA HELDUR
MAMMA AÐ ÉG SÉ
ALLTAF AÐ TALA ILLA
UM HANA. HÚN ER
MJÖG FÚL... OG ÉG
ER ÞAÐ LÍKA
LÍKA
ÉG!
KIDDA! KOMDU HINGAÐ, NÚNA!
ÚT AF ÞVÍ SEM
VIÐ GERÐUM
AF HVERJU ER ÉG
Á BÖRUM? ÉG ER Í
BETRA FORMI EN SÁ
SEM ER AÐ ÝTA MÉR
SÁ SEM FANN
UPP ÞESSAR
SPÍTALAREGLUR
HLÝTUR AÐ
VERA EITTHVAÐ
SKRÍTINN
ER EINHVER
SEM ÉG Á AÐ
LÁTA VITA AÐ ÞÚ
SÉRT HÉRNA?
JÁ,
HRINGDU Í
KO... NEI
ANNARS,
ENGINN
M.J. MUNDI
VILJA KOMA
HINGAÐ EF HÚN
FRÉTTI ÞETTA
ÉG GET
EKKI GERT
HENNI ÞAÐ
INNRITUN
SJÚKLINGA
Rannsóknarsetur í fötl-unarfræðum við HáskólaÍslands stendur fyrir röðfyrirlestra á vormisseri.
Á morgun föstudag, 2. mars, mun
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöf-
undur flytja fyrirlesturinn „Hreinn
andi í óhreinum líkama í mann-
gerðum heimi –Ljós Slím Plast“.
Árið 2005 kom út bók Guðrúnar
Evu Yosoy sem hún notar sem út-
gangspunkt í fyrirlestri sínum: „Ég
kem til með að fjalla um þá líkams-
vitund sem ríkir í nútímanum út frá
sögunni sem sögð er í Yosoy,“ út-
skýrir Guðrún Eva. „Bókin fjallar
mikið um líkamann, takmörk hans
og afskræmingu, en sagan segir frá
sérfræðingi í sársauka sem leiðist
inn í heim hryllingsleikhúss líkt og
tíðkuðust í Evrópu fyrir meira en
hundrað árum, og rannsakar það
sem á sér stað innan leikhússins.“
Guðrún Eva segir líkamsvitund
nútímamannsins klofna í ósætt-
anlegar andstæður þar sem takast á
líkamsdýrkun annars vegar og and-
úð á líkamanum hins vegar: „Ein af
stóru ósvöruðu spurningum bæði
taugalíffræðinnar og heimspekinnar
eru samband hugar og líkama. Ekki
hefur komið fram nein viðunandi
kenning sem útskýrir hvernig hug-
urinn tengist líkamanum,“ segir
Guðrún Eva. „Kannski er tungumál-
inu um að kenna að okkur hættir til
að draga skýr mörk milli hugar og
líkama, sem síðan kann að vera rót
stærri vanda, og útskýra hvernig
við erum farin að umgangast líkam-
ann eins og hann sé ekki hluti af
okkur sjálfum, heldur sýning-
argripur sem maður þurfi ýmist að
hafa til sýnis eða skammast sín fyrir
og fela.“
Líkamar úr plasti
„Við erum upptekin af líkamanum
og ásýnd hans, en um leið er eins og
okkur þyki þungbært að búa við
hinn líkamlega veruleika sem er á
einhvern hátt óhreinn og ófullkom-
inn, það er að segja; náttúrulegur,
með öllu því slími sem náttúrunni
fylgir. Þar kemur hið manngerða til
sögunnar, sem við ímyndum okkur
að sé á einhvern hátt „hreinna“, af
því að þar eru mörkin skýrari og
skiljanlegri og við höfum meiri
stjórn á útkomunni. Sá líkami sem
við beinum helst sjónum okkar að er
eiginlega ekki lifandi líkami heldur
stafræn, tvívíð mynd og gæti alveg
eins verið úr plasti; laus við alla lykt
og lífræn einkenni,“ segir Guðrún
Eva. „Það er eins og þessi líkams-
andúð miði að því að vera ekki til,
vera ekki lifandi og mætti jafnvel
kalla það dauðaþrá, eða, vilji maður
meiri frumleika, líkneskjuþrá.“
Guðrún Eva kveðst ekki ætla að
útmála einhvers konar samfélags-
vanda og boða lausn á honum: „Það
stendur ekki til að lækna samfélagið
af heimsósóma með klukkustund-
arlöngu erindi. En það gerir ekkert
til að auka meðvitund sína með því
að velta fyrir sér öllu því áhuga-
verða sem felur sig beint fyrir fram-
an nefið á manni. Með aukinni vit-
und kemur allt gott af sjálfu sér.“
Guðrún Eva mun flytja fyr-
irlestur sinn í Norræna húsinu kl.
12 á föstudag.
Líkaminn | Fyrirlestur á vegum Rannsókn-
arseturs í fötlunarfræðum á föstudag kl. 12
Hreinn andi í
óhreinum líkama
Guðrún Eva
Mínervudóttir
fæddist í Reykja-
vík 1976. Hún
lauk stúdents-
prófi frá MH
1996 og leggur
stund á nám í
heimspeki við
HÍ. Guðrún hefur
skrifað fimm skáldsögur og smá-
sagnasafn. Bók hennar Yosoy - Af
líkamslistum og hugarvíl í hryll-
ingsleikhúsinu við Álafoss kom út
árið 2005 hjá Máli og menningu.
SPENNUMYNDIN Smokin’ Aces
verður frumsýnd í Laugarásbíói,
SAM-bíóunum Álfabakka og Borg-
arbíói Akureyri á morgun.
Myndin fjallar um töframann
nokkurn sem býr yfir vitneskju um
mafíuna og hyggst koma henni
áleiðis til lögreglunnar.
Áður en hann nýtur verndar lög-
reglunnar ákveður hann hinsvegar
að koma fram í síðasta sinn. Fregn-
irnar um svik töframannsins við for-
sprakka mafíunnar berast þeim til
eyrna og þá hefst æsispennandi
kapphlaup um hver nær til töfra-
mannsins á undan, löggan eða mafí-
an.
Leikstjóri myndarinnar er Joe
Carnahan (Narc) en með helstu hlut-
verk fara Andy Garcia, Ray Liotta,
Jeremy Piven, Ben Affleck, Alicia
Keys, Ryan Reynolds og Martin
Henderson.
Frumsýning | Smokin’ Aces
Á vaktinni Ryan Reynolds og Ray Liotta í hlutverkum sínum.
Baráttan um
töframanninn
Erlendir dómar:
Metacritic: 45/100
The Hollywood Reporter: 60/100
Variety: 60/100
The New York Times: 10/100
Allt skv. Metacritic.com